Morgunblaðið - 26.05.1992, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992
45
þekkja það vel vegna þess nána
samstarfs sem við áttum á þessum
árum. Aðaltekjustofn félagsins,
sem bar uppi rekstur skátaheimilis-
ins, var skátaskeytin, en það starf
var eins og annað drifið áfram af
Hafsteini. Allur undirbúningur vel
skipulagður og verkstjórn öll undir
„kommando" Hafsteins. Allt sem
gera þurfti fest á blað með tilheyr-
andi áminningum um vandvirkni
og trúmennsku í starfi.
Forystu fyrir stofnun Hjálpar-
sveitar Einheija hafði Hafsteinn
og gaf hann starfinu þrótt. Strax
í upphafi var þess gætt að nauðsyn
bæri til að gott samstarf yrði við
Björgunarsveit Slysavarnafélags-
ins, þannig að hver sveit hefði for-
ystu við sitt afmarkaða verkefni
en nytu stuðnings hverrar annarrar
við störf. Hafsteinn hafði mikinn
áhuga á starfi hjálparsveitarinnar
og lagði fram sína góðu krafta til
að sveitin mætti verða fær um að
leysa verkefni sín vel af hendi.
Velvild hans til sveitarinnar og vilji
til að styrkja hana í starfi kom t.d.
fram er hann sendi sveitinni mynd-
arlega gjöf á 40 ára afmæli henn-
ar. Mikinn áhuga hafði Hafsteinn
á starfi slökkviliðs ísafjarðar. Gerð-
ist hann þar varaslökkviliðsstjóri.
Vann hann að endurskipulagningu
liðsins og nýjum tækjakaupum.
Vegna þessa áhuga síns sótti hann
námskeið til Danmerkur. Nam
hann þar fræði er lúta að bruna-
vörnum og hjálparstörfum, ef elds-
voða eða aðrar hættur bæru að
höndum. Hafsteinn var þá kominn
til fullorðinsára, en hann lét það
ekki aftra sér, þó vita mætti að
námið væri hart og ekki ætlað
„bankamönnum“ til afreka. Haf-
steinn kom fróðari til baka og miðl-
aði okkur hinum af lærdómi sínum.
Ég ætla ekki með þessum fáu línum
mínum að víkja að lífsstarfi Haf-
steins, sem bundið var Landsbanka
íslands, lengstan tíma við útibúið
á ísafirði, bókari, gjaldkeri, skrif-
stofustjóri og útibússtjóri á Eski-
firði og Grindavík. Veit ég að þar
var vel unnið og af fullum trúnaði
gagnvart yfirboðurum og stofnun-
inni. Eftir að Hafsteinn fluttist til
Grindavíkur tók hann á ný þátt í
skátastarfí, það er með þátttöku
sinni í starfi St. Georgsgildisins í
Keflavík og eins er hann tók sér
búsetu hér í Reykjavík, þá kom
hann til starfa með Reykjavíkur-
gildinu. Sótti þar reglulega fundi,
þar komum við saman til samstarfs
á ný.
Ljúft er að minnast hinna mörgu
ánægjustunda, sem við nokkrir
Einheijar nutum á heimili Haf-
steins og fjölskyldu hans í Túngötu
1. Ófáar voru kvöldstundirnar sem
við vorum þar og ræddum okkar
hugðarefni. Þá er kært að minnast
hve Hafsteinn var ljúfur að lána
jeppann sinn í-15, ef ungum mönn-
um lá á. í því sambandi minnist
ég sumarferðar, er við fórum sam-
an 3 Einheijar með Hafsteini á
1-15 um allt Norðurland og Aust-
fírði. Þessi ferð er okkur öllum kær
og mjög eftirminnileg og á ríkt rúm
í huga okkar. Það er margs að
minnast þegar rifjuð er upp góð
vinátta og margt ber þar að þakka,
þá kemur ekki hvað síst upp í hug-
ann eiginkona Hafsteins, frú Krist-
ín Bárðardóttir, sem er einstök að
allri manngerð, ljúf og blíð, en
hefur sínar eigin skoðanir, en þeim
er komið á framfæri með kærleiks-
ríkum huga. Ég má þekkja að
Kristín hefur verið Hafsteini sönn
eiginkona og kærleiksrík móðir
barna þeirra, sem eru Bárður,
skipaverkfræðingur, Guðrún Krist-
jana, iðjuþjálfi og dr. Hannes. Allt
vel metið fólk, sem á sín heimili í
Reykjavík.
