Morgunblaðið - 09.05.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 09.05.1992, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAI 1992 Morgunblaðið/Ingvar Bíll í veg fyrir bifhjól Samkomulag á Alþingi um þingmeðferð EES-samningsins: Umræða um samning- inn hefjist 10. ágúst Fallið frá hugmyndum um sérnefnd þingsins SAMKOMULAG tókst í gær á milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi um þingmeðferð samningsins um evrópskt efnahagssvæði. Samkomuiag varð um að EES-samningurinn og fyigimál verði Iögð fyrir nú á vorþingi sem ljúki 19. maí en umræða um hann hefjist 10. ágúst þegar reglulegt Alþingi komi saman. Jafnframt er stefnt að þinghléi í síðari hluta septembermánaðar. Ríkisstjórnin fellur frá áformum um sérnefnd á vegum þingsins en samningurinn ásamt fylgi- skjölum og fylgisamningum verður þegar tekinn til meðferðar í utan- ríkismálanefnd. Stefnt er að því að flest lagafrumvörp vegna samnings- ins fái afgreiðslu fyrir lok september og að málsmeðferðinni allri verði lokið í nóvember. Frumvörp að nýjum lögum og meiriháttar breytingum á gildandi lögum vegna aðildarinnar að EES verði hins vegar flutt sérstaklega. Lögfesta þarf frumvarp nú á vorþingi til að flýta samkomudegi Alþingis fram f ágúst en jafnframt er samkomulag um að stefnuræða forsætisráðherra og framlagning fjárlagafrumvarps verði á hefð- bundnum tfma, þ.e. f október. Umferðarslys varð á mótum Kleppsvegar og Dalbrautar um klukk- an 15 f gærdag. Á gatnamótunum var bifreið ekið í veg fyrir bif- hjól með þeim afleiðingum að ökumaður hjólsins kastaðist af þvf og slasaðist töluvert en þó ekki alvarlega. Ökumaður hjólsins var fluttur á slysadeild. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði f samtali við Morgunblaðið að stjómarflokkamir hefðu teygt sig mjög langt í samkomulagsátt. „Ástæðan er sú að við viljum allt Miðlunartillag'a samþykkt í 97 félögnm en felld í 9 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara var samþykkt í 97 verkalýðsfélög- um með 50.944 atkvæðisbærum félagsmönnum en felld í níu félögum með 1.314 atkvæðisbærum félagsmönnum. I fimm verkalýðsfélögum með tæplega eitt þúsund félagsmenn var tillagan samþykkt þó fleiri greiddu atkvæði á móti henni en með vegna þess að þátttaka í atkvæða- greiðslunni var undir 35%. Hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja var búið að telja í 25 félögum í gær og var tillagan felld í einu félagi. Niðurstöður voru í gær kunnar í 106 félögum og félagadeildum í Alþýðusambandi íslands. 52.258 höfðu atkvæðsrétt og 9.830 greiddu atkvæði eða 18,8%. Já sögðu 6.520 eða 66,3% og nei 3.025 eða 30,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 285 eða 2,9%. í 51 félagi var þátttaka yfír 35% en undir 20% f 28 félögum. í frétt frá ríkissáttasemjara seg- ir að í öllum stærstu félögunum þar sem þátttaka var minni en 20% hafi miðlunartillagan verið sam- þykkt af meirihluta þeirra sem greiddu atkvæði. Vinnuveitendur samþykktu tillögurnar mót- atkvæðalaust nema miðlunartillögu varðandi lslenska álverið. Niðurstöður lágu fyrir f 25 félög- um og félagadeildum BSRB í gær þar sem 2.503 atkvæðisbærir félagar voru. 1.207 höfðu greitt atkvæði eða tæpur helmingur og já sögðu 835 eða 69,2% og nei 308 eða 25,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 64 eða 5,3%. Tillagan var felid í einu félagi með 27 félagsmönnum en samþykkt í hinum. Atkvæði féllu sem hér segir í nokkrum stærstu félögunum: Hjá Sókn greiddu 444 atkvæði eða 14,9% félagskvenna. 