Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992 ERLENT INIMLENT vikuna 20/6-27/6 Kjaradómur hækkar laun embættís- manna um allt að 30% Kjaradómur kvað á föstudag upp úrskurð, þar sem laun æðstu emb- ættismanna ríkisins voru hækkuð um allt að 30%. Um er að ræða kerfisbreytingu á launagreiðslum, sem kjaradómur ákveður, sem felur í sér að föst laun eru hækkuð en ýmsar aukagreiðslur aflagðar. íslenskir fálkaþjófar handteknir í Danmörku Tveir ungir íslendingar voru handteknír í jámbrautarlest á Jót- landi síðdegis á laugardaginn með tvo fálkaunga í bakpoka. Aflífa varð annan ungann í Danmörku en hinn var fluttur norður í land á fimmtudag, en þar ætluðu starfs- menn Náttúrufræðistofnunar að reyna að koma honum í eitthvert fálkahreiður. Ekki er ljóst hvaðan ungamir voru teknir. Atlanta flýgur með friðargæslusveitir Breiðþota íslenska flugfélagsins Atlanta hefur að undanfömu flogið fyrir nígeríska flugfélagið Kabo með léttvopnaðar friðargæslusveit- ir á vegum Sameinuðu þjóðanna til ófriðarsvæða í Líbanon og Júgó- slavíu. Áformað er að halda þessum flutningum áfram. Bandarískir flugmenn fljúga vélinni, en yfir- flugstjóri, flugfreyjur og flugvirkj- ar eru íslensk. N orðanstrekkingur Alhvít jörð var víða norðanlands í vikunni og voru fjallvegir á Norð- urlandi og Vestfjörðum ófærir um tíma af þeim sökum. Einar Svein- bjömsson, veðurfræðingur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að kald- asti loftmassi á norðurhveli jarðar ERLENT Stjórnar- skíptí í Israel SIGUR Verkamannaflokksins í ísrael í kosningunum á þriðjjudag kom á óvart en í kosningabarátt- unni bentu allar skoðanakannanir til, að hann og Likudflokkurinn nytu svipaðs fylgis. Að vísu var sigurinn minni en talið var í fyrstu ,og hafa nú Verkamanna- flokkur og vinst- riflokkar 61 þingsæti af 120 en Likudflokkur, aðrir hægri- flokkar og trúar- legu smáflokk- amir 59. Engu að síður hefur verið bundinn endi á valdatímabil Likudflokksins í 15 ár og Yitzhak Shamir forsætis- ráðherra hefur gefíð í skyn, að hann ætli að hætta stjórnmálaaf- skiptum. Nú kemur það, í hlut Yitzhaks Rabins, leiðtoga Verka- mannaflokksins, að mynda stjóm og er búist við, að hún bæti sam- skiptin við Bandaríkjastjóm og verði sáttfúsari í viðræðunum við Palestínumenn og arabaríkin í við- ræðunum um frið í Miðaustur- löndum. Samið um Moldovu Forsetar Rússlands, Úkraínu, Moldovu og Rúmeníu hafa gert með sér samkomulag, sem á að stuðla að friði í Moldovu en þar væri yfir landinu. Nokkur dæmi em um svona kuldakast í júní frá undanfömum áratugum. Rússar vilja selja físk Rússneskir útgerðaraðilar í Múr- mansk hafa sýnt áhuga á að selja físk hér á landi. Auk þess vilja þeir eiga þess kost, að láta gera við skip sín hér. Áhugi er hjá Rúss- um að selja hér þorsk, karfa, unn- inn físk og fískimjöl eða yfírleitt allt það, sem íslenskir aðilar geta tekið við. Skerðingin 4 til 5 milljarðar Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VSÍ, gerði í vik- unni grein fyrir spá sinni um skerð- ingu útflutningstekna vegna minni þorskkvóta á næsta fískveiðiári. Hann segir að skerðingin verði lík- lega um 4,5 milljarðar