Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 32
Bögglapóstur
um allt land
PÓSTUR OG SÍMI
KJÖRBÓK
Landsbanki
Islands
Banki allra landsmanna
MORGUNBLADIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VtK
StMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRJ: HAFNARSTRÆTl 86
SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Bijóstkrabbamein:
Arfgeng
tilhneiging
staðsett
aeinum
litningi
LENGI hefur verið vitað að sumar
fjölskyldur veija sig miður fyrir
bijóstkrabbameini en aðrar. Nú
hefur tekist að staðfesta að hætt-
an á sjúkdómnum í slíkum fjöl-
skyldum er tengd litningi nr. 17,
á afmörkuðu svæði á lengri armi
þess litnings. Það er í þessum
ákveðna litningi sem tilhneigingin
virðist erfast. Þessum áfanga hef-
ur verið náð í samræmdri vinnu
13 rannsóknastofa í nokkrum
löndum, hér á landi með rannsókn-
um þriggja íslenskra visinda-
manna á Rannsóknastofu Háskól-
ans í meinafræði við Barónsstíg.
Hringurinn er því að þrengjast
og innan fárra missera munu
menn geta lesið það gen sem um
ræðir, að áliti íslenska rannsókn-
arhópsins í viðtali í blaðinu í dag,
en þau taka skýrt fram að enn sé
ekki um ný lyf eða læknisráð gegn
sjúkdómnum að ræða vegna þess-
arar vitneskju.
Þessi árangur verður m.a. birtur
i fagblaðinu The American Joumal
ofHuman Genetics, bæði vinna hvers
hóps um sig og samanlagðar niður-
stöður allra hópanna. Aðalaðferð al-
þjóðlega starfshópsins er svokölluð
„tengslagreining", þar sem reynt er
að rekja niður eftir kynslóðunum
hvaða litningi og síðan litningasvæði
sjúkdómshættan tengist. Að sögn
íslensku vísindamannanna reynast
aðstæður hér á landi til slíkra rann-
sókna mjög góðar vegna þess hve
ítarlega má rekja ættir fólks, ættar-
tréð nær langt aftur, íjölskyldurnar
eru fjölmennar og sýni allt aftur til
1930 eru varðveitt á Rannsóknastofu
Háskólans, auk þess sem skráning
sjúkdóma er hér ipjög nákvæm. Hef-
ur því verið hægt að fara 4 ættliði
aftur í tímann í fjölmennum ættum.
Segir Valgarður Egilsson læknir að
þetta sé eins og fyrir sagnfræðing
að hafa Jarðabók Ama Magnússon-
ar.
Þessi árangur, sem staðfestir hvar
gallann er að finna, hefur náðst í
fjölþjóðasamstarfinu á hálfu öðru ári.
Sjá „Erfðavísar flytja brjósta-
krabba“ á bls. 12.
Við fálkahreiður
Morgunblaöiö/Kunar Pór
Pálkaunganum sem lifði af ferðalagið með ungaþjófunum til Danmerk-
ur og heim aftur í umsjón fuglafræðinga hefur nú verið komið fyrir
í hreiðri norðanlands. Olafur Karl Níelsson sá um það og var þessi
mynd tekin við fálkahreiður á ónefndum stað í Þingeyjarsýslu þegar
Ólafur var að kanna aðstæður og sjá hvort hann gæti komið unganum
þar fyrir. Það var ekki hægt því fjórir fálkaungar voru fyrir í hreiðr-
inu en hann notaði í staðinn tækifærið til að vikta þá og mæla. Á
innfelldu myndinni sést flökkuunginn taka til matar síns á meðan
beðið er eftir niðurstöðu fuglafræðingsins.
Laun forseta Alþingis hækka um 97% með dómi Kjaradóms:
Hæpið er að ríkisstj óiuin
geti breytt dómi Kjaradóms
- sagði Davíð Oddsson eftir sérstakan ríkisstj órnarfund um málið í gær
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð-
herra, segir að þeir lögfræðingar,
sem ríkisstjórnin hafi leitað til,
te|ji hæpið, að hún geti breytt
niðurstöðu kjaradóms, sem á
föstudaginn kvað upp dóm um
laun embættismanna og kjörinna
fulltrúa. Ríkisstjórnin hélt auka-
fund vegna málsins í gærmorgun
og segir forsætisráðherra að það
verði tekið fyrir að nýju á ríkis-
stjórnarfundi á þriðjudag, eftir
að málið hafi verið skoðað nánar.
Samkvæmt dómi Kjaradóms
hækka laun ráðherra um um það
bil 80 þús. kr á mánuði, eða um
26-28%, þingfararkaup hækkar
um 65 þús. kr á mánuði, eða 37%,
laun hæstaréttardómara hækka
um rúmar 100 þús. kr, í kringum
Tekjumunur eykst samkvæmt könnun Þjóðhagsstofmmar:
2,2 milljarda tilfærsla
frá þeim tekjulægi'i
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur sent frá sér upplýsingar um þróun at-
vinnutekna á árabilinu 1986-90. Fram kemur að dreifing atvinnutekna
hefur þróast í átt til meiri tekjumunar undanfarin ár. Hlutur tekju-
lægri helmings allra framteljenda hefur minnkað úr 22,2% árið 1986
í 20,6% árið 1990. Þessi tilfærsla svarar til 2,2 milijarða króna.
