Morgunblaðið - 09.05.1992, Síða 35

Morgunblaðið - 09.05.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAI 1992 35 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva; Höldum í voniua uni að verða meðal tíu efstu - segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona Heart 2 Hear*t „OKKUR hefur verið tekið með kostum og kynjum hér í Málmey. Svíar standa sig frábærlega og allt skipulag er miklu betra en það var í Júgóslavíu fyrir tveimur árum. Það er afar misjafnt eftir fjölmiðlum hvaða gengi okkur er spáð, sumir telja okkur ná 4. sæti, en aðrir tala um að við verðum í allra neðstu sætum. Við höldum sjálf í vonina um að verða meðal tíu efstu,“ sagði Sigríður Bein- teinsdóttir, söngkona, í samtali við Morgunblaðið. Sigríður og Sigrún Eva Ármannsdóttir flylja í kvöld lagið Nei eða já í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu, ásamt öðrum meðlimum Heart 2 Heart. Sigríður sagði að við komuna til Máleyjar á mánudag hefði verið tek- ið á móti hópnum með glæsibrag. Á þriðjudag bauð borgarstjórn _Málm- eyjar keppendum til veislu. Á mið- vikudag var æfing og á fimmtudag hélt íslenski hópurinn blaðamanna- fund, sem um leið var íslandskynn- ing, þar sem íslenskur matur, drykk- ur og náttúrufegurð var í sviðsljós- inu. „Við höfum fengið ágæta athygli hérna og margir blaðamenn' hafa spurt okkur Sissu hvort við séum' systur, enda gerum við okkur far um að klæðast eins,“ sagði Sigríður. „Blaðamennirnir eru flestir þeir sömu og voru í Júgóslavíu um árið, svo þeir kannast þegar við okkur Grétar Örvarsson. Þá þekkja blaða- menn frá Norðurlöndunum og Þýska- landi til Friðriks Karlssonar og Jó- hanns Ásmundssonar, þar sem Mezzoforte er þekkt hljómsveit í þessum löndum. Við höfum verið kölluð glaðlegasti og skemmtilegasti hópurinn, enda erum við Sissa alltaf með Colgate-bros,“ sagði Sigríður og hló við. Æfingar Heart 2 Heart hafa geng- ið vel. „Hljómsveit Svíanna er góð og fyrsta æfíngin jafnaðist á við all- ar æfingar, sem við fengum í Júgó- slavíu. Búningarnir komu vel út á sviðinu. Við Sissa verðum í gulum og rauðum kjólum, með sama sniði og svörtu kjólamir, sem við notuðum í keppninni heima. Búningana okkar hannaði María Ólafsdóttir og hún sá líka um að klæða strákana, sem verða einnig í gulu og rauðu.“ Sigríður sagði að hún ætti von á að austurríski söngvarinn Tony Weg- as yrði í fyrsta sæti með lagið Zus- ammen gehn. Þá benti allt til að söngkonan Mai-y Spiteri frá Möltu yrði ofarlega með Little Child og Spáni væri spáð góðu sæti með lagið °&>XS' ,9lt% ll*>ð Mta990.- Lambasteik m/lauk. sveppum, bernaeassósu Glóðarsteíkt lambalæri m/sósu að eigin vali Lambapiparsteik . Kryddhjúpað lambafille Lambaspjót Lambalundir G POTIUI Laugavegi B4 slml 1 30 88 -kemur spánskt fýrir íj?niÞ Todo esto es la musica, flutt af Seraf- in. „Hvernig sem þetta fer þá hefur verið mjög gaman að taka þátt í þessu. Við viljum ekki að fólk heima búist við of miklu, því okkur þykir mjög leiðinlegt ef okkur tekst ekki að standa undir þeim væntingum. Það eina sem við getum gert er að gera okkar besta og ég lofa því að það gerum við.“ Þátttaka Heart 2 Heart í keppn- inni nú hefur orðið til þess, að um- boðsmaður Carolu, sænsku söngkon- unnar sem sigraði í fyrra, hefur boð- ið Stjórninni að fara í hljómieikaferð til Kína á næsta ári. „Við höfum fengið símbréf frá honum, en Grétar á eftir að ræða nánar við hann. Ca- rola er að leggja upp í Kínaferð á hans vegum og næst vill hans sem sagt fá Stjómina. Það er óneitanlega freistandi." Heart 2 Heart á lokaæfingu áður en hópurinn hélt til Málmeyjar. Frá vinstri: Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Orvarsson, Helena Jóns- dóttir, danshöfundur, Sigrún Eva Ármannsdóttir, Jóhann Ásmunds- son, og Friðrik Karlsson. Á myndina vantar trommuleikarann Hall- dór Hauksson. s' - ••' ,!r>. -«3^ , wr KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, stmi 689080 í eigu Búnaðarbanka tslands ogsparisjóðanna Kaupþing hf-Framtíðaröryggi í fjármálum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.