Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992
KVIKMYNDIR
í vikunni var verið að taka upp atriði sem gerast áttu í heljarmiklu
gilli á Hótel Borg.
Morgunblaðið/Bjami
3 a
0) T5
•=«.3
St
■M
h T3
fylgist grannt með tökunum. „Ég
reyni að vera ekki fyrir, heldur til
einhvers gagns, hef verið að aðstoða
hljóðmennina með kaplana," segir
hann. „Það er óskaplega spennandi
að fylgjast með tökunum, að sjá
handritið lifna við. Ég hef lært heil-
mikið af því að fyigjast með hvaða
breytingum handritið tekur þegar
myndin fer af stað.“
Það er Art-film sem stendur að
Stuttum frakka, fyrirtæki sem varð
til í kringum gerð myndarinnar. Gísli
Snær Erlingsson leikstýrir myndinni,
leikmynd og búninga hannar Karl
Aspelund, kvikmyndatöku sér Rafn
Rafnsson um, Þorbjörn Erlingsson
um hljóð og framkvæmdastjóm og
fjármögnun annast þeir Kristinn
Þórðarson, sem m.a. hefur unnið hjá
Propaganda Films og Bjami Þór
Þórhallsson.
Stuttur frakki
í fullri lengd
NAFNIÐ gefur ef til vill tilefni til misskilnings;
margir telja að kvikmyndin Stuttur frakki sé sam-
kvæmt orðanna hljóðan, stuttmynd. Hér er hins
vegar um að ræða kvikmynd í fullri lengd og
þennan mánuðinn hefur mikið lið leikara, tónlist-
armanna og tökuliðs unnið að tökum á myndinni.
Hápunkti náðu þær 16. júní sl. þegar teknir voru
upp stórtónleikar í Laugardalshöll en Stuttur
frakki spinnst í kringum þá.
Stuttur frakki er tónlistarmynd að
því er varðar tónleikana en
söguþráðurinn er þó númer 1, 2 og
3,“ segir handritshöfundurinn Friðrik
Erlingsson til að útskýra sinn þátt í
myndinni. Hún segir frá frönskum
umboðsmanni sem kemur til íslands
til að hlusta á íslenskar hljómsveitir.
Leikar fara hins vegar svo að um-
boðsmaðurinn kynnist landi og þjóð
á óvæntan hátt. „Þetta er tvímæla-
laust gamanmynd, Frakkinn kynnist
nokkrum þjóðareinkennum Islend-
inga, svo að hér er á ferðinni lau-
flétt sjálfsskoðun. Meðai fulltrúa ís-
lensku þjóðarinnar eru þeir Bogi og
Örvar úr Spaugstofunni en í aðalhlut-
verkunum eru Jean Philippe Labadie,
Elva Ósk Ólafsdóttir og Hjálmar
Hjálmarsson."
Friðrik hlaut í apríl síðastliðnum
íslensku bamabókaverðlaunin fyrir
bók sína, Benjamín dúfu og hefur
áður gefið út bamabókina Afi minn
í sveitinni. Hafa viðbrögð lesenda
verið mikil og góð og segir Friðrik
þau vera sér hvatning til að halda
áfram. Hann er iærður auglýsinga-
teiknari en hefur nú lagt þann starfa
á hilluna og ætlar að halda sig við
skriftir. Hann vinnur nú að handriti
að mynd um Gunnlaug Scheving list-
málara ásamt Eiríki Thorsteinssyni.
Þá hefur Friðrik nýlokið við fram-
haldið af Afa mínum í sveitinni og
í bígerð er bók, sem hann segir trú-
lega myndi flokkast sem skáldsaga.
„Mér er annars meinilla við slíkar
flokkanir, ég samdi Benjamín dúfu
ekki síður fyrir fullorðna en börn.“
Friðrik segir muninn á því að
skrifa bók og kvikmyndahandrit vera
þann að sá sem skrifí bók sitji einn
við verkið en gerð kvikmyndahand-
rits sé verk margra. „Handritið varð
til í samvinnu við leikstjórann, hönn-
uðinn og vini og vandamenn. Mitt
hlutverk var hins vegar að púsla
þeim hugmyndum saman sem upp
komu,“ segir Friðrik. Hann vann
fjóra mánuði að handritinu en hefur
ekki sleppt af því hendinni, heldur
FEGRIÐ GARÐINN OG BÆTID
MEÐ SANDI OG GRJÓTI
VESTMANNAEYJAR
Fullt af
peyjum í
Eyjum
Vestmannaeyj um.
