Morgunblaðið - 24.05.1992, Síða 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992
MYNDLIST/Tfew) verbur bobib uppá?
Myndlist á
Listahátíð
ÞAÐ ER ákveðið vormerki í höfuðborginni, þegar listahátíð er í
nánd. Listahátið í Reykjavík 1992 nálgast óðum, og ber dagskrá-
in með sér að mikið verður um að vera, eins og endranær. Tón-
list og leiklist skipa sem fyrr stóran sess á hátíðinni, en myndlist-
in mun einnig skarta fögrum rósum fyrir listunnendur. Opinberu
söfnin munu setja upp sýningar á sérstakri erlendri list, og önn-
ur söfn og sýningarstaðir munu einnig leggja sitt af mörkum til
þess að hér verði sannkölluð myndlistarveisla í næsta mánuði.
Hér er ætlunin að gera örlitla grein fyrir þeim myndlistarsýning-
um, sem settar verða upp í tilefni listahátiðar, svo að listunnend-
ur geti þegar farið að hlakka til.
ListahátíA - unnendur myndlistar fá næg verkefni í sumar.
Listasafn íslands opnar 30. maí
sýningu, sem fengin er að
láni frá því fjarlæga landi Jórd-
aníu, þ.e. úr Þjóðminjasafni þess
lands svo og úr einkasafni í höfuð-
borginni Amm-
an. Jórdanía er
ekki gamalt
þjóðríki á laga-
lega visu, en
liggur á svæði,
sem hefur verið
á krossgötum
menningarheima
alit frá því að
fyrstu menningarþjóðfélögin fóru
að rísa. Á sýningunni verða m.a.
sýndar mósaíkmyndir, sem voru
lagðar í gólf stórbygginga alltfrá
sjöttu öld og fram á þá áttundu.
Við upphaf þess tíma var ávæðið
hluti af hinu austrómverska ríki,
og þá menningararfleifð sem íbú-
amir byggðu á má rekja til tíma
Rómveija og hins hellenska menn-
ingarheims. Fylgjendur kenninga
Múhameðs spámanns lögðu síðan
undir sig þessi lönd, og menning-
in breyttist í samræmi við það.
Einnig verða sýndir búningar
og skartgripir sem tilheyra þeim
menningarheimi araba, sem
kenndur er við hirðingjalíf; þama
verður því líf merkurinnar komið
inn á gólf hjá íslendingum.
Kjarvalsstaðir bjóða upp á stóra
sýningu af verkum eftir katal-
ónska listamanninn Joan Miró,
sem ætti að gleðja böm á öllum
aldri og aðra þá, sem hafa varð-
veitt í sér bamssálina. Þessi verk
koma frá Maeght-safninu í París,
sem er mjög sérstök stofnun, sem
verður til í kringum garð skúlp-
túra og keramíkverkaj sem Miró
skapaði fyrir safnið. Á Kjarvals-
stöðum verða sýndar myndir frá
hendi listamannsins, en einnig
óvenjulegar höggmyndir, sem
færri hafa séð; hér gefst lands-
mönnum því tækifæri til að kynn-
ast alveg nýrri hlið á þessum sér-
stæða listamanni.
í austursal Kjarvalsstaða verð-
ur boðið upp á sýningu á verkum
eftir Jóhannes Kjarval úr einka-
safni Eyrúnar Guðmundsdóttur
og ijölskyldu hennar. Þó að verk
úr þessu safni hafi áður verið á
yfirlitssýningum á verkum Kjarv-
als, hefur þetta safn ekki áður
verið uppistaðan í sýningu á verk-
um listamannsins. Myndir Kjarv-
als er að finna víða um land; það
er gott að vita af þeim í góðum
höndum, og listunnendur þiggja
áreiðanlega með þökkum að fá
tækifæri til að kynnast betur einu
af þessum einkasöfnum.
Á Listahátíð verður að þessu
sinni haldin yfírlitssýning á verk-
um Hjörleifs Sigurðssonar, list-
málara, sem Félag íslenskra
myndlistarmanna og Norræna
húsið standa að í sameiningu, og
verður sýningin tvíþætt, haldin í
sölum beggja staðanna. Hjörleifur
var í hópi brautryðjenda modern-
ismans á íslandi í upphafi sjötta
áratugarins, og hefur tekið mik-
inn þátt í félagsstarfi myndlistar-
manna, auk þess að rita um mynd-
list og starfa að myndlistar-
fræðslu. Þetta verður án efa hin
áhugaverðasta sýning.
