Morgunblaðið - 09.05.1992, Síða 29

Morgunblaðið - 09.05.1992, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAI 1992 29 Þjóðleikhúsið: Borgarfjörður: Tvö leikrit sýnd í 50. sinn á sunnudag 50. SÝNING á barnaleikritinu Emil í Kattholti eftir Astrid Lind- gren verður sunnudaginn 10. maí kl. 17.00. Leikritið hefur hlotið Tónleikar Kirkjukórs Akraness KIRKJUKÓR Akraness efnir til tónleika í Safnaðarheimilinu Vinaminni sunnudaginn 10. maí nk. kl. 17.00. Á efnisskrá kórsins er Requiem Op. 48 og Cantique de Jean Racine Op. 11 eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar á tónleikunum verða Margrét Bóasdóttir sópran og Hall- dór Villhelmsson bassi. Undirleikari fádæma góðar undirtektir jafnt meðai yngri sem eldri leikhús- gesta og hefur verið sýnd fyrir fullu húsi síðan á frumsýning- unni í febrúar. Yfir 20 þúsund manns hafa séð sýninguna sem er alla jafna á laugardögum kl. 14.00 og sunnudögum kl. 14.00 og 17.00 og miðvikudögum kl. 17.00. Síðasta sýning á Emil verður 31. maí. Þennan sama sunnudag 10. maí verður einnig 50. sýning á leikritinu Ég heiti ísbjörg ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttur í leikgerð Há- vars Sigurjónssonar. Leikritið hefur verið sýnt á Smíðaverkstæðinu, leikrými sem tekið var í notkun í vetur þar sem ekki var rúm fyrir það á Litla sviðinu vegna velgengni Kæru Jelenu. Sýningum á ísbjörgu fer nú fækkandi og verða síðustu sýningar 6. júní. Leikritið verður Bænadagamót í Reykholti SAMTÖKIN Ungt fólk með hlutverk voru með bænadaga- mót í Reykholti í Borgarfirði. og tóku um 60 manns þátt í því. Kennari á mótinu var Ken McGreavy frá Englandi. Fræddi hann mótsgesti um ýmsar hliðar heilags anda og þjónustu í krafti hans. Starfar hann í þjónustu- hópi í kirkju sinni í Englandi og ferðast um til uppfræðslu utan heimalands. í sumar kemur skoskur hópur á vegum Ungs fólks með hlutverk. Verður hópurinn með boðunar- samkomur víðs vegar um landið og endar um verslunarmannahelg- ina á Biblíuskólanum á Eyjólfs- stöðum á Héraði, þar sem hlut- verkið rekur Biblíuskóla. Sam- komur Ungs fólks með hlutverk eru í húsi KFUM/K á Lyngheiði í Kópavogi á sunnudögum kl. Myndin var tekin á 100. sýningu á Kæru Jelenu. F.v.: Stefán Baldursson þjóðleikhússljóri, Halldóra Björnsdóttir, Hilmar Jónsson, Anna Kristín Arn- grímsdóttir, leikarar, Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og leikar- arnir Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson. Á innfelldu myndinni eru Sturla Sighvatsson og Aníta Briem í hlutverkum Emils og ídu í Emil í Kattholti. ekki tekið til sýninga í haust. Miðvikudaginn 6. maí var svo 100. sýning á Kæru Jelenu. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Þjóðleikhúss- ins að sama leikritið er sýnt svo oft á einu leikári. Af þessu tilefni var starfsfólki hússins boðið að sjá sýninguna og var leikurum og leik- stjóra vel fagnað að henni lokinni. Uppselt er á allar sýningar sem auglýstar hafa verið en ráðgert er að fara með Kæru Jelenu i stutta leikferð norður og austur um land í vor. verður Marteinn Hunger Friðriks- son dómorganisti. Einnig syngur Margrét Bóasdóttir aríu og sönglög eftir J.S. Bach við undirleik Mar- teins H. Friðrikssonar. Söngstjóri Kirkjukórs Akraness er Jón Olafur Sigurðsson og formaður er Ingimar Magnússon. Kirkjukór Akraness var stofnað- ur í desember árið 1942 og verður því 50 ára á þessu ári. Kórinn hef- ur víða haldið tónleika og sungið við hin ýmsu tækifæri bæði innan- lands og utan, þá hefur kórinn kom- ið