308 sögðu já en 129 sögðu nei. Hjá verkakvenna- félaginu Framsókn greiddu 218 atkvæði eða 9,8% félagskvenna. 154 sögðu já en 62 sögðu nei. Hjá Dagsbrún greiddu 564 atkvæði eða 15,9% 316 sögðu já en 242 sögðu nei. Hjá Einingu á Akureyri greiddu 524 atkvæði eða 14,6%. 337 sögðu já en 180 sögðu nei. Hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur greiddu 484 atkvæði eða 20,1%. 385 sögðu já en 97 sögðu nei. Þau félög sem felldu tillöguna voru Verslunarmannafélag V-Hún- vetninga, Verkalýðsfélag Norðfirð- inga, Verkalýðs- og sjómannafélag Stöðvarfjarðar, Verkalýðsfélagið Afturelding á Hellissandi, Verka- lýðsfélagið Stjaman á Grundar- firði, Verkalýðsfélag A-Húnvetn- inga, Verkalýðsfélagið Súgandi á Suðureyri og Bifreiðastjórafélagið Sleipnir f Reykjavík. til vinna að sæmilegur starfsandi verði um þetta mikla mál og þá fínnst okkur varða meiru að ná saman um það en að halda okkur við einstök atriði," sagði hann. Páll Pétursson, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, sagð- ist vera mjög ánægður með þessa niðurstöðu og sagðist meta mikils að stjómarflokkamir skyldu hafa komið til móts við sjónarmið stjóm- arandstöðunnar f flestum atriðum. „Við lögðum höfuðáherslu á að EES-samningurinn færi til utanrík- ismálanefndar og að fallið yrði frá hugmynd um sémefnd," sagði hann. í samkomulaginu er gert ráð fyrir að tvíhliða samningur um sjávarútvegsmál verði tekinn til meðferðar í utanríkismálanefnd. Önnur fylgifrumvörp EES-samn- ingsins verði tekin til umfjöllunar í fastanefndum þingsins jafnskjótt og þau verða tilbúin. Fastanefndir fjalli um þessi mál samfellt í sumar samkvæmt tímaáætlun er formenn þeirra geri. Einnig var samið um að Alþingi leggi til tvo sérfróða starfsmenn á meðan málið er til meðferðar í þinginu, er verði þingnefndum og eftir atvikum þingflokkum til að- stoðar og ráðuneytis ásamt sér- fræðingum utanrfkisráðuneytisins og annarra ráðuneyta. Samkvæmt samkomulaginu mun hver ráðherra flytja í einu frum- varpi tillögur um smærri breytingar á gildandi lögum á sfnu málasviði. -----»-•-»"♦--- Ekki frekari vaxtalækk- anir hjá bönkunum ENGAR tilkynningar höfðu bor- ist til Seðlabanka íslands í gær um breytingar á vöxtum banka og sparisjóða 11. maí en þá er næsti vaxtabreytingadagur. Bankamir lækkuðu útlánsvexti um mánaðamótin f kjölfar þess að ríkissáttasemjari lagði fram miðl- unartillögu og ríkissjóður lækkaði vexti á spariskírteinum og vfxlum. Landsbankinn er með hæstu út- lánsvextina og eru þeir hálfu til einu prósentustigi hærri en útláns- vextir hjá öðrum. Forvextir vfxla em 12,5% samanborðið við 11,55% f íslandsbanka sem er lægstur og 11,75% í Búnaðarbanka og spari- sjóðunum. Vextir á óverðtryggðum skuldabréfum í algengasta útláns- flokki eru 13,25% í Landsbanka, 11,85% hjá íslandsbanka, 12,5% hjá Búnaðabanka og 12,25% hjá spari- sjóðunum. Algengustu vextir af verðtryggðum skuldabréfum eru 9,65% f Landsbanka, 8,75% í ís- landsbanka, 9,25% í Búnaðarbanka og 9% hjá sparisjóðunum. Selfoss: Ræktunarstarf æskunn- ar á vegnm Yrkju hafið 35 grunnskólar taka þátt í gróður- setningarátaki sjóðsins Selfossi. FYRSTU plönturnar sem keyptar eru fyrir framlag úr Yrkjusjóði voru gróðursettar á Selfossi í gær að viðstöddum forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Grunnskólinn á Selfossi fékk fyrstur skóla úthlutað úr sjóðnum en alls munu 35 skólar fá úthlutað til plöntukaupa. Gróðursetningin á Selfossi fór fram í sérstökum lundi á útivist- arsvæði bæjarins þar sem nem- endur Sólvallaskóla og Sandvík- urskóla munu gróðursetja