Morgunblaðið - 09.05.1992, Page 14

Morgunblaðið - 09.05.1992, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992 Lífeyrissjóður með slagsíðu eftir Þórð Jónsson Árið 1991 gaf Lífeyrissjóður sjó- manna út myndskreyttan bækling, „Lífeyrissjóður sjómanna. Hagnýt- ar upplýsingar fyrir sjóðsfélaga og aðstandendur þeirra“. í þessu riti má lesa meðal annars, að árið 1990 greiddu rúmlega 7.000 manns í sjóðinn, iðgjöldin það ár voru um 1.100 milljónir króna. Í árslok 1990 var hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris um 10.500 milljónir króna. Þetta ár keypti sjóðurinn skuldabréf fyrir um 1.770 miljónir kr., þ.a. af Húsnæðisstofnun fyrir 1.030 millj- ónir og húsbréf fyrir 100 milljónir. Eins og sjá má er hér um ugg- vænlegar tölur að ræða, um það bil fjórða hver króna sem greidd var í iðgjöld fór tii greiðslu lífeyris. Aðeins þrír fjórðu iðgjaldanna urðu eftir til vörslu og umönnunar sjóð- stjórnar. í reikningum Lífeyris- sjóðsins kemur að vaxtatekjur sjóðsins voru 675 milljónir kr. og verðbætur um 700 milljónir, sam- tals 1.375 milljónir í viðbót við ið- gjöld og er það huggun harmi gegn. Samt hlýtur það að vera mikið áhyggjuefni þegar greiða þarf um 273 milljónir í lífeyrissjóðsgreiðslur af ekki nema tæplega 2.500 milljón króna tekjum sjóðsins. Þessi hörmulega staða lífeyris- sjóðs sjómanna hefur að vonum valdið sjóðsstjórn miklum áhyggj- um. Þess vegna hefur nú verið lagt fram stjórnarfrumvarp á Alþingi, mál nr. 489 á þingskjali nr. 754; Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 49/1974, um Lífeyrissjóð sjómanna, sbr. lög nr. 10/1978, nr. 15/1980, nr. 48/1981 og nr. 78/1985. Þetta ríkisstjórnarfrum- varp miðar auðvitað að því að bæta stöðu Lífeyrissjóðsins gagnvart bótaþegum enda ekki vanþörf á þegar bótaþegarnir, sjóðseigend- urnir, eru famir að rífa til sín nærri níundu hveija krónu af árstekjun- um. Enda segir orðrétt í athuga- semdum. með frumvarpinu: „Frumvarp þetta til breytinga á lögum um Lífeyrissjóð sjómanna er samið að tilhlutan stjórnar sjóðsins. Þær breytingar sem hér eru lagðar til eru af ýmsu tagi, þær snerta bótarétt sjóðsfélaga, rekstur sjóðs- ins, með hvaða hætti heimilt er að ávaxta fé sjóðsins, varxtaútreikn- ing vegna vangoldinna iðgjalda og fleiri atriði sem nánar verður vikið að í athugasemdum um einstaka greinar. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt sem gerð var á Lífeyrissjóði sjómanna miðað við stöðu í árslok 1989 er mikill haili á sjóðnum. Um nokkurt skeið hefur sjóðsstjórn leit- að leiða til úrbóta. Þær breytingar sem lagðar eru til á bótarétti sjóðfé- laga miða aðallega að því að draga úr útgjöldum sjóðsins. Þetta á við um breytingu á ákvæði um örorku- lífeyri, en á honum hefur orðið gíf- urlega aukning á síðustu árum, svo og barnalífeyri til örorkulífeyris- þega. Hins vegar ,er gerð tillaga um breytingu á rétti sambýlis- kvenna sjóðsfélaga til makalífeyris, sem miðar að því að auka þann rétt sem fyrir hendi er samkvææmt núgildandi lögum. Þar er þó ekki um mikla útgjaldaaukningu að ræða fyrir sjóðinn." Þarna kemur greinilega fram umhyggja sjóðsstjórnar fyrir hinum illa stadda lífeyrissjóði sem ekki á nema um 10.500 milljónir í hreinni eign til greiðslu lífeyris á árslok 1990. Og þrátt fyrir þessa