Morgunblaðið - 26.05.1992, Síða 42

Morgunblaðið - 26.05.1992, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAI 1992 ÞJOÐMAL STEFÁN FRIÐBJARNARSON Aukið sjálfstæði Seðlabankans Lokað á lán til ríkissjóðs Meginhlutverk Seðlabankans hefur verið fjórþætt: 1) að gefa út seðla og mynt, 2) að varð- veita gjaideyrisforða landsins, 3) að vera banki ríkissjóðs og 4) að vera banki innlánsstofnana og veita þeim lán ef fjárhagslegt öryggi þeirra er í hættu. Samkvæmt óafgreiddu sljórn- arfrumvarpi um Seðlabanka ís- lands verður meginmarkmið bankans að varðveita verðgildi íslenzka gjaldmiðilsins (krón- unnar) og stuðla að stöðugu verðlagi. Bankinn skal að auki: 1) stuðla að virkri og öruggri starfsemi á fjármagnsmarkaði, 2) varðveita nægjanlegan gjald- eyrisvarasjóð til að greiða fyrir frjálsum viðskiptum við útlönd og treysta fjárhagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar og 3) stuðla að greiðri og hagkvæmri greiðslumiðlun í landinu og við útlönd. I. Breytingar á fjarmagns- og gjaldeyrismarkaði Á undanförnum árum hafa orðið verulegar breytingar á fjármagns- markaði og í gjaldeyrismálum. Með setningu Seðlabankalaga 1986 voru innviðir fjármagnsmarkaðar- ins styrktir, skýrar leikreglur sett- ar og bankaeftirliti Seðlabankans falið eftirlit með stofnunum á þess- um markaði. Viðskiptabönkum og sparisjóðum hefur og fækkað með samruna. Eignarleigur, verðbréfa- fyrirtæki og verðbréfasjóðir hafa náð að festa sig í sessi. Þróast hefur markaður fyrir verðbréf, einkum skuldabréf til langs tíma, en einnig víxla og önnur skamm- tímabréf sem og hlutabréf. Samtímis hefur smám saman dregið úr gjaldeyrishöftum. Það hefur styrkt tengsl milli innlends fjármagsmarkaðar og erlendra fjármagnsmarkaða, sem og ný reglugerð um gjaldeyrismál frá árinu 1990. Mikilvægasta breyt- ingin fólst í því að Islendingum var heimilað að fjárfesta utan land- steina innan tiltekinna fjárhæðar- marka. Þær takmarkanir falla nið- ur fyrir árslok 1992. Með lögum um fjárfestingu erlendra aðila (1991) var erlendum aðilum heim- ilað að eiga allt að 25% af hlutafé í innlendum hlutafélagsbanka og frá og með ársbyijun 1992 er er- lendum hlutafélagabönkum heimilt að opna útibú hér á landi. Frá komandi áramótum verður Vestur-Evrópa nánast að einum fjármagnsmarkaði þar sem fjár- magn getur streymt hindrunarlítið frá einu ríki til annars. Á sameiginlegum markaði skapa gengissveiflur óvissu, óþarfa kostnað og draga úr milliríkjavið- skiptum. Af þeim sökum hefur samstarf ríkja í gengismálum auk- izt. Þjóðir utan Evrópubandalags- ins hafa sumar hveijar kosið að tengja gjaldmiðla sína við gjald- miðla EB-ríkja. Þannig ákváðu Finnland, Noregur og Svíþjóð að fasttengja gjaldmiðla sína við ECU. Islendingar hafa horft til sömu áttar. Breyttar aðstæður frá því Seðla- bankalög vóru sett (1986) krefjast að flestra dómi aukins sjálfstæðis bankans og virkrar faglegrar stjórnunar hans, m.a. til að hann geti brugðizt skjótt við óvæntum aðstæðum í peninga-, gengis- og gjaldeyrismálum. Það er því tíma- bært að breyta löggjöf um Seðla- banka, eins og að er stefnt með frumvarpi viðskiptaráðherra. II. Meginefni Seðlabankafrumvarpsins I athugasemdum með Seðlbank- afrumvarpi segir að tilgangurinn sé „að skapa fjárhagslega traustan og sjálfstæðan seðlabanka sem hefur skýr og afmörkuð markmið og ræður yfir stjórntækjum sem duga til að ná þeim markmiðum". 'Þar segir og að vafasamt sé, eins og gert er í gildandi lögum, „að fela seðlabanka markmið um rekstrargrundvöll útflutnings- og samkeppnisgreina. Ábyrgð á því sviði hlýtur fyrst og fremst að hvíla á fyrirtækjunum sjálfum og þeirri almennu umgjörð og þeim sérstöku ráðstöfunum sem önnur stjórnvöld móta eða grípa til á hveijum tíma.