Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAI 1992
Lánasjóður íslenskra námsmanna:
F rumvarpi um LÍN vís-
að til þriðju umræðu
ANNARRI umræðu um frumvarp til Iaga um Lánasjóð íslenskra náms-
manna, LIN lauk stundarfjórðungi eftir miðnætti í nótt. „Peningar
eru ekki annað en ávísun á verðmæti," sagði Eyjólfur Konráð Jóns-
son. „Hvað er verðmætara en menntun?" spurði þingmaðurinn. í gær
voru greidd atkvæði um frumvarpið tillögur stjórnarliða voru sam-
þykktar en tillögur stjórnarandstöðu voru felldar og málinu vísað til
þriðju umræðu.
Annarri umræðu var frestað á
níunda tímanum síðastliðinn mið-
vikudag og hafði þá staðið með
nokkrum hléum í 14 stundir og tæp-
lega þijá stundarfjórðunga. Það var
þá auðheyranlegt að stjórnarand-
stæðingar áttu margt vantalað við
aðstandendur frumvarpsins; mennt-
amálaráðherra og stuðningsmenn
ríkisstjórnarinnar. En það var einnig
ljóst að þessari umræðu skyldi ljúkja
á 136 þingfundi.
„Eftirágreiðslur" —
svart á hvítu
Málið var tekið til umræðu á 136
þingfundi kl. 18.30 en kl. 19 varð
Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne) að
Mistök við
atkvæða-
greiðslu
'ENDURTAKA varð atkvæða-
greiðslu á Alþingi í gær vegna
þess að Tómas Ingi Olrich þing-
maður Sjálfstæðisflokksins
greiddi atkvæði með rafbúnaði
flokksbróður síns og sessunautar
Matthíasar Bjarnasonar. Þessi at-
burður varð vegna mistaka.
í gær voru greidd atkvæði um
frumvarp til laga um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna, LÍN. Þegar
greidd voru atkvæði um breytingart-
illögu á 18. grein frumvarpsins með
rafbúnaði, kvaðst Tómas Ingi Olrich,
fimmti þingmaður Norðurlands
eystra, hafa í óðagoti ýtt á vitlausan
hnapp. Þingforseti benti á að at-
kvæðagreiðsla stæði enn yfír og
þingmaðurinn gæti leiðrétt sín mis-
tök með því að styðja á réttan hnapp.
Tómas Ingi sagði málið ekki þannig
vaxið. Hann hefði ýtt á hnapp í borði
síns sessunautar Matthíasar Bjarn-
asonar fyrsta þingmanns Vestfirð-
inga sem væri fjarverandi. Þing-
mönnum voru þessi mistök ekki leið
og hlaust nokkur hlátur af. Salome
Þorkelsdóttir þingforseti varð að slá
í bjöllu, þótti henni það miður, þegar
svo vel lægi á þingheimi. Atkvæða-
greiðslan var síðan endurtekin og
breytingartillagan samþykkt með 33
samhljóða atkvæðum.
gera hlé á sinni ræðu í einn og hálf-
an tíma. Hún hélt síðan áfram sinni
átölu gegn frumvarpinu hvatti hún
ráðherra mjög til að reyna að ná
einhveiju samkomulagi um þetta
þetta mál og hverfa frá verstu
ákvæðunum, hún nefndi sérstaklega
hinar svonefndu „eftirágreiðslur",
þ.e. að námsmenn fengu ekki náms-
lán fyrr en þeir hefðu skilað vottorði
um námsárangur og yrðu að brúa
bilið með bankalánum. Finnur Ing-
ólfsson (F-Rv) tók mjög undir orð
fyrra ræðumanns; að menn settust
niður reyndu að ná samkomulagi.
Ólafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra veitti andsvar við margvís-
legri gagnrýni og spumingum sem
fram höfðu komið. Ráðherra lét þess
getið að það væri alveg sjálfsagt að
milli 2. og 3. um-
ræðu, færi fram
athugun á því
hvaða áhrif að
hefði að falla frá
eftirágreiðslum.
