Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.05.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992 41 Lúðrasveit verkalýðs- ins hlaut Stefánsstyrk Torfi Karl Antonsson, formaður Lúðrasveitar verkalýðsins, þakkar stuðninginn. Félag spænskumæl- andi manna stofnað STOFNFUNDUR félags spænskumælandi á íslandi verður haldinn í Safnaðarheimili Kaþólsku kirkjunnar Hávallagötu 12, laugardaginn 9. maí kl. 16.00. SJÖ umsóknir bárust um styrk úr Stefánssjóði, sem kenndur er við Stefán heitinn Ögmunds- son fyrrverandi formann Hins íslenska prentarafélags, sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Félag bókagerðar- manna veita fé úr. Styrkupp- hæðin er 215.000 kr. Úhlutunar- nefnd ákvað að veita Lúðra- sveit verkalýðsins styrkinn að Fuglaskoðun á Seltjarnamesi NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ á Seltjarnarnesi gengst í dag kl. 13.30 fyrir fuglaskoðun við Bakkatjörn, Bakkvík og Daltjörn. Mikið fuglalíf er á þessu svæði og allar aðstæður til fuglaskoðunar sérlega góðar. Um þessar mundir eru flestall- ar fuglategundir komnar og auk þess umferðarfuglar sem dvelja þar í styttri tíma. Þátt- taka er öllum heimil. þessu sinni. Stefán Ögmundsson var einn aðalhvatamaður að stofnun Lúðrasveitar verka- lýðsins. Stefánsstyrkur er nú veittur í þriðja sinn. Styrkurinn er til minn- ingar um Stefán Ögmundsson prentara og fyrsta formann MFA. Stefánsstyrkur er veittur árlega 1. maí í þeim tilgangi að styðja einstakling, einstaklinga, félag eða samtök vegna viðfangsefnis sem lýtur að fræðslustarfi launa- fólks, menntun og menningar- starfí verkaiýðshreyfíngarinnar. Lúðrasveitin var stofnuð 1953 og er eina lúðrasveitin sem fram hefur komið undir nafni verkalýðs- samtaka á Islandi og hefur alla tíð verið nátengd verkalýðshreyf- ingunni. Starf sveitarinnar hefur vaxið og dafnað á hverju ári og eru nú 47 hljóðfæraleikarar starf- andi. Lúðrasveit verkalýðsins á 40 ára afmæli á næsta ári og er styrk- urinn veittur til undirbúnings þeim verkefnum sem sveitin hyggst vinna að í tilefni þessara tíma- móta. Torfí Karl Antonsson for- maður tók við styrknum. Fjöldi spænskumælandi manna býr á íslandi í dag er ætlunin að mynda félagsskap. Markmið félags- ins verður að kynna hina litríku og fjölbreyttu menningu spænskumæl- andi þjóða og spænska tungu með því að standa fyrir menningarlegum uppákomum og skemmtunum fyrir bæði börn og fullorðna. Einnig ætl- ar félagið að aðstoða spænskumæ- landi fólk sem hingað kemur að aðlagast íslenskri þjóðfélagi. Vortónleik- ar Samkórs Kópavogs HINIR árlegu vortónleikar Samkórs Kópavogs verða haldnir í Kópavogskirkju þriðjudagskvöldið 12. maí kl. 20.30. Efnisskráin verður fjöl- breytt að vanda. Sungin verða lög eftir Jón Ásgeirsson, Sig- valda Kaldalóns og Gunnar Reyni Sveinsson. Einnig verða fiutt norsk lög, rússneskt og lettneskt og gamalkunnugt finnskt þjóðlag. Þess má geta að nokkrir textanna eru eftir Halldór Laxness og er það vel við hæfi á þessu afmælisári skáldsins. Nemendur úr Tón- listarskóla Kópavogs munu spila nokkur lög á trompet og flautur. Stjórnandi kórsins er Stefán Guðmundsson. Samkór Kópavogs var stofnaður 1966 og var fyrsti stjórnandi kórsins Jan Moravec. Kórfélagar eru í dag 45. (Fréttatilkynning) Jóhann J. Kristins- son - Minning Fæddur 5. júní 1904 Dáinn 29. apríl 1992 Þann 29. apríl 1992 lést tengda- faðir minn Jóhann Jakob Kristins- son frá Syðra Ósi á Höfðaströnd á dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki. Jóhann var fæddur á Syðra Ósi 5. júní 1904 og bjó hann þar við sjóvinnu og búskap til ársins 1950 en þá flutti hann ásamt konu sinni Guðleifu Jóhannsdóttur sem lést fyrir nokkrum árum ásamt börnum þeirra hjóna Jóhanni, Kristínu og Kristni Birni til Hofsóss en þar hafði hann reist sér hús við Kára- stíg 14. Hluta af bústofninum flutti Jó- hann með sér til Hofsóss sér og sínum til búdrýginda en aðalstarf Jóhanns eftir að hann flutti var almenn verkamannavinna, og vann hann mörg ár í síld á Siglufirði lengst af, hjá sama aðila Ólafi Ragnars og síðar þegar síldin gekk austur með landi fór hann í síld til Raufarhafnar. Alls staðar þar sem Jóhann vann var hann eftirsóttur vinnukraftur sakir dugnaðar og samviskusemi. Árið 1956 kynnist ég undirritað- ur dóttur þeirra hjóna Jóhanns og Guðleifar, Kristínu Rut, og hófust þá kynni mín af þeim hjónum sem aldrei bar skugga á og alltaf var maður jafn velkominn á Kárastíg 14 fyrst í stað við tvö og síðar bættust börnin í hópinn og höfðu þau son okkar Jóhann Kristirin hjá sér á sumrin frá því að hann var 4 ára og fram að fermingu