Morgunblaðið - 26.05.1992, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992
annarri stöðu en hin EFTA-ríkin.
Þau eru að velja sér EB-leiðina og
vita hvað er framundan. Þau eru í
þann veginn að hefja aðildarsamn-
inga. Við erum á leiðinni inn í
EES-tímabil sem vara mun innan
við áratug, og vitum ekkert hvað
tekur við að því loknu. Óljósar hug-
myndir um tvíhliða samning við
Evrópubandalagið sem taki við af
EES-tímabilinu eru ófullnægjandi.
Við verðum að vita meira um fram-
haldið, markmiðið og áframhald
samninga við EB, áður en hægt er
að leggja endanlegt mat á fyrir-
liggjandi EES-samning. Það dugir
ekki að hætta við hálfnað vek.
í upphafi var EES lýst sem
tveggja stoða markaðssvæði í Evr-
ópu, með varanlegum innri hring
EB-ríkja og ytri hring EFTA-ríkja.
Evrópska efnahagssvæðið átti að
byggja á viðskiptasamningi sem
ekki myndi þrengja að ákvörðunar-
valdi Alþingis, ríkisstjórna eða ís-
lenskra dómstóla, né heldur ógna
óskoruðu forræði íslendinga yfir
auðlindum og lykilfyrirtækjum. Nú
göngumst við undir 28 milljarða
króna bákn embættismanna á EES-
svæðinu sem í flestum greinum
verður að haga sér í samræmi við
ákvarðanir EB og réttarfarsþróun
innan þess.
Með eða án EES?
Endanlegt mat á EES-samningn-
um helgast af því hvað ætla má
að við taki af honum og hver ætla
megi að framtíðarsamskipti íslend-
inga við EB verði. Ef við útilokum
aðild að EB vaknar sú spurning
hvort samningsstaða okkar gagn-
vart bandalaginu sé betri með eða
án EES-samnings. Erum við betur
sett með EES-báknið á herðunum
en lausbeisluð, þegar viðræður um
framtíðarsamskipti hefjast? Um
þetta atriði hlýtur umræðan að snú-
ast á næstu mánuðum.
Morgunblaðið og ríkisstjórnin
hafa svarað fyrir sig. Má vera að
vel sé svarað, en það er óneitanlega
sérkennilegt og til þess fallið að
vekja efasemdir að allar ríkisstjórn-
ir EFTA-ríkjanna, nema sú ís-
lenska, og allir ritstjórar helstu
dagblaða í EFTA-ríkjunum, nema
ritstjórar Morgunblaðsins, skuli
hafa komist að þeirri niðurstöðu að
ekki sé hægt að vera í EES án
þess að ætla sér í EB. Og þegar
maður virðir fyrir sér stofnanabákn
EES annarsvegar og smæð íslenska
stjórnkerfisins hinsvegar vakna
óneitanlega efasemdir í bijósti
manns um ágæti þess að íslending-
ar uni einir þjóða glaðir við EES.
Greinarhöfundur er
framkvæmdasijóri
Alþýðubandalagsins.
Þú getur valið um þrjár mismunandi
tegundir af Merrild-kaffi.
103 - Millibrennt
304 - Dökkbrennt
104 - Mjög dökkbrennt
Merrild setur brag á sérhvem dag.
Ég tel við hæfi að við höfnum
ekki boði um auka-aðild eða áheyrn
að VES, með þeim þjóðum eigum
við um margt samleið. Þó skulum
við gæta þess að ekki verði rekinn
fleygur í náið varnarsamstarf okkar
við Bandaríkin, sem hefur reynst
okkur vel.
Varnarstarfsemi á íslandi
Umsvif varnarliðsins á íslandi
fara minnkandi, bæði starfsemi og
framkvæmdir. Sterkar raddir eru
vestra um að minnka hlut Banda-
ríkjamanna í vörnum V-Evrópu og
víðar um heim, þeir vilja draga úr
ríkisútgjöldum og beiná kröftum
stjórnvalda að verkefnum heima
fyrir og öðrum þáttum alþjóðamála.
