Morgunblaðið - 28.06.1992, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.06.1992, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992 21 Norðurlandamót í brids að hefjast: Okkar lið er til alls víst Morgunblaðið/Arnór Landslið lslands í opnum flokki og kvennaflokki. Talið frá vinstri í fremri röð: Jón Hjaltason, Valgerður Kristjónsdóttir, Hjördís Eyþórs- dóttir, Ljósbrá Baldursdóttir og Esther Jakobsdóttir. í aftari röð: Karl Sigurhjartarson, Bjöm Eysteinsson, Matthias Þorvaldsson og Sævar Þorbjörnsson. Á myndina vantar Sverrir Ármannsson. ____________Brids Arnór G. Ragnarsson NORÐURLANDAMÓT í brids fer fram í Umeá i Svíþjóð 28. júní til 3. júlí nk. og eru íslending- ar meðal þátttakenda í opnum flokki og kvennaflokki. Mótið verður sett nk. sunnudag en spilamennskan hefst á mánudag kl. II að sænskum tíma. Tveir leikir verða spilaðir á mánudeg- inum. Fyrri leikurinn er gegn Finnum en síðari leikurinn gegn dönum. Kvennaliðið er núver- andi Norðurlandameistari, sigr- aði á mótinu i Þórshöfn í Færeyj- um 1990. Aðeins fjórar konur fara út til keppni og má því ekkert út af bera með heilsufar keppenda. Þær eru: Valgerður Kristjónsdóttir, Esther Jakobsdóttir, Hjördís Eyþórsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir. Fyrirliði kvennanna er Jón Hjaltason. Karlaliðið er betur sett þar sem fyrirliðinn, Björn Eysteinsson, er skráður sem keppandi en annars er liðið skipað tveimur pörum. Það eru Karl Sigurhjartarson og Sævar Þorbjörnsson annars vegar og Sverrir Ármannsson og Matthísar Þorvaldsson hins vegar. Landsliðin hafa æft þokkalega að undanförnu og eru til alls vís þrátt fyrir erfiða andstæðinga, en sem kunnugt er eiga norðurlanda- þjóðirnar allar mjög sterkum landsl- iðum á að skipa. Núverandi Norður- landameistarar er sveit Svíþjóðar en íslendingar hafa aðeins einu sinni orðið Norðurlandameistarar. Það gerðist 1988 þegar spilað var í Reykjavík. Skápur 160 x 200 cm. Verö kr. 249.000,- staðgr. Renaissance sófasett. Verð kr. 229.000,- staðgr. Antikmunip, Hátúni 6A, (Fönixhúsiö). Sími 27977. Opið kl. 11-18,Haugard. kl. 11-14. Breyttu pallbílnum í ferðabíl ó hálftíma Eigum til afgreiðslu strax SKAMPER pallbílahús fyrir alla ameríska og japanska Pick up bíla, þ.á m. Double Cap bíla. Húsin eru fellihús, þ.e. lág á keyslu en há í notkun. Glæsileg innrétting fyrir 4-5 með rúmum, borðum, skápum, bekkjum, sjálfvirkum hitastilli, fullbúnu eldhúsi, þrefaldri elda- vél, raf-vatnsdælu, vatnstanki, vaski, ísskáp, o.fl. Ódýr lausn á ferðalögum á íslandi og erlendis. Tækjamiðlun íslands hf.f Bíldshöfða 8, sími 674727. AUKAFERÐIR TIL BENIDORM! Við bætum við nokkrum ferðum til Benidorm í sumar vegna mikillar eftirspurnar. Frábærir gististaðir og fararstjórn. Tveggja og þriggja vikna ferðir: 9. júlí, 30. júlí og 20. ágúst. maæœm Smnviiuiiileröir-Líiiulsj/ii Reykjavík: Austurslræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðlr S. 91 • 6910 70 • Slmbról 91 • 2 77 96 / 691095 • Telex 2241 Hótel Sógu vtð Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbríl 91 - 62 24 60 Akomvrt: Skipagötu 14 • S. % ■ 27 200 • Simbrél 96 ■ 24087 —- - rmiiii'rim n iurr uni iTTiT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.