fram í sjónvarpi nokkrum sinnum svo og í útvarpi. Kórinn stefnir að því að halda. veglega upp á afmælisárið með fjöl- breytu verkefnavali. Læknafélag Reykjavíkur: Fræðslufundur um næringu og heilsu Á SÍÐASTA ári gekkst Læknafélag Reykjavíkur fyrir tveimur al- mennum fræðslufundum um heilbrigðismál. Sérstök áhersla var lögð á varnir gegn sjúkdómum og á möguleika hvers og eins til að gæta að og styrkja eigið heilbrigði. Þriðji fundurinn í þessum flokki verð- ur haldinn nk. Iaugardag. Efni fundarins að þessi sinni er næring og heilsa, og hafa verið fengnir nokkrir af helstu sérfræðingum landsins í þessum málaflokki til að segja frá því, sem hæst ber í rannsóknum á tengslum heilsu og næringar. í upphafí mun Laufey Stein- grímsdóttir, skrifstofustjóri Mann- eldisráðs, kynna niðurstöður úr Brúðkaupsleikur í Borgarkringlunni SJÖ verslanir í Borgarkringlunni bregða á brúðkaupsleik með FM frá 9. maí til 1. ágúst. Þegar keypt er hjá neðangreind- um verslunum til brúðkaupsins fer brúðarparið sjálfkrafa inn á lista sem Valdís Gunnarsdóttir á FM dregur úr vinningshafana einu sinni í mánuði. Það brúðarpar vinnur glæsilega brúðkaupsferð til grísku eyjarinnar Korfu með Samvinnu- ferðum-Landsýn. Ef keypt er hjá fleirum en einu af neðangreindum fyrirtækjum aukast líkur brúðhjón- anna á því að vinna ferðina. Leikur- inn verður opnaður í Borgarkringl- unni með skreyttum brúðarbíl og tískusýningu á brúðarkjólum og kjólfötum frá Brúðarkjólaleigu Katrínar Óskarsdóttur í dag, laug- ardag, kl. 14.00. Eftirtaldar sjö verslanir eru sér- staklega merktar sem þátttakendur í þessum brúðkaupsleik: Blóm og listmunir, Demantahúsið, Nýja kökuhúsið, Snyrtistofan NN, Hjört- ur Nielsen, Stepp og Blái fuglinn. (Úr fréttatilkynningu) Eitt atriði úr myndinni Lostæti. Regnboginn sýnir myndina Lostæti REGNBOGINN hefur hafið sýn- ingar á myndinni Lostæti. Margir hafa reynt að lýsa því um hvað myndin fjaliar. Þær til- könnun á mataræði íslendinga. Sagt verður frá mismunandi matar- æði fólks eftir aldri, búsetu og að- stæðum, og greint verður frá breyt- ingum á matarvenjum, sem hafa orðið síðastliðna tvo áratugi. Því næst mun Guðmundur Þor- geirsson yfirlæknir og formaður Manneldisráðs kynna rannsóknir um samband mataræðis og krans- æðasjúkdóma. Hann mun fjalla um um meinþróun æðakölkunar og helstu kenningar um hvernig kól- esteról veldur þrengslum í kransæðum. Einnig mun verða fjallað um hugsanleg verndandi hlutverk andoxunarefna gegn æða- kölkun, en slík efni eru m.a. í C- og E-vítamíni og karóteni, sem öll finnast í ríkum mæli í grænmeti og ávöxtum. Inga Þórsdóttir, lektor í næring- arfræði, setur fram spurningu um hvort breyta þurfi matseðlum veit- ingahúsa, mötuneyta og sjúkra- stofnana og þá um leið hvort mat- ur skipti máli fyrir heilsuna og pyngjuna. í erindi sínu mun Inga fjalla um aðgerðir samfélagsins og einstaklinga í þessu sambandi og misræmið milli þekkingar og að- gerða. Ari Jóhannesson yfirlæknir mun segja frá merkri tilraun, sem gerð var í mötuneyti Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga. Með samræmdri fræðslu fyrir starfsfólk verksmiðjunnar og meira framboði á hollum mat í mötuneyti var hægt að lækka kólesteról í blóði starfs- manna verulega, með það markmið í huga að draga úr skemmandi áhrifum kólesteróls á æðaveggi. Kristín Sigfúsdóttir næringar- fræðingur og menntaskólakennari á Akureyri mun fjalla um hvernig neysluvenjur barna mótast og hvernig breyta megi mötuneytisað- stöðu á dagheimilum og skólum til að