Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992
Dómur Kjaradóms um laun embættismanna og kjörinna fulltrúa:
Hækkun til æðstu manna ríkis-
ins nemur um 100 þús. á mánuði
Ekki ætlunin að varpa pólitískri bombu,“ segir Jón Finnsson formaður dómsins
SAMKVÆMT nýgengnum dómi Kjaradóms hækka föst laun forseta Alþingis um um það bil 190
þúsund krónur á mánuði. Áður hlaut forseti Alþingis fékk venjulegt þingfararkaup, sem var 175.023
krónur með 10% álagi, en frá 1. júlí verður embættið launað séstaklega með 380 þúsund krónum
á mánuði. Hækkunin mun nema um 97%. Þingfararkaup, kaup alþingismanna, hækkar um 65 þús-
und krónur á mánuði, sem samsvarar 37% á mánuði, eða úr 175.023 krónum í 240 þúsund krónur.
Alþingismenn hljóta auk þess greiðslur vegna ýmiss kostnaðar og breytist það ekki með kjara-
dómi. Laun ráðherra hækka um 28%, úr 288.818 krónum í 370 þúsund, að meðtöldu þingfararkaupi
bæði fyrir og eftir hækkun, en laun forsætisráðherra hækka um 26%, úr 317.702 í 400 þúsund krón-
ur. Laun hæstaréttardómara hækka um 101.440 krónur á mánuði, úr 248.650 krónum í 350 þúsund
og laun forseta Hæstaréttar hækka um 106.584 krónur, eða úr 273.416 krónum í 380 þúsund krónur
á mánuði. Hækkun til dómaranna nemur um 40%. Laun forseta íslands hækka um rúmlega 91 þús-
und krónur á mánuði, úr 328.731 krónu í 420 þúsund krónur, eða um 27%. Þeir hópar sem fram
hafa verið taldir hér að ofan njóta ekki annarra greiðslna, svo sem aukavinnu, fastrar eða mældr-
ar, sem ætlunin, að því er fram kemur í dómi Kjaradóms, að falli út hjá þeim búa við laun ákveðin
af dóminum og þeirra njóta. „Því fer fjarri að við séum að kasta neinum pólitískum bombum held-
ur teljum við okkur vera að lagfæra launakerfið til samræmis við þann veruleika sem við höfu búið
við, með því að fella aukagreiðslur inn í mánaðarlaunin hjá þeim sem þær höfðu og þeir sem ekki
höfðu þær fá samsvarandi leiðréttingu á sínum launum," sagði Jón Finnsson, hæstaréttarlögmaður
og forseti Kjaradóms í samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann vísaði á talsmenn fjármála-
ráðuneytisins spurningum um heild-
aráhrif dómsins en sagði að heildar-
hækkunin ætti ekki að verða um-
talsverð. Hækkun fastra launa hér-
aðsdómara nemur tæplega 89 þús-
und krónum, þeir hækka úr 171.041
Fjórðungsmótið
á Kaldármelum:
Gísli og
Haukur frá
Hrafnagili
efstir í tölti
Kaldármelum, frá Valdimar Kristinssyni.
Gísli Höskuldsson Faxa og
Haukur frá Hrafnagili hlutu
flest stig í töltkeppni fjórðungs-
mótsins á Kaldármelum á föstu-
dagskvöldið eða 90,93 stig. Næst
kom Olil Amble Faxa á Frama
frá Brúarlandi með 85,86 stig.
Reynir Aðalsteinsson Faxa varð
þriðji á Skúmi frá Geirshlíð með
84 stig.
