Morgunblaðið - 09.05.1992, Side 51

Morgunblaðið - 09.05.1992, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992 51 ÍÞR&mR FOLK ■ MÓTABÓK GSÍ er kominn út. í henni eru að vanda margvíslegar upplýsingar. Golfklúbbar í landinu eru nú 36 talsins og eru konur for- menn í þremur klúbbum. M ERLA Charlesdóttirer formað- ur í Golfklúbbi Eskifjarðar. Arn- heiður Jónsdóttir er formaður Leynis á Akranesi og Fríða Haf- steinsdóttir er formaður Golf- klúbbs Skagstrandar. ■ NELSON Piquet ökuþórinn frá Brasilíu, sem hefur þrívegir orðið heimsmeistari í Formulu 1 kapp- akstri, meiddist á fæti á fimmtudag- inn þegar hann ók útaf á æfingu. Piquet var að æfa fyrir Indiana- polis 500-míIna keppnina, en nú er ljóst að hann keppir ekki á næstunni. B GREG LeMond sem hefur þrí- vegis sigraði í Tour de France hjól- reiðakeppninni vann á fimmtudaginn sinn fyrsta sigur í forkeppni fyrir stórmót, en hann hefur keppt í hjól- reiðum í 12 ár. Hann varð fyrstur í forkeppninni fyrir Tour Du Pont keppnina sem fram fer um helgina. KNATTSPYRNA RÚV semur við KSÍ Knattspyrnusamband íslands og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um upptökur og út- sendingar ríkisútvarpsins á öllum landsleikjum á vegum KSÍ og meist- arakeppni KSÍ á þessu ári og því næsta. Ríkisútvarpið annast upptöku og útsendingu til erlendra sjónvarps- stöðva vegna landsleikja erlendra liða hér á tímabilinu og KSÍ mun leitast við að tryggja sjónvarpinu útsendingarétt frá leikjum íslenska liðsins erlendis. Þess má geta að leikur Grikklands og íslands í HM í Aþenu í næstu viku — fyrsti leikur Islands í HM að þessu sinni — verður ekki sýndur beint í sjónvarpinu en reiknað er með að allir aðrir leikir íslands er- lendis í undankeppni HM verði í beinni útsendingu hjá RÚV. Um helgina KNATTSPYRNA Tveir leikir fara fram í Reykjavikurmót- inu. Víkingur og Leiknir leika um sjöunda sætið, sunnudag, kl. 20. Á mánudag kl. 20 leika ÍR og Þróttur um fimmta sætið. GOLF Opna Panasonic mótið verður haldið hjá Keili í Hafnarfirði í dag. Þetta er höggleik- ur með og án forgjafar. Fyrsta LEK-mótið veður haldið f Grinda- vík sunnudaginn 10. maí. Leiknar verða 18 holur eftir Stableford og ræst verður út frá kl. 9.30. Skráning fer fram i golfskálanum i Grindavtk frá kl. 17 í dag, laugardag. FRJÁLSAR Víðavangsklaup Islands fer fram í dag kl. 14 á túni nálægt Kaplakrika i Hafnar- firði. Keppni hefst fyrst í yngri flokkum. Verðlaunaafhending verður í Kaplakrika kl. 16. Hið árlega Neshlaup verður í dag, laugar- dag, og hefst við Sundlaug Seltjamamess kl 12 á hádegi. Hlaupnar verða þijár vega- lengdir, 3,5 km, 7 krn og 14 km. Skráning í Gróttuherbergi eða í síma 611133 í dag frá ktukkan 9. SKÍÐI Árlegt minningarmót um Harald Pálsson í tvíkeppni, göngu og svigi, fer fram við gamla Breiðabliksskálann í Bláfjöllum á sunnudaginn og hefst kl. 13. ■innanfélagsmót lR i alpagreinum fer fram í Hamragili á laugardag. Verðlaunaaf- iiending og kaffiveitingar eftir mótið. FELAGSLIF Uppskeruhátíð Hauka Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar _ Hauka verður í dag í Félagsheimili félags- ins við Flatahraun og hefst kl. 15. Aðalfundur og upp- | skeruhátíð UBK Körfuknattleiksdeild Breiðabliks heldur aðalfund og uppskeruhátíð á morgun, sunnudag, i félagsheimili Kópavogs, 2. hæð kl. 20. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Meistaramir jöfnuðu metinr Meistarar Chicago jöfnuðu, 1:1, í baráttuna við New York í 2. umferð úrslitakeppni austurdeild- ar í NBA-deildinni Gunnar með 86:78 sigri í Valgeirsson fyrrinótt. Lið New skrifar frá York vann fyrsta ieik Bandarikjunum liðanna í Chicago fyrr í vikunni, 94:89, og var það í fyrsta skipta í rúmlega fimm ár, eða síðan í mars 1987, sem það gerðist. Patrick Ewing átti stórleik fyrir New York í fyrri leiknum og gerði 28 af 30 stigum sínum í síðari hálf- leik. Auk þess sem hann átti 16 frá- köst. New York var yfir í hálfleik 46:38. Michael Jordan gerði aðeins 4 stig í fyrri hálfleik, en náði sér á strik í þeim síðari og gerði þá 27 stig en það dugði ekki til. Heimamenn höfðu svo ávallt for- ystu í öðrum leiknum, en New York náði reyndar að minnka muninn í eitt stig, 79:78, þegar tvær mín. voru eftir en Chicago gerði sjö síð- ustu stigin. Jordan var stigahæstur með 27 stig en þar af gerði hann 17 í fyrsta leikhluta, þar af 15 í röð. Portland er komið í 2:0 gegn Phoenix. Báðir leikirnir voru æsi- spennandi, sérstaklega sá fyrri en honum lauk 113:111. Bakvörðurinn Terry Porter var stigahæstur í iiði Portland með 31 stig, þar af sigur- stigin í lokin. Kevin Johnsson var stigahæstur í liði Phoenix með 24 stig. Seinni leikurinn, en báðir fóru þeir fram í Portland, fór 126:119. Heimaliðið náði 19 stiga forystu í fyrri hálfleik, en Phoenix minnkaði muninn í 4 stig er 2 mín. voru eft- ir. Clyde Drexler var stigahæstur með 27 stig hjá Portland. Sá elsti í stuði Elsti leikmaður NBA-deildarinn- ar, Robert Parish hjá Boston var í miklu stuði þegar Boston sigraði Cleveland á útivelli á þriðjudag og jafnaði þar með 1:1 í viðureign lið- anna í átta liða úrslitum. Parish skoraði 27 stig í leiknum og sýndi að þó menn séu 38 ára gamlir geta þeir staðið fyrir sínu í NBA-deild- inni. Boston á næstu tvo leiki heima. „Magic“ Johnson er svekktur þessa dagana vegna ummæla um að hann verði ekki með á Ólympíu- leikunum. NBC sjónvarsstöðin, sem hann vinnur fyrir, sagði á dögunum að hann yrði ekki með og um helg- ina sagði forseti Alþjóða ólympíu- nefndarinnar, Juan Antonio Samar-. ' anch, að hann teldi mjög ólíklegt að „Magic“ yrði með. „Eg er orðinn þreyttur á þessu tali og ég skil ekki hvað Samaranch er að tjá sig um svona hluti. Allir sem Tópasi geta valdiö ættu að taka þátt f Tópas hjólaleiknum. Nældu þér í þátttökublað á næsta sölustað Tópas og þú átt möguleika á að IBil » ' hljóta glæsilegt DBS reiðhjól í sumarglaðning. Gangi þér vel og gleðilegt hjólasumar. Glæsilegir vinningar: 12 DBS reiðhjól. 50 Britax hjólreiðahjálmar. i 100 Tópasbolir. Skilafrestur er til 23. maí 1992.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.