Kæra Kristín og börn, við Mál-
fríður færum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og þökkum
einlæga vináttu og hlýhug.
Hafsteini biðjum við góðs til
meiri starfa Guðs um geim og hafi
hann þökk fyrir allt það sem hann
lét skátastarfinu í té.
Marías Þ. Guðmundsson.
Mannlífið er margvíslegt, veitir
mörgum unað og hamingju, en þó
skal haft í huga að „ein nótt er ei
til enda trygg“ í lífi manns. Kallið
kom til Hafsteins, æskufélaga míns
og skátabróður, aðfaranótt laugar-
dagsins 16. þ.m.
Þá var vor í lofti og hinn fagri
Tungudalur æskuminninga okkar
bjóst til að skipta litum með sumar-
komu. Þar stendur Valhöll á bjargi
traustu.
Hafsteinn var borinn og barn-
fæddur ísfírðingur, einkabarn frú
Guðrúnar Kristjánsdóttur og Hann-
esar Halldórssonar framkvæmda-
stjóra Vélbátaábyrgðarfélags ís-
firðinga. Þau sæmdarhjón voru vel
metnir borgarar á ísafírði. Æsku-
heimili Hafsteins stóð í Smiðjugötu
2. Þar var gott að koma, því hús-
ráðendur veittu öllum hlýtt viðmót
og góðan beina er þar bar að garði.
Bernsku- og æskuárin liðu fljótt
og fyrr en varði tók alvara lífsins
við. Því var það ávinningur fyrir
Hafstein að hafa gott veganesi úr
foreldrahúsum til þess að takast á
við lífið og tilveruna.
Hafsteinn fékk orð fyrir að vera
góður nemandi, iðinn, námfús og
áberandi samviskusamur. Vinátta
okkar spannar rúm 60 ár og aldrei
bar skugga á þá vináttu.
Hafsteinn lauk burtfararprófi frá
Verslunarskóla íslands vorið 1941
og hóf þá störf í Landsbanka ís-
lands á Isafirði. Þá hafði ég starfað
þar í tæp 2 ár og þótti mér gott
að fá hann sem vinnufélaga. Laun
bankaritara voru þá 150 krónur á
mánuði. Ekkert var greitt aukalega
fyrir yfirvinnu, sem oft var mikil,
einkum seinni hluta árs, vegna
vaxtareiknings og ársuppgjörs. Að
nokkrum tíma liðnum var banka-
stjórninni í Reykjavík skrifað, að
frumkvæði Hafsteins, og farið fram
á kauphækkun. Þeirri beiðni var
vel tekið og laun okkar hækkuð í
200 krónur á mánuði. Sú prósentu-
hækkun þætti áreiðanlega góð í
dag. Við félagarnir undum hag
okkar vel í bankanum með frábær-
um_ vinnufélögum.
Á unga aldri gengum við Haf-
steinn í Skátafélagið Einheija á
ísafirði, fyrst sem ylfingar en síðar
sem skátar, er við höfðum aldur
til. Spennandi útilegur, skemmtileg
félagsstörf ásamt ferðalögum um
fjöll og firnindi að ógleymdum skát-
amótum, þar sem hæst bar jam-
boree, þ.e. alheimsskátamót, í Hol-
landi árið 1937, og þótti hápunktur
skátalífsins. í þessu einstæða ferð-
alagi okkar fórum við einnig til
Danmerkur, Noregs, Þýskalands
og Frakklands. Þetta var stórkost-
leg ferð. Þá var oft sungið við raust:
„Þegar sólin og vorið á veginum hlær
og vindar um ótilíf hvísla,
eru fjöllin og vötnin og vináttan kær,
og vina hver skógarins hrisla.
Þá biðjum við ekki um bíl eða hest
en með bakpoka gönpm við vegleysur mest
og í fallegum dal, þegar komið er kvöld,
þá kyndum við elda og reisum tjöld."
