Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992 TUTTUGU MILLJARÐA FJÁR- FESTINGARÁÆTLUN FLUGLEIÐA LÝKUR í DAG: Þjónusto ogímynd félagsins hafa gjörbreyst Sigurður Helgason, forsljóri Flugleiða. - segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í viðtali um stöðu félagsins og framtíðar- áform nú þegar endumýjun flugflotans er lokið Viðtal: Kristinn Briem NÝR kafli hefst í sölu Flugleiða hf. í dag þegar fjórða Fokker 50-vél- in kemur hingað til lands og lendir í Vestmannaeyjum. Þar með lýkur einni stærstu fjárfestingaráætlun sem íslenskt einkafyrirtæki hefur ráðist. í en kaupverð sjö millilandaflugvéla og kaupleiga fjögurra Fokker 50-véIa hljóðar upp á samtals tæpa 20 milljarða króna. Með hinum nýja flugflota munu ný tækifæri opnast fyrir félagið þegar á næsta ári til flugs innan Evrópu og undirbúningur að því er þegar hafinn með aðstoð erlendra ráðgjafa. Félaginu eru hins vegar mjög þröngar skorður settar í þeirri miklu samkeppni sem ríkir í farþega- flugi í Evrópu og þarf því á samstarfi við evrópskt flugfélag að halda til að viðhlítandi árangur náist. Jafnframt hyggjast Flugleiðir nýta sér Keflavík til hins ítrasta sem skiptistöð í Norður-Atlantshafsflugi félagsins. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, situr hér fyrir svör- um um fj árfestingaráætlun félagsins og hvernig ætla megi að hinn nýi flugfloti verði nýttur í framtíðinni. Hann var fyrst spurður um tildrögin að því að ákveðið var að ráðast í endumýjun flugflotans. en t.d. bókfært verð og eftirstöðvar lánanna." Tekjumöguieikar hafa aukist mjög mikið — Nú eru liðin þijú ár frá því þið fenguð fyrstu nýju millilandaflugvél- ina. Hveiju hefur hinn nýi flugfloti skilað félaginu? „Frá því við tókum nýju vélarnar í notkun þá hefur þjónusta félagsins og ímynd þess gjörbreyst. Við vorum áður með félag sem hafði þá ímynd að bjóða lág fargjöld en ekki eins góða þjónustu og önnur flugfélög. Okkur sýnist núna að við séum með fyllilega sambærilega þjónustu við það sem best gerist í Evrópufíuginu og einnig með því besta í Atlants- hafsfluginu. Stundvísin var ekki nógu góð áður en núna erum við með stundvísustu félögum í Evrópu. strax á næsta ári. Þá ættum við að eiga möguleika á að fljúga meira innan Evrópu, sérstaklega að vetri til. Meginvandamál Flugleiða er árs- tíðasveiflur í rekstrinum þar sem mjög mikið er að gera yfir sumartím- ann en yfir vetrartímann er hægt að nýta betur flugvélar og mann- skap. Við munum halda áfram að einbeita okkur að því að örva ferðir útlendinga hingað utan háanna- tímans en einnig sjáum fram á aukn- ingu á ferðamannastraumi, t.d. frá Ítalíu og Spáni, og erum að íhuga að opna skrifstofur í Mílanó og Barc- elona. Við sjáum tækifæri á því núna að fljúga meira milli landa í Evrópu og þannig gætum við styrkt veikari leiðir frá Islandi til þessara staða. Við höfum áhuga á því að reyna að halda uppi tíðni til Þýskalands árið Morgunblaðið/Baldur Sveinsson Þrír nýir Fokkerar á Reykjavíkurflugvelli. Flugleiðir hyggjast markaðssetja innanlandsflugið með markvissari hætti nú þegar flugflotinn hefur verið endurnýjaður. Ennfremur ætlar félagið að leggja áherslu á að bæta þjönustu í Grænlandsflugi og í haust hefst leiguflug með Fokker 50-vélunum frá stöðum úti á landi til borga erlendis. egar við litum fram á veginn árið 1985 sáum við að rekstur- inn myndi ekki ganga upp með þeim flugflota sem félagið hafði yfir að ráða. Félagið hafði verið með DC-8- vélar frá árinu 1970 og Boeing 727- vélarnar voru einnig orðnar gamlar. Rekstrarkostnaðurinn á þeim var nokkuð hár þannig að samkeppnis- staðan var mjög erfið. DC-8-vélarn- ar eyddu töluvert miklu eldsneyti og því komu eldsneytishækkanir langt- um harðar niður á okkur en þeim aðilum sem voru með nýjar og spar- neytnar vélar. Jafnframt fór við- haldskostnaður hækkandi. Við sáum einnig fram á að til að félagið myndi stækka yrðum við að fjölga vélum. Búist var við að