Morgunblaðið - 26.05.1992, Page 49

Morgunblaðið - 26.05.1992, Page 49
49 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 og samstarfsmenn um langan tíma og þau kveðja hann í einlægri þökk. Halldór Asgrímsson. í fáum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns, félaga og vinar, Oskars Guðnasonar á Höfn. í fáum orðum því að sjálfum hugnaðist honum ekki ofhlað eða mærð og enn síður óverðskuldað lof. Stráklingur vissi ég einhver deili á Óskari bílstjóra, uppkominn þekkti ég Óskar verkstjóra og síðar hrað- frystihússtjóra og síðar átti ég eftir að flytjast inn á yndislegt heimili hans og konu hans, Kristínar Björnsdóttur, sem verðandi tengda- sonur. Vinátta og kynni hafa síðan haldist óslitið þar til leiðir nú skilj- ast. Ef lýsa ættí einhverjum eðliskost- um Óskars kemur mér fyrst í hug fádæma fyrirhyggja og rökleg skipulagning verka í sroáu og stóru. Hann var einnig verklaginn með afbrigðum og afkastamaður í besta lagi enda vel að manni hvað líkams- burði snerti. Allt þetta hefði þó ekki dugað til ef ekki bættist við að hug- ur fylgdi máli sem löngum verður þyngst á metunum. Þegar ég las yfír drög Óskars að minningu um ferð, sem hann efndi til árið 1932, en þá fór hann með farþega frá Höfn til Reykjavíkur, sunnanlands, á bíl sínum, Ford- vörubíl eins og hálfs tpnns. Ég vissi að á þeim tíma voru á þessari leið a.m.k. 15 vatnsföll, stór og smá óbrúuð, bjóst því við að sjá nokkuð ævintýralega lýsingu á vatnabrasi og jafnvel svaðilförum. En því fór íjarri. Fram kemur að vísu að ferð- in var nokkuð erfið en það sem upp úr stendur er í rauninni lýsing á þeirri höfðinglegu gestrisni sem ferðalangar nutu á leið sinni. Þetta var verklag Óskars Guðnasonar. Óskar átti eftir að eiga marga bíla og ferðaðist mikið um landið, byggðir þess og ekki síður óbyggð- ir. Hann unni landi okkar heitt og minni hans á örnefni og landslag var með ólíkindum. Störf hans á unga aldri gáfu líka tilefni til kynna á landinu, ungur var hann smala- drengur í Dilknesi og á Viðborði og síðar við vegagerð m.a. í Berufirði og á Snæfellsnesi. Þótt hugur Óskars stæði til mennta á unga aldri varð skóla- gangan ekki löng. Erfiðisvinna kall- aði að og á árum kreppu leyfði efna- hagur ekki mikinn tilkostnað. En símenntun, sem nýlega er farið að nefna á nafn, reyndist Óskari dijúg- ur kostur enda var hann lestrarhest- ur mikill svo sem verið hafði Guðni faðir hans, en hann held ég hafi haft eitthvert mesta lestrarþol sem ég hef kynnst hjá nokkrum manni. Óskar var meiri fagurkeri en margan gat grunað sem ekki þekkti hann náið. Hann sótti mikið mynd- listarsýningar enda bróðir hans og mágur, þeir Svavar Guðnason og Höskuldur Bjömsson, virtir mynd- listarmenn og hann var kunnugur fieiri listamönnum, s.s. Jóhannesi Kjarval. Kona Öskars, Kristín Björnsdóttir, var tónelsk og lék á hljóðfæri og studdi Óskar hana við það hugðarefni svo sem það safn nótnabóka, sem hann dró að, ber glöggt vitni. Sjáifur var hann mikill ljóðaunnandi og sparaði ekki að læra þau kvæði sem mest höfuðu til hans. Störf Óskars tengdust löngum fiskverkun og verkstjórn. Ungur flutti hann ís úr Hoffellsjökli á bíl sínum í gamla íshúsið á Höfn og átti síðar, um miðja öldina, eftir að stjórna tæknivæddi frystihúsi og fiskiðjuveri Kaupfélags Austur- Skaftfellinga. í því sambandi sendi kaupfélagið hann í fróðleiksferð um þessa hluti til Evrópu og Bandaríkj- anna. Óskar