Morgunblaðið - 09.05.1992, Síða 52

Morgunblaðið - 09.05.1992, Síða 52
110RGUNBLAD1D, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVlK SÍMl 691100. SlMBRÉF 691181, PÓSTllÓLF 15S5 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Einn tilboðsmark- aður með hlutabréf opnar eftir helgi RÁÐGERT er að samræmdur tilboðsmarkaður með hlutabréf hefji starfsemi eftir helgina. Oll verðbréfafyrirtækin sem stundað hafa viðskipti með hlutabréf eiga aðild að markaðnum og hætta þau að skrá verð hlutabréfa hvert um sig. Ein skráning á kaup- og sölu- verði hlutabréfa tekur við, auk upplýsinga um magn viðskipta með hlutabréf í einstökum félögum. Markaðurinn á að heita Opni til- boðsmarkaðurinn (OTM) og eiga sex fyrirtæki sem haft hafa með höndum viðskipti með hlutabréf aðild að honum, Verðbréfamarkað- ur íslandsbanka, Kaupþing, Lands- bréf, Handsal, Verðbréfaviðskipti Samvinnubankans og Verðbréfa- markaður Fjárfestingarfélagsins. í samkomulagi sem fyrirtækin gera með sér skuldbinda þau sig til að tilkynna þinginu um öll viðskipti með hlutabréf, sem eiga sér stað utan þess. Birt er hæsta kauptilboð og lægsta sölutilboð f hlutabréf og hve mikið hlutafé skiptir um eig- endur. Miðað er við tilboð að lág- marki 200 þúsund krónur, en reiknað með að verðbréfafyrirtæk- in sjái um viðskipti fyrir smærri fjárhæðir. Gengið verður birt f dagblöðum auk þess sem mögulegt er að þetta fari inn í textavarp sjónvarps og á gagnanet þannig að hægt verður að fylgjast með markaðnum í gegnum tölvur. Skilyrði til þess að fyrirtæki geti skráð hlutafé á Opna tilboðs- markaðnum eru ekki önnur en þau að engar hömlur séu lagðar á við- skipti með viðkomandi hlutabréf og að ársreikningur fyrirtækisins sé öllum aðgengilegur og undirrit- aður af löggiltum endurskoðanda. BORGIN FÆR SUMARSVIP Morgunblaöið/Júlfus Olíufélögin hækka bensínverö um 4-5% Mestu munar 20 aurum á lítrann OLÍUFÉLÖGIN þrjú, Olíufélagið Skeljungur hf., Olíuverslun íslands hf. og Olíuféiagið hf., hækka öll bensínverð sín í dag og nemur hækk- unin á bilinu frá tæpum 4% upp í 5%. Mesta hækkunin verður á 92 oktana blýlausu bensíni eða um 5% en minnst verður hækkunin á 95 oktana súper-bensíni eða tæp 4%. Útsöluverð er áfram svipað hjá öllum félögunum, munar mest 20 aurum á lítra. Að sögn forráða- manna olíufélaganna er um að ræða hækkanir vegna hækkana á heimsmarkaðsverði á olíuvörum og að hækkunarþörfin nú sé ívið meiri en nemur þessum prósentutölum. Þeir neita samráði. Skeljungur hækkar verð sitt sem hér segir 92 oktana bensfn fer úr 55,10 krónum lítrinn í 57,90 krón- ur sem er hækkun um 5,1%. 95 oktana bensín hækkar úr 58,80 krónum í 61 krónu eða um 3,7% og 98 oktana bensín hækkar úr 62 krónum í 64,80 eða um 4,5%. Hjá Olís hækkar 92 oktana bensín úr 55,10 krónum f 57,80. 95 okt- ana bensín hækkar úr 57,70 krón- um f 61,20 krónur og 98 oktana bensfn hækkar úr 62 krónum og í 64,80 krónur. Hjá Olíufélaginu hækkar 92 oktana bensfn úr 55,10 krónum í 57,70 krónur. 95 oktana bensín hækkar úr 58,70 krónum og í 61,20 krónur og 98 oktana — bensín hækkar úr 62,10 krónum 92 oktana bensíni. Hvað varðar það atriði að öll félogin hækka sín verð á mjög svipuðum nótum bendir Kristján á að Olfs og Olíufélagið kaupa bæði sínar olíuvörur af Stat- oil f Noregi á sama verði. Hann nefnir einnig að um árstíðabundna verðsveiflu sé að ræða á heims- markaði og það gerist ávallt á vor- in að bensínverð hækki á heims- markaði. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða hf.: Undirbúningur hafinn að áætl- og í 64,60 krónur. Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs segir að þessar hækkan- ir séu fyrst og fremst tilkomnar vegna hækkana á heimsmarkaðs- verði að undanfömu en verðið þar hafi stigið mjög mikið á síðustu tveimur vikum. „Með nýfengnu frelsi í innkaupum á olfuvörum hefur það gerst að við fáum farma örar inn í landið en áður og því má búast við örari verðbreyting- um,“ segir Kristinn. Hann neitar því að samráð hafí verið haft um verðhækkanir nú og bendir á að þrátt fyrir þessar hækkanir sé bensínverð enn mun lægra hérlend- is en það var f lok desember á sfð- asta ári. Sem dæmi má nefna að þá kostaði 92 oktana bensín 59,40 krónur lítrinn. Kristján B. ólafsson fjármála- stjóri hjá Olís segir að hækkunar- þörfín hafí f raun verið meiri en nemur þessum hækkunum eða um 30 aurum meiri á hvern lítra af anaflugi milli borga í Evrópu Þurfum að gjörbreyta kj arasamningum okkar til að ná árangri FLUGLEIÐIR hafa nú í undirbúningi að hefja áætlanaflug milli borga í Evrópu á næsta ári og hafa ráðið erlenda ráðgjafa til að vinna að stefnumótum varðandi framtíðarskipan Evrópuflugmála hjá félaginu. Er stefnt að því að niðurstöður liggi fyrir ekki síðar en 1. september nk. um hvort og að hve miklu leyti farið verði í samvinnu við önnur flugfélög og til hvaða staða eigi að fljúga innan Evrópu. Þá þarf félagið að taka ákvörðun um það í sumar hvort þriðja Boeing 757-vél- in sem losnar úr leigu á næsta ári verði tekin í notkun eða leitað verði að leigu fyrir hana áfram. Að sögn Sigurðar Helgasonar, for- stjóra Flugleiða, eru núverandi kjarasamningar við áhafnir einn stærsti þröskuldurinn í vegi fyrir því að bæta inn véluin og fara inn á nýja markaði en verið er að vinna að þeim máluin. „Við fögnum mjög samkomulagi um Evrópska efnahagssvæðið og vonumst til þess að það taki gildi strax á næsta ári. Þá ættum við að eiga möguleika á að fljúga meira innan Evrópu, sérstaklega að vetri til,“ segir Sigurður. Hann segir að áhugi sé fyrir þvf að halda uppi tíðni til Þýskalands allt árið en það verði ekki gert með beinu flugi milli íslands og Þýskalands heldur með því að stoppa á leiðinni og taka upp farþega. Komið gæti til greina að fljúga t.d. á milli Glasgow og Frankfurt, Newcastle og Brussel, Manchester og Lúxem- borgar, Kaupmannahafnar og Ber- lfnar eða Gautaborgar og Salzburg. Varðandi samvinnu við önnur flug- félög komi til greina félög eins og Lufthansa, KLM, SAS og British Airways. Þegar hafa átt sér stað viðræður milli Svissair og Flug- leiða um flug milli Glasgow og Ziirich og hefur komið fram áhugi af hálfu Svissair um samvinnu. Sigurður segir hins vegar að til að unnt sé að ná árangri í flugi innan Evrópu þurfi að gjörbreyta kjarasamningum við áhafnir. „Það er ákveðinn starfsaldurslisti í gildi milli flugmanna og Flugleiða og ýmis önnur ákvæði í samningum við áhafnir sem við þurfum að breyta til að geta aðlagast þessum nýju markaðstækifærum sem eru að opnast í Evrópu. Það er mjög erfitt fyrir lítið flugfélag að vera með þijár tegundir flugvéla og þurfa sffellt að vera þjálfa flug- menn milli tegunda ef verið er að bæta inn einni og einni vél. Ef þriðja Boeing 757 vélin verður tek- in í notkun þarf að þjálfa miklu fleiri flugmenn en þarf á hana. Ef við myndum ráða 15 nýja flugmenn þyrftum við að þjálfa 50-60 flug- menn milli tegunda. Kostnaðurinn af þeirri þjálfun yrði 1-1,5 milljón króna á hvem flugmann." Núver- andi kjarasamningar væru einn stærsti þröskuldurinn f vegi fyrir því að fara inn á nýja markaði. Sjá viðtal við Sigurð á bls 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.