Eftirlitshlutverk varnarstöðvar-
innar í Keflavík verður þó enn mik-
ilvægt vegna legu landsins milli
meginlandanna, við einstæða sigl-
ingaleið inn á Atlantshafið og við
flugleiðir um það norðanvert. Við-
búnaður mun minnka og það hlut-
verk taka breytingum við endurmat
á stefnu bandalagsins um viðbúnað
eða flutninga.
Islenskir starfsmenn
varnarliðsins
I skýrslunni kemur fram, að ís-
lenskum starfsmönnum vamarliðs-
ins hefur fækkað vegna ráðningar-
banns. Utanríkisráðherra greinir þó
ekki frá þvi að það tók við af öðru,
og í upphafi þess voru þeir talsvert
fleiri en í skýrslunni segir, svo skipt-
- hefur kennt íslendingum að meta gott kaffi.
Merrild
ir tugum. Framkvæmdinni sýnist
beint að íslenskum starfsmönnum
og verður ekki séð að varnarliðið
umgangist launþega á Suðurnesjum
af sömu virðingu og það hefur þar
notið um 4 áratugi.
Starfsmenn þess sæta strangari
trúnaðarkröfum en almennt gerist,
vegna eðlis starfseminnar. Þeir hafa
sérhæft sig, sem kemur þeim þó
hvergi að notum annars staðar á
vinnumarkaði, og njóta þess nú í
engu við starfslok vegna fækkunar
og samdráttar. Um áratugi hefur
varnarliðið, og umsvif þess í heild,
tekið til sín allt vinnuafl sem það
hefur þarfnast, í krafti yfirburða
yfir áhættusama og sveiflukennda
atvinnuvegi heimamanna á Suður-
nesjum. Nú þegar þessi risi á litlum
og fábrotnum vinnumarkaði Suður-
nesja dregur að sér höndina reynist
ekkert í farinu eftir fjóra áratugi.
Risinn hefur ekki lagt til þróunar
atvinnutækifæra sem tekið gætu
við þegar takmarkið næðist — sam-
dráttur í varnarstarfsemi, hann
hefur ekki lagt til endurhæfingar
starfsmanna sinna, ekki til atvinnu-
leitar eða annarra sambærilegra
verkefna. Starfsmenn hans fá ekki
upplýsingar um hvað framundan
kann að vera — fyrr en yfir þá
ganga uppsagnir.
Horfur um starfsemi varnarliðs-
ins krefjast nýrrar athugunar á
stöðu starfsmanna þess — einkum
þeirra sem eru mest sérhæfðir og
stjórnendur. Þeir mundu í sambæri-
legum stöðum hér teljast opinberir
starfsmenn og hafa sérstök réttindi
við atvinnumissi. Verður að mælast
til þess, að við samdrátt á umsvif-
um, sem eru svo gríðarlega stór
hluti vinnumarkaðar sem umsvif
varnarliðsins öll eru á Suðurnesjum,
þá teljist það sjálfsögð vinnubrögð
að upplýsa tímanlega starfsmenn
og þá aðila sem ábyrgir teljast fyr-
ir atvinnuástandi og úrlausn við-
fangsefna í kjölfar þess — eða til
að mæta því. Of seint er þá gerst
hefur.
Samstarfi um öryggis- og
varnarmál er aldrei lokið
Varnarsamstarf okkar og Banda-
ríkjamanna hefur tekist vel og náð
því sem að var stefnt, að tryggja
öryggi beggja. Varnarstarfi er þó
aldrei lokið í síbreytilegum heimi.
Undirstöðuatriði friðsamlegrar
sambúðar þjóða, samskipti, samráð
og samstarf mega ekki falla niður
— það mundi leiða til vaxandi
spennu þjóða í milli. Samvinna okk-
ar og Bandaríkjanna á þessu sviði
hefur leitt til mikilla samskipta á
fleiri sviðum og til vináttu og skiln-
ings okkar í milli — sem að var
stefnt með samstarfinu.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Reykjaneskjördæmi.
^SBMHWIUEO
ALMENN
VERKFÆRI
Gbbusa
-heimur gæöa!
LÁGMÚLA 5 - REYKJAVÍK - SÍMI 91 - 681SSS
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!