Morgunblaðið - 26.05.1992, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992
Fj ölbrautaskólan-
um við Armúla slitið
Tíu ára afmælisári skólans lokið
FJÖLBRAUTASKÓLANUM við Ármúla var slitið við hátíðlega at-
höfn í Langholtskirkju á Iaugardag. Brautskráðir voru 60 stúdentar
auk 28 sjúkraliða, þar af 26 í framhaldsnámi. Alls hófu 786 nemend-
ur nám í skólanum á vormisseri. Á þessu starfsári var auk þess tíu
ára afmæli skólans minnst.
Alls luku sex nemendur námi af
bókhaldsbraut, 16 af félagsfræði-
braut, 20 af hagfræðibraut, fimm
af náttúrufræðibraut, sex af íþrótta-
braut og sjö af málabraut. í febrúar
gekkst skólinn auk þess fyrir nám-
skeiði fyrir læknaritara, og að því
loknu fengu þeir löggiidingu til
starfa.,
í ræðu Hafsteins Þ. Stefánssonar,
skólameistara, kom meðal annars
fram að nemendum mun fækka
nokkuð í haust sökum þess að skól-
inn missir þá leiguhúsnæði sitt að
Suðurlandsbraut 6. Heilsugæslusvið
skóians styrkist enn á hausti kom-
anda, en þá mun aðfaranám lyfja-
tækna bætast við nám fyrir sjúkr-
aliða, læknaritara og aðstoðarfólk
tannlækna.
í lok þessa tíunda afmælisárs skól-
ans er ráðgert að _planta tijám í all-
stórt svæði við Ármúla. Mun það
verk unnið í samstarfi skólans,
Reykjavíkurborgar og nokkurra fyr-
irtækja í nágrenninu.
Fulltrúar nýstúdenta, fimm ára
stúdenta og tíu 'ára stúdenta fluttu
ávörp og færðu skólanum gjafir.
Hjálmar Pétursson, nýstúdent, söng
við undirleik Ronalds Turners, sem
auk þess lék nokkur lög á orgel kirkj-
unnar.
Að venju heiðraði skólinn þá nem-
endur sem best stóðu sig í einstökum
greinum. Berghildur Fanney Hauks-
dóttir hlaut viðurkenningu fyrir góða
kunnáttu í greinum sjúkraiiða, og
Þórey Sigurðardóttir fékk bókargjöf
fyrir bestan árangur í framhaldsnámi
sjúkraliða. Dúx skólans var Sigur-
borg Pálína Hermannsdóttir, en hún
lauk stúdentsprófí af tveimur braut-
um, alls 186 einingum. Hún hlaut
einnig bókargjöf frá danska sendi-
ráðinu. Frá Máli og menningu fékk
hún bókargjöf fyrir góða ísiensku-
kunnáttu.
Auk áðurnefndra hlutu Andrína
G. Erlingsdóttir, Björk Ormarsdóttir,
Einir Jónsson, Guðmunda Kristín
Elíasdóttir, Guðríður Linda Karldótt-
ir, Helga Einarsdóttir, Jóhann Steinn
Ólafsson, Páll Björgvin Guðmunds-
son, Sæunn Ólafsdóttir, Úlfar Hin-
riksson og Viðar Karlsson verðlaun
fyrir góðan námsárangur í ýmsum
greinum og fyrir forystustörf að
félagsmálum.
Nýstúdentar Flensborgarskólans.
Flensborg útskrifaði 41 nýstúdent
FLENSBORGARSKÓLANUM var slitið á laugardag við athöfn í
Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnfirðinga. Þá var brautskráð-
ur 41 stúdent frá skólanum.
Bestum árangri á stúdentsprófi
náðu Róbert Arnar Stefánsson og
Guðrún Björk Bjarnadóttir, en
þau luku bæði prófi af náttúru-
fræðibraut.
Við skólaslitin tóku til máls,
auk skólameistara, þau Gunnar
Rafn Sigurbjömsson, bæjarritari
og formaður skólanefndar, Stefán
Júlíusson, rithöfundur, sem færði
skólanum bókagjöf frá 60 ára
gagnfræðingum, og Víkingur
Kristjánsson, nýstúdent, sem
einnig færði skólanum bókagjöf.
Við skólaslitaathöfnina söng
Kór Flensborgarskóla undir stjórn
Margrétar Pálmadóttur, en skóla-
meistari, Kristján Bersi Ólafsson,
afhenti prófskírteini og viður-
kenningar fyrir góðan námsár-
angur.
Morgunblaðið/Þorkell
Nýstúdentar úr Menntaskólanum í Kópavogi setja upp hvítu kollana.
