Morgunblaðið - 26.05.1992, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992
44
O. Hannes-
son fv. bankaútibús-
stjóri — Minning
Fæddur 31. október 1921
Dáinn 16. maí 1992
Bernskuvinur minn Hafsteinn
0. Hannesson er látinn, rétt rúm-
lega sjötíu ára gamall. Foreldrar
Hafsteins, Hannes Halldórsson
framkvæmdastjóri og kona hans
Guðrún J. Kristjánsdóttir bjuggu á
Smiðjugötu 2 á ísafirði, gegnt
Tangagötu 4, heimili foreldra
minna. Það var náin vinátta milli
fjölskyldnanna, og þótt Hafsteinn
væri þremur árum yngri en ég,
fékk hann oft að „vera með“ í hópi
okkar eldri strákanna, einkum þeg-
ar frá leið, og aldursmunurinn var
ekki lengur eins tilfínnanlegur.
Hafsteinn var ávallt vel liðinn leik-
félagi, samviskusamur og traustur
vinur vina sinna. Á æskuárum okk-
ar var Gunnar Andrew íþrótta-
kennari á ísafirði hvatamaður að
stofnun skátafélagsins „Einherja",
sem þá starfaði af miklum þrótti.
Báðir gerðumst við Hafsteinn skát-
ar, og nutum skátastarfsins og
útivistar með góðum félögum.
Árið 1937 var alþjóðaskátamót,
jamboree, haldið í Hollandi, og fór-
um við þrír skátar frá Isafirði á
það mót, Hafsteinn, Sveinn Elías-
son og ég. Frá Reykjavík fórum
við með öðrum íslenskum skátum
með skipi til Noregs, þaðan með
norsku skátunum til Danmerkur
og með járnbrautarlest gegn um
Þýskaland til Hollands. Eftir skáta-
mótið fóru íslensku skátamir á
heimssýninguna í París, þaðan aft-
ur gegnum Þýskaland til Danmerk-
ur, og heim með skipi frá Kaup-
mannahöfn. Við Isfírðingamir
héldum oftast hópinn á þessu ferð-
alagi, og þar kynntist ég Hafsteini
enn betur sem traustum vini og
félaga.
Ekki vorum við ferðafélagarnir
auðugir af vasapeningum, og þurft-
um því eðlilega að fara sparlega
með aurinn þótt víða væm freist-
andi kaup í boði. Þar reyndist Haf-
steinn oft okkur hinum fremri.
Hann var áberandi hagsýnn í fjár-
málum á þessu ferðalagi, og komu
þannig strax fram þeir hæfileikar
hans, sem hafa dugað honum vel
sem traustur bankastarfsmaður í
47 ár, og þá einkanlega í ábyrgð-
armiklu starfí sem útibússtjóri hjá
Landsbanka íslands á Isafírði,
Eskifírði og í Grindavík.
Mér var kunnugt um námsferil
Hafsteins í Verslunarskólanum, en
eftir að ég fór til náms í Danmörku
í janúar 1940 og var þar öll
stríðsárin, rofnaði alit samband við
ísland. Að stríði loknu barst mér
sú ánægjulega frétt, að Hafsteinn
og uppeldissystir mín Kristín Bárð-
ardóttir hefðu gifst 25. ágúst 1944.
Hafsteinn var starfsmaður útibús
Landsbankans á ísafírði frá 1941
til 1972, og bjuggu þau þá í Tún-
götu 1, húsi sem faðir minn hafði
byggt árið 1930.
Eftir að ég flutti aftur til íslands
1948 var ég oft gestur þeirra hjóna
á ísafírði. Alltaf var jafn ánægju-
legt að heimsækja þau, njóta gest-
risni þeirra og riíja upp liðna tíð.
Eitt sinn drifum við okkur öll sam-
an á skíði upp á Seljalandsdal, al-
veg eins og forðum daga.
Sem ekkjumaður og að loknu
starfí _ skipasmíðaráðunauts
Fiskifélags íslands í Reykjavík,
flutti faðir minn Bárður G. Tómas-
son aftur til ísafjarðar, þar sem
hann hafði starfað mestan hluta
ævi sinnar. Hann kom til ísafjarðar
árið 1959 og bjó þá hjá þeim hjón-
um Hafsteini og Kristínu og naut
alúðlegrar umhyggju þeirra síðustu
æviárin, þar til hann lést árið 1961.
Bæði störfuðu þau hjónin í
skátahreyfíngunni, og Hafsteinn
var skátaforingi Einheija um ára-
raðir á meðan hann var á ísafírði.
