Morgunblaðið - 26.05.1992, Page 34

Morgunblaðið - 26.05.1992, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 Sala á endurunnum vörum tvöfaldaðist HAGNAÐUR af rekstn Gúmmívinnslunnar var nokkru minni á síðasta ári en verið hefur á undanförnum árum, eða tæplega 5 milljónir króna eftir skatta. Frá því fyrirtækið hóf starfsemi árið 1984 hefur alltaf verið hagnaður af rekstrinum. Velta Gúmmívinnslunnar á síðasta ári var um 80 milljónir króna. Meðalstarfsmannafjöldi fyrirtækisins var 12 manns á síðasta ári. Sala endurvinnsluvara ríflega tvö- faldaðist á síðastliðnu ári, en sölu- aukningin er árangur markaðsátaks sem fyrirtækið hóf á árinu. Einnig má þakka mikla söluaukningu því að almenningur er orðinn meðvitaðri um mikilvægi endurvinnslu og segir í frétt frá Gúmmívinnslunni, að endurvinnsla stuðli ekki aðeins að minni sorpmengun heldur einnig að bættri nýtingu auðlinda jarðar. Á liðnu ári endurvann Gúmmívinnsian um 100 tonn af gúmmíi og endur- nýtti um 150 tonn með hjólbarðasóln- ingu. Búist er við áframhaldandi sölu- aukningu endurvinnsluvara og eru mestar vonir bundnar við GV-reitinn, sem notaður er við sundlaugar, á leikvelli og á sólpalla og GV-milli- bobbinga, sen notaðir eru á veiðar- færi. Þá er einnig búist við að sala nýrra hjólbarða eigi eftir að aukast. Undanfarin ár hefur verið unnið að stækkun húsnæðis og eridurskip- ulagningu fyrirtækisins. Á síðasta ári lauk endurskipulagninu sólning- ardeildar og ný skrifstofuaðstaða var tekin í notkun. Krabbameinsfélagið; Okeypis blettaskoðun á Heilsugæslustöðinni FELAG íslenskra húðlækna, Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrenn- is og Heilsugæslustöðin á Akureyri sameinast um þjónustu við almenn- ing næstkomandi föstudag, 29. maí. Fólk sem hefur áhyggjur af blett- um á húð getur komið á Heilsugæslu- stöðina á Akureyri, þar sem húðsjúk- dómalæknar skoða biettina og meta hvort ástæða er til að nánari rann- sókna. Skoðunin er ókeypis, en nauð- synlegt er að panta tíma á Heilsu- gæslustöðinni, þriðjudaginn 26. maí eða miðvikudaginn 27. maí. Eins og kunnugt er hefur tíðni húðkrabbameins aukist síðustu ára- tugi og eru skráð meira en þijátíu ný tilfelli af húðkrabbameini hér á landi á ári. Mikilvægt er að fara til læknis, ef fram koma breytingar á húð, eins og blettir sem stækka, eru óreglulega litir eða breytast, eða sár sem ekki gróa. Hægt er að nálgast fræðslurit um húðkrabbamein á flestum heilsugæsiustöðvum, mörg- um apótekum og hjá Krabbameins- félagi Akureyrar og nágrennis að Glerárgötu 36, en það var gefíð út nýlega. #*tfa# RÍK/SÚTVARP/Ð Ný símanúmer! Ríkisútvarpið á Akureyri auglýsir ný símanúmer 12300 Fréttastofa 12305 Auglýsingar 12310 Sjónvarp 12308 Fax 11646 Geymið auglýsinguna. -•súíSíðA ÓÍLVÍ^ s. fisiviiisiikuh utk Sjávarútvegsdeildin á Dalvík - VMA veturinn 1992-1993 Skipstjórnarnám: Kennt er til skipstjórnarprófs, 1. og 2. stigs. Fiskiðnaðarnám: Kennt er til fiskiðnaðarmannsprófs. Almennt framhaldsnám: 1. bekkur framhaldsskóla. Heimavist á staðnum. Umsóknarfrestur til 15. júní. Upplýsingar í símum (96) 61380, 61162, 61218 og 61160. Skólastjóri. Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson Gæðaátak tslenskra sjávarafurða Gæðaátak 1992 stendur nú yfir hjá íslenskum sjávarafurðum, en fulltrúar þess eru nú á ferð um landið og munu heimsækja 27 framleiðendur er hafa falið ÍS sölu á afurðum sínum. Heimsóknirnar hófust 7. maí sl. og standa til 5. júní. Tilgangur átaksins er að opna umræðu á meðal starfsfólks og stjórnenda um mikilvægi gæða og staðlaðra vinnubragða og einnig að kynna starfsemi íslenskra sjávarafurða hf. Haldin eru námskeið fyrir starfsfólk frystihúsanna, enda búast menn við aukinni samkeppni og hertum kröfum á markaðnum og neytendavernd verður til þess að sífellt verður að gera betur í málum er varða vöruvöndun og þjónustu. Með í för er Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari sem miðlar af reynslu sinni af meðferð fisks og matreiðir hann nokkra rétti ef fólki gefst kostur á að smakka. Fulltrúar ÍS heimsóttu Fiskvinnslustöð KEA í Hrísey fyrir skömmu þar sem þessi mynd var tekin. Islenskur skinnaiðnaöur: Samið við Great Green- «* land um sútun selskinna íslenskur skinnaiðnaður hefur gert samning við grænlenska fyrir- tækið Great Greenland um framleiðslu leðurs úr selskinni. Gert er ráð fyrir að unnin verði á bilinu 20 til 40 þúsund selskimyá ári hjá Islenskum skinnaiðnaði, sem hefur í för með sér betri nýtingu vélakosts og mannskaps og ef vel gengur má búast við að fjölga þurfi starfsfólki hjá fyrirtækinu í kjölfarið. Bjarni Jónasson framkvæmda- stjóri sagði að grænlenska fyrir- tækið ætti mikið magn selskinna, en það byggi hvorki yfir þekkingu né vélakosti til að súta skinnin. Langur aðdragandi hefði verið að því að þessi samningur var gerð- ur, en fyrirtækin hefðu vitað hvort af öðru í töluverðan tíma, eða allt frá árinu 1986. Great Greenland, sem er í Julianahaab á Grænlandi á mikið magn selskinna, eða hátt á annað hundrað þúsund skinn. Þá fellur árlega til umtalsvert magn sel- skinna. Gera má ráð fyrir að hjá verksmiðjunni á Akureyri verði unnin á bilinu 20 til 40 þúsund skinn á ári fyrir um 10 til 20 milljónir króna. Ur skinnunum verða saumaðar flíkur, en Grænlendingarnir hafa hug á að láta sauma þær fyrir sig einhvers staðar í Evrópu, líklega í Póllandi. Fullt samkomulag er um þessa vinnslu á milli heima- manna og umhverfisverndarsam- taka, sem gefið hafa út að þau muni ekki trufla þessa starfsemi, enda sé um að ræða hluta af menningararfleifð Grænlendinga. Fram til þessa hefur ekki verið unnt að fullnýta selskinnin, _en með tilkomu samningsins við ís- lenskan skinnaiðnað verður þar breyting á. Sumarhús Þetta fallega 50 m2 sumarhús, sem smíðað er af nemend- um trésmíðadeildar Verkmenntaskólans á Akureyri, er til sýnis og sölu. Húsið erfullgert. Upplýsingar í /júúz\ Verkmenntaskólinn síma 96-11710. á Akureyrl Bjarni sagði að þessi vinnsla kæmi sem hrein viðbót við aðra starfsemi fyrirtækisins og hefði í för með sér betri nýtingu véla- kosts verksmiðjunnar sem og mannskaps og ef vel gengi þyrfti að bæta við starfsfólki. Samning- urinn gæti þýtt að bæta þyrfti við starfsfólki í 8 stöður hjá fyrirtæk- inu. Framhaldið ræðst einkum af því hvernig Grænlendingum geng- ur að markaðssetja þær flíkur sem saumaðar verða úr selskinnunum. Fyrirlestur á sviði sér- kennslu TOVE KROGH flytur fyrir- lestur í Síðuskóla á Akureyri í dag þriðjudag, en hún flutti einnig fyrirlestur í gær á vegum sérkennara um lestr- ar- og skriftarörðugleika. Tove Krogh er kennari og uppeldisfræðingur og hefur starfað við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn og Dan- marks pædagogiske institut ásamt því að vera kennsluráð- gjafi við ráðgjafar- og sáifræði- deijd skóla. I fyrirlestrinum í dag mun Tove fjalla um teikniathugun, sem er athugunarform til nota með hópum 6 ára barna. Hun gerir einnig grein fyrir rann- sóknum sem gerðar hafa verið í Danmörku á forspárgildi prófsins. Fyrirlesturinn hefst kl. 16 og er öllum opin. Það er félag íslenskra sérkennara, deild á Norðurlandi eystra, sem stend- ur fyrir fyrirlestrunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.