Morgunblaðið - 26.05.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 26.05.1992, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 Suður-Afríka - lieill heimur í einu landi Síðari hluti eftir Sigrúnu Hall- dórsdóttur Drekafjöll Annar eftirminnilegur áfanga- staður var í Drekafjöllum í Natal. Þegar við héldum yfir landamærin inn í Natal breyttist landslagið. í stað ávalra ása og lágvaxins gisins tijágróðurs, komu skógi vaxin fjöll og dalir, þar er ræktaður nytjaskóg- ur. Almenna reglan hér er sú að ef eitt tré er fellt, þá er annað gróð- ursett. Við íslendingar gætum mik- ið lært af þeim, þama er lögð áhersla á að varðveita allan gróður. Eftir því sem við nálguðumst Drek- afjöllin, fór að dimma yfir og brátt var sjóndeildarhringurinn markaður af fjallahálfhring — hringleikahús- ið, en himininn leiftraði og lýstist allur upp af eidingum og þrumum- ar dundu. Það er alveg ógleyman- legt. Vindur létt um veröld fer votum skvettir tárum. Himinn settur eldum er yfir klettabárum. Drekafjöllin heilsuðu okkur sann- arlega hraustlega. Hótelið okkar Drakensberg Sun var inni í miðri fjallaskálinni og stórfengleg íjöllin blöstu við umhverfís okkur. Þau em brún hásléttunnar. Þetta er Zulu- land. Natal þýðir jól. Vasco da Gama kom hér um jól á leið sinni til Indlands og nefndi landið. Við fórum upp að Kampavínstindi og stoppuðum á leiðinni í Zuluþorpi. Þau em sérstök. Þar blandast göm- ul byggingahefð, Rondavels, sem em kringlótt leirhús með stráþaki, og svo hús að vestrænni fyrirmynd, hróflað upp úr því sem hendi er næst. Skólabyggingar em áberandi og fallegustu og stærstu húsin í þorpunum. Skikar em ræktaðir í kring um þorpin, virðast vera mið- aðir við þörf fjölskyldna, því fijó- samur jarðvegurinn býður upp á meiri ræktun. Konur vinna mikið, en karlmenn bara temmilega, því að samkvæmt aldagömlum hefðum em þeir veiðimenn, en konu ber að sinna akuryrkju. Okkur fínnst þetta kannski vanþróaður lífsmáti, en þeirra menning er jafngömul okkar og við emm þess ekki umkomin að dæma. Elsti forfaðir manns er Homo africanus. Búskmenn, frumbyggjar S-Afríku em hreinir afkomendur hans, smávaxnir veiðimenn, mjög harðgerir og mannfælnir og bland- „Suður-Afríka er stór- kostlegt land og það er einlæg ósk mín og von að þau umbrot sem eru í landinu leysist á far- sælan hátt, þannig að sem flestir fái notið alls þess sem landið hefur upp á að bjóða.“ ast ekki öðmm stofnum. Þeir búa í Kalahari eyðimörkinni í Botswana. Hottintottar vom í Cape héraði, vinsamlegir hvítum landnemum og blönduðust fljótt. Aðrir þjóðflokkar em aðfluttir. Þar em stasrstir Zulumenn sem búa í Natal, Zhosa menn í Transkei og Ciskei, Zwana í Boputzwana, Pedi búa í Lebowa, Basoto í Lesotho, Zonga í Gasangula, Ha Vendhi búa nyrst við Kmger Park í Venda, Ndebele búa í Transvaal og Swasi í Swasilandi sem er konungsdæmi. Þessir þjóðflokkar eiga hver sinn sjálfstæða uppmna, sitt mál, sína siði, menningu og trú. Til Durban. Á leiðinni frá Drekafjöllum til Durban sem er hafnarborg Natal, ókum við í gegn um Dal hinna þúsund hæða. Hann líkist helst Vatnsdalnum með hólana sína í stækkaðri mynd og með hitabeltisgróðri. Þar heimsóttum við Kraalþorp Zulumanna og skoðuðum Rondavels stráþakshús þeirra. Þau komu mér á óvart. Þessir kofar em mjög haganlega hannaðir og allt hefur ákveðna þýðingu, svo er hægt að segja um þá að þeir séu stærri að innan heldur en að utan. T.d. er eldstæði í miðju kofans, en enginn reykháfur, reykurinn síast