ferða- mannastraumur til íslands myndi fara vaxandi og opna átti flugstöðina í Keflavík árið 1987. Ákvarðanir um fiugvélakaupin voru teknar árið 1986 og fyrsti samningurinn um kaup á Boeing 737-vélunum var undirritaður á 50 ára afmæli Flug- leiða á Akureyri í júní 1987. Fyrsti samningurinn um kaupin á Boeing 757 var síðan gerður árið 1988. Tímasetningin var mjög góð því á þessum tíma var ekki mikil eftir- spum eftir nýjum vélum hjá flugvél- aframleiðendum þannig að mjög hagstæðir kaupsamningar náðust. Eiginfjárstaða Flugleiða var hins vegar ekki mjög sterk þannig að í fyrstu leit ekki út fyrir að við gætum fjármagnað flugvélakaupin. Eftir að hafa kynnt framtíðaráform okkar varðandi kaupin þá virtist mjög auð- velt að fjármagna þær. Við fengum því fjármögnun fyrir fjórum Boeing 737 og þremur Boeing 757 út á framtíð Flugleiða og rétt val á flug- vélum. Markmið okkar var að 15% af kaupverðinu kæmi frá félaginu en 85% yrði tekið að láni. Við einsett- um okkur að gera þetta án ríkis- ábyrgðar og afskipta opinberra að- ila. Tímasetningin á sölu eldri vélanna var ekki síður mikilvæg og við virt- umst selja þær vélar þegar verð þeirra var í hámarki. Við seldum Boeing 727-vélarnar á 12 milljónir dollara en mér skilst að markaðs- verð sé um 3-4 milljónir núna. Ákvörðun var tekin um að selja þær strax og leigja þær til baka þangað til nýju vélarnar kæmu. Verð þeirra fór frá þeim tíma sífellt lækkandi. Það var einnig óhjákvæmilegt að endurnýja flugflotann í innanlands- fluginu þrátt fyrir erfiða stöðu þess. Þó F-27 vélamar hafi þjónað okkur vel í 27 ár var viðhaldskostnaður orðinn of mikill og við gátum sýnt fram á hagræðingu þar. Okkur fannst ekki ástæða til að kaupa þær heldur erum við með kaupleigu á þeim í 5-10 ár. Undanfarin ár höfum við byggt upp eiginfjárstöðu fyrirtækisins þannig að hún er núna allþokkaleg miðað við önnur flugfélög og einnig þegar tekið er tillit til þess hvaða eignir eru á bak við skuldir fyrirtæk- isins. Það er töluvert annað fyrir bankana að vera með veð í flugvélum heldur en t.d. fasteignum. Flugvélar nýtast hvar sem er í heiminum. Ég tel að við höfum einnig valið mjög góðar vélar og markaðsverð hefur haldist mjög gott. Bankarnir láta meta vélarnar einu sinni á ári til að kanna hvort veðið sé tryggt og eins og málin standa í dag þá er mats- verð vélanna töluvert hærra heldur Tekjumöguleikar okkar hafa batnað mjög mikið því við höfum nú aðgang að farþegum sem ekki sáu sér fært að ferðast með okkur áður þar sem þeir treystu ekki á þjónustu félags- ins. T.d. er vaxandi markaður á Lúxemborgarsvæðinu hjá aðilum sem þurfa að ferðast í viðskiptaer- indum til Bandaríkjanna. Þetta er fólk sem áður Iagði á sig að fljúga með Luxair til Frankfurt en er nú í vaxandi mæli að fljúga með okkur til Bandaríkjanna. Einnig þýddi ekk- ert annað fyrir okkur en að 'bjóða sambærilega þjónustu og SAS er á bjóða á íslandsmarkaðnum." Fögnum samkomulagi um EES — Ef við snúum okkur að því sem er framundan á næsta ári hjá Flug- leiðum. Hvaða ný tækifæri munu þá opnast félaginu? „Við fögnum mjög samkomulag- inu um Evrópska efnahagssvæðið og vonumst til þess að það taki gildi um kring en það verður ekki gert í beinu flugi milli íslands og Þýska- lands heldur með því að stoppa á leiðinni og taka upp farþega. Það opnast töluverð tækifæri þegar EES-samkomulagið tekur gildi. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að það er nauðsynlegt að vera í samvinnu við erlend flugfélög og erum núna að huga að því til hvaða flugfélaga við eigum að leita. Við erum fyrst og fremst að hugsa um markaðssamvinnu en ætlum ekki að selja erlendum aðila hluta í félaginu. Samvinnan myndi felast í því að samræma áætlanir og ákveðna markaðsstarfsemi.