Morgunblaðið - 26.05.1992, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992
Kosningar í sameinaðri Beriín:
Fylgisaukning hjá
öfgaflokkunum
Berlín. Reuter, The Daily Telegraph.
FYRRUM kommúnistar, Græningjar og hægri öfgaflokkur Repúblík-
ana voru sigurvegarar kosninga í hverfisráð í Berlín á sunnudag,
þeim fyrstu sem fram fara eftir að borgin var sameinuð á ný. Ur-
slitin eru talin auka enn á vanda Helmuts Kohls kanslara, sem fund-
ar á morgun með forystumönnum jafnaðarmanna um hugsanlega
samvinnu flokkanna við lausn á efnahagsvanda og vaxandi óreiðu
í Þýskalandi.
Úrslitin í Berlín þykja sýna að
sameining borgarinnar sé langt frá
því að vera fullkomnuð þó að múr-
inn sé horfinn. Kommúnistar, sem
kalla sig nú Flokk iýðræðislegs sós-
íalisma (PDS), fengu 11,8 prósent
atkvæða, en þeim hlut var mjög
misskipt. Þeir fengu innan við eitt
prósent atkvæða í vesturhluta Ber-
línar, en nærri 30 prósent í austur-
hlutanum. Repúblíkanar, sem berj-
ast meðal annars fyrir aðskilnaði
Þjóðveija og útlendinga í skólum
Berlínar, fengu 8,3 prósent og
Græningjar og aðrir smáflokkar
með líka stefnu fengu 13,3 prósent.
Leiðtogar stærstu flokkanna,
Kristilegra demókrata og Jafnaðar-
manna, viðurkenndu að úrslitin
jafngiltu vantrausti á stefnu þeirra,
en þeir hafa farið með stjórn Berlín-
ar í sameiningu frá 1990. Jafnaðar-
menn töpuðu 5 prósentustigum, en
eru þó áfram stærsti flokkurinn í
borginni með tæpan þriðjung at-
kvæða. Kristilegir demókratar töp-
uðu tveimur prósentustigum og
fengu 27,3 prósent.
Aðalritari Kristilegra demókrata,
Peter Hinze, sagði að flokkurinn
og Kohl kanslari þyrftu að vinna
með Jafnaðarmönnum, sem eru
stærsti stjómarandstöðuflokkurinn,
til að finna lausn á vaxandi kostn-
aði við uppbyggingu austurhluta
Þýskalands og auknum flóttamann-
astraumi til landsins. Hann útilok-
aði þó hugmyndir um að flokkarnir
mynduðu saman ríkisstjórn. I sama
streng tók Bjöm Engholm, formað-
ur Jafnaðarmanna, sem sagðist
myndu krefjast aukinna hátekju-
skatta og niðurskurð á fram-
kvæmdum í vesturhluta Þýskalands
í viðræðum sínum við Kohl kanslara
á morgun, miðvikudag.
Reuter
Thomas Klestil, nýr forseti í Austurríki, fagnar úrslitum kosning-
anna en hann vann góðan sigur á keppinaut sínum, Rudolf Streicher.
Hægrisinnaður stjórnarerindreki nýr forseti í Austurríki:
Vill gæta hlutleysis og
draga úr flokkadráttum
Vín. Reuter.
Hægrimaðurinn Thomas Klestil fór með sigur af hólmi í síðari
umferð forsetakosninganna í Austurríki á sunnudag. Klestil fékk
57% atkvæða en Rudolf Streicher, frambjóðandi Jafnaðarmanna-
flokksins, 43% og er þetta mesti fylgismunur í forsetakosningum í
landinu frá síðari heimsstyrjöldinni. Klestil er 59 ára að aldri, hef-
ur verið I 35 ár í utanríkisþjónustunni, þar af 18 ár sem stjórnarer-
indreki í Bandaríkjunum. Hann kvaðst ætla að gæta hlutleysis i
forsetaembættinu og freista þess að draga úr flokkadráttum í land-
inu.
Báðir ' frambjóðendurnir höfðu
spáð því að mjótt yrði á munum í
kosningunum og úrslitin komu
þeim á óvart. Klestil verður tíundi
forsetinn í 71 árs sögu austurríska
lýðveldisins og tekur við af Kurt
Waldheim, sem hafði einangrast í
embættinu vegna ásakana um að
hann hefði gerst sekur um stríðs-
glæpi sem herforingi í þýska hern-
um í síðari heimsstytjöldinni.
Klestil sagði að kosningabarátta
sín hefði verið heiðarleg og mál-
efnaleg og flokkstengsl hans hefðu
ekki ráðið úrslitum, en hann naut
stuðnings Þjóðarflokksins, sem er
hægriflokkur. Klestil lofaði að
sameina Austurríkismenn og
hvatti til breyttra samskipta í
stjórnmálaumræðunni, þar sem
heiðarleiki og samvinna yrðu höfð
að leiðarljósi. Borgararnir ættu að
hafa meira vægi en flokkarnir
minna.