hörmu- legu stöðu er lagt til að auka rétt til makalífeyris nokkuð, en „þar er þó ekki um mikla útgjaldaaukningu fyrir sjóðinn að ræða“. Fyrr hefði nú aldeilis mátt fyrr vera. Stjórn þessa bágstadda lífeyris- sjóðs skipa sex menn tilnefndir af Farmanna- og fiskimannasambandi íslands, Félagi íslenskra botnvörpu- skipaeigenda, Landssambandi ísl. Grindavík: Grindavík. SÝNING á verkum 13 lista- manna var opnuð 1. maí, hátíð- isdegi verkalýðsins, í nýjum húsakynnum bæjarstjórnar á Víkurbraut 62. Verkin eru öll í eigu Listasafns ASÍ og er sýn- ingin í tengslum við M-hátíð á Suðurnesjum, Jón Gunnar Stefánsson opnaði sýninguna og lýsti því yfir að nýtt húsnæði sem mun hýsa bæjar- skrifstofur, bæjastjórnarfundi og bókasafn, væri formlega tekið í notkun með þessari sýningu. Hann gat þess að sýningin væri tilkomin vegna velvildar Olafs Jónssonar forstöðumanns Listasafns ASÍ og ætti hann þakkir skildar. Alls eru 39 verk eftir 13 listamenn á sýn- ingunni og á hver listamaður 3 myndir. Jón færði þakkir til útvegsmanna, Vinnuveitendasam- bandi islands, Alþýðusambandi ís- lands og Sjómannasambandi ís- lands. Því miður veit ég ekki hverj- ir eru stjórnarmenn núna en rekst- urinn er hjá Tryggingastofnun Rík- isins, Laugavegi 114. Þar geta sjóðsfélagar fengið ársreikninga líf- eyrissjóðsins. Þar sem hér er um ríkisstjórnar- frumvarp að ræða má gera ráð fyr- ir að það komi fljótlega til af- greiðslu, enda skammur tími til stefnu. Þá má fastlega gera ráð fyrir að umræður verði litlar um þetta frumvarp, ef nokkrar, því síð- ustu þingdaga eru annir slíkar að ekki er tími til umræðna. Það er því næsta víst að þetta frumvarp verður að lögum án þess að nokkur taki eftir því. Nú sitja á Alþingi miklir sjó- mannsvinir, þeir Árni Johnsen og Guðmundur Hallvarðsson, og um tíma í vetur var þar Guðjón A. Kristjánsson. Allir þessir menn eru stjórnarþingmenn, Guðjón að vísu stjómarvaraþingmaður en hann ætlar sér mikinn frama á stjórnmál- asviðinu og mun því heilshugar styðja frumvarpið. Líklegt er að Guðmundur Hallvarðsson styðji frumvarpið svo og Árni Johnsen ef hann hefur tíma til að greiða at- kvæði. Guðmundur Hallvarðsson er frammámaður í samtökum sjó- manna og hann á sæti í heilbrigðis- og trygginganefnd þingsins og hon- um er vafalaust ljós þörfin á að skerða bótaréttinn til Lífeyrissjóðs sjómanna. Þá er ekki síður ljós þörf ríkissjóðs á að selja lífeyrissjóðnum ríkisverðbréf, en kaupgeta lífeyris- sjóðsins mun aukast við skertar bótagreiðslur. Það gæti aftur á móti vafist fyrir hinum almenna sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði sjómanna hveija nauðsyn ber til að skerða bótaréttinn. I ársreikningi lífeyris- sjóðsins fyrir árið 1990, kafla um sjóðsstreymi það ár, stendur að inn- greiðslur hafi verið samtals 2430 milljónir, útgreiðslur 347 milljónir. Annars staðar í reikningnum stend- ur að hrein eign í árslok 1990 til greiðslu lífeyris hafi verið 10.092 milljónir króna. í formála sama plaggs stendur meðal annars: „Samkvæmt úttekt tryggingafræð- ings sjóðsins á áunnum lífeyrisrétt- indum sjóðsfélaga námu skuldbind- ingar lífeyrissjóðsins .. .milljónum króna r ársloka 1990. Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris dugir í árslok til að standa undir þessum skuldbindingum." (í stað upphæðar er eyða.) Og í athugasemdum við fram- komið frumvarp stendur m.a.: „Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt sem gerð var á Lífeyrissjóði sjómanna miðað við stöðu í árslok 1989 er mikill halli á sjóðnum. Um menntamálaráðherra, Ólafs G. Einarssonar, sem var viðstaddur opnunina, fyrir að helga Suður- nesjum M-hátíðahöld þéssa árs því það ýti undir listviðburði í kjölfar- ið. Jón ræddi síðan um forsögu þess að bæjarsjóður flytti starf- semi sína í nýtt hús. 10 ár munu vera liðin síðan fyrst var rætt um nauðsyn þess að breyta um hús- næði en varð ekki að veruleika fyrr en nú. 13. maí næstkomandi er fyrirhugað að halda fyrsta fund bæjarstjórnar í nýju Kúsnæði og síðan munu skrifstofur verða flutt- ar seinna í mánuðinum. Síðsumars er fyrirhugað að húsnæði bóka- safnsins verði tilbúið. Jón bauð síðan fjölmörgum gestum að njóta sýningarinnar ásamt því að þiggja veitingar í boði Grindavíkurbæjar. Þórður Jónsson „Það gæti aftur á móti vafist fyrir hinum al- menna sjóðsfélaga í Líf- eyrissjóði sjómanna hverja nauðsyn ber til að skerða bótaréttinn.“ nokkurt skeið hefur sjóðsstjórn leit- að leiða til úrbóta.“ Hvar er þessi mikli halli? Það er svo sem ekki von til að almennur sjóðsfélagi komi auga á hann, enda skiptir það ekki máli. Þeir hafa ekkert um þetta að segja, þetta er einfaldlega ekki þeirra sjóð- ur nema að litlu leyti. Forystumenn sjómanna, Guðmundur Hallvarðs- son og Guðjón A. Kristjánsson, gætu kannski leitað skýringa og veitt félagsmönnum í Sjómannafé- Iagi Reykjavíkur og Sjómannasam- bandi íslands ef þeir vildu. En bóta- skerðingin verður orðin að lögum áður en skýringar fást, ,ef þær fást nokkurn tíma. Og málsháttur þess- ara frammámanna sjómanna, — nær er skinnið en skyrtan — mun svo sannarlega koma í ljós í þessu máli sem öðrum sem þeir koma nærri fyrir hönd sinna félags- manna. Það er fullkomlega kominn tími til fyrir sjómenn að huga að því hvort ekki sé orðið vænlegast að losna við þessa menn úr samtök- um sínum, menn sem hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Þá geta þessir þykjasthagsmunamenn sjómanna snúið sér óskiptir að eig- in hagsmunagæslu og pólitísku poti. Það er hreinn óþarfi fyrir sjómanna- samtök að verðlauna fals þeirra og fleðulæti með launagreiðslum. Bótaskerðingum úr Lífeyrissjóði sjómanna geta sjóðsfélagar ekki varist. Lífeyrissjóðurjnn er fyrir löngu orðinn hluti ríkissjóðs með 10% skatttekjur sem takmark. Stéttarfélagssvikara ættu sjómenn að geta losað sig við. Höfundur er loftskeytamaður. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Guðný Jónsdóttir lék á þver- flautu við opnunina. Þrír nemendur Tónlistaskóla Grindavíkur léku síðan fyrir gesti ásamt kennara sínum Siguróla Geirssyni. FÓ [^ Lambakjötsveisla 1.-10. maí lOdaga tilboð veitinga- húsanna á lambakjots- réttum Dagana 1.- 10. maí bjóða valin veitinjjahús þér Ijúffenjja lambakjötsrétti á sérstöku tilboðsverði. Hver staður býður uppá fjóra rétti, af ólíkum toga og á verði sem fólk hefur ekki vanist áður. Uppskriftin fylpfir hverjum rétti. Verið velkomin og njótið vel! SAMBAND VEITINGA- OG GISTIHUSA SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU Á LAMBAKJÖTI Myndlist á M-hátíð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.