“ / Erlendir ráðgjafar aðstoða við stefnumótun — Hvaða flugfélög koma til greina sem hugsanlegir samstarfs- aðilar ykkar í Evrópu? „Það koma til greina flugfélög eins og Lufthansa, KLM, SAS og British Airways. Við höfum ráðið til okkar erlenda ráðgjafa til að vinna með okkur í stefnumótun varðandi framtiðarskipan Evrópuflugmála hjá Flugleiðum. Er stefnt að því að nið- urstöður liggi fyrir ekki síðar en 1. september um hvort og að hve miklu leyti við förum í samvinnu við önnur félög, hvaða félög það eiga að vera og til hvaða staða við eigum að fljúga innan Evrópu. Þar gæti komið til greina að fljúga t.d. milli Glasgow og Frankfurt, Newcastle og Bruss- el, Manchester og Lúxemborgar, Kaupmannhafnar og Berlínar eða Gautaborgar og Salzburg. Við erum ekki með nægilega marga farþega á þessa staði til að geta flogið þang- að í beinu flugi frá íslandi en með því að flytja farþega þarna á milli gætum við náð árangri. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að við þyrftum að eiga gott samstarf við annað hvort félagið á öðrum endanum. Það hafa t.d. átt sér stað viðræður við Svissair um að fljúga milli Glasgow og Ziirich og þeir hafa áhuga á að vinna með okkur. Því miður eru flutningamir aðallega ' yfir sumartímann en við vildum hafa heilsársflug þarna á milli. Varðandi flug innan Evrópu þurf- um við einnig að líta á okkar kostn- að. Til að ná árangri þurfum við að gjörbreyta kjarasamningum okkar. Það er ákveðinn starfsaldurslisti í gildi milli flugmanna og Flugleiða og ýmis önnur ákvæði í samningum við áhafnir sem við þurfum að breyta til þess að geta aðlagast þessum nýju markaðstækifærum sem eru að opnast í Evrópu. Þar á meðal eru þjálfunarmál. Það er mjög erfitt fyr- ir lítið flugfélag að vera með þijár tegundir og þurfa sífellt að vera að þjálfa flugmenn milli tegunda ef verið er að bæta við einni og einni vél. Ef þriðja Boeing 757-vélin verð- ur tekin í notkun þarf að þjálfa miklu fleiri flugmenn en þarf á hana. Ef við myndum ráða 15 nýja flugmenn þá þyrftum við að þjálfa 50-60 flug- menn milli tegunda. Kostnaðurinn af þeirri þjálfun yrði 1-1,5 milljón króna á hvern flugmann. Einn stærsti þröskuldurinn í vegi fyrir því að bæta við vélum og fara inn á nýja markaði eru núverandi kjara- samningar. Það er verið að vinna í þeim málum núna.“ — Nú kemur þriðja Boeing 757- flugvélin úr leigu næsta vor. Hefur verið tekin ákvörðun um hvort hún verði tekin í notkun hjá félaginu? „Vélin var leigð til Brittania í tvö ár þannig að hún losnar úr leigu 1. júní 1993. Brittania hefur ekki áhuga á að leigja hana áfram því félagið var einungis að brúa bil þar til þeir fá nýjar vélar. Við þurfum að ákveða það í sumar hvort við tökum vélina í notkun hjá félaginu eða leitum að leigu fyrir hana áfram. Ef við tækjum hana í notkun kæmi til greina að auka Atlantshafsflugið eða setja hana í Evrópuflugið.“ Batnandi afkoma í NA-fluginu — Hvernig er staðan í Norður-At- lantshafsfluginu um þessar mundir? „Afkoma Norður-Atlantshafs- flugsins hefur farið batnandi síðustu tvö árin eftir að við fengum Boeing 757-vélarnar þó segja megi að ákveðinn flöskuháls sé á milli ís- lands og Bandaríkjanna yfir ákveð- inn tíma. Sætanýtingin í fluginu frá Evrópu til íslands mætti vera betri og myndi ef til vill batna ef Banda- ríkjaflugið yrði aukið. Starfsemin er að langmestu leyti byggð í kringum Keflavíkurflugvöll sem skiptistöð í Atlantshafsfluginu og stærri og stærri hluti af farþegum félagsins eru að fara á milli Evrópu og Banda- ríkjanna. Síðdegis koma til Keflavík- ur frá Evrópu sex vélar _og tvær þeirra fara vestur um haf. Á morgn- ana koma tvær vélar að vestan og stór hluti þeirra farþega fara til Evrópu í sjö vélum. Við erum ekki lengur að fljúga eingöngu milli Bandaríkjanna og Lúxemborgar heldur er búið að blanda þessu saman. Þetta hefur gengið mjög vel því stundvísin hefur verið mjög góð. Við erum í sam- keppni við félög eins og British Airways og KLM í flugi frá Skand- inavíu sem bjóða sínum farþegum að fljúga til London eða Schiphol og þaðan til Bandaríkjanna. Við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.