Morgunblaðið - 26.05.1992, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992
Rykgrímur fyrir allar
aðstæður
ÁRVÍK
ÁRMÚU 1 - REYKJAVÍK - SlMI 667222 -TELEFAX 687295
Verð fra
„31.120,-
ál VSK j
UMBOÐS- OG HEILDVERSL UNIN
BlLDSHÖFÐA 16SIMI672444 TELEFAX672580
VÁKORTALISTÍ
Dags. 26.5.1992. NR. 83
5414 8300 0362 1116
5414 8300 2890 3101
5414 8300 2717 4118
5414 8300 2772 8103
5414 8301 0407 4207
5421 72**
5422 4129 7979 7650
5412 8309 0321 7355
5221 0010 9115 1423
Ofangreind kort eru vákort,
sem taka ber úr umferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
og sendir sundurklippt til
Eurocards.
/? ---a
B
v- --------
KREDITKORTHF.
Ármúla 28,
^ 108 Reykjavík, sími 685499 j
fc>lk í
fréttum
Hin hlióin
Þrjú leikrit
Monika ★ Marbendill ★ Marflóin
eftir Erling E. Hallðórsson; iást hjá Eymundsson og í M&M.
Um Marbendil: í leikritinu komu líkf og í lífinu fyrir ougnablik
full df glamri merkingarlausra orða. En þegar hitnaði í kolunum þó brunnu setn-
ingar af vörum og áheyrandinn varð ungur af nýrri reynslu.
Um Marflóna: Verk Erlings eru...augnabliksmyndir er lýsa er best lætur ofan í
hyldýpi mannssálarinnar, gjarna í hæðnistón. Mbl. Ólafur M. Jóhannesson.
Pöntunarsími: 95-13359. LeÍkliStarstÖÍÍO.
ÍÞRÓTTIR
Bandarísk íþróttahelja að
verða eyðni að bráð
FUNDAHÖLD
Norrænir kvikmyndaleikstjórar
Stjóm norrænna kvikmyndaleikstjóra kom saman til fundar er kvik-
myndahátíðin var haldin í Cannes á dögunum og var þessi mynd
tekin við það tækifæri. Frá vinstri talið í aftari röð: Daniel Bergman frá
Svíþjóð, Oddvar Bull Tuhus frá Noregi, Hrafn Gunnlaugsson, Juuha Khomi
frá Finnlandi, Kristín Jóhannesdóttir og Friðrik Þór Friðriksson. í fremri
röð frá vinstri: Ebbe Preiser frá • Danmörku, Unni Straume frá Noregi
og Berit Nielsen frá Noregi.
LESTRARKEPPNI
Að lesa meira og meira
— meira í dag en í gær
Vorverkin í grunnskólunum eru
mörg. Nú á vordögum var
efnt til skemmtilegrar lestra-
keppni; Les-leikni ’92, í Tjarnar-
skóla. Lestur unglinga virðist vera
á undanhaldi og því þótti tilvalið
að hvetja nemendur, með einum
eða öðrum hætti, til að lesa.
Lestrarkeppnin stór í fjórar vik-
ur og fólst í því að nemendur áttu
að lesa „hver í kapp við annan“.
Eftir að lokið var við lestur tiltek-
innar bókar var hún skráð og síð-
an reiknað út hversu lesturinn
gæfí mörg stig. Að lokum gaf
némandinn skriflega umsögn um
bókina. Lesnu bækurnar hrönnuð-
ust upp og nemendur sáust lesa
sér til skemmtunar við öll möguleg
tækifæri. Flestir reyndust hafa
talsvert gaman af og margir lestr-
arhestar komu í leitirnar. Að fjór-
um vikum liðnum var hver nem-
andi búinn að lesa að meðaltali
fjórar bækur, nokkuð gott það.
Sigurvegarinn í lestrarkeppninni
reyndist vera Vilhelmína Eva í 9.
bekk. Hún las hvorki meira né
minna en 19 bækur. I öðru sæti
var Kristín Ösp einnig í 9. bekk,
en hún las 13 bækur. Á meðal
bókanna sem þær stöllur lásu má
nefna: Þrúgur reiðinnar, I dular-
Sigurvegararnlr í leskeppninni,
t.v Kristín Ösp og Vilhelmína Eva.
gervi, Vini á vegamótum, Mundu
mig ég man þig o.fl., o.fl. Sá bekk-
ur sem reyndist hafa samanlagt
hakkað í sig flestar bækurnar var
þó 8. bekkurinn.