og mun hann búa að því alla sína ævi. Fyrir tæpum 10 árum veiktist Jóhann af hrörnunarsjúkdómi jafn- framt því að missa sjónina og var hann þá vistaður á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki og hlaut hann þar þá bestu umönnun sem hægt var að fá, þökk sé starfsfólki Dvalarheimilisins fyrir frábæra umönnun. Einnig eru núverandi og fyrrverandi nábúum þeirra hjóna á Hofsósi sendar þakkir fyrir aðstoð þeim veitta. Við ættingjar og vinir í Keflavík þökkum þeim hjónum Jóhanni og Guðleifu samveruna og biðjum þeim guðs blessunar. Hvíli þau í friði. Lárus Kristinsson. Minning: >' > Oskar Oskarsson 30. apríl sl. lést Óskar Óskarsson •eftir stutt veikindi, rétt tæplega 68 ára að aldri. Árið 1980 flutti Óskar í nýtt fjöl- býlishús við Engihjalla í Kópavogi. Á sama tíma fluttu þangað margar fjölskyldur, stórar og smáar. Sam- hjálp var mikil og menn bundust þar vináttuböndum. Fljótlega kom í ljós að Óskar hafði mikinn áhuga á öllu því sem horfði til framfara í húsinu og sýndi þann áhuga sinn svo sannarlega í verki. Hann var valinn til þess að veita húsfélaginu forstöðu og gegndi því starfi um margra ára skeið. Til þess var tek- ið hve samviskusamur og hjálpsam- ur Óskar var. Ekki síst var eftirtekt- arvert hversu þolinmóður og sann- gjarn hann var í garð þeirra fjöl- mörgu barna sem fóru um ganga hússins, oft með miklum fyrir- gangi. En Óskar hélt ró sinni, hló og hastaði góðlátlega á börnin. Við sem kynntumst Óskari náið fundum í honum frábæran félaga, mann sem alltaf vildi rétta hjálpar- hönd þeim sem á þurftu að halda og ekki síst virðulegan ljölskyldu- föður, sem lét sér afar annt um velferð barna sinna og barnabarna. Minnisstæðar eru einnig þær stundir þegar tími gafst til að drekka kaffi og ræða málin með þeim Óskari og Margréti eiginkonu hans. Þau hjón voru einkar samrýnd og samhent um alla hluti. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við vin okkar, Oskar Ósk- arsson, um leið og við færum eigin- konu hans Margréti Ásgeirsdóttur, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Óskars Óskarsson- ar. F.h. íbúa í Engihjalla 17, Sveinn M. Árnason, María G. Guðjónsdóttir. Mig langar að minnast afa míns, Jóhanns Kristinssonar, sem lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks þann 29. apríl eftir löng veikindi. Margar góðar minningar á ég frá sumrum mínum á Hofsósi hjá ömmu og afa. Til þeirra kom ég 2 ára og var hjá þeim á sumrin til 12 ára aldurs. Alltaf var gaman að koma til Hofsóss og þar var margt við að vera og átti afi sinn þátt í því. Afi var með kindur og fór ég með honurr, í fjárhúsin og fylgdist með honum þar. Allt sem gera þurfti gerði hann sjálfur og var hann mjög laginn við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Eitt vorið þegar ég kom norður þá var afi búinn að smíða kofa handa mér og kallaði hann Garðshorn. Okkur strákunum fannst þetta frekar vera höll en kofi. Þar lékum við okkur á sumrin og skemmtum okkur konunglega í kofanum hans afa. Með þessum orðum vil ég heiðra minningu hans og þakka allar ánægjulegar stundir. Guð blessi hann og varðveiti. Jóhann. Birting afmælis- og minningavgreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með gi'einai' aðra dqga. t INGÓLFUR HÁVARÐSSON frá Eskifirði, HátúnilOa, Reykjavík, lést föstudaginn 24. apríl. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hins látna. Jenný Birna Ingólfsdóttir, Ólafur Valdimarsson, Ingi Stefán Ólafsson, Birna Ágústsdóttir, Ólafur Ágúst Ingason, Guðrún Vala Ólafsdóttir, Mikael Jóhann Traustason. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ERNA SIGMUNDSDÓTTIR, Hlíðarlundi 2, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Rut Ófeigsdóttir, Sigmundur E. Ófeigsson, Soffía Ófeigsdóttir, ).ðf Ófeigur Ö. Öfeigsson, Guðmundur Sigmundsson og barnabörn. Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, Anna Lilja Stefánsdóttir, Lárus L. Blöndal, Guðrún Helga fvarsdóttir, Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langaafi, BJÖRGVIN THEODÓR JÓNSSON frá Skagaströnd, Víðilundi 24, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 12. maí kl. 13.30. Þorgerður Guðmundsdóttir, synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, vináttu og hlýjan hug við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, ÞÓRÐAR MARÍASSONAR frá Suðureyri, Súgandafirði. Einnig góðar þakkir til starfsfólks á E-gangi, Hrafnistu, fyrir þeirra hjálp og hlýju. Páll Janus Þórðarson, Marías Þórðarson, Elísabet Þórðardóttir, Björgvin Þórðarson, Guðrún Þórðardóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.