Morgunblaðið - 26.05.1992, Síða 16

Morgunblaðið - 26.05.1992, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 ísland og Evrópa - Tveggja kosta völ Þriðja grein eftir Þorvald Gylfason I. Sjálfstæðisbarátta smáþjóða Nokkrar evrópskar smáþjóðir eru meðal áköfustu áhugamanna um eflingu Evrópubandalagsins, þar á meðal Skotar og Katalónar. „Skot- land í Evrópu“ er vígorð skozkra þjóðernissinna, og svipaða sögu er að segja frá Barselónu og nærsveit- um, heimkynnum Katalóna. Þessar þjóðir kvíða ekki afdrifum sínum í Evrópubandalaginu, heldur líta þær þvert á móti á bandalagið sem band- amann í baráttu þeirra fyrir auknu sjálfstæði gagnvart innlendum stjórnvöldum í London og Madrid. Aðild Breta að Evrópubandalag- inu hefur svipt andstæðinga Skota í sjálfstæðisbaráttu þeirra ýmsum gömlum röksemdum gegn auknu sjálfsforræði eða jafnvel sjálfstæði Skotlands. Andstæðingar heima- stjórnar hafa sagt til dæmis, að Skotland þarfnist bandalagsins við England, Wales og Norður-írland af öryggisástæðum. Nú segja marg- ir Skotar: nei, öryggishagsmunum okkar er vel borgið á vettvangi Evrópubandalagsins. Andstæðing- ar aukins sjálfstæðis hafa líka sagt, að Skotar gætu ekki staðið á eigin fótum efnahagslega, því að Skotar þurfí á nánum tengslum og greiðum viðskiptum við Englendinga að halda. Nú segja Skotar: nei, þessi tengsl og viðskiptasambönd höfum við hvort sem er undir verndarvæng Evrópubandalagsins. Þar að auki þykjast margir Skotar sjá fram á það, að þeir gætu notið styrkja bandalagsins til dreifðra byggða í ríkari mæli án milligöngu ríkis- stjórnarinnar í London. Svo er eitt enn. Efnahagur Skota hefur verið mun lakari en annarrra Breta mörg undanfarin ár af stað- bundnum ástæðum. Gamansamir menn myndu kannski leiða líkur að því, að lægðin í þjóðarbúskap Skota stafí af annálaðri varfærni þeirra í fjármálum. Hvað um það, sú stund getur runnið upp einhvem tímann í framtíðinni, að Skotar telji það nauðsynlegt að fella gengi skozka pundsins til að örva efnahagslífíð heima fyrir. Skotar eiga ekki kost á þessu nú, enda er skozka pundið bundið við sterlingspundið við nú- verandi skipan. Skozka pundið gæti hins vegar losnað úr tengslum við sterlingspundið, ef Skotar fengju sjálfstæði og bindu gengi skozka pundsins við Evrópumyntina ECU í staðinn, eins og allar aðrar þjóðir Evrópubandalagsins gera nú orðið nema Grikkir. Þannig gætu Skotar hugsanlega lyft þjóðarbú- skap sínum upp úr langvarandi lægð með sömu ráðum og fjölmarg- ar aðrar þjóðir hafa gripið til með góðum árangri á undanförnum árum. Með þessum orðum er ég þó alls ekki að dásama gengisbreyting- ar almennt og yfírleitt eða gera lít- ið úr þeim erfiðleikum, sem ótæpi- legar gengisfellingar ásamt ófull- nægjandi hliðarráðstöfunum hafa valdið hér heima og víða annars staðar á liðnum árum, heldur er ég aðeins að reyna að vekja athygli á því, að sérstakar aðstæður Skota geta hugsanlega kallað á gengis- breytingu þar í landi á næstu árum í kjölfar aukins sjálfstæðis þeirra innan vébanda Evrópubandalags- ins. II. Fullveldi Það er eðlilegt, að fámenn og afskekkt Evrópuþjóð sé á báðum áttum, þegar hún horfir á eftir flest- um eða öllum nánustu aðstandend- um sínum í norðanverðri álfunni inn í fjölmennasta þjóðabandalag ver- aldarsögunnar. Mörgum okkar hrýs hugur við þeim skuldbindingum, sem við gætum þurft að taka á okkur í skiptum fyrir þau réttindi, sem fylgja aðild að Evrópubanda- laginu. Það er skiljanlegt. Evrópubandalagsþjóðimar hafa að sönnu tekið á sig ýmsar skyldur hver við aðra. Það liggur í hlutarins eðli. Það á hihs vegar ekki vel við að tala um fullveldisafsal í þessu viðfangi. Evrópuþjóðirnar hafa ekki afsalað sér fullveldi sínu í eiginleg- um skilningi, heldur hafa þær kosið að deila því hver með annarri til að efla almannahag. Þeim er ljóst, að mörg brýn verkefni á vettvangi efnahagsmála og stjórnmála eru þannig vaxin á þessum tímum, að þjóðirnar eru betur í stakk búnar að leysa þau í sameiningu en hver í sínu lagi. Þess vegna vinna þær saman. Evrópubandalagið er sam- vinnuhreyfing í bezta skilningi þess orðs. Danir og írar hafa næstum tutt- ugu ára reynslu af aðild sinni að Evrópubandalaginu. Þorri þeirra sér engin merki þess, að fullveldi þeirra sé hætta búin i bandalaginu, enda nýtur áframhaldandi aðild að bandalaginu yfirgnæfandi stuðn- ings meðal almennings í þessum löndum. Austurríkismenn, Svíar, Finnar og Svisslendingar eru sama sinnis að vandlega athuguðu máli, og Norðmenn eru í viðbragðsstöðu. Þessar þjóðir hefðu áreiðanlega ekki komizt að þessari niðurstöðu, ef þær teldu sig tefla fullveldi sínu Þorvaldur Gylfason „Evrópubandalagsþjóð- irnar hafa að sönnu tek- ið á sig ýmsar skyldur hver við aðra. Það ligg- ur í hlutarins eðli. Það á hins vegar ekki vel við að tala um fullveld- isafsal í þessu viðfangi. Evrópuþjóðirnar hafa ekki afsalað sér full- veldi sínu í eiginlegum skilningi, heldur hafa þær kosið að deila því hver með annarri til að efla almannahag.