Morgunblaðið - 09.05.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAI 1992
17
Komíð að skulda-
dögum hjá Finnum
eftir Jaakko Iloniemi
Þetta vor hefur verið Finnum erfitt,
bæði hvað varðar efnahag og stjóm-
mál. Eftir margra ára góðan hagvöxt
var árið 1991 tími alvarlegrar efna-
hagshnignunar. Fyrsti fjórðungur
ársins 1992 hefur verið lítið skárri.
Alvarlegustu vandamálin eru varð-
andi ríkisfjármálin, og einnig í
bankarekstri.
Vegna neikvæðs hagvaxtar hafa
skattatekjur bæði ríkis og sveitafé-
laga dregizt verulega saman. Bank-
arnir hafa orðið fyrir óvenjumiklum
skakkaföllum í útlánum sínum. Jafn-
framt þessu hefur meira atvinnuleysi
en nokkru sinni fyrr fjölgað þeim sem
eru á opinberu framfæri. Um 12%
til 13% vinnufærra manna eru án
atvinnu. Þeir hafa skyndilega breytzt
úr góðum skattgreiðendum í þiggj-
endur atvinnuleysisbóta. Þetta hefur
neytt stjórnvöld til að taka mikil lán.
Það er nýtt fyrirbæri. Um áratuga
skeið hafa Finnar haldið fjárlögum
staðfastlega nokkum veginn í jafn-
vægi. Nú hafa þeir þurft að taka
háar upphæðir að láni, bæði erlendis
og innanlands, til að standa undir
opinberum útgjöldum.
Samsteypustjórn mið- og hægri-
flokka er undir miklu álagi. Ríkis-
stjórn Esko Ahos forsætisráðherra
hefur aðeins verið við völd í eitt ár.
Óhagstæð þróun efnahagsmála hefur
neytt stjórnina til að ákveða áhrifa-
mikinn niðurskurð opinberra út-
gjalda. Miðflokkurinn, sem á mestu
fylgi að fagna í dreifbýli, hefur allt
aðrar skoðanir en Hægriflokkurinn
á því hvað megi skera niður. Mið-
flokkurinn vill hækka skatta laun-
þega, sérstaklega þeirra hærra laun-
uðu. Þessu neitar Hægriflokkurinn
og bendir á að tekjuskattar í Finn-
landi séu nú þegar með þeim hæstu
í Evrópu. Þegar flokkur Jafnaðar-
manna bar fram tillögu um van-
traust á stjórnina, sem þingið felldi
eins og búizt var við, fékk stjórn
Ahos nýtt umboð til að takast á við
vandann. En erfiðleikarnir eru enn
fyrir hendi.
Aho forsætisráðherra segir að
sennilega séu nú mestu erfiðleikamir
að baki. Utflutningsverðmæti er
áberandi meira en í fyrra og hjá
mörgum fyrirtækjum hlaðast pant-
animar upp. Kaupsýslumenn benda
á að þótt þetta sé rétt, valdi efna-
hagssamdráttur í Evrópu svo lítilli
eftirspum að verð haldist lágt á sama
tíma og vextir hafi aldrei verið hærri.
Þetta er einnig rétt. Raunvextir, án
tillits til verðbólgu, eru á bilinu 8-10%
Það eru allt of háir vextir til að stuðla
að nýrri fjárfestingu. Þetta endur-
speglar skort á tiltrú á efnahagskerf-
ið, og einnig á ríkisstjórn Ahos.
Það sem skortir er trú á að unnt
verði að halda verðbólgunni áfram
niðri, að eftirspurnin á útflutnings-
markaðinum aukist áfram, og að
niðurskurður útgjalda ríkisins stand-
ist og komi að tilætluðum notum.
Það er ekki útilokað, því íhaldsmað-
urinn og fjármálaráðherrann Nr. Iiro
Viinanen virðist ósveigjanlegur.