Hann hafði þar forgöngu um stofn-
un hjálparsveitar skáta, sem starf-
að hefur síðan í 40 ár af mikill
atorku að björgunar- og slysa-
vamamálum. Þá vann Hafsteinn
einnig mjög mikið starf að bruna-
varnamálum á ísafírði. Fyrir
slökkviliðið sá hann um kaup á
ýmsum búnaði, m.a. nýrri fullkom-
inni slökkvibifreið. Þá kynnti hann
sér persónulega almannavamir og
sótti námskeið um það málefni í
Danmörku. Á vegum Landsbanka
íslands fór Hafsteinn í 6 mánuði
til þjálfunar við erlenda banka, í
Danmörku og Englandi.
Landsbanki íslands mun hafa
þann sið að flytja útibússtjóra sína
til á milli landshluta. Hvort sem
hugmyndin er sú, að óæskilegt sé
að útibússtjóri starfí of lengi þar
sem hann er orðinn mönnum kunn-
ugur, eða að hollt sé fyrir yfírmenn
útibúanna að kynnast staðháttum
á mörgum stöðum. Eftir að Haf-
steinn hafði verið í eitt ár útibús-
stjóri Landsbankans á ísafírði var
honum boðið starf útibússtjóra á
Eskifírði, og þar bjuggu þau hjónin
í 6 ár. Næstu 12 árin var Hafsteinn
svo útibússtjóri í Grindavík. Að
þeim ámm liðnum hætti Hafsteinn
störfum vegna veikinda og aldurs,
en þá hafði hann verið starfsmaður
Landsbanka íslands í 47 ár.
Eftir að Hafsteinn hætti störfum
festu þau hjónin kaup á nýrri íbúð
fyrir aldraða á Grandavegi 47 í
Reykjavík. Öll þijú uppkomin börn
þeirra hjóna eru nú búsett í Reykja-
vík, og hafa þau því notið nærveru
og ánægjulegra samvista við þau,
tengdabömin og bamabörnin.
Fyrir allmörgum ámm, meðan
Hafsteinn var útibússtjóri á Eski-
fírði, fékk hann áfall og var fluttur
á sjúkrahús í Reykjavík. Hann náði
að því er virtist fullri heilsu aftur,
en varð þó að hafa nokkra aðgát,
og naut þar alúðlegrar umönnunar
konu sinnar. Þau hjónin hafa ávallt
verið mjög samhent og stutt hvort
annað í áranna rás. Þótt heilsufar
Hafsteins síðustu -árin hafi ekki
verið eins og best varð á kosið,
varð andlát hans 16. þ.m. óvænt.
Við hjónin söknum og minnumst
góðs vinar og þökkum áratuga
samfylgd. Innilega samúð vottum
við þér, kæra uppeldissystir, böm-
um ykkar Bárði, Guðrúnu Krist-
jönu, Hannesi, tengdabörnunum og
bamabömunum. Við sem nutum
samvista og vináttu Hafsteins vit-
um hve mikið þið og við öll höfum
misst, en minninguna um góðan
dreng geymum við með okkur.
Hjálmar R. Bárðarson.
Við ótímabært andlát vinar okk-
ar, Hafsteins 0. Hannessonar, rifj-
ast upp gömlu góðu árin á ísafirði.
Þar var hann fæddur og uppal-
inn, einkabarn foreldra sinna,
þeirra heiðurshjóna Guðrúnar
Kristjánsdóttur og Hannesar Hall-
dórssonar.
Hús þeirra hjóna stóð við Smiðju-
götu og var þar gott að komaf
notalegt og svo innileg gestrisni.
Guðrún var einstök kona, hlý og
góð, enda fundu bömin mín það.
Ef pabbi þeirra átti erindi á það
heimili og þau fréttu af því hlupu
þau öll út í bíl, eitt eða fleiri, og
sátu í honum og það brást ekki að
Guðrún kæmi út með eitthvert góð-
gæti til þeirra, slíkt gleymist ekki.
Hafsteinn ólst upp við mikið
ástrfki foreldra sinna og var þeim
góður sonur.
Hann gekk ungur í skátafélagið
Einheija undir stjórn okkar
ógleymanlega Gunnars Andrews.
Það voru margar ánægjustundir
í kringum þann félagsskap, sumar-
dagurinn fyrsti með skátamessu,
skrúðgöngu, svo og ýmsu öðm, t.d.
pönnukökubakstri o.fl., o.fl., sem
við mömmurnar tókum að okkur.