króna. Veið- ar á öðmm stofnum muni vega upp á móti skerðingu þorskkvóta. íslendingar í 6. sæti í skákinni íslenska skáksveitin lenti í 6. sæti á Ólympíumótinu í skák, sem lauk í Manila á Filippseyjum á miðvikudag. Jóhann Hjartarson, stórmeistari, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta væri besti árangur, sem íslensk skáksveit hefði nokkum tímann náð, miðað við styrkleika mótsins. Skáksveit Rússlands varð í efsta sæti á mót- inu. Samdráttur í hópferðum til íslands Mikill samdráttur er hjá þeim ferðaþjónustufyrirtækjum, sem bjóða upp á hópferðir erlendra ferð- amanna til íslands, meðal annars Qallaferðir. Ástæðurnar em taldar vera breyttar ferðavenjur Evr- ópubúa og hátt verðlag hér á landi. Dómur Þorgeiri í hag Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í vikunni upp dóm, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að brotið hafí verið gegn Mannréttind- asáttmála Evrópu með dómi Hæst- aréttar yfir Þorgeiri Þorgeirssyni rithöfundi. Þorgeir var á sínum tíma dæmdur fyrir meiðyrði í garð lögreglunnar í Reykjavik og brot á 108. grein hegningarlaganna. hafa geisað hörð átök með miklu mannfalli milli slavneskra aðskiln- aðarsinna í Dnéstr-héraði og moldovska stjómarhersins. í sam- komulaginu var kveðið á um taf- arlaust vopnahlé, að deiluaðilar drægju sveitir sínar til baka og Rússar kveddu burt 14. herinn. A móti mun moldovska þingið taka stöðu Dnéstr-héraðs til sérstakrar athugunar. Árangurslaus friðarfundur ENGINN árangur varð af fundi, sem Carrington lávarður, milli- göngumaður Evrópubandalags- ins, EB, boðaði til með forsetum Serbíu, Króatíu og Bosníu- Herzegovínu. Neitaði Slobodan Milosevic Serbíuforseti tilmælum Carringtons um að viðurkenna sjálfstæði Bosníu og hann tók ekki í mál, að viðræður hæfust um framtíð Kosovo-héraðs í Serb- íu en það er að mestu byggt fólki af albönsku þjóðemi. Ekkert lát er á árásum Serba á Sarajevo, höfuðborg Bosníu, og "ástandið í borginni skelfilegt. Er óttast, að farsóttir brjótist út enda er vatns- laust, holræsakerfið ónýtt og í hitunum rotna líkin fljótt. Skógareldar í Noregi MIKLIR skógareldar hafa geisað í Noregi að undanfömu og raunar þeir mestu í sögu landsins. Er langvarandi þurrkum og hituni kennt um en einnig aðgæsluieysi með eld og vindlinga. Er tjoníð orðið fímm sinnum meira en á síðasta ári, sem þó var metár, og sér ekki fyrir endann á ósköpun- um. Snemma í síðustu viku hafði bmnnið skógur á 14 ferkm lands en óttast er, að sú tala eigi eftir að tvöfaldast áður en lýkur. Kanadíski hershöfðinginn Lewis MacKenzie, yfirmaður sveita Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo, sést hér í fylgd lífvarða sinn við flugvöllinn í Sarajevo, þar sem vestræn hernaðaríhlutun gæti hafist. Vestræn ríki undir- búa íhlutun í Sarajevo RÁÐAMENN í vestrænum rikj- um hafa ítrekað útilokað stór- fellda hemaðaríhlutun í fyrrnm lýðveldum Júgóslavíu í líkingu við frelsun Kúveit í Persaflóa- stríðinu. Hins vegar geta vest- ræn ríki varla staðið aðgerða- laus hjá ef ekki tekst fíjótt að koma mat og hjálpargögnum til Sarajevo og fólk tekur að falla niður hundruðum eða þúsundum saman