í fjórða sæti varð Sigurður Stef-
ánsson Snæfellingi á Hamri með
82,13 stig og Vignir Jónsson Snæ-
fellingi fimmti á Dróma frá
Hrappsstöðum. í 150 metra skeiði
sigraði Áki frá Laugarvatni á
15.44 sek., knapi Þorkell Þorkels-
son. Annar Snarfari frá Kjalardal
á 15,50 sek., knapi Sigurbjörn
Bárðarson. Háski varð þriðji á
16.45 sek., knapi Ámundi Sigurðs-
son. í 250 metra skeiði sigraði
Eitill, knapi Hinrik Bragason, á
23,92 sek. Leistur frá Keldudal
varð annar á 24,07 sek., knapi
Sigurbjöm Bárðarson og Þjótandi
þriðji á 24,8 sek., knapi Logi Laxd-
al. í 3þ0 metra stökki sigraði
Sleipnir á 27,67 sek., knapi Magn-
hildur Magnúsdóttir og í 250 metra
stökki sigraði Amor á 20,82 sek.,
knapi Helga Ágústsdóttir.
♦..
Slökkviliðið
að Esju vegna
pípureyks
SLÖKKVILIÐ Reykjvíkur fékk
aðvörun frá eldvarnarkerfi Hótel
Esju. Reykur var frá plpu og glóð
þar í, en eldur ekki.
Kl. 20.13 í fyrrakvöld bárust boð
til Slökkviliðs Reykjavíkur frá sjáif-
virku eldvamarkerfi á hótel Esju.
Allt Slökkviliðið sem var á vakt fór
á staðinn. í ljós kom að hótelgestur
hafði látið undan tóbaksfýkn sinni
og reykt reykjapípu undir reyk-
skynjara sem setti kerfíð í gang..
krónu í 260 þúsund krónur. Hækk-
unin nemur um 52% sé miðað við
föst laun, en 12% sé miðað við heild-
arlaun, að sögn Jóns Finnssonar
þar sem héraðsdómarar hafa hlotið
aukavinnugreiðslur. Að sögn Jóns
námu föst laun sóknarpresta um
90 þúsund krónum fyrir hækkun
en þau hækka nú i 150 - 180 þús-
und krónur. Á móti komið að felld-
ar ém niður ýmsar aukagreiðslur,
en Jón sagði það utan verksviðs
dómsins að fjalla um greiðslur fyrir
prestverk og fleira. Laun sýslu-
manna nema 230 - 270 krónum eft-
ir dóm kjaradóms en samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins námu
laun til sýslumanna í aprílmaúði
250-400 þúsund krónum, eftir að
aukatekjur þeirra höfðu verið felld-
ar niður en í staðinn greitt sam-
kvæmt samkomulagi sem fyrrum
fjármálaráðherra gerði, og tók með-
al annars mið að innheimtuárangri
þeirra. Um talsverða launalækkun
verður að ræða til sýslumanan sam-
kvæmt því, og einnig til ýmissa
annarra embættismanna, svo sem
ráðuneytisstjóra, samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðið.
Biskup fær 350 þúsund krónur
Laun annarra þeirra sem heyra
undir Kjaradóm og ekki hefur verið
minnst á að framan verða sem her
segir frá næstu manaðamótum.
Upplýsingar um breytingu í pró-
sentum lágu ekki fyrir þegar blaðið
fór í prentun í gær: 350 þúsund
krónur á mánuði fá ríkissaksókn-
ari, ríkissáttasemjari og biskup Ís-
lands; ríkisendurskoðandi fær 340
þúsund krónur en ráðuneytisstjórar
og skrifstofustjóri Alþingis fá 305
þúsund króna mánaðarlaun.
290 þúsund króna mánaðarlaun
hljóta: Dómsstjóri í héraðsdómi
Reykjavíkur, forstjóri ríkisspítal-
anna, landlæknir, lögreglustjóri í
Reykjavík, Póst- og símamálastjóri,
Rektor Háskóla íslands, ríkisskatt-
stjóri, sendiherrar og vegamála-
stjóri.
Héraðsdómarar fá 260 þúsund
270 þúsund greiðast til dóms-
stjóra utan Reykjavíkur, flugmála-
stjóra, forstjóra Hafrannsókna-
stofnunar og Landhelgisgæslu, ork-
umálastjóra, rafmagnsveitustjóra
ríkisins, ríkislögmanns, skattrann-
sóknastjóra, tollstjórans í Reykja-
vík, svo og til sýslumanna á Ákur-
eyri og í Hafnarfirði, Keflavík,
Kópavógi og í Reykjavík.
