Morgunblaðið - 09.05.1992, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 09.05.1992, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAI 1992 49 Kvótakaup á íslandi Frá Júlíusi Ingibergssyni: HVERS vegna var kvótakerfið sett á? Jú, það átti að vernda fiski- stofnana og það var rétt en ekki braskið með óveiddan fisk. Ég hef verið því fylgjandi að það þarf að vernda okkar fiskistofna en ekki braska með kvótann. Núna er hægt að selja óveiddan fisk fyrir 200 til 240 kr. kílóið. Hver getur ieyft þetta — er þetta ekki þjóðar- eign? Hvernig horfir kvótinn við sjáv- arplássum sem að eiga allt undir því að fiskur komi á land. Stór skip (togarar) hafa verið keypt á staðinn, miklar skuldir hvíla á útgerðinni, hún stendur ekki í skilum við banka og allt er selt úr plássinu og kvótinn með. Hvað skeður? Plássið lendir á ríkinu og fólkið missir sína vinnu. Þetta er nú ein hliðin á þessu kvótafyrir- komulagi. Það er hægt að hafa kvótann fyrir verslunarvöru. Nú skulum við koma að fjár- festingunum i frystitogurum. Út- gerðin ber sig vel en vinnan er tekin af fólkinu í landi. Getur þetta gengið. Ég held ekki nema í smáu magni. Hvað gerist ef fólk- ið fær ekki vinnu við fiskinn. Hvað. gerist ef atvinnulífið stopp- ar. Mig langar að koma með hug- mynd í sambandi við atvinnu í framleiðslu sjávarafurða. Það er að búa til neytendapakkningar, 1 pund eða 1 kg, á Evrópumarkað. Þetta er stór markaður. Þetta gæti verið bæði saltfiskur og nýr. Þetta gæti skapað mikla atvinnu. Mér dettur í hug að hér á íslandi ætti að stofna háskóla í matvæla- iðnaði, fiskréttum og síldarrétt- um. Ég hef alltaf haft sterka trú á síldinni. Þetta er með því besta sem kemur úr okkar blessuðu auðlind. Við þurfum ekki að kvíða en við þurfum að hugsa meira. Kvótalögin eru engin lög. Þetta er brot á stjórnarskránni, að það megi selja óveiddan fisk sem þjóð- in á. Við skulum hafa það í huga að löndin sem eru nálægt okkur hafa ekki fisk til að veiða en þurfa að fá fisk. Ég trúi.að neytenda- pakkningar séu framtíðin. JÚLfUS INGIBERGSSON Glaðheimum 12, Reykjavík. Gæði grænmetis mikilvæg- ari en verð Frá Hallgrími Þ. Magnússyni: 30. APRÍL birtist í Morgunblaðinu svar neytendasamtakanna við fyrir- spurn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar verslunarstjóra hjá Bónus í Reykja- vík, en þar er verið að fjalla um verð grænmetis og hversu fáránlegt það sé að innlend framleiðsla skuli njóta svo mikillar verndar eins og raun ber vitni. Umfjöllunin hjá þess- um tveimur aðilum er einungis um verðið .á grænmetinu, eins og að það sé allt sem skiptir máli, en að mínu áliti skiptir hitt ekki síður máli hvernig gæði vörunnar eru og álít ég það vel þess virði að greiða aðeins meira fyrir vöru sem inni- heldur meiri gæði, eins og innlent grænmeti gerir í mínum augum. Nýlega var gerð könnun í Banda- ríkjunum á nokkrum tegundum grænmetis og ávaxta, um hversu mikið af skordýraeitri það innihéldi og leyfi ég mér að láta niðurstöður þessarar könnunar fylgja hér með, en ég er viss um að enginn lifandi maður vill í raun og veru borða þetta skordýraeitur, en með því að borða íslenskt grænmeti er okkur í lófa lagið að fá að vita hvað eitur- efni hafa verið notuð við ræktunina og einnig að gera kröfur um að slík efni séu helst ekki notuð. Annað sem er kannski ennþá verra fyrir okkur mannfólkið, er að Börn eiga helst ekki að hjóla á akbraut. Þau mega hins vegar hjóla á gangstéttum, ef þau taka tillit til þeirra, sem eru gangandi. Mjög æskilegt er að ung börn á reiðhjólum séu með hjálm á höfðinu. Hjálmurinn hlífir höfðinu verði óhapp. leyfð hefur verið geislun á græn- meti í mörgum löndum, en geislun er ætlað það hiutverk