Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JUNI 1992
11
GUDRÚN MARTEINSDÓTTIR
FISKIFRÆDINGUR
Það er gott
að vinna með
körlunum
HELSTA viðfangsefni Guðrúnar undan-
farin tvö ár hefur verið að fylgjast með
vexti og viðgangi grálúðunnar. Nýlega
var byrjað á nýju verkefni hjá Hafrann-
sókn sem Guðrún er þátttakandi í. Verið
er að athuga hrygningu og klak þorsks-
ins og er verkefnið unnið í samvinnu við
LÍU, SH og SIF sem jafnframt eru styrkt-
araðilar.
„Við höfum merkt þorsk við Austfirði nú
í tvö ár og í vor við Suðurland. Tilgangur-
inn er að fylgjast með göngu þorsksins til
og frá hrygningarsvæðunum. Einnig erum
við að skoða sjálfa hrygninguna og atferli
þorsksins við hana. Við reynum að meta
hvaða árgangar gefa mest af sér og halda
stofninum uppi. Þetta hefur ekki verið skoð-
að áður. Rannsóknir af þessu tagi eru nýbyr-
jaðar bæði hér og erlendis. Hér er um grunn-
rannsóknir að ræða og ég held að niðurstöð-
urnar komi til með að skipta mjög miklu
máli um skilning á þorskstofninum og sveifl-
unum í honum. Hluti af rannsókninni fer
fram í eldisstöðinni í Grindavík. Þar skoðum
við klakið og fylgjumst með afkomu hrogn-
anna og þroska lirfanna. Verkefni við Há-
skólann á Akureyri tengist þessu, þeir eru
að athuga möguleikana á þvi að fara út í
hafbeit á þorski."
- Sjómenn hafa yfirleitt mjög ákveðnar
skoðanir á störfum Hafrannsóknastofnunar
'J.
fyrir 20 árum og kom með þetta í land. Menn
fussuðu og sveiuðu, þetta væri kýlakarfí og
allt hið versta mál. Fyrir nokkrum árum
fannst markaður en stjórnvöld þurftu að koma
mönnum af stað. Útgerðarmenn fengu grál-
úðukvóta fyrir að fara á úthafskarfa. Nú eru
þetta arðvænlegar veiðar. Einkenni djúpfiska
eins og langhala og búra er að þeir eru hæg-
vaxta og afrakstursgetan lítil. Við höfum
hvorki haft peninga, mannskap né rétt útbú-
in skip til nægilegra rannsókna á djúpmiðum.
En það er fólk hér sem alltaf vinnur að þessu.“
- Hvernig tilfínning er að sitja í forstjóra-
stól stofnunar sem veldur jafn miklum öldu-
gangi í þjóðfélaginu og raun ber vitni?
i „Það er nú ekkert þægilegt. Mér fínnst
eðlilegt að það verði mikil umræða og tillögur
i okkar oft gagnrýndar. En það sem mér fínnst
erfítt að kyngja er ósanngjöm og órökstudd
gagnrýni. Það sem mér sárnar mest er þegar
við á Hafrannsóknastofnun erum höfð fyrir
rangri sök. Eins og þegar datt upp úr skip-
stjóra á fundi í Vestmannaeyjum að allar
i þessar tillögur væru hreinar geþóttaákvarð-
, anir. Hér vinnur fólk baki brotnu og af mik-
illi fórnfysi og samviskusemi. Það leggur oft
nótt við dag og vandar til vinnunnar af
fremsta rnegni."
Um það hvort næsta skýrsla verði svört
eða björt segir Jakob skipta mestu máli að
skýrslur stofnunarinnar varpi réttu ljósi á
ástandið. Menn verði að horfast í augu við
veruleikann og svört skýrsla sé sú sem er
óraunhæf. Menn megi ekki gleyma því að
ástandið á miðunum fari ekki eftir skýrslunum
heldur öfugt. „Tillögumar skipta ekki öllu
máli heldur ástand þorskstofnsins. Þetta hef-
ur vantað i umræðuna."
og verið ófeimnir við að láta þær í ljósi.
Hvemig taka þeir á móti fiskifræðingunum?