Mánaðarlaun héraðsdómara og
formanns yfirskattanefndar verða
260 þúsund krónur.
250 þúsund krónur verða greidd-
ar rektorum Tækniskóla og Kenn-
araháskóla íslands, tollgæslustjóra,
verðlagsstjóra, svo og sýslumönn-
unum í Borgamesi, Stykkishólmi,
Vestmannaeyjum og á Akranesi,
Blönduósi, Eskifirði, Húsavík, Hvol-
svelli,.. ísafírði, Keflavíkurflugvelli,
Sauðárkróki, Selfossi og Seyð-
isfirði.
Aðrir sýslumenn en að framan
hafa verið taldir fá 230 þúsund
krónur á mánuði, svo og yfírdýra-
læknir, og 210 þúsund fá yfir-
skattanefndarmenn í fullu starfí,
frá og með 1. júlí.
Sóknarprestar fái 150 -180
þúsund á mánuði
Kjaradómur felldi í fyrsta skipti
dóm um kjör presta. í dómi meiri-
hluta er rakið hve preststarf sé ólíkt
störfum annarra háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna og að þessi sér-
staða hafi ekki nema að litlu leyti
verið viðurkennd í kjarasamning-
um. Dómurinn taki tillit til þess að
prestar séu svo bundnir í starfi sínu
að þeir séu ætíð á bakvakt og beri
greiðslur samkvæmt því. Því séu
álagsgreiðslur vegna afbrigðilegs
vinnutíma og yfírvinnugreiðslur
vegna bindingar nú felldar inn í
föst mánaðarlaun.
Mánaðarlaun sóknarpresta með
færri en 1.000 sóknarbörn verða
150 þúsund krónur, samkvæmt
dómi Kjaradóms, fyrir 1.000 -
4.000 sóknarbörn greiðast 165
þúsund og 180 þúsund fyrir fleiri
en 4.000 sóknarbörn og einnig til
fangaprests, farprests, heyrnleys-
ingjaprests og sjúkrahúsprests.
Prófastar með færri en 4.000 sókn-
arbörn fá 195 þúsund en séu sókn-
arbörn fleiri en 4.000 verða mánað-
arlaun 210 þúsund. Prófastar í
Reykjavíku og á Kjalamesi fá 225
þúsund á mánuði og vígslubiskupar
240 þúsund.
Allar yfirvinnugreiðslur eiga
að hverfa
í atkvæði meirihluta Kjaradóms
segir um hina almennu hækkun til
embættismanna og kjörinna full-
trúa segir að ekki verði hjá því
komist að breyta og lagfæra launa-
kerfi dómsins vegna þeirrar innri
og ytri röskunar sem orðið hafi á
launakerfinu. I þeim tilvikum sem
embættismenn hafí notið auka-
greiðslna í formi unninnar eða
óunninnar yfirvinnu fyrir venju-
bundin störf sé sá kaupauki sem
þannig sé orðinn staðreynd, nú
felldur inn í mánaðarlaunin og ætti
breytingin ekki að leiða til aukinna
útgjalda. „Greiðsla fyrir ómælda
yfírvinnu fyrir venjubundin störf
ætti að vera með öllu óheimil því -að
í raun er hún ekkert annað en kaup-
auki,“ segir í dóminum.
Vitnað er til dóms Kjaradóms frá
1985 þar sem mörkuð hafi verið
sú stefna að Iaun sem hann ákveði
séu heildarlaun og ekki komi til
fastar aukagreiðslur fyrir venju-
bundin störf, þó innt séu af hendi
utan dagvinnutíma. Vegna eðlis
starfa þeirra sem fái laun ákvörðuð
af Kjaradómi ætti ekki að vera um
frekari greiðslur að ræða nema við
sérstakar óvenjulegar aðstæður.