SHELLMÓTIÐ, árlegt knatt-
spyrnumót yngri polla, sem
Knattspyrnufélagið Týr stendur
fyrir, hefur staðið í Eyjum síðan
á miðvikudag og lýkur í dag.
Mót þetta setur mikinn svip á
bæjarlífið, en á meðan það stend-
ur yfir fjölgar íbúum Vestmanna-
eyja úm nær þriðjung. 900 þátt-
takendur eru í mótinu, flestir
drengir en nokkrar stúlkur eru
þó með í sumum liðum. Með lið-
unum fylgja hópar foreldra og
forráðamanna þannig að um
1.500 manns heimsækja Eyjarnar
í tilefni mótsins.
Það ríkir mikil glaðværð meðal
þátttakendanna og bæjar-
bragurinn verður allur annar því
þeir ganga um göturnar í skipulögð-
um röðum, klæddir búningum fé-
laga sinna og syngja hástöfum. Oft
eru það baráttusöngvar félaga
þeirra sem hljóma, en vinsælast
virðist þó að kyija Oley, oley, oley,
oley... aftur og aftur og virðist
það eiga við um flesta hópana.
Það var galsi í krökkunum og
mikil eftirvænting í andlitunum er
þau komu til Eyja á miðvikudaginn.
Margir komu með flugi en einnig
komu stórir hópar með Heijólfi.
Grímur
hunaveSr
Ættarmót
um hveija
helgi
ORÐIÐ ættarmót er flestum
tamt, þó að í nýrri merkingu sé.
Ættarmót, sem orðabókin segir
þýða skyldleikasvip með mönn-
um, hefur í vaxandi mæli verið
notað um fjölmennar ættarsam-
kundur sem eru haldnar um allt
land. Sumarið er tími ættarmóta
og er þá gjarnan haldið út í dreif-
býlið til að hitta ættingjana.
„Ættarmót eru haldin hér um
hveija helgi yfir sumartímannn
og þau eru fjölmenn, allt frá um
170 manns og upp í um 350
manns,“ segir Þór Ragnarsson,
hótelstjóri á Hótel Eddu á Húna-
völlum.
SANDUR
SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR
HNULLUNGAR
Þú færö sand og allskonar grjót hjá okkur.
Ví& mokum þessum efnum á bíla e&a
í kerrur og afgreiöum líka í smærri
einingum, traustum plastpokum
sem þú setur í skottiö á bílum þínum.
Leigum út kerrur og hjólbörur.
BJÖRGUN HF.
SÆVARHÖFÐA 33
SlMI: 68 18 33
Afgreiöslan við Elliðaár er opin:
mánud. - fimmtud. 7:30 -18:30
föstud. 7:30 -18:00
laugardaga 7:30 -17:00
Opið í hádeginu nema á laugardögum.
Þór hefur rekið Edduhótelið á
Húnavöllum í sex ár ásamt
sambýliskonu sinni, Sigríði Þráins-
dóttur. Fyrsta sumarið var haldið
þar eitt ættarmót en það hefur und-r
ið svo upp á sig að nú eru haldin -
þar sjö ættarmót og er hver helgi
sumarsins upppöntuð. „Það hefur
vakið athygli okkar að það fólk sém
kemur saman hér á Húnavöllum, á
alls ekki allt ættir sínar að rekja í
sýsluna. Hingað kemur fólk allsf:
staðar að af landinu. Auðvitað reyn-
ir fólk að hittast á ættarsetrinu efn
það er til en það er alls ekki alltafi
mögulegt og hvaða staðir eru þá
betur til móthalds fallnir en einmitt
hótel á borð við Húnavelli, þar sem
boðið er upp á mat, gistingu og
dægradvöl af ýmsum toga, á borð
við íþróttasal og sundlaug," segir
Þór.
Að sögn Þórs fara ættarmótin
misjafnlega fram, yfirleitt þó vel. A
daginn er farið í göngutúra, sund,
í veiði, stundaðar íþróttir eða hvað
það sem hugur manna stendur til. A