„Öll samvinna við sjómenn er einstaklega
góð. Ef við þurfum að komast um borð í
bátana til að safna sýnum er okkur mjög
vel tekið. Það er ótrúlegt hvað þeir leggja
á sig til að hjálpa okkur. Mér fínnst ég
verða vör við mikinn áhuga úti í þjóðfélag-
inu á rannsóknunum. í rauninni hef ég ekki
orðið vör við neikvæða umræðu. Mér fínnst
gæta ákveðins ótta hjá þeim sem hafa ver-
ið að sækja í þorskstofninn. Þeir skynja að
það er minna af físki en verið hefur, menn
velta því meira fyrir sér nú en áður af hveiju
þetta stafí og hvað sé hægt að gera.“
- Em það margir sem eiga hlut að tillög-
um ykkar?
„Það er mikið fundað hér og miklar um-
ræður. Það tekur marga mánuði að ganga
frá úttektum á fiskistofnunum og á þeim
tíma eru fundir nær daglega í vinnuhópun-
um og starfsmannafundir eru mjög vel sótt-
ir. Þær aðferðir sem við notum í dag til að
meta stærð stofnanna tel ég að-séu með
þeim bestu í heiminum. Eg held að það sé
óhætt að fullyrða að hér eru menn mjög
einhuga um tillögurnar. Það er búið að vara
við því í mörg ár að þorskstofninn sé í
hættu svo þessar tillögur áttu ekki að koma
á óvart.“
- Nú ert þú ein fárra kvenna sem vinna
við fiskirannsóknir. Hvernig líður þér einni
í hópi karla um borð í rannsóknaskipi?
„Mér líður alveg ágætlega og það er
gott að vinna með körlunum. Ég held að
okkur konunum sé almennt tekið mjög vel.
Það er ekkert að því að vera eina konan
um borð!“
HJÁLMAR VILHJÁLMSSON
FISKIFRÆDINGUR
Það er löngu
búið að grisja
þorskinn
HJÁLMAR Vilhjálmsson fæst fyrst og
fremst við loðnurannsóknir. Á árum áður
fékkst hann við síld og kolmunna og var
um tíma sviðsstjóri á sviði nyijastofna.
Hjálmar hefur ekki farið varhluta af
þeirri gagnrýni sem beinst hefur að fiski-
fræðingum og fengið mishlýjar kveðjur
frá loðnusjómönnum í gegnum árin.
„Ef ég tek dæmi af sjálfum mér og minni
vinnu fínnst mér stundum að ég fái gagnrýni
ef ég held því fram að það sé lítið til af loðnu,
en enga-ef ég tel að það sé mikið af loðnu.“
Hjálmar segir loðnuna erfíða viðfangs. Það
sé best að mæla veiði- og hrygningastofninn
eftir áramót, þegar hann er búinn að skilja
sig frá smælkinu og heldur sig á tiltölulega
afmörkuðu svæði. í upphafí vertíðar á haust-
in er loðnan aftur á móti blönduð. Ef loðnan
er þá í æti mælist hún mjög illa. Allt þetta
segir hann að hafí verið útskýrt margoft fyr-
ir mönnum. Það sé því afskaplega þreytandi
að heyra því haldið fram að fiskifræðingar
vaði um hafíð með bundið fyrir augun og
haldi mönnum frá góðum veiðisvæðum að
ástæðulausu.
- Hvernig er að taka ákvarðanir sem ráða
örlögum stórrar atvinnugreinar?"
„Það er alveg skelfíleg tilfínning, ég hef
aldrei haft gaman af þeim þætti starfsins.
Þegar við erum í þessum mælingatúrum, sem
allt veltur á, hefur það oft komið fyrir að við
höfum verið búnir að keyra í hálfan mánuð
áður en við finnum loðnu. Það eru oft alveg
voðalegir dagar þangað til fyrsta loðnan
fínnst."
Skoðið þið niðurstöður mælinga á grund-
velli fræðanna einna, eða hugsið þið mikið
um hvaða áhrif tillögumar muni hafa í þjóðfé-
laginu?
„Já, það held ég að við gemm allir. Það
er mjög erfítt að taka ákvarðanir um veiðir-
áðgjöf án þess að hafa í huga hvaða áhrif
ráðgjöfin kann að hafa. í sjálfu sér er það
ekki hlutverk Hafrannsóknastofnunar að
meta slíka þætti. Það vantar hins vegar lang-
tíma fiskveiðistefnu um hvemig á að nýta
þessa stofna. Þá gæti Hafrannsóknastofnun
veitt ráðgjöf á grundvelli veiðipólitíkur sem
til þess kjörin stjórnvöld hefðu sett fram.“
Hjálmar segir slíka stefnu liggja fyrir varð-
andi loðnuna og vera til mikilla bóta fýrir
ráðgjafanefndina. Fyrst er stofnstærðin
mæld, þá em tekin frá 400 þúsund tonn sem
eiga að vera eftir til að hrygna í lok vertíðar-
innar, afganginn mega menn veiða.