Og Finni Ingólfs-
syni sýnt svart á
hvítu hvað slík
breyting þýddi.
Svavar Gestsson (Ab-Rv) þakkaði
ráðherra fyrir þessa yfirlýsingu,
jafnvel þótt hann hefði ekki lofað
neinni efnislegri breytingu. Fleiri
ræðumenn urðu til að fagna orðum
menntamálaráðherra og þótti boða
gott Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra ítrekaði þann skilning
Svavars Gestssonar að hann hefði
ekki gefíð nein fyrirheit heldur að-
eins sagt það sjálfsagt að skoða
þetta atriði milli 2. og 3. umræðu.
Hann væri reiðubúinn til að láta
athuga það sérstaklega _ í mennta-
málanefnd. Anna Ólafsdóttir
Björnsson (SK-Rn) vonaði samt að
þetta yrði skoðað með góðum hug
og boðaði það að einhveiju væri
hægt að breyta.
Verðmætamat
Ingibjörg Sólrún Gisladóttir
(SK-Rv) sagði orð menntamálaráð-
herra enn alltof
óljós. Til þess að
menntamálanefnd
gæti athugað mál-
ið milli 2. og 3.
umræðu yrði að
ræða málið nánar,
til þess að mennta-
málaráðherra og
formaður mennta- ingibjörg Sóirún
málanefndar Sigríður A. Þórðardótt-
ir (S- Rn) skyldu betur athugasemd-
ir stjórnarandstæðinga. Flutti hún
nokkrar þessara athugasemda og
máttu stjórnarliðar sæta hörðu
ámæli, m.a. fyrir skammsýni,
peningahyggju í verðmætamati, tor-
velda mönnum menntaveginn, ekki
síst konum, sérstaklega einstæðum
mæðrum. Bölmóður hér á landi væri
slíkur að við tryðum því að við hefð-
um ekki efni á nokkrum sköpuðum
hlut. Að allt hjálpræði kæmi að utan,
við gætum ekkert og kynnum ekk-
ert. Þetta væri að verða markviss
stefna í Evrópuríkjum utan Efna-
hagsbandalagsins.
Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv)
sagði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
hafa flutt „þrum-
ræðu“. Hann vakti
athygli á því að
konur hefðu mikið
látið til sín heyra í
þessari kvöldum-
ræðu sem hann
taldi vera þá merk-
ustu sem haldin
hefði verið á þessu Eri61fur Konráð
leiðilega þingi“. Menntun væri ekki
bara til gamans heldur íjárhagslega
hagstæð og það skyldu „við karlarn-
ir“. Karlar skildu líka að það væri
hagstætt að fjárfesta í konum. Ekki
bara eiginkonum, heldur einnig
tölvufræðingum og skáldum. Eyjólf-
ur Konráð sagði menn vilja græða.
Eyjólfi Konráð þótti menntaðar kon-
ur vænleg fjárfesting. Ræðumaður
sagði peninga ekki vera annað en
ávísun á verðmæti. Hvað væri verð-
mætara en að mennta börnin okkar?
Eyjólfur Konráð átaldi bölmóð og
svartnættistal sem hefði hér tíðkast
árum eða áratugum saman. Þessi
barlómur og aumingjadómur gengi
ekki lengur. Við ættum að mennta
börnin okkar og græða á því. Það
skildu menn.
Guðrúnu Helgadóttur (Ab-Rv)
var verðmætamat fyrra ræðumanns
ekki með öllu óskapfellt. Hún vakti
athygli á nýlegum fréttum af arð-
vænlegum afrekum manna við tölv-
ur, þar hefði menntun reynst arð-
vænleg.
Kl. 0.17 sleit Salome Þorkelsdótt-
ir forseti Alþingis fundi, ekki voru
fleiri á mælendaskrá. Þá hafði þessi
önnur umræða um frumvarp til laga
um Lánasjóð íslenskra námsmanna
tekið 23 klukkustundir og stundar-
fjórðung en fyrri umræða um frum-
varpið tók 10 klukkustundir og rúm-
lega 3 stundarfjórðunga.
