Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992 19 Frá hvalskurði í hvalstöð Ellefsens á Flateyri, spúandi reykháfar og fjöll af tunnum bakatil. Morgunblaðið/Ámi Johnsen Líkanið er ótrúlega fíngert, það getur rúmast á venjulegri síma- skrárkápu, en hvert atriði er eins og í fullbyggðu húsi eins og sjá má t.d. á tröppunum og handriði. Á myndinni teygir sólargeisli sig í gegnum drekann niður þilið. Önfirðingar eru lífsglatt og félagslynt fólk. Fremstur á myndinni vinstra megin er Björn Ingi Bjarnason og fyrir aftan hann Jóna G. Haraldsdóttir og Gísli Árni Böðvarsson, en hægra megin við borðið innst eru Benedikt Vagn Gunnarsson, Hólmfriður Sigurðardóttir og Siggi Björns. Morgunblaðið/Ámi Johnsen Menn sjá sjaldan bakhliðina á Tjarnargötu 32, Ráðherrabústaðnum, en húsið allt er sérlega fallegt eins og sprettur fram í líkani Guðlaugs. Frá Flateyri skömmu fyrir aldamótin 1900, á miðri mynd fyrir ofan hvalverksmiðjuhúsin stendur „Ráðherrabústaðurinn“, íbúðarhús Ell- efsens, hvítt og reisulegt. Brekku, Ingjaldssandi við Önundar- fjörð. Björn Ingi Bjarnason úr Hafnar- firði, gamalgróinn Önfirðingur, hef- ur haft frumkvæði að smíði líkans- ins af Ráðherrabústaðnum sem Qöldi einstaklinga og fyrirtækja gefur til síns heima ásamt líkani sem Guðlaugur Jörundsson hefur einnig á sinn listilega hátt gert af hinu gamla verslunarhúsnæði Kaupfélags Önfirðinga sem byggt var á Flateyri 1857 en brann 1982. Önfirðingar sunnanlands í sam- vinnu við heimaaðila tóku afmælis- árið strax föstum tökum með út- gáfu veglegs dagatals þar sem upp- lýsingum tengdum afmælunum þremur var fléttað saman með myndum ogtexta. Tekjur af auglýs- ingum mynduðu sjóð sem síðan var 1922 1992 FLAÍÍYRAEHRHTUR 70 ÁEA Myndin sýnir forsíðu afmælis- dagatalsins í tilefni afmælistríós- ins, en myndirnar tók Björn Ingi Riarnacnn efldur til þess að standa að kostn- aði við smíði módelanná, en listræn vinna módelsmiðsins er með því dverghagasta sem menn hafa séð hérlendis enda er hver einasti pílári og hver einasti hlutur í húsinu hand- smíðaður. Ugglaust er tímakaupið hjá módelsmiðnum ekki hátt en kjörgripir komast í hendur Önfirð- inga og annar er svo áþreifanléga tengdur sögu lands og þjóðar. Ekki er óalgengt að menn utan af lands- byggðinni hafi tekið sig upp og flutt suður til Reykjavíkur en óvenju- legra er að þeir hafi tekið sig upp með annað éins stórhýsi og Ráð- herrabústaðurinn við Tjamargötu 32 er. Húsið var reist eins í Reykja- vík nema að settir voru þrír kvistar á þak hússins í stað eins. Þegar Ráðherrabústaðurinn hvarf frá Flateyri opnaðist rými í lóð sem lengi stóð autt, en nú er þar hús Einars Odds Kristjánssonar framkvæmdastjóra, en líklega hefur það hús nú ekki tilhneigingu til þess að fara á flakk frekar en eig- andinn. Hvalstöðin á Sólbakka stóð frá 1889 til 1901 og með tilkomu at- hafnanna sem fylgdu má segja að nýjar dyr hafi opnast Önfirðingum að umheiminum. Menn kynntust nýjum viðhorfum, heimamenn sendu jafnvel börn sín til mennta í útlöndum og bæjarbragurinn varð heimsborgarlegri. Sumir ánetjuðust hvalveiðistemmningunni og fluttu burt þegar hvalvinnslan lagðist af, fluggu með Ellefsen hvalfangara til Austurlands og síðar allt til Suður-Afríku er hann fór þangað á efri árum í atvinnurekstur þegar hvalurinn var búinn við ísland. Einn hvalfangaranna sem fór með hon- um var Ebeneser Ebenesersson sem flutti um síðir til Noregs og gerðist hvalveiðimaður þar. En þótt landinn færi á flakk í stemmningu hvalveiðinnar þá hætti Ráðherrabústaðurinn að flakka, hann hefur haldið sig við bakk- anna, Sólbakka á Flateyri og Tjarn- arbakkann í Reykjavík, þjóðareign sem skylt er að vernda og halda við svo sómi sé að, en módel Guð- laugs undirstrikar tengsl lands- byggðarinnar við höfuðborgina, upprunann og gagnkvæma skyldu landsbyggðar og höfuðborgar til virðingar og vegsauka landi og þjóð. Tilbob nr. 2 í ríkisbréf mánudaginn 29. júní Um er að ræða 2. fl. 1992 í eftirfarandi verðgildum: Kr. 2.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 50.000.000 Ríkisbréfin eru til 6 mánaða, með gjalddaga 30. des. 1992. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisbréfanna. Sala nýrra ríkisbréfa fer fram með þeim hætti að löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst kostur á að gera tilboð í bréfin samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er kr. 2.000.000 að nafnvirði. Öðrum aðilum er bent á að hafa samband við ofangreinda aðila, sem munu annast tilboðs- gerð fyrir þá, en þeim er jafnframt heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisbréfin þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins mánudaginn 29. júní fyrir kl.14. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins/Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. i ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ IANASÝSLA RÍKISINS RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.