Morgunblaðið - 26.05.1992, Page 54

Morgunblaðið - 26.05.1992, Page 54
54 MOEGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1992 16 500 TI IE Prince oi Tmt s ÞRIÐJUDAGS- TILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350 A STRÁKANA í HVERFINU OGKRÓK. OÐUR TIL HAFSINS NICK NOLTE, BARBRA STREI- SAND f STÓRMYNDINNI, SEM TILNEFND VAR TIL SJÖ ÓSKARS VERÐLAONA. MYNDIN ER GERÐ EFTIR METSÖLUBÓK RITHÖFUNDARINS PATS CONROY. „Afar vel gert og leikið stórdrama um við- kvæm tilf inningamál og uppgjör f ólks við f ortíðina. Nolte er f irnasterkur að vanda." ★ ★★Vz SV. MBL. „THE PRIHCE OF TIDES “ EX HáG/EflAMYND MEB AFBURBA LEIKURUM, SEM UHKEHDUR GÖÐRA KVIKMYHDA JETTU EKKI AB L&TA FRAM HiA SÉR FARA! Leikstjóri: Barbra Streisand. Sýnd kl. 4.45,6.55,9.10 og 11.30. * KRÓKUR STRÁKARNIR DUSTIN HOFEMAN, ÍHVERFINU TULIA ROBERTS OG i^v f* BOB HOSKINS. Sýnd kl. 5 og 9. S^lM 1 wjjxmsma Sýnd kl. 11.30. Bönnuð innan 16 ára. BÖRN Sýnd kl.7.30ísalB. 10. sýningarmán. mm Bannfæringarárin í Hollywood Úr myndinni Grunaður um sekt. Kvikmyndir Amaldur Indriðason Grunaður um sekt („Gu- ilty By Suspicion"). Leik- stjóri og handritshöfund- ur: Irwin Winkler. Aðal- hlutverk: Robert De Niro, Annette Bening, George Wendt, Patricia Wettig, Sam Wanamaker og Martin Scorsese. 1991. Grunaður um sekt er að líkindum fyrsta bíómyndin síðan „The Front“ sem tek- ur á kommúnistaveiðunum í Hollywood er leiddu til þess að fjöldinn allur af hæfileikaríku fólki, sem á einhvem hátt var bendlað við kommúnisma i fortíð eða nútíð, hrökklaðist frá vinnu í kvikmyndaborginni og átti hvergi höfði að halla í sínu fagi. Að ekki hafi verið gerðar nema tvær bíó- myndir (eitthvað er til af sjónvarpsmyndum) um þessa sögulegu tíma virðist benda til að málið sé enn viðkvæmt í kvikmynda- borginni. Sem ekki er skrítið ef marka má þá lýsingu sem Grunaður um sekt gefur um atburði sem leiða til þess að mikilsmetinn kvikmynd- aleikstjóri fellur í ónáð og er í raun flæmdur frá Holly- wood. Robert De Niro leikur hann af þeirri vandvirkni og einbeitingu sem er hans vörumerki. David Merrill heitir leikstjórinn og er nýj- asta stjarnan í stéttinni; súperframleiðandinn Darryl F. Zanuck ber hann á hönd- um sér og Bogart vill gera með honum mynd. Allt er í lukkunnar velstandi þar til góður vinur hans nefnir nöfn frammi fyrir óamer- ísku nefndinni, til að halda vinnunni, og þ. á m. hans. í Ijós kemur að Merrill hafði mætt á tvo eða þijá fundi vinstrisinna 12 árum áður og ef hann nefnir ekki nöfn þeirra sem hann þá um- gekkst fær hann að fjúka. Engin auðveld leið er í stöðunni: Ef hann gefur upp nöfn er hann hreinsaður en getur ekki lifað með sjálfum sér, ef hann gerir það ekki verður hann að gefa líf sitt upp á bátinn. Hann velur síðari kostinn og er fljótur að hrapa, ferillinn glæsilegi fer í vaskinn, hann missir eignir og fær hvergi vinnu. Allt í einu er hann orðinn eins og bráðsmitandi pest, allir forðast hann. Glæpur- inn: Hann vill ekki gefa upp nöfn. Grunaður um sekt er býsna áhrifarík úttekt á ástandinu í Hollywood bannfæringarárin í kring- um kommúnistaveiðamar í landinu. Þó að leikstjórinn og handritshöfundurinn, Irwin Winkler (hann er af- kastamikiil framleiðandi en þetta er fyrsta myndin sem hann leikstýrir), einbeiti sér að ofsóknaræðinu sem veið- arnar skapa í Hollywood- samfélaginu gæti sögusvið- ið verið hvar sem er og í raun hvenær sem er og því á myndin erindi. En Holly- wood var valið af sérstökum ástæðum; með því að ráðast gegn „rauðu hættunni" í stjörnusamfélaginu fékkst ómetanleg auglýsing fyrir andstæðinga kommúnista. Winkler lýsir því vel hvernig óttanum er haldið við með hótunum, vinum er miskunnarlaust snúið gegn vinum, undirferlið gerir menn að skepnum, það skapast ofsóknaræði þar sem enginn getur treyst á annan, við tekur útskúfun og mannorðsmissir þess sem ekki