þær átta þúsund plöntur sem koma f hlut skólanna en það eru tíu plönt- ur á hvem nemanda. Forsetinn, sem gróðursetti fyrstu plöntumar með dyggri að- stoð nemenda, sagði að vel færi á því að kalla þetta svæði Æsku- skóg. 1 tilefni af 60 ára afmæli for- seta íslands, frú Vigdísar Finn- bogadóttur, stóð bókaútgáfan Ið- unn, að fmmkvæði forstjórans, Jóns Karlssonar, að útgáfu af- mælisrits og stofnun sjóðs æsk- unnar til ræktunar landsins, Yrkju. Vinna við undirbúning og útgáfu ritsins var gefin en ágóði af sölunni hefur runnið til sjóðs- ins. Stjómarformaður Yrkju, Matt- hías Johannessen, hóf athöfnina og ávarpaði viðstadda. Hann þakkaði öllum sem staðið hefðu að þessu átaki og sagði að forseti íslands hefði óskað eftir því að fjármunum sjóðsins yrði varið til ræktunar „og er ekki síst ástæða til að þakka þann hug sem forseti vor sýnir landinu og æskunni með þessari ákvörðun sinni og fagnað- arefni að við getum hlúð að um- hverfí okkar með þeim hætti sem fyrir er lagt í skipulagsskrá Yrkju." Hann benti á að í fyrstu grein Yrkju væri tekið fram að þetta væri „sjóður æskunnar til ræktunar landsins". Og hluta af tekjum sjóðsins yrði árlega varið í þessum tilgangi samkvæmt nán- ari ákvörðun sjóðsstjómar. Síðan sagði formaður Yrkju: „Með hliðsjón af þessu hefur stjóm sjóðsins nú ákveðið að hefja ræktunarstarfið. Valdir hafa verið úr þeir grannskólar sem áhuga hafa á þátttöku og standast þær kröfur sem gerðar hafa verið. Sfð- ar munu fleiri grunnskólar að sjálfsögðu bætast f hópinn og hug- sjón listaskáldsins vaxa af græn- um fíngrum íslenskrar æsku, Fag- ' ' ' ' Forsetinn ásamt áhugasömum ræktunarmönnum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson ur er dalur og fyllist skógi. Draumsýn okkar er loftkastalar sem við hyggjumst byggja á jörðu niðri. Við ætlum að rækta þetta land okkar með hugarfari þeirra sem trúðu okkur fyrir draumum sínum. Hugsjónamenn fyrri tfða sögðu að hamingja mannsins ylti á því að hann lifði f sátt við umhverfi sitt og þá fyrst gæti hann lifað í sátt við sjálfan sig. Yrkja á að ýta undir að þessi draumsýn verði að veraleika. Við þurfum að hlú að jörðinni, láta hana njóta sáð- mannsins sem býr í hvers manns bijósti; verma hana sólmjúkum höndum sem era úr sama efni og hún sjálf. Maður er moldu samur, segir í Sólarljóðum. Vitneskjan um það kallar okkur hingað á þessari stundu, hún er f senn afl- vaki og leiðarljós. Hér hefjum við ræktunarstarfið og í fylgd skóla- æskunnar verður land okkar betra og hlýrra. Og vonandi vistgott umhverfi um alla framtíð. Hvert tré sem laufgast, hver sproti sem brosir mót vori verður þannig hugsun okkar í verki. Af henni mun skógurinn vaxa og hún mun gera umhverfi okkar vinalegra og fara þjóðlegan metnað okkar nýrri og örvandi eftirvæntingu.“ Að ávarpinu loknu þakkaði Óli Þ. Guðbjartsson skólastjóri fyrir hönd heimamanna. Umsjón Yrkju er í höndum Skógræktarfélags íslands og er framkvæmd gróðursetningarinn- ar f ár með þeim hætti að allir skólarnir verða heimsóttir og umsjónarmönnum leiðbeint um tilhögun verksins, eins og segir í fréttatilkynningu félagsins en framkvæmdastjóri átaksins er Brynjólfur Jónsson, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélagsins. Viðstaddir þessa fyrstu gróður- setningu voru meðal annars for- ystumenn bæjarstjómar Selfoss kennarar og skógræktarmenn| auk æskufólksins sem lauk verk- inu með tilsögn umsjónarmanna sinna. Veður var bjart á Selfossi á meðan gróðursett var, sólfar en

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.