Klestil fæddist árið 1932, var
yngstur fimm barna strætisvagna-
bílstjóra í Vín. Hann starfaði í 18
ár í Bandaríkjunum, þar af í tíu
ár sem sendiherra, og hefur sagt
að vinir sínir þar hafi litið á hann
sem öfgavinstrimann. Hann kveðst
dást að bandaríska þjóðfélaginu
vegna þeirra tækifæra sem það
bjóði einstaklingum og athafna-
mönnum, en hefur hins vegar
gagnrýnt heilbrigðis- og mennta-
kerfíð í Bandaríkjunum.
Forseti Austurríkis er valdalítill
þjóðhöfðingi. Klestil sver emb-
ættiseiðinn 8. júlí.
Morðið á Falconi, dómara á Sikiley:
Ohugurinn sner-
ist upp í ofsareiði
ítalskir stj órnmálamenn heita að
skera upp herör gegn mafíunni
Róm. Frá Hilmari P. Þormóðssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
ITALSKA þjóðin var fyrst í stað lömuð af skelfingu, síðan ofsa-
reið þegar ljóst varð af fréttum útvarps og sjónvarps á laugar-
dagskvöld, að Giovanni Falconi, dómari á Sikiley og óvinur mafí-
unnar númer eitt, hafði látið lífið ásamt eiginkonu sinni og þrem-
ur lífvörðum í geysiöflugri sprengingu á hraðbrautinni fyrir utan
Palermo. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa lýst yfir hryggð
sinni og heitið að láta hart mæta hörðu.
Það var klukkan tæplega sex,
að flugvél frá ítölsku leyniþjón-
ustunni lenti á flugvellinum í
Punta Raisi með Falconi og konu
hans, Francescu, innanborðs. A
flugvellinum biðu hans sjö lífverð-
ir með þijár nýjar bifreiðar, sér-
staklega brynvarðar til að þola
kúlnaregn og sprengjukast.
Lagt var af stað eftir hrað-
brautinni, sem liggur til Palermo,
og eftir örfáar mínútur átti bíla-
lestin, sem þaut áfram á 130 km
hraða, aðeins rúma fimm km
ófarna til borgarinnar. Skyndilega
kvað við ógnarhávaði eins og him-
inn og jörð væru að rifna í sund-
ur. Hraðbrautin undir bílalestinni
umturnaðist öll og þeyttist í loft
upp á fimmtíu metra kafla. Það
eina, sem sást, var eldslogar, sót-
svartur reykur og fljúgandi mal-
biksflykki. Gígurinn, sem mynd-
aðist við sprenginguna var átta
metra djúpur þar sem hann var
dýpstur enda hafði mafían komið
fyrir í ræsi undir veginum 1.000
kg af plastsprengiefni. Það, sem
ekki hafði tekist 1989, lánaðist
nú. Mafían hafði lagt óvin sinn
númer eitt að velli, manninn, sem
gerði ljóst, að hægt er að upp-
ræta skipulagða glæpastarfsemi.
Mafían væri kerfí en ekki samtök,
sem þyrfti að rífa niður stykki
fyrir stykki. Þrír lífvarðanna lágu
einnig í valnum og eiginkona Falc-
onis, 38 ára gömul og lögfræðing-
ur og dómari eins og hann, dó á
sjúkrahúsi í Palermo tveimur
klukkustundum seinna þrátt fyrir
ákafar tilraunir til að bjarga lífi
hennar.
Rannsókn málsins hófst að
sjálfsögðu strax á laugardag.
Enginn átti að vita um ferðir dóm-
arans en getgátur eru uppi um,
að „moldvarpa“ í Róm hafi látið
vini sína í Palermo vita þegar
Falconi fór i loftið.
Fólk bjóst við engu góðu af
mafíunni en hér þótti hún hafa
slegið óvenju níðangurslega undir
beltið þegar illa stóð á hjá ítölsku
þjóðinni. í landinu ríkir stjórnar-
kreppa og forsetakreppa í skugga
V
Reuter
Leifarnar af brynvörðum bílnum, sem Falconi og kona hans fóru
með í hinstu ferðina. Talið er, að einu tonni af öflugu sprengi-
efni hafi verið komið fyrir í ræsi undir hraðbrautinni.
erfiðra hneykslismála í Mílanó og
því er haldið fram, að það hafi
ekki verið nein tilviljun, að hún
lét til skarar skríða einmitt núna.
Nú viti menn hver sé hinn raun-
verulegi húsbóndi á Sikiley. Voða-
verkið hefur örugglega orðið til
að flýta úrslitum í vali á forseta-
efni, sem kunngert var í gær-
kvöldi.