Atkvæðagreiðslan
í gær var gengið til atkvæða um
frumvarpið; breytingartillögur og
einstakar greinar. Aðaltilllaga
minnihluta menntamálanefndar um
að vísa málinu frá var felld með 30
atkvæðum gegn 21.
Stjórnarandstaðan fór fram á að
greidd væru atkvæði sér um hvern
staflið í breytingartillögu minnihluta
við 6. gr. frumvarpsins en sú grein
ljallar m.a. um að námslán skuli
aldrei veitt fyrr en námsmaður hafi
skilað vottorði um tilskilda skóla-
sókn; „eftirágreiðsluákvæðið" og um
lántökugjöld og ábyrgðir.
Beðið var um nafnakall um þann
lið tillögunnar sem gerir ráð fyrir
að einungis skyldi skila vottorði um
námsárangur á fyrsta misseri. Þetta
er það ákvæði sem stjórnarandstæð-
ingar deildu hvað harðast á í ann-
arri umræðu. Breytingartillaga
minnihluta var felld með 29 atkvæð-
um gegn 21. 12 voru ljarstaddir en
einn þingmaður greiddi ekki at-
kvæði. Það var Össur Skarphéðins-
son (A-Rv) formaður _ þingflokks
Alþýðuflokks. Halldór Ásgrímsson
(F-Al) og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir (SK-Rv) vöktu athygli á þess-
ari sérstöðu Ossurar og vonuðu að
þetta boðaði það að þingmenn í
stjórnarliði athuguðu sinn gang milli
2. og 3. umræðu og samþykktu
breytingar við 3. umræðu.
Átkvæðagreiðslur héldu áfram og
ekki báru niðurstöðurnar vitni um
mikil sinnaskipti þingmanna hvort
heldur í liði stjórnar eður stjórnar-
andstæðinga. Stuðningsmenn ríkis-
stjórnar studdu frumvarpið og breyt-
ingartillögur meirihluta mennta-
málanefndar, stjórnarandstæðingar
lögðust gegn eða sátu hjá. Stjórnar-
liðar lögðust gegn tillögum minni-
hluta menntamálanefndar en þó má
þess geta að Össur Skarphéðinsson
var ekki andvígur breytingartillögu
stjórnarandstæðinga við 16. gr. um
að stjórn Lánasjóðsins væri heimilt,
ef hagsmunasamtök námsmanna
óskuðu eftir, að draga félagsgjald
frá láni, nema fram komi í lánsum-
sókn ósk um að það væri ekki gert.
Þingmaðurinn kaus að greiða ekki
atkvæði. Að svo búnu var greinin
samþykkt óbreytt og þar er áskilið
að ósk námsmanns á lánsumsókn-
inni þurfi til að unnt sé að draga
félagsgjaldið frá láninu. Páll Pét-
ursson (F-Nv) formaður þingflokks
Framsóknarmanna greiddi ekki at-
kvæði um breytingartillögu frá
minnihlutanum varðandi 8. gr. sem
flallar um endurgreiðslu lána.
Þegar greidd voru atkvæði um
breytingartillögu á 18. grein kvaðst
Tómas Ingi Olrich (S-Ne) hafa í
óðagoti ýtt á vitlausan hnapp en
greidd voru atkvæði með rafbúnaði.
Þingforseti benti honum á að at-
kvæðagreiðsla stæði enn yfir og
hann gæti leiðrétt sín mistök með
því að styðja á réttan hnapp. Tómas
Ingi sagði málið ekki þannig vaxið.
Hann hefði ýtt á hnapp í borði síns
sessunautar Matthíasar Bjarnasonar
(S-Vf) sem væri fjarverandi. Þing-
mönnum voru þessi mistök ekki leið
og hlaust nokkur hlátur af. Salome
Þorkelsdóttir þingforseti varð að slá
í bjöllu, þótti henni það miður, þegar
svo vel lægi á þingheimi. Atkvæða-
greiðslan var síðan endurtekin og
breytingartillagan samþykkt með 33
samhljóða atkvæðum.
