Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.04.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 Brundtland Vantar vilja til að vernda umhverfið VESTRÆN- IR þjóðarleið- togar sem ætla að taka þátt í um- hverfisráð- stefnunni í Ríó de Janeiro í júní hafa ekki nægan póli- tískan vilja til að taka á þeim hættum sem steðja að umhverf- inu, sagði Gro Harlem Brundt- land, forsætisráðherra Noregs, í viðtali við breska ríkisútvarp- ið, BBC, í gær. Brundtland er formaður umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem standa fyrir ráðstefnuhaldinu í Brasilíu. Þar á meðal annars að móta heildarstefnu þjóða heims um varnir gegn nátt- úruvá. En leiðtogar sumra vest- rænna þjóða óttast að náttúru- verndin kunni að reynast of kostnaðarsöm.. Kóladrykk- ir bannaðir SÆTIR gosdrykkir eins og Kókakóla og Pepsíkóla verða settar á bannlista í skólum í Singapore frá og með júnímán- uði næstkomandi, að því er frá er sagt í frétt í dagblaðinu Straits Times í gær. Markmiðið er að stuðla að heilsusamlegu líferni nemenda og draga úr offitu meðal þeirra, að því er haft var eftir talsmanni mennt- amálaráðuneytisins. „Við erum að útbúa lista yfír drykki sem innihalda minna en 10% sykur og leyft verður að selja í mötun- eytum skólanna," sagði hann. í janúarmánuði bönnuðu stjórn- völd framleiðslu, sölu og inn- flutning á tyggigúmmíi. Sekt fyrir eggjakast NÁMSMAÐUR sem kastaði. eggi í John Major, forsætisráð- herra Breta, á kosningafundi fyrr í þessum mánuði, var sekt- aður um 100 sterlingspund (um 10.000 ísl. kr.) á miðvikudag. Honum var enn fremur gert að kosta hreinsun á fötum ráð- herrans. Fleiri urðu til að kasta eggjum í Major og hann varð fyrir ýmsu öðru hnjaski á fram- boðsfundum sínum, en talið er að hann hafi uppskorið mikla samúð meðal kjósenda fyrir vikíð. Fujimore lof- ar kosningum ALBERTO Fujimori Perúforseti hét því í gær að efna til þjððarat- kvæðis í júlí nk. um þá ákvörðun sína að rjúfa þing og loka dóm- ^JJ- stólum. Einn- ig boðaði hann kosningar um nýja stjórnarskrá í nóvember og loks lofaði hann þingkosn- ingum í febrúar 1993. Maximo San Roman varaforseti Perú sór á þriðjudag embættiseið sem forseti landsins að við-. stöddum 200 af 240 þingmönn- um á löggjafarsamkundunni sem Fujimori leysti upp. San Roman sagði að með valdarán- inu 5. apríl væri Fujimori orðinn einræðisherra og því misst for- setavald sem stjórnarskráin kvæði á um. Reuter Rússneskur gervihnöttur á uppboði í París Ungur maður lítur inn í rússneskan gervihnött, sem er nú til sýnis á götu skammt frá Champs-Elysees í París. Gervihnettinum var komið upp í geiminn í apríl 1985 og verður seldur á uppboði í París í dag. Fiskveiðideilur Kanada og EB: Vísindamenn fjalla um hrun fiskistofna Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. JOHN Crosbie, sjávarútvegsráðherra Kanada, skýrði frá því á þriðjudag að hann hefði farið fram á sértstakan fund vísindanefnd- ar Norðvestur-Atlantshafsnefndarinnar (NAFO) til að fjalla um ástand fiskstofna undan Kanada og orsakir yfirvofandi hruns þeirra. Gert er ráð fyrir að aukafundurinn verði haldinn í tengslum við áriegan fund vísindanefndarinnar sem