Morgunblaðið - 26.05.1992, Side 46

Morgunblaðið - 26.05.1992, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 Aldarminning: Hannes J. Jónsson — Ólöf G. Stefánsdóttir Fæddur 26. maí 1892 Dáinn 21. júli 1971 Fædd 12. maí 1900 Dáin 23. júlí 1985 Hannes Jónas Jónsson fyrrver- andi kaupmaður var fæddur 26. maí 1892 og hefði því orðið hundr- að ára nú á þessu ári. Hann var fæddur á Þóreyjamúpi í Línakra- dal, Kirkjuhvammshreppi, Vestur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Jón L. Hansson bóndi og kaup- maður sem var fæddur 1864 í Hvammi í Langadal, dáinn 1940 í Reykjavík. Móðir Hannesar var Þorbjörg Sigurðardóttir, fædd 1859 í Klömbrum í Vesturhópi, dáin í Reykjavík 1936. Hans, faðir Jóns, var fæddur 1816 á Þorbrandsstöðum í Langa- dal, kona hans, amma Hannesar, var Kristín Guðmundsdóttir, Þor- varðardóttir. Hans var sonur Nat- ans Ketilssonar, bónda og homo- pata. Dáinn á Þóreyjamúpi 1887. Bjó á Hvammi í Langadal og Þór- eyjamúpi í Vesturhópi. Móðir Hans Natanssonar var Sólveig Sigurðar- dóttir, bónda í Hvammi í Langadal. Foreldrar Þorbjargar, móður Hannesar, vom Sigurður Sigurðs- son bóndi, smiður og hreppstjóri í Klömbrum í Vesturhópi, fæddur 1828 í Óttarsstaðakoti en ólst upp á Gmnd á Álftanesi í Garðasókn. Hann hrapaði til bana í Vatnsnes- íjalli 1877. Kona Sigurðar var Ragnhildur Snorradóttir fædd 1832 á Efra-Núpi í Miðfirði. Dáin í Skarði á Vatnsnesi 1917. Foreldrar Ragn- hildar vom Þorbjörg Ámadóttir og Snorri Jónsson, hreppstjóri, bóndi og dbr.maður. Hann var áttundi Snorrinn frá Þórdísi Snorradóttur, Sturlusonar. Hannes Jónas var elstur systkina sinna sem upp komust, þau vom: Hanáína Kristín, fædd 1893, dáin 1908, Guðmannía Ögn, fædd 1895, dáin 29. desember 1970, Jón Gunn- ar kaupmaður og veitingamaður, fæddur 1896, dáinn 1960, Pétur Stefán læknir á Akureyri, fæddur 1900, dáinn 1969. Um Hannes orti Símon Dalaskáld þessa vísu: Hannes Jónas hreinum þjónar dyggðum, yndi ljáir, ama frí, augun bláu lýsa því. Hálfsystkini Hannesar vora átta Fædd 23. janúar 1915 Dáin 15. maí 1992 í dag er til moldar borin tengda- móðir mín, Elka Guðbjörg, sem andaðist í Landakotsspítala 15. maí sL eftir langa baráttu við sjúkdóm sinn, sem hún mætti af æðmleysi og kjarki einstaklingsins sem vanur er að bjarga sér sjálfur. Elka fæddist í Hafnarfírði og átti þar æskuár sín í foreldrahúsum þeirra Valgerðar Bjarnadóttur og Þorláks Benediktssonar, ásamt bróður sínum og systur, en að þeirra tíma sið fór hún snemma að vinna við fískreitina og síðar var hún send í vist hjá fjölskyldum, sem betri efni höfðu, en bæði var að tekjuvon- in var meiri í síldinni og ævintýra- þráin bjó í bijósti hennar og réðst hún í sfldina á Siglufirði með hundr- uðum ungra manna og kvenna sem þangað streymdu ár hvert að leita fjár og frama. Siglufjörður hafði aðdráttarafl segulsins, sem dró til sín æskumennina með von um bætt- an hag og að geta á stuttum tíma aflað fjár til menntunar eða ann- sem faðir hans, Jón L. Hansson, átti með konu sinni Guðrúnu Áma- dóttur frá Hlíð í Þorskafírði og tvo hálfbræður átti hann, en móðir þeirra var Jónína G. Arinbjörnsdótt- ir frá Hymingsstöðum í Reykhóla- sveit. Jón bjó á Þóreyjamúpi, Vatnshól og á Syðri-Þverá í Vestur- hópi og stundaði kaupskap og versl- un á Hvammstanga. Flyst vestur á firði og er þar búsettur í nokkur ár en fer síðan suður tii Reykjavík- ur þar sem hann var aðallega við verslunarstörf. Haustið 1907 fór Hannes Jónas til Reykjavíkur til náms. Hann sett- ist í Verslunarskólann og lauk það- an verslunarprófi tveimur ámm síð- ar. Síðan lá