Menntaskólinn í Kópavogi:
43 stúdentar og 55 leið-
sögumenn útskrifaðir
MENNTASKÓLANUM í Kópavogi var slitið við hátíðlega athöfn í
Kópavogskirkju, föstudaginn 22. maí. Auk 43 stúdenta voru sama
dag brautskráðir 55 nýjir leiðsögumenn frá Ferðamálaskóla Islands,
sem starfræktur er í menntaskólanum.
Meðal hinna nýútskrifuðu stúd-
enta eru 25 stúlkur og 18 piltar, en
auk þeirra útskrifuðust fyrstu nem-
endurnir af skrifstofubraut, 8 stúlk-
ur. Brautin er tveggja ára starfs-
menntabraut sem býður upp á hag-
nýtt nám til starfa á skrifstofu. Hluti
af náminu fer fram úti í atvinnulíf-
inu, og hafa stofnanir og fyrirtæki
í Kópavogi sýnt skólanum mikinn
velvilja og tekið þátt í fræðslunni.
Margrét Friðriksdóttir, settur
skólameistari, flutti skólaslitaræð-
una og afhenti prófskírteini auk verð-
launa fyrir ágætan árangur í einstök-
um greinum. Flest verðlaun hlaut
Þórarinn Sv. Arnarsson, stúdent af
eðlisfræðibraut. Margrét Sigrún
Sigurðardóttir, stúdent af náttúru-
fræðibraut, lauk flestum námsein-
ingum, eða 181, en 140 þarf til að
Ijúka stúdentsprófi.
Skólameistari skýrði frá því að
fyrsti áfangi nýbyggingar fyrir
Menntaskólann í Kópavogi og Hótel-
og veitingaskóla íslands væri nú að
rísa á lóð skólans, og yrði stjórnunar-
álma tekin í notkun haustið 1993, á
tuttugu ára afmæli MK. Einnig
greindi skólameistari frá því að MK
væri móðurskóli í ferðafræðum.
Ferðabraut er starfrækt innan skól-
ans, og auk þess öflugt kvöldnám
fyrir þá sem starfa í ferðaþjónustu
eða hafa hug á því. Stofnaður var
sérstakur skóli á vegum MK, Ferða-
málaskóli íslands, til að annast þessa
starfsemi. Ferðamálaráð íslands fól
Menntaskólanum í Kópávogi að ann-
ast menntun leiðsögumanna, og voru
55 leiðsögumenn útskrifaðir á vegum
skólans á laugardaginn.
Menntaskólinn hefur tekið upp
samstarf við bandaríska háskólann
Johnson & Wales University á Rhode
Island, sem veitir einum nýstúdent
úr MK styrk til námsdvalar. Þessi
styrkur var nú veittur ífyrsta sinn,
og hann hlaut Hildur Yr Þorgeirs-
dóttir, stúdent af ferðabraut.
Skólakórinn söng undir stjóm Jóns
Ólafssonar. Ingólfur A. Þorkelsson,
skólameistari, flutti ávarp. Úr hópi
nýstúdenta talaði Katrín Sigurðar-
dóttir, og árnaði hún skólanum og
samstúdentum allra heilla. Tíu ára
stúdentar færðu skólanum gjöf sem
Andrés Pétursson afhenti. Þá flutti
Heimir Pálsson, formaður skóla-
nefndar, ávarp. Lauk athöfninni með
ávarpi skólameistara. Frá skólaslitum í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Frá útskrift Menntaskólans við Sund í Háskólabíói á laugardag.
Morgunblaðið/Ingvar
Menntaskólinn við Sund
brautskráði 163 stúdenta
MENNTASKÓLANUM við Sund var slitið í Háskólabíói Iaugar-
daginn 23. maí, og lauk þar með 23. starfsári skólans. Að þessu
sinni voru brautskráðir 163 stúdentar, en alls stunduðu 856 nem-
endur nám við skólann.
Sigurður Ragnarsson, rektor,
flutti ávarp og yfirlit um starfsemi
skólans á árinu. í máli hans kom
fram að heildarfjöldi nemenda
skiptist þannig, að á fyrsta ári
voru 253 nemendur, 236 á öðru
ári, 197 á því þriðja og 170 á
fjórða ári.
Stúdentar skiptust þannig á
námsbrautir, að 29 voru í mála-
deild, 35 í félagsfræðideild, 28 í
hagfræðideild og 20 í eðlisfræði-
deild. Hæstar einkunnir á stúd-
entsprófi hlutu þær Brynja Braga-
dóttir 9,2 og Elísabet Sigríður
Urbancic 9,0. Þær voru báðar í
náttúrufræðideild.
Fjölmargir nemendur hlutu við-
urkenningu fyrir góðan námsár-
angur, og að lokinni afhendingu
prófskírteina ávarpaði rektor ný-
stúdenta og óskaði þeim allra
heilla.