úr hungri og drepsóttum í bakgarði Evrópubandalagsins. Á föstudag var skýrt frá þvi að Bandaríkjaher væri að undirbúa stórfelldan flutning á matvælum og lyfjum til Saijevo, sem biði aðeins eftir að fá grænt ljós frá stjórnmálamönnum. Það er í Bandaríkjunum, sem heyrst hafa hvað ákveðnastar raddir um að ekki sé unnt að þola yfirgang Serba öllu lengur og þar sem mest er vitað um hvaða áætlanir um íhlutun liggja á borð- um ráðamanna. Bandaríska tímaritið Newsweek skýrði frá þvi á dögunum að á fundi í Hvíta húsinu hafi næstæðsti yfír- maður heraflans lýst því yfír að varla yrði unnt að koma íbúum Sarajevo til hjálpar nema með hjálp bandarísks herliðs, sem myndi sölsa undir sig flugvöll borgarinnar og koma í veg fyrir að stórskotalið Serba gæti skotið niður flugvélar með hjálpargögn. Hann taldi áætl- un Sameinuðu þjóðanna um að senda 1.100 gæsluliða til að gæta flugvallarins vera allt of máttlausa, ef hún kæmi þá nokkum tíma til framkvæmda. Yfirmenn hers- ins vilja fyrst senda skip úr sjötta flota Bandaríkjanna á Miðjarðarhafínu að strönd Júgó- slavíu og dugi það ekki til að fá Serba til að hopa frá Sarajevo muni bandarískt og evrópskt heri- ið, alls 30-50.000 manns, hertaka nágrenni flugvallarins og fylgja bílalestum með matvæli og lyf. Reyni Serbar á einhvem hátt að hindra hjálparstarf muni flugvélar sprengja upp stöðvar þeirra í hæð- unum f kring um Sarajevo. Það gæti reynst erfítt fyrir Ge- orge Bush forseta að fá almenn- ingsálitið í Bandaríkjunum til að samþykkja íhlutun í Bosníu, því hann hefur verið sakaður um að sinna utanríkismálum of mikið á meðan efnahagsmálin heima fyrir séu í ólestri. Á hinn bóginn gæti stutt og vel heppnuð hemaðaríhlut- un í þágu mannúðar endurreist ímynd hans sem helsta leiðtoga heimsbyggðarinnar og fært honum aftur eitthvað af þeim vinsældum sem hann naut í Persaflóastríðinu. Þá ber þess að gæta að einn harð- orðasti gagnrýnandi Serbíu-stjóm- ar og einn helsti hvatamaðurinn að viðskiptabanni Sameinuðu þjóð- anna á Serbíu og Svartfjallaland er jafnframt besti vinur forsetans og nánasti ráðgjafi, James Baker utanríkisráðherra. íhlutun í nafni SÞ, EB, NATO, eða VES? „Damóklesar-sverð hugsanlegrar hemaðaríhlutunar verður að hanga yfír leiðtogum Serbíu," sagði Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, fyrir skömmu. Það hefur hins vegar nokkuð vafist fyrir mönnum í hvers nafni slík íhlutun ætti að vera. Þar blandast inn í umræður um framtíðarskipan öryggismála í Evrópu og deilur um hve stórt hlut- verk NATO og Bandaríkin eigi að hafa þar. Evrópubandalagið hefur reynt að miðla málum og sent eftirlits- menn til Júgóslavíu, en getur lítið aðhafst meira. Jacques Delors, for- seti fram- kvæmdastjó- mar Evrópu- bandalagsins, sagði fyrir skömmu að hemaðaríhlutun í nafni bandalags- ins í Júgóslavíu væri útilokuð þar til Maastricht-samkomulagið tæki gildi, en það kveður meðal annars á um samvinnu EB-ríkjanna á sviði utanríkis- og vamarmála. Vestur-Evrópusambandið (VES) - vamarsamtök níu Evrópuríkja, sem hefur fram að þessu varla verið til nema að nafninu til - stofn- aði nýlega hersveitir í sínu nafni, scm væri hægt