út í gegnum stráþakið og fælir burt raoskitóflugur. Svo eru kofamir háir svo að reykurinn stígur til lofts og angrar engan. Mottum til að sofa á er rúllað upp og þær festar á veggina á daginn, öll áhöld hafa sinn stað og allt mjög snyrtilegt og rúmgott. Gólfíð er blanda af kúaskít og leir og er alveg eins og steypt. Þetta þorp var svo algjör andstæða Durban, sem er stórborg, iðandi af fjörugu mannlífí og mjög indvérsk. í Litlu - Karoo. Annar eftirminnilegur viðkomustaður var Oudtshoorn í Litlu-Karoo. Litla-Karoo er háslétta og þýðir nafnið þyrsta landið. Leiðin þangað liggur í gegnum Outeniqa skarð og Schoemanspoort og er mjög falleg og stórbrotiiy há fjöll, klettar og þessi lágvaxni gisni gróður, því landið er mjög þurrt. í Oudtshoom em 300 strútabúgarðar og á tímabili vom strútsfjaðrir aðalútflutningur S-Afríku. Þá ríktu strútabarónamir og byggðu fjaðravillur, glæsihallir og kastala og fór stærð og fjöldi tuma á húsunum eftir auði eigandans. Við fræddumst um strútarækt. Strútar verða elstir 45-55 ára. Við sáum tvo ellilífeyrisþega, Jack the Ripper 37 ára og Suzy the Stripper 39 ára. Melville leiðsögumaður okkar, guðfræðingur í sumarvinnu, sagði okkur að strútur gæti rifíð mann á hol með einu sparki. Eitt strútsegg nægir í morgunverð fyrir 15 manns og maður getur staðið á eggi án þess að bijóta það, þ.e.a.s. ef skómir em ekki með pinnahæla. Að sjálfsögðu borðuðum við kvöldverð á búgarði, strútseggjahræm í forrétt og strútakjöt í aðalrétt, lambakjötið er nú ljúffengara. Svo söng þjónustufólkið og kokkarnir fyrir okkur yfír kaffínu. Nálægt Oudtshoorn em Kango hellar. Þar em merki um vem Búskmanna, því þeir eru frægir hellamálarar. I hellunum er stöðugur hiti allt árið, 18 gráður. Þessir hellar eru alveg stórkostlegir og ógleymanlegt þegar við virtum fyrir okkur hin ýmsu tilbrigði dropasteinsmynda og tónlist hljómaði um þessar voldugu hvelfíngar. Ársúrkoma í Litlu-Karoo er 200 mm. Svona þurrt og heitt loftslag er kjörið fyrir tóbaksrækt, sem hér er töluverð, einnig er hér stunduð krókódílarækt. Krókódílarnir vom mjög friðsælir að sjá, móktu letilega, en ef umsjónarmaðurinn hætti sér inn til þeirra, þá varð öldin önnur, enda var hann alltaf með lurk. Ginið á þessum skepnum er ekkert smáræði og aflið eftir því. Þrátt fyrir þurrka eru garðar í Oudtshoom sérstaklega fallegir. Það var Iíka sérstakt að sjá á beit hlið við hlið á akri, nautgripi, sauðfé og strúta. Þeir em víst töluvert notaðir sem varðhundar, því menn hætta sér ekki í tæmar á strútum. Höfðaborg. Við komum í Lowry’s Pass um miðjan dag í dumbungi. Þar sér vel yfír Cape hérað, því að skarðið er r Sölutjöld 17. júní 1992 \ í Reykjavík Þeir, sem óska eftir leyfi til sölu úrtjöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1992, vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða að Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 8.20-16.15. Athygli söluhafa er vakin á því, að þeir þurfa að afla viðurkenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á sölutjöldum og leyfi þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum. Umsóknum sé skilað í síðasta lagi föstudaginn 5. júní kl. 12.00. Vakin er athygli á því, að öll lausasala frá tjöldum og á hátíðarsvæðinu er stranglega bönnuð. m J Götumynd frá Durban: Þrátt fyrir nútímatækni breytast aldagamlar hefðir ekki og þessi Zulu kona lætur höfuðið bera þyngstu byrðina. mjög hátt. Þama braust sólin fram úr skýjunum og fylgdi okkur þar til við