leiðin norður aftur og gerðist hann starfsmaður kaupfé- lagsins á Hvammstanga og um skeið var hann kennari. Árið 1911 hélt hann þó aftur til Reykjavíkur og hóf störf hjá föðurbróður sínum, Pétri Hanssyni, sem þá hafði versl- unarrekstur í Ásbyrgi, Hverfísgötu 71. Hannes stundaði verslunarstörf og sjómennsku næstu árin. Hann kvæntist árið 1919 Andreu Andrés- dóttur frá Eyrarbakka, þau höfðu kynnst í Verslunarskólanum. Þau réðust í það stórvirki að stofna eig- in verslun á Laugavegi 28. Þeim var vel treyst enda seldu þau góða og ódýra vöra. Verslunin gekk vel þar til veikindi steðjuðu að. Andrea kona hans lésta af bamsfömm 1920, en dóttir þeirra, Málfríður, ólst upp hjá móðursystur sinni, Málfríði Jónsdóttur. Hannes kvæntist aftur, Ólöfu Stefánsdóttur frá Kumbaravogi við Stokkseyri. Þau eignuðust stóran bamahóp. Vegna veikinda hans fór þá að halla undan fæti. Verslunin varð gjaldþrota, enda hafði hann fyrir mikilli ómegð að sjá. Með hjálp góðra manna, seiglu og baráttuvilja tókust þau hjón á við erfíðleikana og héldu velli á þessum erfíðu tím- um. Árið 1932 fluttu þau í þriggja herbergja íbúð í verkamannabú- stöðum við Ásvallagötu í Reykjavík, sem þá vom nýbyggðir. Þar vegn- aði þeim vel og þótt þröngt væri um hina stóm fjölskyldu hefur böm- unum reitt vel af í samfélaginu og orðið nýtir þjóðfélagsþegnar. Ólöf Guðrún og Hannes Jónas bjuggu í farsælu hjónabandi og eignuðust 11 böm sem öll em á lífi. Afkomendur þeirra munu nú arra drauma, sem svo erfítt var að uppfylla á þessum tíma. Elku beið þó fleira en sfldin á Siglufírði, því þar hitti hún ungan innfæddan mann Pái Þorleifsson frá Staðarhóli og að skömmum tíma liðnum ákváðu þau að ganga saman æviveginn og settist því Elka að á Siglufirði og bjuggu þau þar til ársins 1945, að þau fluttu til Hafn- arfjarðar og skömmu síðar til Reykjavíkur. Á Siglufjarðaráranum rættust ekki draumar um fé, en mikil hamingja og ástir góðar urðu hlutskipti þeirra og þar eignuðust þau einkadótturina Valgerði, sem þau seinna gáfu mér unga að ámm og með því fylgdi ást og umhyggja, sem óx með stækkandi fjölskyldu og vaxandi árafiöida. Það var sjaldan lognmolla í kringum hana tengdamömmu og ekki vomm við alltaf sammála, — eða hún umhverfinu, en hún var kát og einörð og þótti góður félagi á vinnustað og hrókur alls fagnaðar í vinahóp og á góðum stundum. Þannig var hún konan sem gaf mér hana dóttur sína, hún gat verið vera um 100 talsins. Oft var þröngt í búi og annasamt á þessu mann- marga heimili, en allt bjargaðist þó vel. Þeir vora ófáir samferðamenn- imir sem þekktu Hannes, er það m.a. ljóst af þeim viðtökum, sem endurminningar hans, „Hið guð- dómlega sjónarspil", hlutu er þær vom gefnar út. Hannes bjó yfír margbrotnu lundarfari. Hann var greindur vel, hafði gott skopskyn, áhuga- og ákafamaður um flesta hluti og myndaði sér skoðanir um allt milli himins og jarðar. Hann gerði gott og hjálpaði þeim er hann gat og vom hjálparþurfí. Hann hafði mjög einlægan áhuga á því, að afkom- endur hans nytu góðrar menntunar. Hann var Ieiðbeinandi og fyrirmynd um marga hluti og var óþreytandi við að miðla af margbrotinni lífs- reynslu sinni. Sérstakan áhuga hafði hann á ýmiskonar ritstörfum og skrifaði mikið í blöð og tímarit. Má þar m.a. nefna þættina „Af gömlum blöðum" í Lesbók Morgun- blaðsins. Hannes var víðlesinn og vel að sér um flesta hluti og mat mikils einlægni og var sjálfur ófeiminn að viðurkenna eigin mistök og vitleys- ur. Hannes var forlagatrúar, hann trúði í einlægni á Guð og forsjá hans. Hann var sannfærður um til- vist góðs og ills og