tryggja, að öll börn fái hollt viðurværi. Að lokum mun Jón Gíslason, deildarsérfræðingur við Hollustu- vernd ríkisins, skýra frá niðurstöð- um könnunar á mataræði íþrótta- fólks á landsliðsmælikvarða og verða niðustöður bornar saman við mataræði almennings. Fundarstjóri: Katrín Fjeldsted, læknir. Fundurinn verður haldinn í Háskólabíói, sal 3, laugardaginn 9. maí kl. 13-16. Öllum er heimill aðgangur. Lýsi hf. styrkir þennan fund. Guðsþjónusta og kaffi- sala Kvenfélags Breiðholts Á MÆÐRADAGINN, sunnudaginn 10. maí, verður guðsþjónusta og kaffisala í Breiðholtskirkju í Mjódd í umsjá Kvenfélags Breið- holts. I guðsþjónustunni mun Vigdís Einarsdóttir, formaður kven- félagsins, prédika, Anna Birgitta Bóasdóttir og Árný Albertsdóttir syngja tvísöng og kvenfélagskonur munu aðstoða með ritningar- lestri o.fl. Að guðþjónustu lokinni verða síðan kaffisala og hlutavelta á veg- um kvenfélagsins í hinum nýja sal safnaðarheimilisins og mun Dúfa Einarsdóttir þá syngja við undir- leik Daníels Jónassonar. Kven- félagið, sem alla tíð hefur af frá- bærum dugnaði stutt safnaðar- starfið og kirkjubygginguna, hefur á liðnum vetri gefið allar innrétt- ingar og tæki í eldhús safnaðar- heimilisins og er það nú því sem næst fullbúið. Eru kaffisalan og hlutaveltan haldnar til fjáröflunar vegna þessa verkefnis. Mikið hefur verið unnið við safn- aðarheimilið í vetur og þótt nokkuð vanti enn á það sé fullbúið langar okkur að gefa fólki tækifæri til að skoða það sem unnið hefur ver- ið og kynna sér þær framkvæmdir sem framundan eru. Er það því von okkar að sem flestir hafi tæki- færi til að kynna sér þá fjölbreyttu aðstöðu til safnaðarstarfs sem skapast hefur með tilkomu safn- aðarheimilisins um leið og menn styrkja áframhaldandi fram- kvæmdir með því að kaupa sér góðar veitingar eða taka þátt í hlutaveltunni. Sr. Gísli Jónasson. Fjallasyrpa Útvistar 1992 FJALLGÖNGUR verða á sunnudögum í sumar. í fyrstu eru þær á tveggja vikna fresti en vikulega frá 21. júní. Fyrsta fjallgangan er 10. maí á Búrfell í Grímsnesi og sú síðasta 23. ágúst á Ármanns- fell. Auk þess eru láglendisgöngur í nágrenni fjallanna í tengslum við fjallgöngurnar. raunir hafa tekist vægast sagt mis- jafnlega. Það eina sem hægt er að segja með góðri samvisku um myndina er að hún kemur á óvart. Þessar ferðir eru á eftirtöldum dögum: 10. mai kl. 10.30 Búrfell í Gríms- nesi (536 m). 24. maí kl. 10.30 Ingólfsfjall (551 m). 7. maí kl. 10.30 Akrafjall (586 m). 21. júní kl. 9.00 Þn'hyrningur (678 m). 28. júní kl. 10.30 Esja: Þverfells- horn — Kerhólak. (839 m). 5. júlí kl. 10.30 Botnsúlur (1.095 m). 12. júlí kl. 9.00 Högnahöfði (1.030 m). 19. júlí kl. 8.00 Þórisjökull (1.350 m). 26. júlí kl. 10.30 Hengill (803 m). 2. ág. kl. 9.00 Skatesheiði (1.055 m). 9. ágúst kl. 9.00 Skjaldbreiður (1.060 m). 16. ágúst kl. 9.00 Móskarðshnúkar — Hátindur (909 m). 23. ágúst kl. 10.30 Ármannsfeil (766 m). Auk ofangreindra fjalla verða famar þijár ferðir á Heklu í sum- ar. Þær eru ekki hluti af fjallasyrp- unni en ein Hekluferð er ágætur bónus á hana. Hekluferðirnar vei-ða á laugardögum sem hér segir: 27. júní kl. 8.00 Hekla (1.491 m). 18. júlí kl. 8.00 Hekla (1.491 m). 15. ágúst 8.00 Hekla (1.491 m). Þeir sem taka þátt í þessum íjall- göngum fá litla fjallabók og í hana verður stimplað með sérstökum stimpli til staðfestingar þátttöku fyrir hverja einstaka ferð. Að lok- inni fjallasyrpunni í haust fær sá sem í flestar fjallgöngur fór sérstök verðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.