Sigurvegararnir í Les-leikni ’92
fengu viðurkenningar fyrir frá-
bæran árangur. Stefnt er að því
að endurtaka Les-leikni og þá er
auðvitað markmiðið að slá út fyrri
met lestrarhestanna.
eim fjölgar sem falla í valinn
fyrir eyðni og þekktum per-
sónum fjölgar að sama skapi í réttu
hlutfalli. Fyrir skömmu kom það
reiðarslag yfír bandaríska alþýðu,
að einn ástsælasti íþróttamaður
þeirra er nú að fara á lokastig sjúk-
dómsins. Ekki er um Magic Johnson
að ræða, körkuknattleiksgoðið sem
kom fram fyrir skjöldu og játaði
smit, en hann er enn einkennalaus.
Sá sem um ræðir er Arthur Ashe,
tennisleikari, sem raunar er fyrir
all nokkru hættur að slá bolta.
Engu að síður er hann ein af mestu
íþróttahetjum Bandaríkjanna frá
sjöunda og áttunda áratugnum.
1968 vann hann opna bandaríska
meistaramótið og 1975 varð hann
fyrsti og enn sem komið er, eini
blökkumaðurinn til að vinna
Wimbledonkeppnina, er hann sigr-
aði Jimmy Connors í úrslitum.
Ashe gekkst undir hjartaskurð-
aðgerð árið 1983 og fékk þá meng-
að blóð. 1988 fannst HlV-veiran í
líkama hans og síðan hefur hann
freistað þess að láta á engu bera,
„einfeldlega vegna þess að það
kemur engum þetta við,“ sagði
hann, er fískisagan flaug loks síðla
vetrar. Hann var þá komin með
einkenni lokastigs alnæmis og
sagðist svo sem hafa getað átt von
á því að einhver gerði pressunni
viðvart. Hann hélt loks fréttamann-
afund þar sem hann sagði allt af
létta, „til að koma í veg fyrir kjafta-
sögur,“ eins og hann orðaði það
sjálfur. Á fundinum las hann frétta-
tilkynningu, en gat ekki lokið lestr-
inum vegna geðshræringar og
eiginkona hans Jeanne tók blaðið
úr höndum hans og las síðustu lín-
urnar. Ashe lagði á það þunga
áherslu að ekkert hefði verið bogið
við líferni sitt, rótin hefði verið
mengað blóð sem hann þáði sem
hjartasjúklingur. Ashe viðurkenndi
að hafa sagt ósatt um líkamlegt
ástand sitt nokkrum sinnum síðustu
misseri, „til þess að vernda fjöl-
skyldu mína,“ sagði hann, en hann
á 5 ára stúlkubarn, Camera Ashe,
með konu sinni. Ashe segist enn
fremur telja að ekki taki því lengur
að sýta orðinn hlut, heldur að spila
rétt úr þeim spilum sem eftir eru
á hendinni. Skoðun alls blóðs blóð-
gjafa hafi ekki hafist fyrr en 1985
og því sé ekki við neinn að sakast
og sjálfsagt hafi blóðgjafinn sem
um ræðir gefíð blóð í góðri trú á
sínum tíma.
Ashe var spurðu hvernig á því
hefði staðið að hann fór í eyðnipróf
á sínum tíma, hvað hefði bent til
þess að nauðsyn væri á slíku. Hann
svaraði því skilmerkilega, sagði að
hann hefði mætt í sjónvarpsviðtal
á CBS árið 1988 og er hann hefði
ætlað að sveifla hægri handleggn-
um til áhersluauka á orð sín hefði
hann sér til hryllings uppgötvað að
handleggurinn var allur dofinn og
óhreyfanlegur með öllu. Daginn
eftir hefði hann verið drifinn í rann-
sókn og þá hefði komið í ljós að
Ashe er nú 48 ára gamall og tekinn að horast eins og jafnan er
lokastig eyðni heldur innreið sína. Hér les hann fréttatilkynningu
um ástand sitt með Jeanne frú sína sér við hlið.
hann var með taugaígerð nokkra
sem oft er undanfari eyðni.
Blóðprufa var því óumflýjanleg og
óttuðust menn það versta og ekki
að ástæðulausu, enda hefði komið
á daginn að hann var smitaður.
1975 varð Ashe fyrsti og enn sem
komið er, eini blökkumaðurinn
til að vinna Wimbledonkeppnina
í tennis.