Morgunblaðið - 24.05.1992, Qupperneq 10
10 c
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992
eftir Ellý Vilhjálms
Magnús Blöndal Jóhannsson er mörgum
að góðu kunnur, en þó einkum þeim sem láta sig
tónlist varða. Hann vakti einna mesta athygli á
sjötta áratugnum er hann var í röð fremstu nútím-
askálda á Islandi. Þótt Magnús væri fæddur inn
í allsnægtir og gatan til framtíðar virtist greið
hefur hann ekki farið varhluta af hretum mann-
lífsins og böli þessa heims.
vareinu
ftir hefðbundið tónlist-
’ amám hérlendis hélt
hann út í hinn stóra
™ héim, til Bandaríkjanna
nánar tiltekið og stund-
aði tónlistarnám við
Juilliard School of
Music í New York Qg sóttist námið
ve). Honurn fannst stórborgin hejll-
andi og árin þar telur hann sín a|lra
bestú ár. í eftirfarandi sgmtali við
Morgunblaðið segir Magnús frá
sjálfum sér og lífshlaupi sínu í
meðbyr og mótbyr.
„Líf mitt hófst norður á Langa-
nesi þar sem ég fæddist árið 1925.
Faðir minn byggði geysistórt og
veglegt hús á Skálum og kallaði
það Sólbakka. Þetta var sannkallað
menningarheimili. Á Skálum var
ég til fimm ára aldurs. Faðir minn
Jóhann Metúsalem Kristjánsson og
var fæddur í Skoruvík á Langa-
nesi. Hann var afar framfarasinn-
aður maður sem meðal annars sést
á því, að hann byggði eitt fyrsta
frystihúsið á landinu, og fékk bróð-
ur sinn í lið með sér við það verk.
Eftir að við fluttum til Reykjavíkur
stundaði faðir minn viðskipti ýmiss
konar.
I móðurætt minni var fólk með
góða hæfileika á tónlistarsviðinu
og móðuramma mín, Guðríður Ól-
afsdóttir Hjaltested, kenndi á píanó.
Móðir mín var ættuð austan af
Héraði og hét Þorgerður Magnús-
dóttir, dóttir Magnúsar Blöndals
Jónssonar prests í Vallanesi, en
hann var bróðir Bjarna frá Vogi.“
Eftir þessu að dæma hefur
Magnús erft tónlistargáfuna frá
móðurfólki sínu. En hvenær hefst
tónlistamámið?
„Ég var kornungur, rúmlega
þriggja ára þegar ég byijaði að
spila á píanó. Sigurður Thoroddsen
verkfræðingur var um tíma hjá föð-
ur mínum vegna uppsetningar
tækja í frystihúsinu, og í endur-
minningum sínum minnist hann á
píanóleik minn, og telur mig hafa
verið hálfgert undrabarn. Mér er
sagt að ég hafi spilað af fingrum
fram allt sem ég heyrði. Móður-
amma mín kallaði mig alltaf Litla
Lizt, svo eitthvað hefur hún heyrt
bitastætt hjá mér.“
Snemma beygist krókurinn, eins
og sagt er, því Magnús var ekki
nema sex ára þegar hann fór að
semja lög. En hann heldur áfram.
„Eg var átta ára þegar ég hóf
píanónám hjá Helgu Laxness og tíu
ára gamall fór ég í Tónlistarskól-
ann, sá yngsti sem þangað hafði
lagt leið sína. Það sama ár kom ég
fyrst opinberlega fram. Ég man
meira að segja hvað ég spiiaði í
þessari í'rumraup rninpi, sem fór
fram á einhverrí skemmtun í Gúttó
í Reykjavík, en það var hlpti TWítgl-
skinssónötunnar eftir Beethoyep:
„Ég var einbirni, en þótt dekrað
væri við mig á alla kanta hlaut ég
strangt uppeldi og var undir geysi-
legum aga. Ég mátti til dæmis ekki
vera úti á kvöldin eins og hinir
krakkarnir. Ég fór í Landakots-
skóla og þaðan í undirbúningsdeild
Menntaskólans í Reykjavík serp þá
var til húsa í gamla Stýrimanpaskó-
lanum á Öldugötu."
Tónlistaráhuginn vaknar fyrir
alvöru
Hvað varð þess valdandi að þú
ákveður að halda út í heim til tón-
listarnáms?