Rakið er að hins vegar hafí í raun
í vaxandi mæli komið til greiðslu
yfirvinnu, fastrar eða mældrar, til
þeirra, sem fá Iaun samkvæmt
ákvörðun Kjaradóms og séu greiðsl-
umar mismunandi eftir einstökum
embættum. Fyrir vikið sé verulegt
ósamræmi milli heildarlauna og
þeirra launa sem Kjaradómur
ákveður og í mörgum tilvikum
ákveði launagreiðandi allt að 50%
af þeim launum sem Kjaradómi er
ætlað að ákvarða. í mörgum ríkis-
stofnunum þar sem laun forstöðu-
manna ákvarðast af dóminum séu
heildarlaun næstráðenda og ann-
arra yfirmanna mun hærri en föst
laun forstöðumanna, þótt vinnu-
framlag þeirra sé síst minna en
annarra.
Einstakir hópar svo sem hæsta-
réttardómarar, ráðherrar og alþing-
ismenn njóti hins vegar engra slíkra
greiðslna. Þá segir að sýslumenn
og bæjarfógetar hafi haft sérstöðu
í launakerfi ríkisins og fengið auka-
laun fyrir innheimtustörf í þágu
ríkisins sem nú hafi verið afnumin.
Einnig segir að við mikilsverða rétt-
arfarsbreytingar sem nú séu að
verða sé ástæða til að gefa gaum
að starfskjörum dómara og hvort
þau hæfí því hlutverki sem þeir eigi
að gegna í þágu réttaröryggis.
Hækkun langt úr hófi, segir í
sératkvæði
I sératkvæði Jón Þorsteinssonar,
hrl, segir að hækkun sú sem meiri-
hlutinn hafi ákveðið sé langt úr
hófí miðað við ríkjandi aðstæður í
þjóðfélaginu. Enda þótt hækkunin
tákni engan veginn samsvarandi
hækkun raunverulegra launatekna
ségir Jón Þorsteinsson að hún sé
um það bil þrisvar sinnum meiri en
hann geti fallist á. Óvíst sé í hve
miklum mæli aukagreiðslur muni
falla niður á móti þeirri hækkun
mánaðarkaups sem veitt er.
í sératkvæðinu um prestana seg-
ir Jón að launahækkun sem meiri-
hlutinn ákveði til presta sé að
minnsta kosti tvöfalt meiri en hann
geti fallist á. Kaupgjald presta hafi
borið að leiðrétta innan hóflegra
marka en hafa verði hliðsjón af
launakjörum í landinu, þar á meðal
kjörum annarra háskólagenginna
ríkisstarfsmanna.
Kjaradómur er skipaður fímm
dómendur. Þrír eru tilnefndir af
Hæstarétti; Jón Finnsson, hrl,
dómsformaður, Jónas A. Aðal-
steinsson, hrl, og Ólafur Nilsson,
löggiltur endurskoðandi. Brynjólfur
Sigurðsson prófessor er tilnefndur
í dóminn af fjármálaráðherra og Jón
Þorsteinsson hrl er tilnefndur af
félagsmálaráðherra. Kosið er í dóm-
inn til fjögurra ára í senn og mun
kjörtímabil þeirra dómenda sem nú
situr hafa hafist árið 1989.
Björn Bjarnason formaður íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins:
Islendingar eiga ekki að
hika við að sækja rétt sinn
„ÞAÐ eru söguleg tíðindi, að íslenska ríkið skuli dæmt fyrir brot á
mannréttindasáttmála Evrópu. Dómurinn ætti að verða ríkisstjórn
og Alþingi hvatmng til að huga að nauðsyn þess að lögfesta mann-
réttindasáttmálann hér á landi,“ sagði Björn Bjarnason formaður
íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins þegar leitað var álits hans á úr-
skurði Mannréttindadómstóls Evrópu í ípáli Þorgeirs Þorgeirssonar.