Hafsteinn var glæsilegur og
an að vinna í Landsbankaútibúi á
ísafírði. Hann var lánsamur, átti
gott heimili, góða foreldra og þá
ekki síst er hann kvæntist sinni
yndislegu konu, Kristínu Bárðar-
dóttur, einnig frá ísafirði.
Þau stofnuðu heimili sitt, eignuð-
ust þijú efnileg böm: Bárð, Guð-
rúnu Kristjönu og Hannes, öll vel
menntuð og hafa stofnað eigin
heimili hér syðra.
Ekki hef ég vitað sannari Isfírð-
inga en þeirra fjölskyldu. Samt
atvikaðist svo að Hafsteinn og þau,
fluttu austur á fírði þar sem hann
varð útibússtjóri sama banka, síðan
tii Grindavíkur en fluttu fyrir
skömmu á Grandaveg 47, Reykja-
vík.
Það er ekki hægt annað en að
minnast á hvað öll fjölskyldan
reyndist á aðdáunarverðan hátt
foreldmm Hafsteins.
Þau tóku móður hans á heimilið.
Var það fagurt fordæmi hvernig
þau öll og ekki síst Kristín reynd-
ust henni þar til yfír lauk.
Já, það er margs að minnast og
sakna þegar komið er að kveðju-
stund. Hugur minn dvelur hjá þér,
Kristín mín, sem mest hefur misst.
Sendi þér og bömunum einlægar
samúðarkveðjur með hjartans
þakklæti fyrir liðnu árin.
J.B.L
Tíminn skilar okkur öllum til án-
ingastaða og að síðustu til leiðar-
loka. Enginn ræður sólsetri, né held-
ur hvenær hann hverfur úr þessum
heimi yfir á lendur óendanleikans.
Við trúum því og treystum, að sá,
sem öllu ræður, kunni alltaf beztu
skil allra hluta, þó svo að okkur
kunni á stundum að dyljast rétt rök
í svip og eigum erfítt með að átta
okkur á staðreyndunum. Þegar góð-
ir félagar og samferðamenn falla
frá, verður manni gjaman litið til
baka, yfir farinn veg, og minning-
amar hrannast upp. Þannig varð
mér í huga, þegar ég frétti andlát
vinar míns, Hafsteins O. Hann-
essonar, fyrrverandi bankaútibús-
stjóra Landsbankans, enda þótt ég
vissi, að heilsu hans hefði hrakað
mjög að undanförnu.
Hafsteinn 0. Hannesson var
fæddur á ísafírði 31. október 1921
og lézt í Borgarspítalanum í Reykja-
vík 16. maí 1992. Hann var einka-
sonur hjónanna Hannesar Halldórs-
sonar og Guðrúnar J. Kristjánsdótt-
ur, sem bæði voru þekktir borgarar
á ísafírði í áratugi. Hann var af
vestfirzku bergi brotinn í báðar
ættir. Hannes var Strandamaður,
sonur Halldórs bónda Jónssonar á
Melum í Árneshreppi í Strandasýslu
og síðari konu hans Guðbjargar
Óladóttur, en fluttist til ísafjarðar
10 ára gamall árið 1902 og átti
heima hér til æviloka. Guðrún var
aftur á móti ísfirðingur, dóttir Krist-
jáns Kristjánssonar, Ámgrímsson-
ar, og konu hans Jónínu Jónsdótt-
ur. Hafsteinn ólst upp í skjóli
ástríkra foreldra, og stóð æskuheim-
ili hans í Smiðjugötu 2. Það hús
byggði langafí hans, Jens Kristján
Arngrímsson, klénsmiður, árið
1853, og er nafn götunnar dregið
af smiðju Kristjáns. Hafsteinn lauk
prófí frá Verzlunarskóla íslands
vorið 1941 og gerðist starfsmaður
Landsbanka Islands og vann þeirri
stofnun meðan starfskraftar entust.
Hann hóf starfsferil sinn í útibúi
bankans á Isafirði og starfaði þar
óslitið, þar til hann var ráðinn úti-
bússtjóri bankans á Eskifirði í árs-
byijun 1972. Sex árum síðar fluttist
hann til Grindavíkur og tók við for-
stöðu útibús bankans þar. Á Eski-
fjarðarárum sínum kenndi Haf-
steinn sjúkdóms þess, er loks batt
enda á æviskeið hans. Árið 1988
hafði sjúkleiki hans ágerzt svo, að
hann treysti sér ekki til að halda
áfram starfi sínu í bankanum í
Grindavík. Hann lét þá af starfí
eftir nær hálfrar aldar starfsferil í
bankanum. Árið eftir flutti hann til
Reykjavíkur, þar sem hann átti
heima upp frá því. Meðan Hafsteinn
starfaði í útibúinu á ísafirði stund-
aði hann lengst af kennslustörf með
starfí sínu í bankanum, kenndi bók-
færslu og vélritun við Gagnfræða-
skóla ísafjarðar.