Hann segist ákveðinn fylgjandi nið-
urskurðar opinberra útgjalda, að
skattar verði ekki hækkaðir, og auk-
ins hagvaxtar byggðum á útflutn-
ingi.
Stéttafélögin eru engan veginn
ánægð. Margar ákvarðanir Aho-
stjórnarinnar hafa verið teknar að
Jaakko Iloniemi.
mestu án samráðs við stéttafélögin.
Fulltrúar stéttafélaganna halda því
fram að í sumum tilvikum sé niður-
skurðurinn brot á gildandi kjara-
samningum milli stéttafélaga, vinnu-
veitenda og ríkisstjórnar. Þess vegna
bæri að hafa fullt samráð. Um þetta
atriði fara skoðanir Miðflokks og
Hægriflokks ekki saman. Margir
opinberir starfsmenn, sérstaklega
þeir hærra launuðu, kjósa Hægri-
flokkinn. Þeir eru í stéttarfélagi eins
og flestir launþegar í Finnlandi. Sam-
tök þeirra hafna hugmyndum um
niðurfellingu ákveðinna eftirlauna-
hlunninda, niðurskurði á auka „frí-
dagagreiðslum" og öðrum fríðindum.
Finnst þeim að frysting launa og
aðrar aðgerðir, sem þegar eru komn-
ar í framkvæmd, ættu að nægja.
Hinsvegar er þeim ljóst að ekki er
um neitt annað að velja en að skera
niður opinber útgjöld. En hvar á að
skera niður - um það er ágreiningur.
Finnar standa frammi fyrir sveita-
stjórnakosningum á komandi hausti.
Það er þegar farið að hafa áhrif á
stjórnmálasviðinu. Aho-stjórnin seg-
ist ætla að gera það sem þarf til
bæta efnahaginn, hvað sem á dynur.
Almenningi er smám saman að verða
ljóst að það sem gerzt hefur í Dan-
mörku undanfarin ár getur brátt
gerzt hér. Minni opinber útgjöld, til-
tölulega mikið atvinnuleysi, tak-
mörkun fríðinda, en einnig takmörk-
un skatta við nokkuð hátt hlutfall,
eru allt aðgerðir sem reikna má með
á komandi árum, þremur eða fjórum.
Uppgangsárin á níunda áratugnum
virðast vera liðin tíð. En Finnar hafa
ætíð staðið sig bezt á tímum erfið-
leika. Að þessu sinni eru erfiðleikarn-
ir annars eðlis en áður. Nú er þjóðin
að fmna fyrir því að hafa lifað í alls-
nægtum án þess að hafa safnað til-
skyldum sjóðum. Sjóðsöfnun er skil-
yrði fyrir því. Síðasti áratugur var
tími skyndi-umbunar og seinkaðra
greiðslna. Þetta verður að breytast,
segja allir fjármálaspekingarnir,
hvort sem þeir eru til hægri eða
vinstri. Flestir eru þegar farnir að
trúa því.
Höfundur er formaður Ráðs at-
vinnulífsins í Finnlandi ogfyrrum
sendiherra í Finnlandi og Bnnda-
ríkjunum.
ESCORT/ORION
Nýr Ford á aðeins 899.000
Þú verður að koma og prófa nýju Ford Escorí og Ford Orion bilana hjá Globus, því annars sérðu
þessa kraftmiklu þýsku gæðagripi fljúga framhjá þér, með einhvern annan undir stýri. Þetta eru
ótrúlega kraftmiklir bílar og aksturseiginleikarnir eru slíkir að þú hefur tæpast kynnst öðru eins.
Nýju Ford Escort og Ford Orion eru fjölskyldubílar nútimans, rúmgóðir, vandaðir, öflugir og
sparneytnir. Og þú færð þá á aðeins frá 899 þúsund krónum með ryðvörn og skráningu.
Hefur þú ekið Ford.....nýlega?
G/obusp
-heimur gœða!
Lágmúla 5, slmi 91- 6815 55