Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992 9 BUXNADRAGTI TISKUVERSLUN TISKUVERSLUN, KRINGLUNNI 8-12, SÍMI 33300 FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM Tækifæris- pólitískir fim- leikar Alþýdublaðið segir í forystugrein: „Það er liins vegar at- hyglisvert hvað stjórn- málaflokkarnir aðhafast í þessum efnum. Á sama tíma og formaður Al- þýðuflokksins undirrit- aði þennan umfangs- mesta samning um milli- ríkjaviðskipti í sögunni, sátu fulltrúar Framsókn- arflokksins á sínum fyrsta málefnalega fundi um EES. Að sjálfsögðu án þess að komast að niðurstöðu. Það vekur auðvitað furðu þegar Framsókn- arflokkurinn fer fyrst af stað með alvöru umræðu um EES-málið þegar samningurinn hefur ver- ið undirritaður. Sérstak- lega í ljósi þess að flokk- urinn átti aðild að síðustu ríkisstjórn, hinni sömu og undirbjó EES-samn- ingana að staerstum hluta. Jafnaðarmenn áttu ágæta samvinnu við framsóknarmenn og ai- þýðubandalagsmenn um EES-málið í tíð síðustu ríkissljórnar, ef undan er skilinn kvennalista- armur Alþýðubandalags- ins, þjóðemiseinangi'- unarsinninn Hjörleifur Guttormsson. Það má því glöggt greina tækifærispólitík hjá þessum sömu flokk- um sem nú sitja með sárt ennið í stjórnarandstöðu. Nú er þetta mál, sem flokkarnir unnu sameig- inlega að, farið að grafa undan sjálfstæði lands og þjóðar i þeirra augum. Allt sem viðkemur EES er orðið svo iiættulegt að stjórnarandstaðan þorir ekki að ræða málið í sérstakri þingnefnd, né yfir höfuð að leggja það fram til málefnalegrar umræðu á Alþingi. Með öðmm orðum ætlar stjórnarandstaðan, sem aldrei getur tekið afstöðu MMDUBL/íDID FRAMSOKNARMENN SITJA HJÁ Það voru merk tímamót í sögu íslensku þjóðarinnar um síðustu helgi e Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra undirritaði samninginn un Evrópska efnahagssvæðið í Portúgal fyrir íslands hönd. Tímamót scr NATO, EFTA, EES „Það voru tímamót í sögu íslenzku þjóð- arinnar um síðustu helgi er Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra undirrit- aði samninginn um Evrópska efnahags- svæðið í Portúgal fyrir íslands hönd. Tímamót sem þegar fram í sækir verða talin jafn merk og aðildin að NATO 1949, innganga í EFTA 1970 og sigurinn í þorskastríðunum 1973-1976.“ Þannig er að orði komist í leiðara Alþýðublaðsins síðastliðinn fimmtudag. í mikilvægum málum, að standa í vegi fyrir því að þeir flokkar sem hafa skýra stefnu í EES-mál- inu geti stuðlað að vand- aðri og ítarlegri umfjöll- un...“ Dæmisagan um EFTA Enn segir Alþýðublað- ið: „Það vill svo til að að- dragandinn og samning- urinn um EES á sér hlið- stæðu í íslenzkri stjórn- málasögu. Þegar aðild íslands að EFTA var undirbúin og síðar sam- þykkt af Alþingi á árun- um 1968 og 1969 voru söinu flokkar og nú í stjóm og stjómarand- stöðu. Þá vom einnig notuð sömu rökin og í dag með og móti frekari samskipt um og samvinnu við nágrannalöndin í Evrópu. Þegar Alþýðu- bandalagið og Fram- sóknarflokkurin mynd- uðu síðan afturhalds- stjóm sína á ámnum 1971 til 1974 var ekki minnst á úrsögn úr EFTA heldur gengið lengra og undirritaður fríverzlunarsamningur við EB, sem að mörgu leyti gekk lengra i átt til frjálsræðis og opnunar hagkerfisins heldur en EFTA-aðildin. Reyndar hafði Alþýðu- flokkurinn veg og vanda af undirbúningi þessa viðamikla samnings und- ir forystu Gylfa Þ. Gísla- sonar, þáverandi við- skiptaráðherra. Umræð- uraar um EFTA urðu mjög harðar á köflum. En fljótlega kom í ljós að Framsóknarflokkur- inn var klofinn í afstöðu sinni, rétt eins og nú varðandi EES. Á þeim bæ fæst aldrei nein nið- urstaða. En núverandi þingmenn Framsóknar- flokksins ættu að hafa í huga ræðu fyrirrennara síns, Jóns Skaftasonar, er hann flutti á Alþingi 1969, þegar lokaumræð- an um EES fer fram í vor og í sumar. Jón Skaftason sagði hrein- skilnislega að hann væri sannfærður um ágæti þess að Islendingar tengdust EFTA varan- legum böndum, en hann væri hins vegar á móti rikisstjóminni og treysti henni ekki fyrir fram- kvæmd málsins. Það væri miklu heiðarlegm fyrir Steingrím Hermannsson og félaga að segja það beint að þeir styðji ekki EES-samninginn á þeirri forsendu að þeir séu í stjómarandstöðu og séu á móti öllum góðum mál- um sem frá ríkisstjórn inni koma“. „Þjóðernis- einangrun- arsinnar“ r Lokaorð leiðara Al- þýðublaðsins em þessi: „Niðurstaða Fram- sóknarflokksins í at- kvæðagreiðslunni um EFTA-aðildina árið 1969 varð sú að þingflokkur- inn sat hjá til þess að breiða yfir klofninginn og stefnuleysi flokksins. Allt bendir til þess að sama sagan endurtaki sig nú þegar taka þarf af- stöðu til EES-samnings- ins á Alþingi. Halldór Ásgrímsson varaformaður Fram- sóknarflokksins er ósam- mála formanni sínum og hefur lýst því yfir að hann telji þessa samn- inga samræmast íslenzk- um hagsmunum og muni stuðla að aukinni hag- sæld i framtíðinni. Hall- dór er framsýnn maður og vill ekki lenda í hópi þeirra sem nefndir verða þjóðemiseinangmnar- sinnar af komandi kyn- slóðum sem eiga eftir að njóta góðs af EES-samn- ingnum í framtíðimii." hoMusta og heilbrigt líferni verður umfjöllun í sérblaði sem fylgir Morgunblaðinu 21. maí. Fjalfað verður um ýmsar hliðar á útiveru, s.s. hestamennsku, golf, veiði, gönguferðir, sund og aðra almenna heilsu- og líkamsrækt og hugað að kostnaði, undirbúningi og öðru tilheyrandi. Þeir, sem áhuga hafa á að auglýsa i þessu blaði, hafi samband við auglýsíngadeild í síma 69 11 11. Síðustu forvöð til að panta auglýsingu i þetta blað er kl. 11 mánudaginn 18. mai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.