Hjálmar dregur upp boð um fund þar sem
fundarefnið er „Söguleg ráðgjöf í þorskveið-
um“. Hann segir þetta dæmi um skjót við-
brögð Hafrannsóknastofnunar við umræðunni
í þjóðfélaginu. En hver em viðbrögð hans við
kenningunni um þörf á enn frekari grisjun
þorsksins?
„Svarið er afdráttalaust nei. Þetta getur
átt við um sumar fiskitegundir og við aðrar
aðstæður, en alls ekki íslenska þorskstofninn.
Ég hef reynslu fyrir því að það er afskaplega
erfítt að yfírfæra þekkingu á einu hafsvæði
yfír á annað, hvað þá úr vötnum yfír í sjó.
Ég er ekki að segja að það þurfí ekki að
grisja fískistofna, en þegar menn tala um
íslenska þorskstofninn þá er löngu búið að
grisja hann og grisja mikið.“
HRAFNKELL EIRÍKSSON
FISKIFRÆÐINGUR
Ég hef áhyggjur
af komandi
þorskvertíðum
Aðalverksvið Hrafnkels er að hafa um-
sjón með humar- og hörpudisksrann-
sóknum Hafrannsóknastofnunar, hann
tekur líka þátt í rannsóknum á rækju,
kúskel og fleiri botndýrategundum.
Hrafnkell situr í verkefnisnefnd Haf-
rannsóknastofnunar um fiskveiðiráð-
gjöf.
Hrafnkell hefur stundað humarrannsóknir
í ríflega 20 ár og var hann fyrst beðinn um
að segja frá starfi sínu.
„Við fömm á hveiju ári í tveggja vikna
humarleiðangur á einu skipi. Þá er farið yfír
alla slóðina með svipuðum hætti ár eftir ár.
Tilgangurinn er ekki að magnmæla humarinn
heldur að athuga samsetningu varðandi stærð
og kyn, einnig hrygningu og klak. Stærðar-
skipting humarsins er langþýðingarmest, því
hún gefur vísbendingu um aldurssamsetning-
una. Aldur humarsins verður ekki ráðinn af
öðru en stærðinni. Stofnstærðin er svo metin
með hefðbundnum aðferðum.
Humarinn er hér á norðurmörkum út-
breiðslu sinnar. Við sýndum fyrstir fram á
það að humarinn hrygnir hér aðeins annað
hvert árf því sjávarhitinn er ekki nægur til
að klára æxlunarhringrásina á einu ári. Þetta
þýðir að bara helmingur kynþroska stofnsins
getur af sér afkvæmi árlega.“
Hrafnkell segist ekki skjóta sér undan
ábyrgð á óvinsælum tillögum fískveiðinefnd-
arinnar. Hann segist vel geta skilið hluta
gagnrýninnar sem komið hefur fram, en kann
illa órökstuddri gagnrýni.
„Ég get vel skilið að menn sem stundað
hafa þorskveiðar á vertíðarsvæðinu frá
Homafírði til Breiðafjarðar séu hissa á þess-
um niðurstöðum varðandi hrygningarstofn-
inn. Vertíðin hefur í sjálfu sér gengið vel.
Mönnum hefur ekki sýnst að það sé jafn lítið
af hrygningafíski og fram kemur í okkar
gögnum. Enn er verulegur hluti aflans úr
sterkum árgöngum frá ’83 og ’84. Áhyggjurn-
ar beinast að því hvað gerist að þessari ver-
tíð lokinni, svo ég tali ekki um næstu ár ef
ekki verður dregið úr sókn. Árgangamir sem
eru að koma inn í hrygningnarstofninn virð-
ast allir vera lélegir.
En ég skil ekki orð nokkurra togaraskip-
stjóra sem segja að ástandið sé betra en við
erum að lýsa. Flestir togaramenn held ég að
séu okkur mjög sammála. Veiðar þeirra hafa
gengið illa undanfarið ár og jafnvel lengur.