að auka geymsluþol grænmetisins. Þeir sem reka hvað mestan áróður fyrir þess- ari aðferð eru eigendur kjarnorku- vera því að þá geta þeir farið með kjamorkuúrganginn sem er jú geislavirkur á sérstaka geislunar- staði þar sem matvælin eru geisluð og geta þannig seit okkur geisla- virka úrganginn með því að láta okkur borða hann. Þeir þurfa þá ekki að hafa áhyggjur af mótmæl- um yfir því hvar þeir koma honum fyrir í geymslu í umhverfmu. En þetta er jú sama aðferð og áiframleiðendur nota með flúor sem til fellur hjá þeim, en þeir selja okkur það í tannkreminu sem við notum. Við vitum ekkert um hvaða grænmeti hefur verið geislað sem kemur hingað til lands og mjög lít- il vitneskja liggur fyrir um skað- semina, annars vegar fyrir græn- metið og hins vegar fyrir mannfólk- ið sem borðar geislavirkt græn- meti. En í dag eru þegar nokkrar þjóðir búnar að banna svona með- höndlun. Mætti ég frekar biðja um innlent grænmeti á hærra verði. Við þurfum að auka grænmetis- neyslu eins og manneldisráð hefur margítrekað bent á, en grænmeti það sem við borðum þarf að full- nægja þeim skilyrðum sem við mennirnir eigum að gera kröfu til varðandi þann mat sem við borðum. Hann þarf að vera lifandi og ómeng- aður af áburði og skordýraeitri, því hvet ég alla íslenska grænmetis framleiðendur til að taka sér til fyrirmyndar ræktunaraðferðir þær sem viðhafðar eru á Sólheimum í Grímsnesi, en þá verður enginn vandi að fá gott verð fyrir grænmet- ið vegna þess að gæðin eru mikil, því fólk vill borða lifandi og ómeng- aðan mat. HALLGRÍMUR Þ. MAGNÚSSON læknir Hrólfsskálavör 9, Reykjavík. Pennavinir Nítján ára nígerískur piltur með áhuga á knattspyrnu, borð- tennis, ferðalögum o.fl.: Damiam Diala, 42 Bale Street, Olodi Apapa, Lagos, Nigeria. LEIÐRÉTTINGAR Bæklingur Skóg- ræktarfélags Is- lands í Morgunblaðinu í gær á bls. 20 er skýrt frá átaki Búnaðarbanka ís- lands og Skógræktarfélags íslands. Þar misritaðist, að aðili að þessu átaki væri Skógrækt ríkisins. Þar átti að sjálfsögðu að standa Skóg- ræktarfélag íslands og eru hlutað- eigendur beðnir velvirðingar á þess- um mistökum. ARKITEKT RAÐLEGGUR UM LITVAL I MALARANUM Valgerður Matthíasdóttir arkitekt veitir viðskiptavinum Málarans ókeypis ráðgjöf um litaval í málningu og viðarvörn fimmtudag og föstudag klukkan 13-18 og laugardag klukkan 10-13. Verið velkomin í Málarann og þiggið ókeypis ráðgjöf Valgerðar. Grensásvegi 11 Sími 81 35 00 SOLSKALAR Sýning rnn helgina! Opidfrákl.13-17 Sólstofur Svalahýsi Rennihurðir Rennigluggar Fellihurðir Útihurðir o. m. fl. Ekkert viðhald íslensk framleiðsla Gluggar og Garöhús * Dalvegi 2A, Kópavogi, Sími 44300 Víðivellir fremri í frétt af Stóðhestastöð, sem birtist í Morgunblaðinu 5. maí, var stóð- hesturinn Seimur sagður vera frá Sveinatungu. Þetta er ekki rétt, heldur er Seimur frá Víðivöllum fremri í Fljótsdalshreppi á Héraði. ATHUGASEMD Frumkvæði SAS Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi athugasemd frá Jó- hannesi Georgssyni, __ fram- kvæmdastjóra SAS á íslandi: Vegna fréttar i viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 7. maí sl. um vilja SAS til að taka þátt í markaðs- kynningu fyrir ísland skal það tekið fram að það var að frumkvæði SAS að fundur var haldinn milli SAS og aðila innan Ferðamálaráðs. SEGÐU BARA JA OG LATTU SENDA ÞÉR PIZZU HEIM Þú þarft ekki að velta fyrir þér hvort þú eigir að segja nei eða já. Láttu bara senda þér pizzu heim frá Pizza Hut og þú missir ekki mínútu úr söngvakeppninni. Við sendum ilmandi og ljúffenga pizzuna frítt heim. ÁFRAM ÍSLAND ! 4Iut , Hótel Esju ^Suðurlandsbraut 2 • Sími 680809. GOTT FÓLK/SlA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.