“ í tvísýnu með því að sækja um að- ild að bandalaginu. III. Tveir kostir Það er samt engan veginn aug- ljóst að minni hyggju, að við íslend- ingar eigum heima í Evrópubanda- laginu. En það er ekki heldur aug- ljóst, að við eigum að halda okkur í fjarlægð. Við þurfum að kanna hug okkar og allar aðstæður gaum- gæfilega og ráða málinu til far- sælla lykta í ljósi niðurstöðunnar. Og þá er mikilvægt, að við gerum okkur skýra grein fyrir því, hveijir valkostirnir eru. Mér sýnast þeir vera tveir: Annar kosturinn er að fylgja frændum okkar inn í Evrópubanda- lagið að því tilskildu, að við náum hagstæðum samningum við banda- lagið, þar sem sérstakir hagsmunir okkar í sjávarútvegsmálum meðal annars væru virtir. Með því móti gætum við firrt okkur áhyggjum af því að verða viðskila við aðrar Evrópuþjóðir smám saman, auk þess sem við gætum þá notið ávaxt- anna á borðum bandalagsins til jafns við aðrar aðildarþjóðir og jafn- framt reynt að láta gott af okkur leiða á þeim vettvangi með ýmsu móti. Höfuðávinningurinn væri ef til vill sá, að okkur myndi þá reyn- ast það auðveldara en ella að þoka efnahagsmálum okkar í eðlilegt horf, svo sem brýna þörf ber til hvort sem er. Það er til að mynda auðveldara að taka upp skynsam- lega stefnu í ríkisfjármálum og landbúnaðarmálum í náinni sam- vinnu við aðrar þjóðir en á eigin spýtur. Aðild myndi flýta fyrir því, að hér yrðu teknir upp heilbrigðir hagstjórnarhættir af því tagi, sem tíðkast í öðrum Evrópulöndum. Gallinn við þetta er á hinn bóginn sá, að við gætum trúlega ekki kom- ið öllum áhugamálum okkar fram í samningum við bandalagið, en um það er þó ekki hægt að fullyrða, fyrr en á reynir. Um hitt er ekki heldur hægt að fullyrða að óreyndu, hvort máli okkar og menningu staf- ar meiri háski af hugsanlegri aðild okkar að Evrópubandalaginu en af einveru utan bandalagsins. Að þessu hef ég vikið áður í bók minni Hagfræði, stjórnmál og menning (Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík, 1991), og ég mun koma að þessu aftur síðar í þessari syrpu. Hinn kosturinn er að standa utan Evrópubandalagsins, endurnýja nú- verandi viðskiptasamning við band- alagið og reyna jafnframt á eigin spýtur að gera það, sem gera þarf til að koma efnahagsmálum okkar í eðlilegt ástand. Við þyrftum þá trúlega að ráðast í enn djarfari umbætur á enn skemmri tíma en ella til að bæta ok kur upp óhagræð- ið af því að standa utan bandalags- ins. Höfuðkosturinn við þetta væri sá, að við þyrftum þá engar áhyggj- ur að hafa af skuldbindingum við bandalag, sem við værum ekki aðil- ar að. Gallinn væri hins vegar sá, að við nytum þá ekki heldur ýmissa hlunninda, sem fylgja aðild beint eða óbeint. Hér munar ef til vill mest um þá hvatningu og þann styrk, sem við gætum sótt til banda- lagsþjóðanna, þegar við reynum að hrinda nauðsynlegum efnahagsum- bótum í framkvæmd hér heima á næstu árum. Það er auðveldara að semja sig að háttum annarra í ná- vígi en úr fjarlægð. Nálægð veitir aðhald og styrk. Gagnkvæmur stuðningur bandalagsþjóðanna tek- ur á sig ýmsar myndir. Finnar kynntust þessu fyrir nokkru, þegar þýzki seðlabankinn forðaði þeim frá gengisfalli fínnska marksins með því verja gengi marksins gegn yfir- vofandi áhlaupi á finnskum pen- ingamarkaði. Við ættum eins og Finnar auðveldara með að tryggja stöðugt gengi krónunnar og stöðugt verðlag innan Evrópubandalagsins en utan þess. Þessa valkosti þurfum við að hugleiða vandlega, áður en við ger- um það upp við okkur, hvort hag okkar væri betur borgið innan eða utan Evrópubandalagsins. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands. ❖ SKIRNIR Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags • Vor-hefti 1992 er komið út. • Áskrifendur eru hvattir til að vitja þess sem fyrst. • Áskrift að SKÍRNI tryggir jafnframt aðild að Bókmenntafélaginu og 20% félagsmannaafslátt af öllum bókum í afgreiðslu forlagsins. • Nýir áskrifendur eru velkomnir í hópinn. • Áskrift og upplýsingar í síma 91-679060. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG SlDlMl 1.121 • W'lsTHrtl.KfW.i.í • 128 HKt KJAVlk • SÍMI ‘)Uú>XIU)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.