í einkalífí sínu var Hafsteinn
mikill gæfumaður. Hann kvæntist
25 ágúst 1944 Kristínu Bárðardótt-
ur, Guðmundssonar, bókbindara á
ísafírði, en hún var fósturdóttir
Bárðar G. Tómassonar, skipaverk-
fræðings, og konu hans Ágústu
Þorsteinsdóttur. Hún hefír verið
hans trausti lífsförunautur og vinur
alla tíð, og stoð hans og stytta í
erfiðum veikindum seinustu árin,
en áður hafði hún veitt fósturföður
sínum og tengdamóður frábæra
umhyggju í langvarandi veikindum
þeirra. Þjóðfélag okkar stendur ekki
í lítilli þakkarskuld við þær konur,
sem slíka umönnun veita og verður
þeim það sennilega seint fullþakkað.
Börn þeirra Hafsteins og Kristínar
eru: Bárður, skipaverkfræðingur, f.
ll.júlí 1945, Guðrún Krisyana, iðju-
þjálfi, f. 29. apríl 1950 og dr. Hann-
es, matvælaverkfræðingur, f. 17.
sept. 1951. Þau hafa öll stofnað sín
eigin heimili og eru öll búsett í
Reykjavík.
Hafsteinn var ósérhlífinn og vinn-
usamur meðan þrek hans og kraftar
leyfðu, en hann var einnig ákaflega
vandfýsinn á eigin verk og vildi
hafa alla hluti í röð og reglu. Það
var eitt af mörgu, sem af honum
mátti læra. Hentum við félagar hans
stundum gaman að þessu, en öllu
slíku tók hann með jafnaðargeði.
Heiðarleiki hans og drenglyndi í
samskiptum við annað fólk aflaði
honum vinsælda, enda var hann alla
tíð mjög félagslyndur og hafði mik-
inn áhuga á félagsmálum. Það var
á þeim vettvangi, sem leiðir okkar
lágu saman fyrir réttum 50 árum.
í ársbyijun 1942 var hann kosinn
félagsforingi Skátafélagsins Ein-
heija á ísafírði, en starf þess hafði
þá verið í nokkurri lægð um skeið.
Hann hafði óbilandi trú á hlutverki
skátastarfsins og möguleikum þess
og var sannfærður um að Baden
Powell fór rétt að, þegar hann lagði
grundvöllinn að skátastarfínu með
innsæi sínu. Honum var ljóst, hvers
skátafélagsskapurinn var megnug-
ur í uppeldislegu starfi drengja og
stúlkna og hvaða þýðingu gott skát-
astarf hefði fyrir lítið bæjarfélag
eins og ísafjörð. Sjálfur hafði hann
átt þess kost að taka þátt í alheims-
móti skáta í Hollandi 1937 og vildi
legga sitt af mörkum, svo að aðrir
unglingar fengju slík tækifæri og
nytu uppeldisáhrifa skátahreyfíng-
arinnar. Á skömmum tíma tókst
honum, ásamt ýmsum eldri Einheij-
um, að drífa félagið upp úr öldudaln-
um og gera það að þróttmiklu og
öflugu æskulýðsfélagi, sem lengst
af síðan hefír haft mótandi áhrif á
ísfírzka æsku.
Hafsteinn var ákafamaður til
allra verka. Það kom fram bæði í
starfi og leik. Á löngu árabili helg-
aði hann skátastarfinu nær allar
sínar frístundir. Með eldlegum
áhuga sínum hreif hann aðra með
sér í starfinu. En það var ekki að-
eins að hann byggði upp og mótaði
sjálfur félagsstarfíð. Honum var
Ijóst, að heilbrigt æskulýðsstarf
verður að byggjast á traustum fjár-
hagsgrunni. Hann gat ekki hugsað
sér, að starfsemi félagsins væri háð
fjárveitingum opinberra aðila. Þar
af leiddi, að hann lagði grunn að
traustri fjáröflun fyrir félagið, sem
það hefír byggt á allar götur síðan.
Hann tryggði starfsemi þess einnig
húsRæéi4il-framtíðar,--þegar-félagið
keypti Skátaheimilið við Mjallargötu
af bæjarsjóði Ísaíjarðar árið 1947,
þegar íþróttakennslan var flutt í
íþróttahúsið við Austurveg. Það var
ekki auðvelt verk fyrir fjárvana
félagsskap og fæstir félagarnir
orðnir fjárráða.