Aðrir sýningarstaðir í Reykja-
vík taka einnig þátt í Listahátíð
af fullum krafti:
Listasafn Siguijóns Olafssonar
mun setja upp sýningu á æsku-
teikningum listamannsins, en
einnig mun verða í gangi ákveðin
fjölskyldudagskrá í Laugarnesi
meðan Listahátíð stendur yfír.
í listasalnum Nýhöfn verður
hinn síungi Kristján Davíðsson
með málverkasýningu, og er nú
nokkuð um liðið síðan landsmenn
fengu síðast að njóta listar hans.
Gallerí Borg við Pósthússtræti
mun sýna verk gömlu meistanna,
bæði málverk og höggmyndir.
Fleiri erlendir myndlistarmenn
munu koma við sögu: Franski list-
amaðurinn Daniel Buren verður
sérstakur gestur Gallerís 11 og
Listasafns Islands í tilefni Lista-
hátíðar, og mun vinna útilistaverk
í miðborg Reykjavíkur á þessum
tíma. Buren hefur aflað sér heims-
frægðar á sviði hugmyndalistar
síðustu áratugina, og hefur skap-
að stórskemmtileg umhverfislista-
verk á ýmsum stöðum, t.d. við
endurvígslu Ateneum- safnsins í
Helsinki fyrir nokkrum árum.
Verður spennandi að sjá hvað
hann tekur sér fyrir hendur hér.
í Nýlistasafninum munu ungir
franskir myndlistarmenn, Michel
Vetjux og Francois Perradon,
ráða ríkjum, og verður án efa
sett þar upp skemmtileg sýning í
anda safnsins og þeirrar stöðugu
leitunar í listinni, sem þar hefur
löngum verið helsta keppikeflið.
Hollenska listakonan Nini Tang
mun leggja undir sig Gallerí Sæv-
ars Karls og vinna í það skemmti-
lega rými sem þar býðst, en hún
er íslendingum að góðu kunn af
fyrri sýningum og störfum hér á
landi.
Loks má nefna að í Hafnarborg,
lista- og menningarstofnun Hafn-
arfjarðar, verður haldin yfírlitssýn-
ing á verkum hjónanna Gests-og
Rúnu, sem lengi hafa sett sitt
mark á íslenskt myndlistarlíf.
Fleiri sýningar verða í gangi
víðs vegar um borgina, en hér
skal staðar numið í bili. Það má
vera ljóst, að sumarið hefur alla
burði til að verða gott myndlistar-
sumar; framboðið af góðri mynd-
list verður mikið, a.m.k. framan
af, og þá er bara að skipuleggja
tímann vel og fjölmenna á sýning-
arstaðina.
Gleðilega listahátíð!
eftir Eirík
Þorlóksson
Frá Heilsugæslustöðinni,
Grafarvogi,
Hverafold 1 -3
Skráning þeirra íbúa Grafarvogs, sem ætla að fá
heilsugæsluþjónustu á stöðinni er þegar hafin.
Hægt er að panta tíma til skráningar milli
kl. 08.00-17.00 alla virka daga.
Sími heilsugæslustöðvarinnar er 681060.
Heilsugæslustöðin tekur til starfa 3. júní nk.
Stjórn heilsugæsluumdæmis
Austurbæjar nyrðra.
TILBOÐ
ÓSKAST
í Ford Explorer XLT 4x4, árg. '91
(ekinn 7 þús. mílur) og aðrar bifreiðar er
verða sýndar á Grensásvegi 9
þriðjudaginn 26. maí kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
veit hvab átt hefur fyrr en misst hefur
A Imenningsbókasöfn í hættu
Bókasöfn Þau gegndu enn mikilvægara hlutverki fyrr á tímum þegar mennt-
un var ekki eins almenn.