kvöddum Afríku. Sólarvottur sýnir tryggð súldp brott að gera. í Hottintotta heimabyggð hér er gott að vera. Jan van Riebeeck kom til Cape 1652 og setti þar upp birgðastöð fyrir Austur-Ihdíafélagið hollenska, það er upphafíð að Höfðaborg. Borðfjallið gnæfír yfír Höfðaborg og þangað er farið í kláf. Ekið upp í 400 m hæð og síðan farið í opnum kláf upp í 1068 m hæð, síðasti hluti leiðarinnar er upp lóðréttan klettavegg. Kláfurinn sveiflaðist aðeins í golunni og okkur var sagt að við værum heppin, í gær var of hvasst til að nota hann. Ég horfði bara einbeitt á hrygginn á hávöxnum manni fyrir framan mig, þar til upp var komið. Þarna uppi er alveg einstakt útsýni. Það var hægt að ganga alveg fram á brún snarbreattra hamra og sumir hugaðir löfðu fram af brúnum og Umhverfis bók- menntasköpun Undan skilningstrjenu Egill Egilsson Umhverfi sköpunar fagurbók- mennta hér á landi er dálítið sér- kennilegt. Hér verður farið bláköld- um hagfræðihöndum um efnahags- legan hluta þessa máls, og litið á hvað þarf til framleiðslunnar og hvað hver ber úr býtum sem eitt- hvað fram leggur til útkomu eins alvarlega meints bókmenntaverks. Og borið saman við skerf hinna sem að því vinna. Það sem til þarf er við fljótlega athugun séð 1) Höfundur. Framlag: l-2ja ára vinna (oft meira). Eigin- leikar sem til þarf: Hugkvæmni. Fórnfýsi. Átök við gátur allífsins. Samkennd með mannskepnunni. komnar fyrir að hann hefur valið sér þetta hlutskipti). Einbeiting, sem nær alltaf langt út fyrir þann tíma sem til sjálfrar sköpunarinnar fer. Innsæi í mannlegt eðli (sem hlýtur að vera innsta atriði hverrar listsköpunar), innsæi og athugun tungumáls, oft ástunduð frá blautu barnsbeini. ... með það markmið í huga að nota það fyrir tæki list- rænnar sköpunar. Athyglisgáfa á mannlega eiginleika (munið þegar komna yfírlýsingu að maðurinn sé innsta inntak hverrar listgreinar og hvers listaverks). Næmi á sama, óskilgreinanlegt, en slíkt, að því verður helst jafnað við að heyrist grös spretta en ull vaxa á sauðum. Vilji til að Ieggja fram allt innbú sálar sinnar, opinbera alla getu sína, hún skal formlega lögð fram á borð fjölmiðla, þjóð allrí til ágláps og ísparks. Tilviljunarkennt og oft vanhæft mat þar til settra mats- manna fjölmiðanna (gagnrýnenda). Ekki nóg með það, heldur er það hluti leikreglnanna, að höfundur má ekki veija sig spörkunum, held- ur er það lagt honum til lasts og veikleika ef hann ber hönd yfír höfuð sér. (Sjálfur hefur yfírritaður orðið íyrir að gagnrýnandi taldi hann vera að skrifa um síldarsöltun þegar hann sjálfur og flestir lesend- ur töldu hann vera að skrifa um hörku heims gagnvart viðkvæmri sál (Ummyndað dæmi). Margir aðr- ir höfundar gætu sagt svipaða sögu.) Laun: Gjarna nokkur hundruð þús. kr. samkvæmt samningum út- gefenda og Rithöfundasambands Islands, auk einhverra opinberra styrkja ef best lætur. Fer eftir hvort þeir sem settir eru til þess mats meta hann að verðleikum, sem hlýt- ur að vera undir hælinn lagt, hveij- ir sem þeir matsmenn eru. Áætlað tímakaup til verksins í .heild: 72-‘/4 verkamannalaun. 2) Til þarf útgefanda. Framlag: Áhættufjármagn í formi launa ýmiskonar starfsmanna. Tækrii- þekkingu og viðskiptasambönd. Já- kvæður vilji til útgáfu fagurbók- mennta sem ber sig sjaldnast. (Eft- ir sjónvarps- og myndbandsvæð- ingu þjóðaririnar verður æ sjaldgæf- ara að útgáfa slíkra verka sé arð- bær, nema til komi einhveijar snið-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.