Hannes, faðir Hafsteins, hafði
alla tíð mikinn áhuga á stjónimálum
og fylgdi Heimastjómarflokknum
og síðar Sjálfstæðisflokknum að
málum. Fyrir flokk sinn vann hann
af frábærum dugnaði og sparaði
hvorki tíma né fyrirhöfn. Hafsteinn
hafði aftur á móti lítinn áhuga á
stjómmálum og helgaði krafta sína
öðrum málum. Hann var ávallt
reiðubúinn að leggja hverju góðu
máli lið, sem hann taldi til heilla
horfa. íþróttir veit ég ekki til að
hann stundaði um dagana, nema
fimleika í skóla. Hann vildi hins
vegar leggja íþróttahreyfíngunni lið
og tók sæti í fyrstu stjórn íþrótta-
bandalags ísfirðinga, þegar það var
stofnað árið 1944, og starfaði þar
í nokkur ár. Áhugi hans beindist
snemma að hverskonar hjálpar-
starfí. Hann beitti sér því fyrir stofn-
un hjálparsveitar skáta á ísafirði
árið 1951 og í framhaldi af því tók
hann að kynna sér almannavamir.
í því skyni fór hann til Danmerkur
árið 1967 og tók þar þátt í mánað-
ar námskeiði á vegum Civilforsvar-
ets tekniske skole í Tinglev á Jót-
landi. Var hann einn af fyrstu ís-
lendingunum, sem aflaði sér þekk-
ingar á sviði almannavama við þann
skóla. Þeirri þekkingu miðlaði hann
svo til félaga sinna í hjálparsveitinni
og slökkviliðinu, en hann var vara-
slökkviliðsstjóri á ísafírði í mörg ár.
Einnig kenndi hann skyndihjálp í
skólum bæjarins og hjá ýmsum fé-
lagasamtökum.
Þess er enginn kostur að geta
allra þeirra félagsstarfa, sem Haf-
steinn tók að sér hér á Isafirði. Svo
víða kom hann við í þeim efnum og
setti svip á bæjarlífíð meðan hann
starfaði hér. Hann gleymdi aldrei
uppruna sínum og var alla tíð mik-
ill ísfirðingur. Þó að hann dveldi
langdvölum í öðmm landshlutum
fylgdist hann af áhuga með öllu,
sem hér var að gerast, allt til hinztu
stundar.
Að leiðarlokum þakka ég Haf-
steini samfylgdina og trausta vin-
áttu, sem aldrei hefir borið skugga
á. Við Hulda flytjum eiginkonu
hans, bömum og öllum aðstandend-
um einlægar samúðarkveðjur. Megi
hipn hæsti styrkja þau og blessa í
sorginni.
Jón Páll Halldórsson.
Burtkvaðning Hafsteins O.
Hannessonar, fyrrv. bankaútibús-
stjóra, kom óvænt þó merkja mætti
að heilsa hans væri ekki jafn traust
og verið hefír í langan tíma.
Komið er á fímmta áratug síðan
kunningsskapur varð á milli mín
og Hafsteins. Það var fyrir áeggjan
hans að ég fór að taka þátt í starfí
Einheija á ísafirði. Hafsteinn hafði
þá verið félagsforingi um nokkurn
tíma. Félagið hafði slitið barns-
skónum og komist til þroska, er
hann tók þar við forystu. Eftir að
Gunnar Andrew driffjöður félags-
ins og aðalstofnandi hvarf frá
félagsforingjastarfi og fluttist burt
úr bænum varð nokkur vandi á
höndum. Yngri foringja fýsti ekki
að fylla skarð það sem varð við
brottför Gunnars, sem rækt hafði
starfíð á meðal Einheija með mik-
illi reisn. Féll þá starfið í nokkra
lægð. Einheijum var ekki horfín
hamingja. Hafsteinn kom til starfa
þó ungur væri og reisti félagið við
og gerði það að leiðandi afli skáta-
starfs í landinu á ný. Mesta breyt-
ingin í starfi félagsins varð þegar
félagið, undir forystu Hafsteins,
réðst í að kaupa gamla þinghús
bæjarins sem notað hafði verið til
fimleikakennslu skólanna um
nokkurt skeið og gerði það að
skátaheimili. Með þessum kaupum
breyttist og batnaði öll aðstaða
félagsins til skátastarfs og nýtur
félagið þess enn í dag. Forysta og
driffjöðrin fyrir þessum kaupum
var öll hjá Hafsteini, enda helgaði
hann skátaheimilinu _ ómældan
hluta af frítíma sínum. Ég tel mig