að senda til átaka- svæða. ítalir lögðu til við það tæki- færi að VES undirbyggi hugsan- legt hafnbann á Serbíu, en Bretar lögðust gegn því, en þeir hafa ver- ið tregir við að efla evrópskt vam- arsamstarf utan ramma NATO og samvinnu við Bandaríkjamenn. Þessi ágreiningur kann að hljóma eins og deilur á brunastað um hvaða vatnsdælu væri best að nota, en það fer varla á milli mála að Atlantshafsbandalagið er sá aðili sem býr yfir öllum þeim útbún- aði og mannskap, sem til þarf. Yfirmaður herafla NATO sagði á miðvikudag að bandalagið væri vel búið til hjálparstarfs í Júgóslavíu, og ætti að vera reiðubúið að láta til sín taka þar. Þar sem framtíðar- hlutverk NATO hefur valdið mönn- um miklum heilabrotum eftir að Sovétríkin liðu undir lok væri hægt að senda sveitir frá bandalaginu í nafni Sameinuðu þjóðanna, þar sem vesturveldin ráða mestu í Ór- yggisráðinu og þurfa einungis sam- þykki eða hlutleysi Rússa og Kín- verja til aðgerða. Geta vesturveldin samþykkt framtíðarskipan Milosevics? Vestræn ríki þurfa hins vegar ekki aðeins að hafa áhyggjur af því hvemig hægt sé að bjarga 300.000 íbúum Sarajevo frá hungurdauða í herkví Serba, heldur einnig hvernig framtíðarskipan þau geta hugsað sér í Júgóslavíu. Það virðist Ijóst að Slobodan Milosevic, leiðtogi Serbíu, er reiðubúinn að viðurkenna Slóveníu og sjálfstætt ríki Króata, en hyggst búa til stór- Serbíu úr þeim hlutum Króatíu sem Serbar ráða og stærstum hluta Bosníu-Herzegovínu. Milosevic neitaði á fimmtudag að viðurkenna sjálfstæði Bosníu, eins og Sameinuðu þjóðimar og vestræn ríki hafa gert. Serbar ráða nú yfír um tveimur þriðju hlutum Bosníu-Herzegovínu og hafa ein- beitt sér að því að ná landsvæðum sem geta tengt Serbíu við byggðir Serba í Króatíu. Fregnir hafa bo- rist af því að sums staðar í Bosníu hafí Króatar og Serbar haft sam- vinnu við að skipta á milli sín þorp- um og landsvæðum, þó að víðast hvar beijist sveitir Króata með múslimum við Serba. Því hefur verið haldið fram að flóttamannavandamálið í Júgóslav- íu sé ekki bara afleiðing af stríðinu þar, heldur sé það beinlínis tilgang- urinn með bardögum og fyölda- morðum að fá fólk til að flosna upp svo hægt sé að smala því eins og sauðfé á milli landsvæða. Ekki er nokkur leið að draga heilleg landa- mæri í gegnum hina margflóknu þjóðamósaík í Júgóslavíu, svo bæði Serbar og Króatar hafa gerst sekir um að stökkva fólki á flótta í því sem þeir kalla „þjóðemislega hreinsun“. Byggðir Króata í Bosníu- Herzegovínu gætu hugsanlega sameinast Króatíu eins og Serbar þar sameinuðust móðurríkinu, en þá er eftir spumingin hvað verður um tvær milljónir múslima í land- inu. Þeir óttast að Miiosevic hafí ekki gert ráð fyrir þeim i kyn- hreinni stór-Serbíu nema þá í flóttamannabúðum eða grafreitum. Nú eru taldar um 1,5 milljón flóttamanna í Júgóslavíu, sem bíða eftir frambúðarlausn á deilunum í landinu. Það er því ekki útilokað að vestræn ríki geti talið sig knúin til að skerast í leikinn síðar i mann- úðarskyni, jafnvel þó að umsátrinu um Sarajevo létti innan skamms, með góðu eða illu. BAKSVIÐ eftir Huga Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.