verður 3. júní. í yfirlýsingunni segir Crosbie að tilgangur fundarins sé sá að leiða aðildarríkjum NAFO og þá sérstak- lega Evrópubandalagsins (EB) í Ijós hversu alvarlegt ástand físk- stofnanna sé. Vonir eru bundnar við að á fundinum takist að miðla málum á milli EB og Kanada en orðahnippingar þeirra háfa magn- ast á síðasta misseri og nú er ótt- ast að sjómenn á Nýfundnalandi láti héndur skipta verði ekki ráðin bót á rányrkju EB-flotans. Kanada- menn hafa ásakað flota EB um ofveiðar utan 200 mílna markanna á Stórabanka annars vegar á þorski sem heldur til á norðvestanverðum bankanum og hins vegar á fjórum flatfiskstofnum á bankanum sunnanverðum. Þorskurinn á norðanverðum bankanum er undir stjórn Kanadamanna sjálfra þar sem 95% stofnsins eru alla jafna innan kanadískrar lögsögu. Þrátt fyrir sex ára veiðibann hefur EB einhliða ákveðið kvóta fyrir flota Sviþjóð: Werner lætur af formennsku Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. LARS Werner, formaður Vinstri- flokksins í Svíþjóð, ætlar að láta af embætti á þingi flokksins á næsta ári. Margir háttsettir félagar í flokknum höfðu krafist tafar- lausar afsagnar Werners eftir að hann kom fram ölvaður á blaða- mannafundi á dögunum. Er það alls ekki í fyrsta sinn sem það ger- ist. Líklegast er talið að varaformað- ur flokksins, Gudrun Schyman, taki við formennskunni af Werner. sinn en það hafa önnur aðildarríki NAFO á hinn bóginn ekki gert. Um síðustu áramót ákváðu Kanadamenn að banna eigin togur- um allar veiðar úr þorskstofninum a.m. k. á fyrri helming þessa árs. Á halanum á Stórabanka þykir sannað að floti EB stundi rányrkju á flatfiski á uppeldisslóðum. Stað- fest er að möskvar í veiðarfærum EB-flotans séu langt undir sam- þykktum lágmörkum. Gert er ráð fyrir að NAFO- nefndin komi saman 11. til 15. maí í Halifax til þess að fjalla um eftir- lit með veiðum á umsjónarsvæði nefndarinnar og aðgerðir til að tryggja að farið sé að settum regl- um við veiðarnar. í yfirlýsingu sinni leggur Crosbie áherslu á nauðsyn þess að kvótaákvörðunum NAFO sé hlýtt, fari svo sem horfir sé hætt við að stofnar á borð við þorsk, flatfísk, og karfa hverfi end- anlega af Stórabanka fískimönnum við Norðvestur- Atlantshaf til óbætanlegs tjóns. Líflát Roberts Altons Harris; Fjölmiðlar í Evrópu fordæma aftökuna London. Reuter. DAGBLÖÐ í Vestur-Evrópu þar sem dauðarefsing var afnumin fyrir Iöngu for- dæmdu í gær aftöku Roberts Altons Harris í San Quentin- fangelsinu í Kaliforníu. Tim- es o! London kallaði aftök- una „viðurstyggilegan at- burð" og sagði, að líflát með gasi væri óvanaleg og kvala- full refsing. „Hvernig getur nokkurt ríki notað gasklefa, morðtól nasista?" spurði blaðið. Harris var tekinn af lífi á þriðjudag og hafði þá verið færður í gasklefann tvisvar sinnurn. í fyrra sinnið var búið að binda hann við stólinn í klef- anum þegar áfrýjunarréttur frestaði aftökunni. Var hann þá leystur en síðan líflátinn þegar hæstiréttur hafnaði frek- ari^ frestun. í Frakklandi, þar sem fallöx- in var áður notuð, sagði blaðið La Meridional, að aftakan hefði verið hryllingur, þessi hring- snúningur með dauðadæmdan mann hefði tekið fram