“ Með hliðsjón af þessu einfaldar stjórnarfrumvarpið markmið bank- ans. Samkvæmt frumvarpinu er honum falið það eitt meginmark- mið að varðveita verðgildi íslenzka gjaldmiðilsins og stuðla að stöðugu verðlagi. Jafnframt er sjálfstæði bankans til að móta og hrinda í framkvæmd stefnu í peningamál- um aukið verulega frá því sem nú er. í því felst meðal annars „að beiting á stjórntækjum bankans er ekki háð samþykki ráðherra". Auk meginmarkmiðsins er bankanum sett þijú hliðarmarkm- ið: a) að stuðla að virkri og ör- uggri starfsemi á fjármagnsmark- aði, 2) að varðveita nægjanlegan gjaldeyrisvarasjóð til þess að greiða fyrir fijálsum viðskipum við önnur lönd og 3) að stuðla að greiðri og hagkvæmri greiðslum- iðlun í landinu og við umheiminn. „Hér er um mikilvæg verkefni að ræða“, segir í rökstuðningi með frumvarpinu, „sem eðlilegt er að fela Seðlabankanum í ljósi einka- réttar hans til að gefa út seðla og mynt“. í frumvarpinu er lögð til sú mikilvæga breyting „að bankanum verði óheimilt að lána ríkissjóði, sveitarfélögum og ríkisstofnunum öðrum en lánastofnunum. í ákvæði til bráðabrigða er lagður til þriggja ára aðlögunarfestur að þessu ákvæði, þannig, að hámarksskuld ríkissjóðs í bankanum fari stig- minnkandi." Auk framansagðs felast fjöl- margar aðrar breytingar í frum- varpinu: 1) lög um gjaldmiðil á að fella inn í Seðlabankalög, 2) fella á niður heimild um möguleika bankans til að hlutast til um vaxta- ákvarðanir innlánsstofnana, 3) bankinn fær heimild til að kaupa og selja verðbréf á verðbréfamark- aði og gefa út eigin verðbréf til að selja lánastofnunum á milli- bankamarkaði, 4) bankinn fær heimild til að skipuleggja gjaldeyr- ismarkað og kaupa og selja erlend- an gjaldeyri, 5) ákvæði um laust fé lánastofnana verður þrengt frá því sem nú er, 6) heimildir banka- eftirlitsins til að grípa inn í starf- semi fjármálastofnana eru auknar, 7) bankinn fær heimild til að veita lánastofnunum önnur lán en hefð- bundin vegna hugsanlegra lausafj- árerfiðleika, 8) verulegar breyting- ar eru gerðar á stjórn bankans, 9) lagt er til að eigið fé bankans verði byggt upp með þeim hætti að þar til það hefur náð 6% af vergi landsframleiðslu renni fjórð- ungur af meðalhagnaði næstlið- inna þriggja ára í ríkissjóð en þeg- ar þessu eiginfjármarki er náð renni allur hagnaður í ríkissjóð. Samkvæmt núgildandi fyrirkomu- lagi rennur ávalt helmingur af meðalhagnaði næstliðinna þriggja ári í ríkissjóð óháð eiginfjárstöðu bankans. Áuk seðla og myntar í umferð stendur eigið fé Seðlabank- ans og bundið fé lánastofnana á móti gjaldeyrisvarasjóðnum. Edda Þórarinsdóttir Félag íslenskra leikara Edda Þórarins- dóttir kjör- inn formaður AÐALFUNDUR Félags islenskra leikara var haldinn 27. apríl sl. Félagatala félagsins er nú nær 300, en meðlimir í því eru frá hinum ýmsu listgreinum leikhúslista- manna, þ.e. leikarar, óperusöngv- arar, listdansarar, leikmynda- og búningahönnuðir o.fl. Rösklega 100 félagar voru mættir á fund- inn. Mörg mál voru á dagskrá fundarins og rætt um ýmis kjara- og hagsmunamál félagsmanna. Guðrún Alfreðsdóttir leikkona, hefur verið formaður FÍL undan- farin þijú ár en hún gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Tveir leikarar voru í framboði í formannsstöðuna en það voru leikararnir Sigurður Karlsson og Edda Þórarinsdóttir. Edda var kjörin formaður með naumum meirihluta. I september á liðnu ári varð félagið 50 ára og var þess minnst á veglegan hátt. Þá var ákveðið að gefa út rit sem rekur sögu félags- ins í megin atriðum í hálfa öld. Ritið verður í alla staði hið vegleg- asta, prýtt mörgum myndum og mun koma út mjög bráðlega. Á fundinum voru kjörnir fjórir heiðursfélagar en það voru leikar- arnir Bessi Bjarnason, Gísli Al- freðsson, Guðbjörg Þorbjarnadóttir og Klemenz Jónsson. Allir þessir leikarar hafa gengt margþættum stjórnar- og trúnaðarstörfum fyrir félagið í fjölda mörg ár og unnið vel og dyggilega að hagsmunamál- um stéttarinnar. Þeim var þakkað með góðri ræðu formanns. (Fréttatilkynning) I 4 4 4 4 4 4 4 SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! 1» Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. II • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjörður: Guðni Hallgrúnsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. • Siglufjöröur: Torgið hf., Aðalgötu 32. • Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1. Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. Neskaupstaður: Rafalda hf., Hafnarbraut 24. Reyðarfjörður: Rafnet, Búðareyri 31. Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43. Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18. Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. Os c </> =j 8’a 0*0« 3 (Q 0:8 D O* 3 Q I oS -r Q Q' §8- 3 7T qS =50 Q<° 3 Q. 4 4 4 4 4 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.