„Það er nú erfitt að gera ná-
kvæma grein fyrir því, en svo mik-
ið er víst að einhverju sinni þegar
ég var að hlusta á fallegt verk eft-
ir Tjajkovskíj vaknaði þessi mikli
áhugi fyrir tónlist og píanóleik. En
auðvitað var ég alinn upp við tón-
list og tónlistin var hluti af lífi mínu.
Eftir þessa uppljómun, eða hvað
sem það var, tók ég þá ákvörðun
að fara til Bandaríkjanna, og fékk
inngöngu í Juilliard School of Music
í New York. Þar hafði ég afbragðs
kennara, Carl Friedberg, en hann
var einn af aðalkennurunum í Juill-
iard. Jafnhliða píanóleik lagði ég
stund á hljómsveitarstjórn samhlíða
skyldugreinunum."
í New York var ég í átta ár, og
fimm af þeim var ég í Juilliard. Ég
hafði engan áhuga á að koma heim
aftur því mér líkaði ákaflega vel
við New York. Hún var háborg tón-
listarinnar á þessum tíma og er það
kannski ennþá. Raunar er allt það
besta í listum að finna í New York.
Mannlífið þar hafði geysilega sterk
og mikil áhrif á mig. Og raunar tel
ég New York minn annan fæðingar-
stað, því þar öðlaðist ég þroska á
sviði tónlistarinnar, og mér þykir
ákaflega vænt um borgina."
Rætt við
Magnús
Blöndal Jó-
hannsson um
lífið og tilver-
una í meðbyr
og mótbyr
Skin og skúrir
Við víkjum nú yfir í aðra sálma:
Hvernig var einkalífi Magnúsar
háttað á þessum árum?
„Vissulega átti ég mitt einkalíf.
Ég hef átt þrjár eiginkonur um
dagana. Fyrsta konan mín hét
Bryndís Siguijónsdóttir. Margir ís-
lendingar kannast við hana vegna
þess að hún stjórnaði Óskalaga-
þætti sjúklinga í Útvarpinu, en sá
þáttur var geysilega vinsæll. Hon-
um stjórnaði hún til dauðadags. Við
Bryndís vorum trúlofuð þegar ég
hélt til Bandaríkjanna en hún kom
út nokkrum mánuðum á eftir mér
og í Bandaríkjunum giftum við okk-
ur. Bryndís stundaði nám við Col-
umbia-háskólann í New York þar
sem hún lagði stund á sálfræði og
enskar bókmenntir samhliða
frönsku. Við eignuðumst tvo syni,
Jóhann Magnús og Kristján Þor-
geir. Þeir eru báðir flugmenn, Jó-
hann hjá þýsku flugfélagi en Þor-
geir vinnur hjá Flugleiðum.
Bryndís lést þegar hún var aðeins
þijátíu og fjögurra ára gömul. Það
var krabbamein sem lagði hana að
velli. Þetta var óskaplegt áfall og
erfiður tími sem á eftir kom. En
sem betur fer læknar tíminn mörg
sár, að minnst kosti hverfur mesti
sviðinn þó grunnt geti verið á sárs-
aukanum. Góður vinur minn, Jón
Leifs, sagði mér að það tæki mig
fimm ár að komast yfir sorgina.
Hann reyndist sannspár. En fyrst
ég nefni Jón Leifs langar mig að
það komi hér fram, að hann studdi
mig ætíð ákaflega vel og dyggi-
lega. Og raunar má segja að hann
hafi reynst mér best allra sem ég
hef kynnst. Jón Leifs er einhver sú
besta og merkilegasta manneskja
sem ég hef fyrir hitt á lífsleiðinni.
Hann var stórbrotið tónskáld og
listamaður og í mínum huga ber
hann manna hæst hvað varðar ís-
lenska tónsköpun. Þar fyrir utan
hafði maðurinn til að bera sérstaka
persónutöfra og í bijósti hans
bjuggu sannar og hreinar mannleg-
ar tilfinningar, og ég mat hann
ekki síður fyrir það.“
Magnúsi verður mikið niðri fyrir
þegar hann minnist þessa vinar
síns, sem hann gprir með söknuði.