„Fagna ég ummælun Þorsteins
Pálssonar dómsmálaráðherra sem
hníga að því, að á vegum dóms-
málaráðuneytisins verði sérfræð-
ingum falið að kanna það mál,“
sagði Björn. „Tel ég eðlilegt, að
fulltrúar Alþingis eigi þar einnig
hlut að máli, erfnýlega var úttekt
á dönskum lögum og stöðu þeirra
gagnvart mannréttindasáttmálan-
um unnin í Danmörku og gefið út
ýtarlegt álit á vegum danska þings-
ins. Er slík vinna nauðsynlegur
aðdragandi að því að lögfesta sátt-
málann hér eins 0g annars staðar
á Norðurlöndunum.
Þing Evrópuráðsins er ráðgef-
andi fyiir ráðherranefnd þess og á
þinginu eru dómarar í Mannrétt-
indadómstólinn kjörnir. Aðildarríkj-
um Evrópuráðsins hefur fjölgað
eftir hrun kommúnismans og í maí
síðastliðnum bættist Búlgaría í hóp-
inn, 27. ríkið. Á sumarþingi sem
haldið er í Búdapest verður einkum
rætt um frekari stækkun Evrópu-
ráðsins og þær kröfur sem gera á
til þeirra ríkja, sem sækja um að-
ild, hvort draga eigi landfræðileg
mörk eða einungis gera pólitískar
kröfur. Allir eru sammála um að
ekki megi slaka á hinum ströngu
kröfum, sem gerðar eru til stjórnar-
hátta í aðildarríkjunum og lýsa sér
meðal annars í nýföllnum dómi yfír
íslenska ríkinu. I ríkjum Evrópur-
áðsins verða lýðréttindi, lýðræðis-
legir stjórnarhættir og lög og réttur
að vera í heiðri höfð. Kröfúr til
nýrra ríkja missa marks, ef þau sem
fyrir eru sýna ekki í verki, að þau
taki ríkt tillit til skuldbindinga sinna
á vettvangi Evrópuráðsins. Þess
vegna er mikilvægt, að af festu
verði brugðist við af hálfu íslenskra
stjórnvalda eftir nýgenginn dóm í
máli Þorgeirs Þorgeirssonar.
Fleiri íslensk mál eru til meðferð-
ar á vettvangi eftirlitsnefnda Evr-
ópuráðsins. Má þar nefna rétt leigu-
bílstjóra til að standa utan stéttar-
félags, sem er hjá Mannréttinda-
nefnd Evrópuráðsins, er fjallar um
mál, áður en þau fara fyrir dómstól-
inn. Náskylt máli leigubílstjórans
eru aðfínnslur sérfræðinganefndar,
er hefur eftirlit með því að staðið
sé við félagsmálasáttmála Evrópu-
ráðsins. Hefur nefndin sett fram
athugasemdir gagnvart íslenskum
stjórnvöldum meðal annars vegna
aðildar að verkalýðsfélögum 0g
spurningarinnar um rétt manna til
að standa utan þeirra. Á liðnum
vetri tilnefndi íslandsdeild Evrópu-
ráðsþingsins sr. Jón Bjarman í eftir-
litsnefnd vegna meðferðar á föng-
um og þeim sem sviptir eru frelsi.
Er líklegt, að brátt dragi að því að
þessi nefnd komi í rannsókna-
leiðangur hingað og semji skýrslu
um ísland.
Málsókn Þorgeirs Þorgeirssonar
pg dómurinn í máli hans sýna, að
íslendingar eiga ekki að hika við
að sækja rétt sinn til stofnana
Evrópuráðsins, telji þeir á sér brot-
ið. Með þátttöku í samstarfínu inn-
an Evrópska efnahagssvæðisins fá
íslendingar aukinn rétt með alþjóð-
legri vernd á viðskiptasviðinu á
sama hátt og hún er veitt á sviði
mannréttinda og félagsmála með
aðild að Evrópuráðinu," sagði Björn
Bjarnason. ... ..............