Hinir góðu eðlisþættir Hafsteins
sýndu, að hann var vel til forystu
fallinn, enda var leitað til hans
þegar Einheijar voru í miklum
öldudal og til stóð að leggja félag-
ið niður. Þá var hann kosinn félags-
foringi skátanna árið 1942 og hélt
hann um stjórnartauminn í mörg
ár og markaði djúp spor í sögu
Einheija. Hann lét ekki deigan síga
í félagsstörfum. Til marks um það
má nefna, að fyrir hans frumkvæði
var gamla þinghúsið í eigu bæjar-
félagsins keypt með góðum kjörum
og gert að skátaheimili, sem ennþá
er starfað í. Ennfremur stóð Haf-
steinn fyrir stofnun Hjálparsveitar
skáta á ísafirði, sem nýlega hélt
upp á 40 ára afmæli sitt. Þannig
mætti lengi telja.
En merkasti og hamingjuríkasti
þáttur í lífi Hafsteins var áreiðan-
lega er hann gekk að eiga Kristínu
Bárðardóttur 25. ágúst 1944. Betri
konu gat hann ekki valið, því hún
er einstaklega hlý og göfug kona,
sem hefur staðið við hlið manns
síns alla tíð eins og klettur, veitt
honum ómetanlega hjálp og um-
hyggju í lífinu. Þau voru mjög sam-
rýnd hjón og eignuðust þijú mann-
vænleg börn: Bárð, skipaverkfræð-
ing, Guðrúnu Kristjönu, iðjuþjálfa
og Hannes, doktor í matvælafræð-
um, sem öll starfa hér.
Hafsteinn starfaði í Landsbank-
Kveðjuorð:
EinarA. Einarsson
anum í 47 ár á meðan heilsan leyfði
og þótti hann mjög fær og góður
starfsmaður er naut trausts yfír-
manna sinna. Honum voru því falin
margvísleg ábyrgðarstörf innan
Landsbankans og hann var útibús-
stjóri til margra ára. Síðast sátum
við Hafsteinn saman á skátafundi
1. apríl sl. í St. Georgs-gildi, en
skömmu seinna tók heilsu hans að
hraka verulega, þar til yfír lauk.
Þó nú syrti að, er minningin um
mætan eiginmann, föður og afa
mikil huggun harmi gegn.
Við Denna sendum Stínu, börn-
um og barnabörnum einlægar sam-
úðarkveðjur.
Að leiðarlokum þakka ég góðum
vini samfylgdina og óska honum
velfarnaðar í öðrum heimi, þar sem
kærleikurinn og réttlætið ræður
ríkjum.
Sveinn Eliasson.
Fæddur 17. október 1965
Dáinn 26. mars 1992
Sunnudaginn 26. apríl síðastlið-
inn barst okkur skólafélögunum
sú sorglega frétt að Einar Auðunn
væri látinn. Það var aðeins sólar-
hringur liðinn frá því að við kom-
um saman sem Réttó ’65 og áttum
yndislegt laugardagskvöld. Þar
var Einar Auðunn mættur bros-
andi og kátur eins og ávallt. Hann
sagði okkur frá litlu dóttur sinni
sem hann var mjög stoltur af.
Ekki datt okkur í hug að þetta
væri kveðjustund Einars Auðuns.
Hann sem átti allt lífíð framund-
an. En vegir Guðs eru órannsakan-
legir, honum voru ætluð önnur og
meiri verk.
Við skólafélagar Einars Auðuns
sendum Erlu, Silfá og öðrum ást-
vinum, okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
rfJesús, bróðir vor og frelsari. Þú þekkir
dánarheiminn. fylgdu vini vorum, þegar vér
getum ekki fylgst með honum lengur. Mis-
kunnsami faðir, tak á móti honum. Heilagi
andi, huggarinn, vertu með oss. Arnen."
Skólafélagamir úr Réttar-
holtsskóla.
"var einhver að tala um
á útimálningu og viðarvörn?"
OKKAR
VERÐ ERU
VERÐDÆMI
SADOLIN
[ sterk múrmálning
9 L verd frá
HORPU
SILKI
10 L verdfrá
l HÖRPU þAKVARI 20 L verdfrá
8.903,-
Komdu og kynntu þér málin og gerðu
M
METRÓ
mögnuð verslun f mjódd
Álfabakka 16 @670050
G.Á. Böðvarsson hf.
SELFOSSl
%
Ílnlngar ,,
ijonOstan hf
akranesl
malningai
poia