Morgunblaðið - 24.05.1992, Side 2

Morgunblaðið - 24.05.1992, Side 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 Með varðskipi til fermingar í Mjóafirði var eitt barn fermt í ár. Þangað eru erfið- ar samgöngur landleiðina yfir vetrartímann og því var leitað aðstoðar Landhelgis- gæslunnar til að flytja prest, organista, kirkjukór og ættingja og vini ferming- arbarnsins frá Norðfirði. Fermingar- barn, Elfrið Ida Björns- dóttir, og greinarhöf- undur við upphaf ferm- ingar í Mjóa- fjarðarkirkju annan daga páska. Horft til Mjóafjarðar af þyrlupalli Ægis. Komið að landi í Mjóafirði. eftir séro Þórhall Heimisson ÞAÐ VAR komið suðaustan rok þegar varðskipið Ægir lagðist að bryggju í Neskaup- stað nokkru fyrir hádegi að morgni annars í páskum nú fyrir skömmu. Ekki hafði landgangan fyrr snert bryggj- una en hópur prúðbúinna karla og kvenna þustu um borð, þar á meðal sá er þetta skrifar með ársgamla dóttur sína í fanginu. Aðrir í hópnum voru reyndar ekki farangurs- lausir. Einn hélt á ferðatösku þar sem hempa og kragi prest voru geymd, annar rogaðist með bamvagn, þriðji hélt þéttingsfast utan um nótna- blöð og bækur. Svo vora þarna nokkrir kokkar, ábúð- armiklir í fasi, er hlóðu kræs- ingum um borð, ættuðum frá Hótel Egilsbúð í Neskaupstað. Hópurinn skundaði undan slyddunni og rokinu yfir þyrlupall varðskipsins og inn í hiýjuna þar sem brosandi sjóliðar vísuðu mönnum til sætis setu- stofu varðskipsins. Hinir hraust- ari í hópnum drifu sig reyndar upp í brú til þess að fylgjast með orustu Ægis við Ægi konung. Síðan var festum kastað og lagt af stað út f sortann. Ferð- inni var heitið til Mjóafjarðar til fermingar. Mjóifjörður teygir sig inn í landið milli Norðfjarðar og Seyðisfjarðar. Þangað eru erfiðar samgöngur landleiðina yfir vetr- artímann en þess betri af sjó, enda ekki nema þriggja stundar- fjórðunga sigling með varðskip- inu frá Neskaupstað til Mjóa- fjarðar. í hópnum, sem nú fékk að finna fyrir þungum hrömmum hafsins, var kór Norðfjarðar- kirkju og prestur, sr. Ingileif Malmberg, greinarhöfundur, sem er eiginmaður prestsins, organ- isti kirkjunnar, Ágúst Ármann Þorláksson, ættingjar og vinir fermingarbarnsins, auk fyrr- nefndra kokka. Já, fermingar- bamsins, en ekki bamanna, því í ár var eitt bam fermt í Mjóa- fírði. Reyndar var það Ijúf skylda greinarhöfundar að ferma barnið er beið spennt heima á Sólbrekku í Mjóafirði eftir komu varðskips- ins. Því þannig háttar til í Norð- fjarðarprestakalli að prestmak- inn er prestvígður og leysti af konu sína í barnseignarfríi henn- ar fram í desember á síðasta ári. Fermingarbörnunum hefur undirritaður haldið áfram að kenna sér til gleði eftir að afleys- ingunni lauk. Mjóafjarðarkirkja og Norð- fjarðarkirkja em báðar hluti af Norðfjarðarprestakalli. í Mjóa- firði var áður mikil byggð, allt að 400 manns, og þaðan voru meðal annars stundaðar um- fangsmiklar hvalveiðar, eins og reyndar einnig frá öðrum fjörðum kringum Norðíjörð. Nú eru íbúar í Mjóafírði 38 á 9 bæjum. Fjörð- urinn sjálfur er langur og mjór, girtur háum fjöllum. Þegar Norðfjarðarklerkur messar í Mjóafjarðarkirkju kem- ur kór kirkjunnar á Norðfirði með. Á því var nú engin undan- tekning. Fermingarbarnið, Elfrið Ida Bjömsdóttir, hefur komið einu sinni í viku til fundar við greindarhöfund í prestssetrinu í Neskaupstað, þar sem innihald fermingarinnar hefur verið krufíð til mergjar. Hún sigldi með póst- bátnum milli fjarðanna og notaði ferðina til þess að sækja tíma í tónskóla Neskaupstaðar. Fáir prestar njóta slíkra forréttinda, að geta setið og spjallað við fermingarbam vetrarins í ró og næði eins og undirritaður hefur fengið i vetur. Enda fór svo að hún fræddi