að vitleysumar væm til þess fallnar að læra af þeim. Trú hans var sannfæring, sem vitsmunir og reynsla skópu honum smám saman. Hannes fór að heim- an með húnvetnska þráann í vega- nesti, varð stórlax og eignamaður, barðist við heildsalavald og öfga- stefnur, féll í lífsglímunni en hélt þó velli. Ólöf Guðrún Stefánsdóttir hefði orðið níutíu og tveggja ára í þessum mánuði ef henni hefði enst aldur til, en hún var fædd 12. maí árið 1900 og andaðist 23. júlí 1985. Hún var fædd að Kotleysu við Stokkseyri en ólst upp í Kumbara- vogi hjá foreldrum sínum, Sesselju Sveinbjömsdóttur frá Þórarinsstöð- um og Kluftum í Hrunamanna- hreppi, Ámessýslu, og Stefáni Ólafssyni frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, Vestur-Skaftafells- sýslu. Systkini Ólafar em Valdimar fyrrverandi vömbflstjóri, sem nú dvelur á öldmnardeild Landspítal- ans í Hátúni lOb, 96 ára að aldri, nokkuð ellimóður, en andlega hress, em í skapi og minnið gott. Systir Ólafar var Guðrún sem andaðist á Eliiheimilinu Gmnd að morgni þrettándadags jóla 1992 á hundrað- asta og öðm aldursári. Hálfsystir þeirra var Margrét sem lengst af bjó í Bakkakoti í Meðallandi. Foreldar Sesselju, móður þeirra systkina, vom ættaðir frá Kluftum, hvöss, en hún átti stórt hjarta og hún var vel hugsandi fyrir lítil- magnann. Nú hefur Elka haft vistaskipti og horfíð yfír móðuna miklu til fundar við maka sinn, sem 15 ámm áður var kallaður á vit eilífðarinnar og verður þar fagnaðarfundur, en henni fylgja vonir og bænir fjöl- skyldunnar til Alföðurs um eilífa náð og miskunn. Fari hún svo sæl frá þrautum til betri heims og hvfldar. Hafi hún góða ferð og góða heimkomu, — og þökk fyrir samfylgdina með ömmu- og langömmubömunum. Hreinn Bergsveinsson. Hún amma okkar var ekki sú ímynd sem gjaman er dregin upp af ömmum í bamabókum þar sem þær sitja í mggustólunum sínum, gráhærðar með hnút í hnakkanum, gleraugu, herðasjal og handavinnu, segjandi bömum sögur og rétt standa upp til þess að gauka bakk- elsi að gestum og gangandi og þá helst nýbökuðum pönnukökum. Nei, hún amma vann úti fram til 69. ára aldurs og átti aldrei mgg- ustól. En hún átti svosem með kaff- inu ef einhver rakst inn og alltaf gat hún rétt okkur vettlinga og sokka þegar þannig stóð á, því verk- laus gat hún aldrei verið. Hún var nútímaamma af gamla skólanum, vildi vera móðins en Þórarinsstöðum, Hafnkelsstöðum, Kaldbak og Tungufelii í Hmna- mannahreppi. Sesselja var dóttir Sveinbjamar bónda á Kluftum í Ytri-Hreppi, Jónssonar, bónda í Tungufelli, Sveinbjömssonar, bónda á Kaldbak, Jónssonar. Móðir Sveinbjamar var Guðrún Guð- mundsdóttir, bónda og bólusetjara í Hellisholtum, bróður Margrétar, móður Magnúsar Andréssonar al- þingismanns í Syðra-Langholti. Guðmundur var sonur Ólafs bónda á Efra-Seli, Magnússonar og konu hans, Marínar Guðmundsdóttur, bónda á Kópsvatni, Þorsteinssonar. Móðir Sesselju var Guðrún Ög- mundsdóttir, bónda á Rafnkelsstöð- um, Ambjömssonar og konu hans Sesselju Guðmundsdóttur, bónda á Sandlæk, Bjömssonar. Móðir Sess- elju Guðmundsdóttur var Guðrún Ámundadóttir, smiðs og málara í Syðra-Langholti, Jónssonar og konu hans, Sigríðar Halldórsdóttur. Stefán, faðir þeirra systkina, Guðrúnar, Valdimars og Ólafar, var sonur Ólafs bónda á Syðri-Steins- mýri í Meðallandi, Ólafssonar, bónda í Skurðbæ, Jónssonar. Móðir Ólafs á Steinsmýri var Þuríður Ei- ríksdóttir, bónda á Syðri-Fljótum, Eiríkssonar og konu hans, Halldóru Ásgrímsdóttur. Móðir Stefáns var Margrét Gissurardóttir, bónda í Rofabæ, Jónssonar og konu hans, Sigríðar Bjamadóttur. Ættmenni Stefáns