Togararnir stunda mikið veiðar á uppeldis-
stöðvum þorsksins og verða því varir við lé-
legu árgangana. Sumir okkar harðorðustu
gagnrýnenda tala frá stöðum á landinu þar
sem veiðar hafa gengið fádæma illa. Tal
þeirra er svo algjörlega á skjön við reynslu
fiskimanna á sömu slóðum að maður skilur
þetta ekki.“
SÓLMUNDUR TR. EINARSSON
FISKIFRÆÐINGUR
Margar vannýttar
tegundir
við ísland
Á HAFRANNSÓKNASTOFNUN er sí-
fellt verið að leita að nýjum möguleikum
í nýtingu sjávarfangs. Sólmundur Tr.
Einarsson fiskifræðingur fæst við rann-
sóknir á vannýttum hryggleysingjum við
strendur Islands. Það eru til dæmis
krabbadýr, skeljar og kuðungar af ýmsu
tagi. Hann telur að góðir framtíðar-
möguleikar séu í nýtingu hryggleysingja
í sjó.
„Ég held að það geti verið eitt af því já-
kvæða sem kemur út úr minnkaðri sókn í
hefðbundna fískistofna að við förum að nýta
betur það sem við höfum og sækjum í nýjar
tegundir," segir Sólmundur.
Markaðsmálin ráða frekari þróun veiða og
vinnslu. Það þýðir lítið að veiða ef ekki er
hægt að selja aflann. Sólmundur segir tölu-
verðan markað fyrir ýmsa hryggleysingja í
Japan og meðal Bandaríkjamanna af asískum
uppruna, einnig er markaður í Frakklandi.
Vandinn hefur snúið að flutningum og vinnslu
en Sólmundur hefur trú á að markaðsmálin
séu að leysast.
„Við höfum gert töluverðar rannsóknir á
ígulkeijum bæði í Faxaflóa og á Breiðafirði
og skiluðum skýrslu í fyrra. Menn sækjast
aðallega eftir hrognum og svilum ígulkeij-
anna. Þetta er eftirsótt hágæðavara og mark-
aðurinn viðkvæmur. Vinnslan krefst mikillar
nostursemi á öllum stigum. Við höfum einnig
hugað að beitukóngi, kuðungi sem hefur líkað
mjög vel. Það er búið að rannsaka tijónu-
krabba allt í kringum landið og hægt að
mæla með veiðum á honum. Tijónukrabbinn
er ekki matarmikill en ákaflega bragðgóður
og mundi henta vel til bragðauka og súpu-
gerðar. Það hefur reynst erfítt að komast inn
á markaðina næst okkur. Svo virðist sem við
verðum að selja ákveðna ímynd og vísa til
hreinleika og ómengaðs umhverfis íslands."
Til viðbótar telur Sólmundur upp fleiri van-
nýttar tegundir á borð við krækling, öðu og
kúskel, hafkóng, tröllakrabba, bogkrabba og
gaddakrabba.
Þegar sókn í hefðbundnar fiskitegundir var
skert beindu menn athyglinni að vannýttum
djúpsjávarfískum og hryggleysingjum. Sól-
mundur segir það helst standa aukinni nýt-
ingu fýrir þrifum hvað lítið er til af áhættufé
í landinu til að þróa veiðar og vinnslu. Fyrir
utan hið opinbera eru fáir tilbúnir til að leggja
fram fjármuni. Talsvert af þessum afla hefur
þurft að sækja með köfun og það er dýrt.
Nú er unnið að þróun veiðarfæris, eins konar
botnsugu með myndavél, til að sækja aflann
niður á sjávarbotn.
Sólmundur sér möguleika á að stækka
neyslumarkaðinn innanlands og í stað þess
að flytja góðgætið út má alveg eins flytja inn
ríka matmenn og leyfa þeim að neyta sjávark-
rásanna hér á landi.
„Við getum gert ísland að sælkeralandi.
Það er kjörið að leyfa matmönnunum að veiða
aflann sjálfír. Héruð í Frakklandi eru þekkt
fyrir vín og osta. Stykkishólmur hefur alla
burði til að verða skelfískbær. Vestmannaeyj-
ar hafa bæði fugl og fisk af öllu tagi. Það
verður að vinna úr möguleikunum sem við
höfuim“