öllu því, sem nokkur rithöfundur hefði getað sett saman, jafnvel þótt hann væri fullur kvalalosta. Dionigi Tettamanzi, formaður ítölsku biskupasamtakanna, tók í sama streng og gagnrýndi harðlega, að bandarískt sjón- varp skyldi hafa birt myndir af dauðamanninum í klefanum. Fjölmiðlar og mannréttinda- samtök í Bandaríkjunum hafa einnig þau orð um aftökuna, að hún hafi verið skelfileg en almenningur er á öðru máli. Samkvæmt síðustu skoðana- könnunum eru nú 75% Banda- ríkjamanna fylgjandi dauða- refsingu og þeir gráta þurrum tárum yfir örlögum Harris. Hann var dæmdur fyrir að myrða tvo unglingspilta árið 1979 með köldu blóði og hann gaf sér meira að segja tíma til að borða hamborgarana, sem þeir voru með, áður en hann stal bílnum þeira. Aðgerðir gegn ofveiði í Bandaríkjunum: Þorsk- og laxveiðin hef- ur aldrei verið minni New York. Frá Huga Obi'ssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. GRIPIÐ hefur verið til róttækra friðunaraðgerða í Bandaríkjun- um til að koma í veg fyrir ofveiði á þorski, ýsu, laxi og öðrum verðmætum fiskstofnum. Bolfiskafli hefur dregist saman um tvo þriðju frá því hann var mestur um 1980 og fer enn minnkandi. í Nýja-Englandi á norðanverðri Atlantshafsströndinni er þorsk- og ýsuafli minni enn nokkru sinni og yfirvöld þar hafa boðað strang- ar aðgerðír til að rétta stofnana við. Nýjum bátum verður bannað- ur aðgangur að miðunum, sóknar- dögum verður fækkað og möskva- stærð aukín. Afli á svæðinu hefur aldrei verið minni - tæp 100.000 tonn - og er aðeins tæpur helm- ingur þess sem hann var fyrir áratug. Þar að auki hefur hlutfall verðmætustu tegundanna svo sem þorsks, ýsu og lúðu, fallið úr 75 af hundraði í um fjórðung af afl- anum. Talið er að aflasamdráttur- inn hafi kostað 14.000 manns atvinnuna í Nýja-Englandi. Aðeins verður leyft að veiða um 300.000 laxa á Kyrrahafs- ströndinni í ár, sem er aðeins helmingur af aflanum í fyrra og yrði það minnsta veiði í sögunni. Líffræðingar kenna ofveiði og skógarhöggi sem gruggar ár um hrun laxstofnsins. Bandaríkin, sem eru fjórða helsta fiskveiðiþjóð heims, tóku upp 200 mflna fiskveiðilögsögu með hinum svokölluðu Magnuson- lögum árið 1976. Afli heima- manna tvöfaldaðist á fjórum árum eftir að útlend skip hurfu af mið- unum, en er nú aftur orðinn svip- aður eftir útfærslu lögsögunnar. Hluti af sökinni skrifast á reikning sjö svæðisnefnda, sem eiga að stjórna veiðum en þær eru að mestu leyti skipaðar fulltrúum hagsmunaðila. í Nýja-Englandi var tekið upp kvótakerfi við út- færslu lögsögunnar en það var afnumið 1981 fyrir áeggjan sjó- manna. Ástæðan fyrir að gripið er til aðgerða nú er sú að umhverf- isverndarsamtök kærðu svæðis- nefndina fyrir vanrækslu og dóm- stóll krafðist þess að hún kæmi í veg fyrir frekari ofveiði. Helsta stjórntækið á sviði físk- veiða í Bandaríkjunum hefur verið takmörkun veiðidaga, eins og í Alaska, þar sem ýsuveiðar eru aðeins leyfðar í örfáa daga á ári og er þá hvaða lekabytta sem er sett á sjó. Sala veiðileyfa er lítið notuð, öfugt við það sem tíðkast í nágrannaríkinu Kanada, en hef- ur verið reynd við skelfiskveiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.