Morgunblaðið - 26.05.1992, Qupperneq 4
X
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992
Áburðarflug Landgræðslunnar hafíð:
20. árið sem dreift
er úr Páli Sveinssyni
ÁBURÐARFLUG sumarsins á vegum Landgræðslu ríkisins hófst
frá Reykjavík í gær, en þá var byrjað að dreifa áburði á Reykja-
nesi úr áburðarflugvél Landgræðslunnar, Páli Sveinssyni. Er
þetta 20 sumarið sem áburði er dreift úr þessari tæplega 50 ára
gömlu Douglas C-47 flugvél, sem kölluð hefur verið „drottning
stélhjólsflugvélanna“. Alls verður dreift 56 tonnum af áburði og
fræi á Raykjanesi að þessu sinni, aðallega i nágrenni Stapans og
í Garðinum, en í hverri ferð er dreift fjórum tonnum.
Að sögn Stefáns H. Sigfússon-
ar, fulltrúa landgræðslustjóra
verður líklega dreift um 1.100
tonnum af áburði og fræi með
flugvélum Landgræðslunnar í
sumar, en það er svipað magn og
dreift var í fyrrasumar. Að loknu
verkefninu á Reykjanesi fer land-
græðsluflugvélin til aðalstöðva
Landgræðslu rikisins í Gunnars-
holti og dreifir áburði þaðan á
svæði innan girðinga landgræðsl-
unnar á Suðurlandi, aðallega á
Haukadalssvæðinu og í nágrenni
Þorlákshafnar. Upp úr miðjum
júní fer vélin til Sauðárkróks og
dreifir þaðan á Blöndusvæðið, en
síðan fer hún til Húsavíkur og
dreifir áburði innan landgræðslu-
girðinga í Þyngeyjarsýslum. Að
því verkefni loknu fer áburðar-
flugvélin síðan aftur í Gunnars-
holt og tekur upp þráðinn þar sem
frá var horfið.
Þrír flugstjórar frá Landhelgis-
gæslunni starfa á áburðarflugvél-
unum Páli Sveinssyni og TF-TÚN
yfir sumartímann, en auk þeirra
fljúga um 30 atvinnuflugmenn
Páli Sveinssyni í sjálfboðavinnu.
Morgunblaðið/RAX
Starfsmenn Landgræðslunnar ásamt flugstjórum við áburðarflugvélina Pál Sveinsson á Reykjavíkur-
flugvelli í gær, þegar áburðarflug sumarsins hófst. Á myndinni eru talið frá vinstri: Reynir Olafsson,
flugstjóri hjá Flugleiðum, Runólfur Sigurðsson, flugvélstjóri hjá Flugleiðum, Hafsteinn Heiðarsson,
flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, Stefán H. Sigfússon, fulltrúi iandgræðslustjóra, Davíð Hemstock,
flugvirki hjá Landgræðslunni, og Sverrir Þórólfsson, flugstjóri hjá Flugleiðum.
VEÐUR
Lungnaskiptaaðgerð í London:
ÍDAGkl. 12.
Heimitó: Veðurstofa ísianös
(Byggt á veðurspá kJ. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 19. MAÍ
YFIRLIT: Langt suður í hafi er 983 mb kyrrstæð lægð sem grynnist en
yfir Skandinavíu er 1.034 mb háþrýstisvæði.
SPÁ: Víðast gola en kaldi við suðurströndina. Skýjað og dálítil súld með
köflum suðaustanlands og með suðurströndinni, en léttskýjað annars
staðpr. Hlýtt verður í veðri.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suðvestlæg átt og fremur
hlýtt, einkum á Norður- og Austurlandi. Þurrt norðaustanlands en dálít-
il rigning í öðrum landshlutum.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
o o 0 Ö t
Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
r r r r r r r r Rigning * r * * / r * r Slydda * * * * * * * * Snjókoma V V Skúrir Slydduél * V Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
4ig->
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 igær)
Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú færir, undantekning er þó á Norð-
austurvegi (Sandvíkurheiði), þar er mikij aurbleyta og er því aðeins fær
fyrir jeppa og fjórhjóla drifna bíla. Einstaka vegakaflar eru þó ófærir svo
sem Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum, Hólssandur og öxarfjarðarheiði
á Norð-Austurlandi, Mjóafjarðaheiði á Austfjörðum. Lágheiði á Norður-
landi er lokuð vegna aurbleytu. Vegna aurbleytu eru sums staðar sér-
stakar öxulþungatakmarkanir á vegum og eru þær tilgreindar með merkj-
um við viðkomandi veg. Allir hálendisvegir landsins eru lokaöir vegna
aurbleytu og snjóa.
Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veöur
Akureyri 10 léttskýjað
Reykjavik Hmistur
Bergen 22 heiðskírt
Helsinki 18 léttskýjað
Kaupmannahöfn 18 léttskýjað
Narssarssuaq 2 slydda
Nuuk 0 skýjað
Ósló 26 iéttskýjað
Stokkhólmur 17 heiðskírt
Algarve 20 skýjað
Amsterdam 25 þrumuveður
Barcelona vantar
Berlin 21 heiðskirt
Chicago 9 alskýjað
Feneyjar 23 heiðskirt
Frankfurt 25 láttskýjað
v Glasgow 19 mistur
Hamborg 20 heiðskírt
London 26 léttskýjað
LosAngeles 19 alskýjað
Lúxemborg 20 skýjað
Madríd vantar
Malaga 23 skýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Montreal vantar
NewYork 16 alskýjað
Orlando 32 skýjað
Perís 17 þrumuveður
Madeíra vantar
Róm 19 rigning
Vín 19 heiðskírt
Washington 12 alskýjað
Winnipeg 15 skýjað
Aðgerðin gekk vel
- segir Margrét Sigtryggsdóttir eig-
inkona íslenska sjúkrahússprestsins
SKIPT var um lungu I íslenskri konu, Önnu Mary Snorradóttur, á
Harefield-sjúkrah’' 'nu í London aðfaranótt laugardags. Að sögn
— Margrétar Sigtryg^ Jóttur, eiginkonu Jóns Baldvinssonar sjúkrahúss-
prests, gekk aðgerðin mjög vel og vonuðust læknar til að geta tekið
Önnu Mary úr öndunarvél síðdegis í gær.
Anna Mary hefur beðið eftir
lungum á Brompton-sjúkrahúsinu í
London í um það bil ár. Tvisvar
sinnum hefur hún brugðist við út:
kalli vegna líffæra án árangurs. í
fyrra skiptið var ekki hægt að nálg-
ast líffærið vegna veðurs en í seinna
skiptið kom í ljós að lungað hentaði
ekki Önnu Mary.
Margrét Sigtryggsdóttir sagði að
aðgerðin, sem gerð var á Harefield-
sjúkrahúsinu í London, hefði gengið
mjög vel en alltaf liði nokkur tími
þangað til að í ljós kæmi hvort hún
hefði tekist að fullu. Hún sagði að
Anna Mary hefði verið látin sofa í
sólarhring eftir aðgerðina en á
sunnudagskvöldið hefði hún vaknað
og verið vel með á nótunum þó hún
gæti ekki talað.
Að sögn Margrétar vonuðust
læknar til að geta tekið Önnu Mary
úr öndunarvél síðdegis í gær. Hún
mun dveljast á Harefíeld-sjúkrahús-
inu næstu tvo mánuði að minnsta
kosti og trúlega verða á lyfjum alla
ævi til að koma í veg fyrir höfnun
nýju lungnanna. Að öðru leyti á hún
að geta lifað eðlilegu lífi.
Eiginmaður Önnu Mary hefur
verið með henni þann tíma sem hún
hefur beðið á Brompton-sjúkrahús-
inu og von var á systur hennar tii
London í gær. Önnur íslensk kona,
Halldóra Ingólfsdóttir, hefur beðið
eftir lungum í London frá því í
nóvember.
Stálu fjórum byss
um úr geymslum
TVEIR unglingspiltar stálu fjór-
um byssum og skotfærum úr
geymslum sem þeir brutust inn í
í fjölbýlishúsi við Engihjalla um
helgina. Lögreglan komst í málið
þegar sást til þeiira grafa eina
byssuna í jörðu. í framhaldi af
því var tilkynnt að fjórum byssum
hefði verið stolið úr geymslu í
Engihjalla. Talið er að piltarnir
hafi brotist inn í allt að 16 geymsl-
ur. Þeir komust i lykla að geymsl-
ugangi sem lágu hálfpartinn á
glámbekk auk þess sem sumar
geymslurnar voru illa læstar.
Að sögn Svanhvítar Ingólfsdóttur,
lögreglufulltrúa í Kópavogi, hafði
byssunum Qórum, 22. cal. riffli með
sjónauka, tvíhleyptri haglabyssu,
loftriffli og loftskammbyssu, verið
stolið úr sömu geymslunni. Piltarnir
höfðu náð í lykla að sameign sem
geymdir voru með öðrum óskilamun-
um í skáp í anddyri blokkarinnar.
Að sögn Svanhvítar reyndist þeim
svo afar létt að komast inn í geymsl-
umar enda var allur gangur á því
hversu vel var gengið frá læsingum.
í geymslunni þar sem byssúrnar
voru var dyrum læst en spjald vant-
aði yfir hurðina þannig að þar var
unnt að klifra yfir. Þótt skotfæri
væru ekki í þeirri geymslu fundust
þau í öðrum nálægum. Einnig höfðu
þeir haft hnífa á brott með sér. Svan-
hvít sagði sérstaklega mikilvægt
fyrir eigendur skotvopna að vanda
til geymslu þeirra enda gætu eigend-
ur verið kallaðir til ábyrgðar vegna
kæruleysislegrar geymslu skot-
vopna.
------» ♦ ♦-----
Gjaldþrot Stálvíkur:
Skuldir 400
millj. en eign-
ir 3,6 millj.
SKIPTUM er lokið í þrotabúi
skipasmíðastöðvarinnaer Stálvík-
ur hf., sem tekið var til gjaldþrot-
askipta í ágúst 1990.
Forgangskröfur námu tæplega
33,2 milljónum króna og það var
upp í þær sem eignir búsins, sem
reyndust 3,6 milljóna króna virði
runnu. Fyrir vikið greiddist 9,09%
af forgangskröfum. Upp í almennar
kröfur, sem námu 370,1 milljón
króna, auk vaxta og kostnaðar eftir
upphafsdag skipta, greiddist ekkert.
I
I
>
I
>
i
i
>
Í
J