kjaftar og stöðug- ar njósnir frá hendi FBI. Yrðu menn settir á hinn alræmda svarta lista var útilokað að þeir gætu unnið í Hollywood. Til að losna varð að gefa upp nöfn. Meðfram aðalsögunni gefur myndin athyglisverða lýsingu á kvikmyndaborg- inni Hollywood og hvernig innviðir hennar virka. Margt í henni vísar beint til bannfæringaráranna. Sam Wanamaker fer með lítið hlutverk lögfræðings en Wanamaker varð á sín- um tíma að flýja Hollywood vegna skoðana sinna. Merr- ill fær um tíma vinnu við bíómynd sem svipar mjög til vestrans fræga „High Noon“, sem er allegóría um kommúnistaveiðarnar og lýsir. samstöðuleysi í litiu bæjarfélagi gegn utanað- komandi ofsókn. Annette Bening leikur ágætlega fyrrum eiginkonu Merrills, George Wendt (Staupasteinn) er góður einnig sem áhyggjufullur vinur leikstjórans en það vottar fyrir ofleik hjá Patriciu Wettig (Á fertugs- aldri), hvers líf hrynur í rúst eftir að eiginmaður hennar kjaftar í nefndina. Leikstjórinn Martin Scor- sese kemur fram í litlu hlut- verki leikstjóra sem leggur á flótta til Bretlands og er frábær í hlutverkinu. ISTÆRSTA BÍÓIÐ ÞAR SEM ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 300 Á ALLAR MYNDIR NEMA KONU SLÁTRARANS Taugatrillirinn KONA SLÁTRARANS REFSKÁK STÓRGÓÐ GAMANMYND! HÚN SÉR FYRIR ÓORÐNA HLUTI, MEÐAL ANNARS AÐ DRAUMAPRINSINN SÉ Á NÆSTA LEITI. STÓRSKEMMTILEG ÁSTARSAGA! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. STÓRMYNDIN STEIKTIR GRÆNIR TÓMATAR ★ ★ ★G.E. DV. „Refskák er æsileg afþreying allt til lokamínútnanna." S.V. MBL. Sýnd kl. 5,7,9 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. UTLI SNILLINGURINN ★ ★★AI.MBL. Sýnd kl. 5.05, 7.05, I 9.05 og 11.05. HAIRHÆLAR Sýnd kl. 7.05 og 11.05. Síðustu sýningar. Árbæjarkirkja. Dagiir aldraðra í Arbæjarsókn HALDINN _ verður dagur aldraðra í Árbæjarkirkju á uppstigningardag, 28. maí, og hefst hann með guðs- þjónustu kl. 14. Allt eldra fólk í söfnuðinum er sér- staklega boðið velkomið til guðsþjónustunnar. Að lokinni messu verður farið niður í safnaðarheimili kirkjunnar og veislukaffi drukkið í boði Soroptimista- kvenna, er af mikilli rausn standa fyrir veitingum á þess- um degi. Pétur Sigurgeirsson biskup mun ávarpa samkomu- gesti, sönghópur úr Árbæjar- skóla syngur undir stjórn Ás- laugar Bergsteinsdóttur og auk þess verður almennur söngur undir stjórn kirkju- organistans, Sigrúnar Stein- grímsdóttur. Um leið verður sýning á þeim munum er eldra fólkið hefur unnið í opna hús- inu á miðvikudögum í vetur. Getur þar að líta marga fal- lega og nytsama muni sem vert er að sjá. Ég hvet sem flesta til þess að koma til kirkju á upp- stigningardag, hátíðisdegi aldraðra. Verið hjartanlega velkomin. Guðmundur Þorsteinsson. Vikunámskeið fyr- ir sjúkraþjálfara FÉLAG íslenskra sjúkraþjálfara hefur fengið hingað til lands DMSc Gertrud Roxendal sjúkraþjálfara til þess að halda vikunámskeið fyrir sjúkraþjálfara dagana 1.-5. júní nk. Gertrud hefur kennt við Háskólann í Lundi um allangt skeið en rekur nú „Skandinav- iska institutet för kroppskánnedom" og útskrif- ar þaðan þerapista og kenn- ara. Þann 29. maí nk. mun hún halda fyrirlestra sem bera yfirskriftina „The Body Ego and Body Awarness Therapy, a new treatment approach". Fyrirlestrarnir verða haldn- ir í fyrirlestrasal geðdeildar Landspítalans 3. hæð og eru frá kl. 13-17 og eru opnir öllum faghópum heilbrigðis- stétta á meðan húsrúm leyfir. VITASTIG 3 t1D| SÍMI623137 ’JdL Þriðjud. 26. maí. Opið kl. 20-01 TÓNLEIKAR KRISTBJÖRG SÓLMUNDARDÓTTIR & MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR leika lög frá ýmsum löndum HLJOMSVEITIN BURKNI: Margrét Sigurðardóttir, söngur Ragnar Emilsson, gítar Páll Hermannsson, gitar Eiður Alfreðsson, bassi Hafsteinn Ingimundarson, trommur Aðgangur kr. 200,- PÚLSIIMN nýtt blóð!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.