Þingmenn gerðu iðulega grein
fyrir atkvæði sínu. Voru það oftast
stjórnarandstæðingar sem átöldu
ríkisstjórnina, stjórnarflokkanna
ýmist sér eða sameiginlega. Páll
Pétursson gerði grein fyrir sínu
atkvæði þegar greidd voru atkvæði
um „eftirágreiðslur“. Hér væri gerð
tilraun til að nema á brottu alversta
ákvæðið. Hann rakti meintan sam-
starfsvilja framsóknarmanna and-
spænis meintri einsýni stjórnarliða.
„En það hefur fram að þessu engu
tauti verið komandi við stjórnarand-
stöðuna." En Páll breytti orðavali
sínu snarlega í „stjórnarliðið" er
hann heyrði viðbrögð og furðu þing-
manna.
Við lok atkvæðagreiðslunnar bar
það til tíðinda að stjórnarandstæð-
ingar greiddu atkvæði gegn því að
frumvarpinu skyldi vísað til 3. um-
ræðu. Páll Pétursson sagði það
mjög óvanalegt að leggjast gegn því
að frumvarp færi til 3. umræðu en
þetta frumvarp væri svo miklu verra
en gildandi lög. Eiður Guðnason
umhverfisráðherra sagði verið að
leggjast gegn því að málið fengi
eðlilega þinglega meðferð. Það var
síðan samþykkt með 29 atkvæðum
gegn 21 að vísa málinu til 3. um-
ræðu.
Ólafur G.
■ SIÐMENNT, félag um borg-
aralegar athafnir gengst fyrir
fundi um borgaralegar athafnir
miðvikudaginn 13. maí klukkan
20.30 í húsi Félags bókagerðar
manna að Hverfisgötu 21. Á
fundinum verður kynntur nýút-
kominn bæklingur félagsins um
borgaralega útför, en um er að
ræða kynningar- og umræðufund.
0CAFLBAR
Stórhöfða 17, við GuUinbrú,
sími 67 48 44
margnwfrfaMfr
Metsölublad á hverjum degi!
*
Isafjörður:
Ný kirkja mun rísa á gömlu lóðinni
Isafirði.
NIÐURSTÖÐUR liggja nú fyrir í lokaðri samkeppni um teikningar
af kirkju á lóð gömlu kirkjunnar sem brann 1987. Fjórum aðilum
var boðið að taka þátt í samkeppninni og varð hópur undir stjórn
Hróbjarts Hróbjartssonar arkitekts hlutskarpastur. Kirkjan var mjög
nútímaleg í formi, en fellur mjög vel að afar þröngum og hornskökk-
um byggingarreit á horni Hafnarstrætis og Sólgötu.
Fjögurra manna dómnefnd undir
formennsku Gunnlaugs Jónassonar
bókasala á Isafírði mat tillögurnar
en ákvörðun nefndarinnar er endan-
leg og má því ætlað að hægt verið
að hefjast handa um byggingu
kirkjunnar í sumar. Miklar deilur
hafa staðið um kirkjubygginguna
nánast alveg frá bruna þeirrar
gömlu, en nú virðist að þær hafi
að mestu verið settar niður og flest-
ir ánægðir með teikningu Hróbjarts
og félaga hans sem var samþykkt
með öllum atkvæðum í dómnefnd-
inni. í niðurstöðu dómnefndar segir
að kirkja og safnaðarheimili myndu
skapa byggingu sem bæði er vel
heppnuð hvað ytra útlit varðar og
haganlega gerð hið innra. Endur-
gert Kristslíkneski úr gömlu kirkj-
unni minnir á öldur úthafsins. Þar
sem hver báran rís af annarri og
hæfí Isafjarðarkirkju þar sem lífs-
björgin er sótt í sjóinn.
Úlfar.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Ný kirkja á Isafirði sem áætlað er að rísi úr grunni þeirrar gömlu
og grunni safnaðarheimilisins við Sólgötu. Áætlað er að hefja
byggingarframkvæmdir í sumar.