Ólafssonar hafa búið í Meðallandi allt frá og fyrir Skaftárelda. Ólöf Stefánsdóttir hleypti heim- draganum ung að ámm og hélt til Reykjavíkur um 1920 og giftist nokkm síðar Hannesi Jónssyni, kaupmanni. Hann hafði áður verið kvæntur Andreu Andrésdóttur, en misst hana af bamsfömm. Þau Andrea og Hannes eignuðust eina dóttur, Málfríði, sem ólst upp hjá halda um leið í það gamla. Það var engin lognmolla í kring- um ömmu því hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á öllum hlutum og var ófeimin að segja það sem henni bjó í brjósti. Þessi hreinskilni féll ekki alltaf í góðan jarðveg en var ekki illa meint enda vildi hún öllum vel, það vita þeir sem hana þekktu. Hún hafði mjög gaman af að segja frá og gerði skemmtilega því hún sá gjaman spaugilegu hlið- arnar á hlutunum. móðursystur sinni, Málfríði Jóns- dóttur. Þau Ólöf og Hannes bjuggu í farsælu hjónabandi og lengst af stóð heimiii þeirra eða í hálfa öld, á Ásvallagötu 65 í Reykjavík. Oft var þröngt í búi á þessu mann- marga heimili en bjargaðist þó vel. Má það mikið þakka dugnaði Ólafar sem aldrei féll verk úr hendi og lagði oft nótt við dag til að sinna sínu stóra heimili og voru þau sam- hent um það bæði hjónin. Þau eign- uðust 11 böm sem öll em á lífi og við góða heilsu. Þau era í aldurs- röð: Sveinbjöm, rekstrarstjóri, fæddur 1921, kvæntur Halldóm Sigurðardóttur; Stefán, verkefnis- stjóri, fæddur 1923, var kvæntur Ásdísi Jónsdóttur, skilin; Pétur, deildarstjóri, fæddur 1924, kvæntur Guðrúnu Ámadóttur; Sesselja, hús- móðir, ekkja, fædd 1925, var gift Málfreð F. Friðrikssyni; Ólafur Hannes, prentari, fæddur 1926, kvæntur Þorbjörgu Valgeirsdóttur; Andrea Kristín, starfsmaður hjá flugmálastjórn, fædd 1928, ógift; Björgvin, starfsmaður hjá Flugleið- um, fæddur 1930, kvæntur Mar- gréti Hallgrímsdóttur; Jóhann, hús- asmiður, fæddur 1930, kvæntur Margréti Sigfúsdóttur; Jón Stefán, húsasmíðameistari, fæddur 1936, kvæntur Droplaugu Benediktsdótt- ur; Sigurður Ágúst, stýrimaður, fæddur 1937, var kvæntur Erlu Lámsdóttur, skilin; Þorbjörg Rósa, húsmóðir, fædd 1939, gift Guð- mundi Haraldssyni. í tilefni aldarminningar hafa af- komendur hjónanna Ólafar Stefáns- dóttur og Hannesar Jónssonar ákveðið að efna til samkomu sem fyrirhugað er að halda á hundrað- ustu ártíð ættföðurins, Hannesar Jónssonar, sem er 26. maí 1992. Samkoman verður haldin í Síðu- múla 11, 2. hæð. P. Amma var mikil spilakona og við spilaborðið var hún alveg í essinu sínu. Hún var mjög dugleg að sækja félagsmiðstöðvar þær er buðu upp á spilamennsku og eins var hún í fjögurra manna spilaklúbbi sem hittist reglulega og spilaði brids. Það er svolítið einkennilegt að hugsa til þess að nú skuli amma hafa kvatt þennan heim, þar sem hún hefur alltaf verið fastur punkt- ur í tilverunni. Eins og hjá flestum fjölskyldum hafa skapast fastar hefðir í kringum hátíðir og tyllidaga og átti amma stóran þátt í því, t.d. leið ekki sá jóladagur að fjölskyldunni væri ekki raðað í kringum borðstofuborðið á Kleppsveginum og svo var spilað púkk allan heila daginn. Margar þessara hefða munu halda sér en aðrar hverfa með ömmu, breyttir tímar munu sjá til þess. En við systkinin munum sjálfsagt alltaf búa að því að hafa átt hana ömmu og þekkt svo lengi og það kemur í okkar hlut að segja bömunum okk- ar frá henni ömmu lang. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfír mér. (H. Pétursson) Við þökkum ömmu fyrir sam- fylgdina og biðjum góðan Guð að taka vel á móti henni. Barnabörn. Elka G. Þorláks- dóttir - Minning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.