fræðarann um fjöll og dali, dýr og plöntur, í stuttu máli allt það sem Austurland fel- ur í sér af náttúrufegurð og dýrð. Ekki var laust við að sumum væri nóg boðið þegar varðskipið beygði fyrir Nípuna og inn í Mjóafjörð. Nípan er ókleift fugla- bjarg, austasti hluti fjallgarðsins er skilur firðina tvo að. Þar er ætíð slæmt í sjó að sögn sæfar- enda. Nú vom lætin í verra lagi vegna illviðrisins er geisaði allt um kring. Til er einstigi er liggur milli fjarðanna um klettabelti Nípunnar. Heitir það Farið og er ekki ætlandi nema hraustustu mönnum að fara og það að sum- arlagi. Liggur Farið frá fjarðar- botni eins og græn rák, upp í hæstu belti Nípunnar, og þaðan aftur niður í byggð. Til forna var leiðin betri, nú hefur hmnið mik- ið úr henni. Mátti grilla í Farið úr brúnni á Ægi. Hæsti tindur Norðfjarðarnípunnar hvarf aftur á móti í kófinu og illilegur hamar- inn glotti framan í varðskipið sem virtist eins og leikfang í klónum á risunum tveimur, klettahamrin- um og öskrandi hafinu. En skip- herra Ægis, Ólafur Valur Sigurðsson, lét sér óveðrið í léttu rúmi liggja og undir öruggri stjórn hans sigldi varðskipið tígu- lega inn á lygnan hafflötinn milli fjallahringsins í Mjóafirði. Eflaust hefur honum þótt þetta hið besta veður, að minnsta kosti fundu fermingargestimir að þeir voru í hinum traustustu höndum. Þegar í land var komið biðu Mjófirðingar eftir ferðalöngunum á stórum og miklum íjallabílum er fluttu alla í Mjóafjarðarkirkju er stendur við þorpið. Sjálf kirkj- an er í raun alger dýrgripur, fagurlega við haldið og af miklum kærleika, byggð í íslenskum stíl. Kirkjan á reyndar 100 ára af- mæli nú í sumar og verður þá mikil hátíð haldin af því tilefni. Dreif nú að kirkjugesti af flest- um bæjum og þegar kirkjuklukk- umar boðuðu upphaf messu- gjörðar, í kapp við hvininn í rok- inu, var hver bekkur í þessu fal- lega guðshúsi þétt setinn. Þegar fermingarathöfninni lauk buðu foreldar Elfriðar Idu öllum kirkjugestum, presti, kór og organista til veislu. Sú veisla var ekki af verri endanum, kalt borð og kaffíhlaðborð að því loknu. Það var því sæll, mettur og glaður hópur er steig á skipsfjöl um klukkan 6 og hélt áleiðis til Norðfjarðar. Töluvert hafði bætt í veðrið en heimamenn létu það ekki á sig fá heldur fylgdu okkur til skips þar sem enn tóku á Norðfjarðarkirkju um borð í Ægi. móti okkur hjálpsamir starfs- menn Landhelgisgæslunnar. Þeir höfðu reyndar notað daginn til æfinga og höfðu veislugestir séð til kafara er skutust upp úr brim- inu og syntu kringum Ægi eins og sólbaðsdýrkendur á suðrænni strönd. Það var reyndar samdóma álit allra hversu þarft og nauðsynlegt starf Landhelgisgæslan vinnur í kyrrþey hringinn í kringum land- ið. Það er gott að vita af þessum rólegu og vingjarnlegu köppum í grennd við dreifðar byggðir og varasöm mið. Eins og einhver Mjófirðingur sagði, þá vakti nær- vera varðskipsins öryggiskennd sem fáir aðrir geta veitt, ef nokkrir. Um daginn hafði enn hert í vindinn og nú leið óreyndum landkrabba eins og hann væri í rússíbana á meðan varðskipið ýmist stökk hæð sína í loft upp eða steypti sér niður í öldudali. Einn farþeganna lét sér velting- inn í léttu rúmi liggja. Það var dóttir greinarhöfundar sem eflaust hefur liðið eins og í vagn- inum sínum á göngu með pabba og mömmu á sólríkum degi. Þgar í höfnina í Neskaupstað var komið kvöddust sæfarar og ferðalangar með kurt og héldu starfsmenn varðskipsins til gæsl- ustarfa fyrir Austurlandi, en aðr- ir til síns heima. Dagur var að kveldi kominn og páskahátíðin á enda í þetta sinn. Höfundur cr fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar á Austurlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.