Almenningur var sleginn mikl-
um óhug fyrst í stað en síðan
breyttist andrúmsloftið og fólk
varð reitt. Reitt út í stjómmála-
mennina fyrir ódugnað og rolu-
skap og fyrir að hafa ekki veitt
dómaranum næga vemd. Sikiley-
ingar hafa verið manna reiðastir
út af þessu. Stjórnmálamennirnir
eru slegnir ekki síður en almenn-
ingur. Spadolini, sem gegnir emb-
ætti forseta um stundarsakir,
sagði, að þetta væri árás á ríkið
sjálft og þeirri árás yrði að hrinda.
Vincenzo Scotti innanríkisráð-
herra sagði: „Það er skylda okkar
að halda áfram á þeirri braut, sem
Falconi markaði.“ Bettino Craxi,
leiðtogi Sósíalistaflokksins, sagði,
að með Falconi væri fallinn í val-
inn óhræddur dómari og óbugandi
óvinur skipulagðrar glæpastarf-
semi, við morðunum yrði að
bregðast áður en vantraustið næði
að vinna óbætanlega skaða meðal
almennings. Jóhannes Páll páfi
sagði, að ekki væm til orð, sem
lýst gætu þeim sársauka, sem
altæki hugann frammi fyrir slík-
um hryllingi.
Giovanni Falconi sagði í síðasta
viðtali sínu við dagblaðið La
Repubblica: „Mafían er ekki kol-
krabbi, hún er grimmt pardusdýr
með minni fílsins, gleymir engu
og fyrirgefur ekkert."
Utför þeirra, sem fórust í
sprengingunni, var gerð frá dóm-
kirkjunni í Palermo á Sikiley í
gær.
Fjölmiðlar
gagnrýna
Mitterrand
FJÖLMIÐLAR í Frakklandi
gagnrýna Francois Mitterrand
forseta harðlega fyrir að hafa
skipað milljónamæringinn Bem-
ard Tapie ráðherra en hann hef-
ur nú neyðst til að segja af sér
eftir sjö vikna ráðherradóm
vegna ásakana um fjármálamis-
ferli. Eru Mitterrand og sósíalist-
ar sakaðir um að hafa fengið
Tapie, sem á Adidas-fyrirtækið
og það kunna knattspyrnulið
Olympique de Marseille, til liðs
við sig til að hressa upp á ímynd-
ina án þess að kanna hvernig
mál hans stæðu og verið síðan
fljótir til að losa sig við hann.
Tapie og þingmaðurinn George
Tranchant voru áður saman með
Toshiba-umboðið í Frakklandi en
seldu það 1985. Segir Tranc-
hant, að Tapie hafi sagt sölu-
verðið vera 1,8 milljónir franka
en í raun hafi það verið 13 millj-
ónum franka hærra og mismun-
inum hafí Tapie stungið á sig.
Fundur um
Evrópuher
Vamarmálaráðherrar NATO-
ríkjanna í Evrópu komu saman
til fundar í Bmssel í gær til að
ræða valda- og kostnaðarskipt-
ingu innan bandalagsins á tímum
þegar útgjöld til varnarmála fara
lækkandi. Leggur Bandaríkja-
stjórn áherslu á, að bandalags-
ríkin taki meiri þátt í kostnaðin-
um við bandaríska vopnabúnað-
inn í Evrópu auk þess sem hún
geldur varhug við stofnun hins
nýja Evrópuhers. Bretar og Hol-
lendingar em sama sinnis en
vonast var til, að á fundinum í
gær yrði unnt að sætta sjónar-
miðin nokkuð.
Mótmæla-
svelti hætt
MIRIAM Santiago, forsetafram-
bjóðandi á Filippseyjum, hefur
hætt mótmælasvelti, sem hún fór
í til að vekja athygli á því, sem
hún kallar víðtækt svindl í for-
setakosningunum í landinu. Fátt
virðist geta komið í veg fyrir,
að Fidel Ramos, fyrrum varnar-
málaráðherra, verði næsti for-
seti. Þegar talin hafa verið 68%
af um 25 milljónum atkvæða
hefur hann meira en milljón at-
kvæða umfram Santiago, sem
kemur næst honum.
Landsbergis
vonsvikinn
TILLAGA um að stórauka vald
forsetaembættisins í Li^háen féll
í þjóðaratkvæðagreiðslu sl. laug-
ardag vegna ónógrar kosninga-
þátttöku. Voru raunar nærri 70%
þeirra, sem kusu, tillögunni
fylgjandi en vegna þess, að þátt-
takan var ekki nema 57,5%, fékk
tillagan ekki fylgi 50% atkvæðis-
bærra manna eins og til þurfti.
Fjallgöngu-
konu saknað
WÖNDU Rutkiewicz, einnar
kunnustu fjallgöngukonu í heimi,
hefur verið saknað í fjöllum Nep-
als í tvær vikur og þykja litlar
líkur á, að hún sé enn á lífí.
Wanda, sem er tæplega fimm-
tug, ljósmyndari, rithöfundur og
kennari, sást síðast í búðum hátt
í Kangchenjunga-fjalli 12. maí
en hún ætlaði á tindinn daginn
eftir. Wanda var þriðja konan
og sú fyrsta frá Evrópu til að
sigra Everest.