Morgunblaðið - 09.05.1992, Síða 25

Morgunblaðið - 09.05.1992, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAI 1992 25 Launahækkanir opinberra starfsmanna í Þýskalandi: Búist er við að vinnudeilur breiðist út í einkageiranum Bonn. Reuter. ÞÝSKA stjórnin varaði við því í gær að kjarasamningurinn við opinbera starfsmenn, sem gengið var frá á fimmtudag, myndi hafa slæm áhrif á efnahag Þýskalands. Litið er á samninginn sem áfall fyrir Helmut Kohl kanslara. Talið er líklegt að verkalýðsfé- lög í einkageiranum efni til verkfalla á næstu vikum, þar á með- al samtök málmiðnaðarmanna, IG Metall, stærstu verkalýðssam- tök landsins. Rudolf Seiters, innanríkisráð- herra Þýskalands, sem stjórnaði samningaviðræðunum fyrir hönd þýsku stjórnarinnar ásamt fulltrú- um þýsku fylkjanna og sveitar- félaga, sagði að samningurinn myndi auka enn fjárlagahalla Þýskalands, sem er mikill fyrir vegna kostnaðarins'af sameiningu þýsku ríkjanna. „Ég stend við þá skoðun mína að samningur um svo miklar launahækkanir feli í sér mikla áhættu hvað efnahags- þróunina várðar," sagði Seiters innanríkisráðherra. Samið var um 5,4% launahækk- un, auk eingreiðslu og orlofsupp- bóta. Hið opinbera bauð í upphafi samningaviðræðnanna 4,8% launahækkanir en samtök opin- berra starfsmanna kröfðust 9,5%. Monika Wulf-Mathies, leiðtogi helstu samtakanna, DeTV, sagði að samningurinn fæli í sér um 5,7% launahækkanir að meðaltali. Þetta væri því mikill sigur fyrir opinbera starfsmenn. Stjórnin tel- ur hins vegar að launakostnaður ríkisins aukist aðeins um 5,1%. Aætlað er að samningurinn kosti stjórnina í Bonn, fylkin og sveitar- félögin um 16,11 milljarða marka, tæpa 580 milljarða ISK. Áfall fyrir Kohl Margir fréttaskýrendur túlkuðu samninginn sem áfall fyrir Helm- ut Kohl kanslara og samsteypu- stjórn hans, sem hefur sýnt ýmis veikleikamerki að undanförnu eft- ir óvænta afsögn Hans-Dietrichs Genschers utanríkisráðherra. Kohl hafði ítrekað hafnað kröfum um meira en 4,8% launahækkanir og hvatt launþega til að stilla kröfum sínum í hóf. . Hamburger Abendblatt sagði að Kohl hefði vanmetið ólguna í samfélaginu því almenningur hefði haft samúð með verkfalls- mönnunum vegna ónægju með að stjórnmálamönnunum skyldi ekki hafa tekist að leysa vandamál landsins. „Það þarf meira en nokkurra daga óþef af sorpi og umferðaröngþveiti til að menn sýni samstöðu með stjórnmála- mönnum, sem þeir hafa misst trú á,“ sagði blaðið. Vextir hafa aldrei verið jafn háir í Þýskalandi og nú og verð- bólgan hefur ekki verið meiri í áratug. Theo Waigel fjármálaráð- herra stefnir að því að minnka fjárlagahallann, sem í ár verður um 45 milljarðar marka, 1.600 milljarða ÍSK, í 25 milljarða Kohl marka á næstu fjórum árum. Hann og Kohl hafa ávallt sagt að þetta sé hægt án þess að hækka skatta. Þeir hyggjast ná þessu markmiði með því að tak- marka aukningu ríkisútgjalda við 2,5% - sem er minna en verðbólg- an - og banna ný útgjöld nema þeim verði mætt með sparnaði annars staðar. Viðskiptadagblaðið Handels- blatt segir að útgjöld vinnumála- ráðuneytisins eins - útgjalda- mesta ráðuneytisins - hækki um 8% í 98 milljarða marka á næsta ári og ef halda eigi stefnu Waig- els til