ENGINN VEIT hvað átt hefur
fyrr en misst hefur. Við gleymum
oft hve mikið átak þurfti til að
byggja upp þá þjónustu sem
stendur okkur öllum jafnt til boða
og hve mikils virði hún hefur
verið fyrir allan almenning. Nú,
þegar við lítum á heilbrigðisþjón-
ustu, almennt skólakerfi og al-
menningssamgöngur sem sjálf-
sagða þjónustu velferðarríkisins,
er hætta á því að við gætum þess
ekki hve mikilvægt er að standa
vörð um hana. Og við tökum jafn-
vel ekki við okkur fyrr en um
seinan.
Einmitt það hefur gerst í Bret-
landi. Gott dæmi er ástand
almenningsbókasafna í landinu.
Þegar útlánabókasöfn voru sett á
stofn var þeim ætlað að tryggja að
. allir íbúar landsins,
óháð efnahagi
þeirra og þjóðfé-
lagsstöðu, hefðu
jafnan aðgang að
bókum. Bækur
voru þá — og eru
að miklu leyti enn
— einn mikilvæg-
asti lykillinn að
menntun og gefa fóki bæði tækifæri
til að víkka sjóndeildarhring sinn og
dýpka skilning sinn á veruleika sín-
um. Og bækur leyfa okkur líka
hverfa á vit ímyndunaraflsins og
gleyma þannig um stund angri
hversdagsleikans.
Bókasöfn í Bretlandi hafa á und-
anförnum áratugum sinnt þessu
hlutverki afskaplega vel. Þau hafa
verið eins og vin í eyðimörkinni fyr-
ir þá sem annars hefðu ekki átt
kost á neinni menntun eða haft tök
á því að lesa bækur. Fólk gat þann-
ig lesið eins og það lysti án þess að
hafa áhyggjur af pyngju sinni.
Á síðustu árum hefur harkalega
verið þrengt að bókasöfnum í land-
inu. Þau hafa ekki fengið nægilegt
fjármagn frá ríkinu, hvorki til bóka-
kaupa né til að halda húsnæði sínu
við, svo að nú er svo komið að þau
geta ekki sómasamlega gegnt því
hlutverki sem þeim er ætlað. Afleið-
ingamar af þessum niðurskuðarað-
gerðum ríkisins hafa einfaldlega
verið þær að sum bókasöfn hafa
annaðhvort drabbast niður eða lagt
upp laupana. Forráðamenn þeirra
bókasafna sem enn eru í gangi hafa
oft á tíðum neyðst til að skera niður
þann tíma sem söfnin eru opin vegna
skorts á rekstrarfé.
Það má til sanns vegar færa að
bókasöfn gegndu enn mikilvægara
hlutverki fyrr á tímum þegar mennt-
un var ekki eins almenn, og fjölmiðl-
ar gegndu ekki eins mikilvægu upp-
lýsingarhlutverki og þeir gera nú á
dögum. En samt er ljóst að dagblöð,
sjónvarp og útvarp geta ekki komið
í staðinn fyrir bækur. Og þá sérstak-
lega skáldverk. Lestur skáldverka
er hægt að líkja við (eins og rithöf-
undurinn A.S. Byatt gerði í grein
til verndar bókasöfnum) einkafund
lesandans og höfundarins og felur
því í sér náið samband milli þeirra.
Við köfum ofan í huga höfundarins
á allt annan hátt en við skoðum
hugarheim fjölskyldna okkar eða
vina. Enda staðhæfði Byatt í grein-
inni að hún teldi sig „þekkja George
Eliot betur en eiginmann sinn þar
sem hún hefði átt hlutdeild í innra
lífi hennar. Og það breytti lífí mínu.“
Það væri mikil hneisa ef allir —
jafnt þeir sem hafa efni á því að
kaupa bækur og hinir sem hafa það
ekki — hefðu ekki tækifæri til að
þroska sig og mennta og auðga
þannig líf sitt. Almenningsbókasöfn
eru auðvitað ekki eina forsenda þess
að almenningur geti menntað sig,
en þau eru nauðsynleg af því að þau
gefa okkur öllum sama tækifærið
til að kynnast öllum hliðum og rang-
ölum mannlegrar reynslu. Þess
vegna getum við ekki án þeirra verið.
eftir Guðrúnu
Nordal