„En svo ég haldi nú áfram þar
sem frá var horfið þá fann ég mér
annan lífsförunaut, Kristínu Svein-
bjömsdóttur. Það var nú svo undar-
legt með það, að hún vildi endilega
taka að sér stjórn Oskalagaþáttar
sjúklinga. Ég var því ákaflega mót-
fallinn og var hálf leiður út í hana
fyrir þessa ákvörðun. En henni varð
ekki haggað og fór sínu fram. Við-
skildum eftir nokkurra ára hjóna-
band. Saman eigum við tvítugan
son, Marinó Má. Eg ætla að geyma
þar til síðar að segja frá þriðju eig-
inkonu minni.“
Haldið á heimaslóðir
„Ég kom heim frá Bandaríkjun-
um árið 1954 og ætlaði að stansa
stutt, en það fór nú á annan veg.
Ég fékk starf hjá Ríkisútvarpinu
og nokkru seinna tók ég til við að
leika undir hjá ballettflokknum í
Þjóðleikhúsinu. Þar voru meðal ann-
arra nemenda Bryndís Schram og
Helgi Tómasson. I framhaldi af því
tók ég svo að mér hljómsveitar-
stjóm bæði í ópemm og söngleikj-
um, stjómaði uppfærslu á Stöðvið
heiminn og síðan komu fleiri verk,
svo sem O, þetta indæla stríð, Ma-
rasat, Járnhausinn, Fiðlarinn á þak-
inu og að endingu varð ég að taka
við hljómsveitarstjórn í Brúðkaupi
Figaros, því sá sem hafði það verk
með höndum, útlendingur, stökk
burtu af landinu.
Þó svo að hljómsveitarstjóm ætti
vel við mig var ég alveg pikkandi
nervus fyrir hveija einustu sýningu.
Ég man til dæmis, að þegar ég
vann við Fiðlarann á þakinu, sem
var sýndur nítíu og sex sinnum, fór
ég upp á svið fyrir hveija einustu
sýningu og gekk nokkra hringi. Á
þessum gönguferðum bað ég guð í
einlægni um áð sýningin yrði öllum
til sóma og að allt gengi vel. Raún-
ar gerði Róbert Arnfinnsson, sem
lék aðalhlutverkið, nákvæmlega
það sema, gekk hring eftir hring
þótt ekki viti ég hvort hann var í
sömu erindagjörðum og ég. En um
leið og ég kom niður í;hljómsveitar-
gryfjuna og komst í samband vjð
fólkið hvarf öll þessi taugaveiklun.
Þá komst ekkert annað að en tón-
listin og verkið og þar með varð
andinn laus og lék sér.
Nú, ég hafði unnið í Þjóðleikhús-
inu með ágætum árangri, og rætt
var um áframhaldandi vinnu þar.
Guðlaugur Rósinkrans þjóðleikhús-
stjóri hringdi í mig og spurði hvort
ég vildi ekki taka að mér upp-
færslu á söngleiknum Kabarett,
sem ég vildi auðvitað gera. Síðan
beið ég bara rólegur eftir kallinu.
ÖIl okkar viðskipti voru ævinlega
munnleg og ég hafði enga ástæðu
til að tortryggja hann á neinn hátt.
Þegar svona verk eru í undirbún-
ingi er alltaf haldinn fundur með
leikstjóra og hljómsveitarstjóra til
að skipuleggja æfingar og skipa í
hlutverk. En aldrei kom fundarboð-
ið. Síðan las ég í blöðunum að leik-
stjórinn væri kominn, svo ég hringdi
í þjóðleikhússtjóra. „Nei, heyrðu,
Magnús. Ég er búinn að fá ann-
ann!“, segir hann, stutt og laggott.
Þá hafði hann fengið Garðar Cort-
es, komungan mann nýkominn frá
námi í Englandi. Og ekki sagt orð
við mig. Þetta féll mér afar illa.
Þetta var sárt. Þar með lauk starfi
mínu í Þjóðleikhúsinu. Ég fór til
Vínar eftir þetta áfall og var í hálf-
gerðu taugasjokki, sem var ef til
vill kveikjan að áfengisneyslu. Ég
féll gjörsamlega saman. Mér fannst
þetta svo ranglát framkoma við
mig.“
Elektrónískar tónsmíðar
Magnúss stofnaði á sínum tíma,
ásamt fleiri tónlistarmönnum, tón-
listarfélagið Musica Nova, sem
hafði þann tilgang að kynna nýja
tónlist og nýja tónlistarmenn fyrir
íslendingum: „Þetta framtak átti
ekki alls staðar upp á pallborðið