lagði sig líka mjög fram í sambandi við hafnarmál Hornfírð- inga og mun hafa reynst þar betri en enginn. Kristín og Óskar eignuðust sex börn, Guðna, Lovísu, Birgi, Knút, Ólöfu Auði og Margréti Kristínu. Kristín Björnsdóttir, kona Óskars, lést árið 1972 og Knútur, sonur þeirra, fórst í flugslysi árið 1973. Líf Óskars var þannig sambland ljúfrar hamingju og þungbærra rauna. Þeim tók hann með stillingu og æðruleysi. Hér hefur verið getið nokkurra þátta úr lífshlaupi Öskars Guðna- sonar og er þó mest ótalið það sem hann var sínum nánustu — óþreyt- andi í hjálpsemi sinni og röskleika svo börnum, tengdabörnum sem barnabörnum. Sem betur fer höfð- um við tækifæri til að þakka það meðan hann var enn lífs. Mig langar að síðustu að minnast þess er ég kom í Sólgerði, heimili þeirra Kristínar, Óskars og barna þeirra, til að eignast nýja fjölskyldu. Þær minningar tengjast með öðru ljúfsemd Kristínar og röskleika at- hafnamannsins Óskars. Annir voru miklar en gott atlæti var ekki spar- að. Þökk sé þeim. Hallgrímur Sæmundsson. * Þórður O. Þorvalds- son - Kveðja Fæddur 26. febrúar 1934 Dáinn 15. maí 1992 Fallinn er frá fyrir aldur fram Þórður Ólafur Þorvaldsson, lög- reglumaður í lögregluliði Hafnar- ijarðar. Það voru okkur mikil sorg- artíðindi er frétt barst 15. maí að hann væri látinn. Höfðum við félag- ar hans fylgst með ferð hans til London til að leita sér lækninga en þetta var önnur ferð hans til að gangast undir skurðaðgerð vegna illvígs hjartasjúkdóms og fór hann fyrir nokkrum árum í sama til- gangi. Fréttir bárust um að allt hefði gengið vel og kom Þórður heim og var lagður inn á Landspítai- ann þar sem hann vonaðist eftir að vera útskrifaður sama dag og hann lést. Þórður hélt utan 1. maí og er hann kom að kveðja vinnufélaga sína 30. apríl var skrafað í léttum dúr yfir kaffibolla, að hann hefði valið sér 1. maí til að fara til Lond- on og má segja að það hafi verið sérstakur hátíðisdagur í huga Þórð- ar sem var vinstrisinnaður. Ófáir morgnar bytjuðu á því að rætt var um stjórnmál og var hann mjög rökfastur í skoðunum er hann túlk- aði stjórnmálaskoðanir sínar. Þórður fór utan ásamt Karólínu, konu sinni, og eldri dóttur þeirra, Sigurlínu, ög með þeim var Fjóla sem hafði farið út með honum í fyrri aðgerðina og var greinilegt að honum vgr styrkur í þessu samferðafólki sínu. Með fráfalli Þórðar er genginn einn af traustari mönnum sem starf- að hafa í lögregiuliði Hafnarfjarðar en hann gat ekki unnið vaktavinnu í nokkur ár vegna hjartasjúkdóms. Honum hafði verið falið starf sem fólst í skráningu á slysum og um- sjón með útgáfu skotvopnaleyfa og sóttu menn um að komast á skot- vopnanámskeið hjá honum. Þetta starf vann Þórður af háttvísi og trú- mennsku eins og öll þau störf sem honum voru lögð í hendur og þjón- ustulund var honum í blóð borin. Þórður hóf störf hjá Lögreglunni í Hafnarfirði 1. júní 1972 og vann áður hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og á sínum yngri árum hjá Eimskip- um. Þórði var í blóð borið að teikna og mála myndir. Hann hafði fyrir nokkrum árum komið sér upp hús- vagni sem hann hafði fengið aðstöðu fyrir á Laugarvatni og hafði hann átt margar góðar stundir þar með fjölskyldu sinni á liðnum sumrum. Það var gæfa hveijum manni að kynnast Þórði því þar fór einlægur og góður lögreglumaður sem ekki hafði sig mikið í frammi og sinnti öllu því sem honum var falið að gera. Nú hefur Þórður farið í sitt lokaútkall og viljum við félagar Þórðar í lögregluliði Hafnarfjarðar biðja algóðan' guð að styrkja fjöl- skyidu hans á erfíðum sorgartímum. Hvíli vinur minn í friði. Gissur Guðmundsson, formaður Lögreglufélags Hafnarfjarðar. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför JÓNS GÍSLASONAR, Álftröft 7, Kópavogi. Halldór Gíslason, Sigurborg Jakobsdóttir, Gunnþóra Gísladóttir, Stefán Gíslason. BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. t Innilegar þakkir til allra, sem vottuðu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU EBENESERSDÓTTUR, Hlff, ísafiröi, áður til heimilis á Brunngötu 12. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði. Halldóra Þorláksdóttir, Sigurður Þorláksson, Guðmundína Þ. Hestnes, Jón Þorláksson, Gísley Þorláksdóttir, Guðjón Sigtryggsson, Elísabet Guðbjartsdóttir, Sverrir Hestnes, Sigurbjörg Kristinsdóttir, Kristinn Öri barnabörn og barnabarnabörn. Jrn Jónsson, t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF HELGA FERTRAMSDÓTTIR frá Nesi í Grunnavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. maí kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir að láta Slysavarnafélag íslands njóta þess. Guðbjörg Halidórsdóttir, Gunnar Haildórsson, Ólafur Halldórssön, Ingólfur Halldórsson, Margrét Halldórsdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Pétur Pétursson, Álfhildur Friðriksdóttir, Margrét Reimarsdóttir, Anna Dóra Ágústsdóttir, Gústaf Gústafsson, Ingólfur Konráðsson, Guðrún Björnsdóttir, barnabörn og fjöiskyldur þeirra. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORKELL GUÐMUNDSSON frá Jörfa, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sem lést sunnudaginn 24. maf, verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju föstudaginn 29. maí kl. 11.00. Snjólaugur Þorkelsson, Ása Valdimarsdóttir, - Guðmundur Valdimarsson, Þorkell Valdimarsson, Valdis Valdimarsdóttir, Halldór Snjólaugsson, Ástþór Snjólaugsson, Katrín Snjólaugsdóttir Jónfna Halldórsdóttir, Eyjólfur Harðarson, Rósa Mýrdal, Eygló Harðardóttir, Hjalti Njálsson, Jónfna Oskarsdóttir, Eyrún Jensdóttir, og barnabörn. t Faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR GUNNLAUGSSON, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 27. maí kl. 13.30. Soffía Óskarsdóttir, Margrét Óskarsdóttir, Viðar Óskarsson, Ragnar Óskarsson, Gunnlaugur Óskarsson, Hjördfs Oskarsdóttir, Árni Heiðar, Gunnsteinn Sigurðsson, Sigrföur Friðþjófsdóttir, Sigrfður Stefánsdóttir, Lovísa Hermannsdóttir, Ronnie Walker, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar og sonar, HANNESAR NORDALS MAGNÚSSONAR. Ásta Valdimarsdóttir, Guðrún Margrét Hannesdóttir, Valdimar Kristinn Hannesson, Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir. t Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORKELS HALLDÓRSSONAR, Sæmundargötu 6, Sauðárkróki. Ósk Þorkelsdóttir, Örn Þorkelsson, Erna Þorkelsdóttir, Katrfn Þorkelsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Óskar Karlsson, Aðalbjörg Valbergsdóttir, Hjálmar Jónsson, t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGÓLFS GÍSLASONAR frá Vestmannaeyjum, Eskihlíð 14a, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Stefánsdóttir, Steinunn Ingólfsdóttir, Vigfús Ingólfsson, Gísli Ingólfsson, Linda Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.