í könnuninni er fyrst og fremst
stuðst við skattframtöl einstaklinga.
í upplýsingum Þjóðhagsstofnunar
um könnunina kemur fram að tekju-
munur eykst öll árin, 1986 til 1990
en þó mest milli áranna 1989 og
1990. Sú þróun tekjudreifíngar sem
greint er frá hér að framan er svipuð
ef athugunin er takmörkuð við fólk
á aldrinum 25 - 65 ára. Þjóðhags-
stofnun leiðir að því líkur að almenn
efnahagsþróun á tímabilinu skýri
þennan aukna launamun. Fyrri hluti
þessa tímabils einkenndist af óvenju-
mikilli þenslu í þjóðarbúskapnum og
einkum á vinnumarkaðinum, en síð-
ari hlutinn af kaupmáttarrýrnun og
minnkandi atvinnu sem komi fram í
vaxandi atvinnuleysi og minnkandi
yfirvinnu.
í frétt Þjóðhagsstofnunar er bent
á, að þótt atvinnutekjur séu veruleg-
ur hluti af ráðstöfunartekjum, sýni
athugun á þeim einum aðeins hluta
af tekjudreifingunni. Bent er á að
breytingar á skattkerfí og raunvöxt-
um geta haft umtalsverð áhrif á
vinnuframboð og þar með dreifingu
atvinnutekna. A þessu árabili rúm-
lega tvöfölduðust raunvextir verð-
tryggðra skuldbindinga. Ljóst sé að
þessi breyting hefur haft veruleg
áhrif á tekjumyndun heimilanna en
áhrifin á tekjudreifingu eru óþekkt.
40%, en laun forseta Alþingís
hækka um 97%, eða um um það
bil 190 þús. kr á mánuði.
Forsætisráðherra sagði, að eins
og dómur kjaradóms sé túlkaður,
eigi hann ekki að hafa í för með sér
útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð.
Sumir ríkisstarfsmenn muni hækka
í launum en aðrir lækka verulega.
Hann sagði að sú lækkun gæti num-
ið allt að 150% hjá ákveðnum hóp-
um, sem hefðu fengið miklar auka-
greiðslur, en vildi ekki nefna um
hveija þar væri að ræða. Mesta
hækkunin kæmi líklega fram hjá
forseta Alþingis, sem myndi hækka
um 97%.
Forsætisráðherra sagði að vissu-
lega væri hin mikla hækkun, sem
sumir fengju samkvæmt dóminum,
afar óheppileg eins og ástandið væri
í þjóðfélaginu, en hins vegar væri
spuming hvaða úrræði menn hefðu
til að breyta honum. Ríkisstjórnin
væri nú að kanna lagalega stöðu
dómsins og hvort hún eða löggjafar-
valdið gæti á einhvem hátt breytt
úrskurði hans og nefndi hann að í
því sambandi væri setning bráða-
birgðalaga til athugunar. Hann
sagði þó, að það væri mat þeirra
lögfræðinga, sem stjómin hefði leit-
að til, að afar hæpið væri að hægt
væri að grípa til slíkra úrræða. Þetta
væri bæði flókið mál og erfitt og
ríkisstjórnin myndi skoða það fram
yfir helgi og taka það aftur á dag-
skrá á þriðjudaginn.
Jón Finnsson hrl, forseti Kjaradóms
sagði við Morgunblaðið í gær að
ætlun dómsins hefði ekki verið að
varpa pólitískri bombu inn í þjóðfé-
lagið, heldur einungis að aðlaga
launakerfi sitt veruleikanum með því
að fella aukagreiðslur inn í mánaðar-
laun þjá þeim sem þeirra hafi notið
en hækka laun þeirra sem ekki hafi
notið aukagreiðslna til samræmis.
Sjá nánar bls. 6.
13% minnkun
í sementssölu
FYRSTU fimm mánuði þessa árs
var sementssala um 13% minni
en á sama tíma í fyrra, þó árið
1991 hafi verið eitt hið lakasta í
áratugi, að sögn Tómasar Run-
ólfssonar hjá Sementsverksmiðju
ríkisins. Aðilar í verkataka- og
byggingariðnaði segja að líkt og
búist hafi verið við sé nú sam-
dráttur í verkefnum þrátt fyrir
að um háannatíma ætti að vera
að ræða.
Meira er um það að lóðum sé
skilað til Reykjavíkurborgar, minna
er um nýbyggingar og sala bygging-
arvara hefur dregist saman og ekki
hefur tiðarfarið bætt úr skák, þar
sem sala á málningu hjá málningar-
fyrirtækjum í Reykjavík í júnímán-
uði er nú töluvert minni en á sl. ári.
Sjá frétt á bls. 8B.