streitu verði önnur ráðu- neyti að draga úr útgjöldum sín- um sem þessu nemur. „Hvernig þetta er hægt, í ljósi 5-6% launa- hækkana, er hulin ráðgáta, öllum nema Waigel," segir dagblaðið. Handelsblatt spáir miklum átök- um á milli flokkanna þriggja, sem aðild eiga að samsteypustjórn Kohls, þar sem ráðherrarnir myndu betjast til að vernda ráðu- neyti sín. „Þegar upp verður stað- ið fara þeir í vasa borgaranna," heldur blaðið áfram. Alda verkfalla yfirvofandi? Talið er að launahækkanir op- inberra starfsmanna leiði til er- fiðra vinnudeilna í einkageiranum. 1G Metall, stærstu verkalýðssam- tök Vesturlanda, með um Ijórar milljónir félaga, fyrirhugar at- kvæðagreiðslu í næstu viku um hvort efna skuli til verkfalls. Sam- tökin kreljast 9,5% launahækkana en atvinnurekendur hafa aðeins boðið 3,3%. Forystumenn samtak- anna segja að atvinnurekendur fái ekki meira en viku til að hækka tilboð sitt. Efni IG Mettall til verkfalls myndi það hafa mun alvarlegri afleiðingar fyrir efnahaginn en vinnustöðvun opinberra starfs- manna. Síðasta verkfall samtak- anna var árið 1984, stóð í tvo mánuði og minnkaði verga þjóðar- framleiðslu Þýskalands um hálft prósentustig það árið. Efni málmiðnaðarmenn til verkfalls gætu vinnudeilur breiðst ört út til annarra greina. Sam- ingaviðræður við verkalýðssam- tök í byggingar- og prentiðnaði hafa einnig gengið illa. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími ív 671800 2 VW Golf „Camp“ 1800 ’89, blár, 5 g., ek, 44 þ., álfelgur, o.fl. V. 950 þús. Renault 21 Nevada GTX 4x4 station ’90, Ijósblár, 5 g., ek. 72 þús., rafm. í öllu, o.fl. V. 1.120 þús. Sk. á ód. Toyota Corolla Sedan STD '88, ek. 45 þ. V. 530 þús., stgr, Daihatsu Applause 16X '91, dökkgrár, sjálfsk., ek. 7 þ., vökvast., rafm. í rúðum, o.fl. V. 1070 þús., stgr., sk. á ód. MMC Colt GLX ’90, blásans, 5 g., ek. 30 þ., rafm. í rúðum, o.fl. V. 850 þús., sk. á ód MMC Lancer GLX ’89, sjálfsk., ek. 32 þ. V. 790 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLXi hlaðbakur ’91, 5 g., ek. 16 þ. V. 1050 þús., sk. á ód. Peugeot 309 XE '88, 3ja dyra, ek. 26 þ. V. 480 þús., stgr. sk. á ód. Toyota Tercel 4x4 station '88, 5 g., ek. 72 þ. V. 650 þús., stgr. Honda Civic GLi '91, 5 g., ek. 12 þ. V. 980 þús. OPIÐ SUNNUD. KL. 14-16. VW Polo „Fancy“ '90, ek. 18 þ., litað gler, o.fl. V. 590 þús. Chrysler New Yorker ’85, einn m/öllu, ek. 76 þ. V. 850 þús., skipti. Subaru 1800 GL station '89, ek. 62 þ. Dekurbíll. V. 890 þús., stgr. Toyota Corolla XL station '91, 5 g. ek. 12 þús. V. 940 þús. Toyota Hilux Douple Cap m/húsi '91, dies- el, ek. 23 þ., ýmsir aukahl. V. 1670 þús. stgr. Toyota Landcrusier diesel (langur) '85, gott eintak, ýmsir aukahl. V. 1600 þús., sk. á ód. HÖFUM KAUPENDUR AÐ: TOYOTA COROLLA, MMC COLT, HONDA CIVIC, 0.FL. ÁRG. 'M-'Sk Pampers Phases Bleiur, sem breytast með barninu þínu. Junior bleian er ný. Þetta er stærri bleia en áður hefur verið til frá Pampers og mjög rakadræg. Hún er mjó milli fótanna, það auðveldar smáfólkinu allar hreyfingar. alit aö 3,5 kg 3 - 6 kg 4-9 kg 8 - 18 kg 10 - 20 kg 12-25 kg mij Islensk IIIII AmerísKa TUNGUHÁLS 11 SlMI 682700 JUNIOR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.