Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR .SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992 Þorgeir Jósefsson heiðursborgari, Akranesi—Minning Fæddur 12. júlí 1902 Dáinn 21. júní 1992 Fallinn er frá heiðursborgari Akraneskaupstaðar Þorgeir Jósefs- son fyrrum framkvæmdastjóri Þor- geirs og Ellerts hf., tæplega níræð- ur að aldri. Þorgeir kveður bæinn á fimmtíu ára kaupstaðarafmæli hans - bæ- inn sem hann lagði krafta sína í að byggja upp af metnaði og dugn- aði. Eftir langa en gjöfula ævi var þessi góði maður þrotinn að kröft- um. Hann heiðraði þó bæjarbúa með nærveru sinni á afmælishátíð þann 26. janúar sl. en þá voru liðin 50 ár frá fyrsta fundi bæjarstjómar Akraness. Þorgeir var varabæjar- fulltrúi í þeirri bæjarstjóm en starf- aði þrátt fyrir það sem aðalfulltrúi. Hann starfaði óslitið að málefnum bæjarins í tæp 40 ár og vann að mörgum þeim brýnu hagsmunamál- um sem farsælt og gott bæjarfélag er grundvallað á í dag. Við leiðarlok færa bæjarbúar allir þessum fallna fmmheija innilegustu þakkir fyrir ómetanleg störf í þágu Táæjarins og minnast hans með djúpri virðingu. Þorgeir Jósefsson var fæddur þann 12. júlí 1902 að Eystra-Mið- felli í Hvalfjarðarstrandarhreppi. Foreldrar hans vom þau Jósef Jó- sefsson bóndi og Jóreiður Jóhannes- dóttir. Þorgeir ólst upp að Eystra- Miðfelli, en var afhuga því að ger- ast bóndi, því eins og hann sagði, þá mörkuðu harðindi áranna 1913 og 1914 svo djúp spor í huga hans að hann taldi sig ekki geta hugsað til þess að standa í slíku stríði sem hann hafði sem drengur kynnst á þessum ámm. Það leiddi þó tíminn í ljós að Þorgeir var óragur að tak- ast á við erfíð verkefni og leysa þau farsællega. Hann valdi sér hins vegar annan vettvang en búskap, engu auðveldari og glímdi þar til sigurs. Árið 1918 fór Þorgeir í læri til Ólafs Ólafssonar í Deild á Akranesi sem rak þar vélsmiðju. Stundaði ^hann þar vélsmíðanám tvo vetur en hélt til Sandgerðis árið 1920 eins og svo margir af Skaga, en vertíðarbátar Skagamanna og ann- arra þar þurftu á viðgerðaþjónustu að halda. Þrátt fyrir að þessa þjón- ustu hafí Þorgeir starfað við í Sand- gerði allt til ársins 1927 þá var hann orðinn búsettur Akurnesingur frá árinu 1923. Þorgeir Jósefsson stofnaði ásamt Ellerti bróður sínum fyrirtækið Þor- geir og Ellert hf. árið 1928. Þor- geir hefur sagt frá því að í raun hafí þeir bræður aldrei skírt fyrir- tækið heldur hafí fólk út í bæ gefíð því þetta nafn. Sú frásögn lýsir vel hvemig fyrirtækið Þorgeir og Ellert hf. hefur alla tíð verið fléttað inn í vitund bæjarbúa. Um áratuga- skeið hefur fyrirtækið verið ein af kjölfestum atvinnulífs á Akranesi og eitt af stærstu fyrirtækjum landsins á sínu sviði. Forsjá Þor- geirs Jósefssonar er án nokkurs vafa gæfa þess fyrirtækis þann tíma sem hann stýrði því. Sam- starfsmenn hans hafa lýst honum sem traustum, réttsýnum og mild- um stjómanda sem hafði ætíð þá glöggu yfírsýn sem nauðsyn er hveijum farsælum stjórnanda. Með starfí sínu hjá Þorgeir og Ellert hf. markaði Þorgeir djúp spor í atvinn- usögu Akraness. Hann var um lang- an aldur í stjórn Iðnaðarmanna- félags Akraness, Félags dráttar- brauta og skipasmiða og Landssam- bands iðnaðarmanna þar sem hann um árabil var heiðursfélagi. Þorgeir var einn af frumkvöðlum þess að á Akranesi var stofnaður iðnskóli. Hann var í fyrstu stjórn þess skóla. Sá græðlingur sem Þorgeir átti þar þátt í að gróðursetja hefur vaxið og dafnað og er nú ein af traust- ustu greinum Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þorgeir lét alla tíð til sín taka í félagsmálum og að málefnum bæj- arins starfaði hann af óeigingirni og dugnaði. Hann sat í síðustu hreppsnefnd Ytri-Akraneshrepps frá 1935-1941 og var varabæjar- fulltrúi frá 1942-1946. í bæjar- stjórn sat hann frá 1946 til 1958 og frá 1962 til 1966 eða um 16 ára skeið. Hann sat í bæjarráði Akraness frá 1951-1953 og um árabil í stjórn Sjúkrahúss Akraness. Sá tími sem Þorgeir starfaði að málefnum bæjarins voru tímar mik- illa breytinga og framfara. Hann fór í flokki þeirra sem voru í farar- broddi og hlífði sér hvergi. Á þess- um tíma var höfnin í mikilli upp- byggingu, Andakílsárvirkjun reist, Sementsverksmiðja ríkisins byggð og hafin uppbygging Sjúkrahúss Akraness auk þess sem vatnsveita var byggð auk svo margs annars. Allir sjá hversu mikilvægar þessar framkvæmdir eru Akraneskaup- staði í dag, en það var áhugamál Þorgeirs og lán bæjarbúa að hann tók svo virkan þátt í framgangi þeirra. Hann var fyrir framgang sinn í bæjarmálum og atvinnumál- um bæjarins einróma kjörinn heið- ursborgari Akraneskaupstaðar árið 1982. Þorgeir var kvæntur Svan- laugu Sigurðardóttur sem lifir mann sinn. Þau eiga á lífi fjögur börn, þau Jóhönnu, Jónínu, Jósef og Svönu. Er þeim vottuð samúð nú við fráfall þess heiðursmanns sem bar hag bæjarins og bæjarbúa svo fyrir brjósti. Um starf og ævi Þorgeirs Jósefs- sonar má hafa langt mál en hér er aðeihs drepið á stærstu þáttum lífs hans. Hann var einn af þeim völund- um Akraneskaupstaðar sem lögðu homstein að fallegu og traustu bæjarfélagi. Á kveðjustund sem þessari er það fyrst og fremst þakk- læti sem fært er þessum fallna heið- ursborgara. Þakkarskuld bæjarins og bæjarbúa verður hins vegar seint að fullu greidd, en minningin um Þorgeir Jósefsson mun lifa um ókomna tíð og verða öðmm hvatn- ing til dáða fyrir Akranes. Gísli Gíslason, bæjarsljóri. Hann tignar þau lög, sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. Þessar ljóðlínur Davíðs Stefáns- sonar eiga vel við um „Höfðingja smiðjunnar", Þorgeir Jósefsson, hinn aldna heiðurmann sem Akur- nesingar kveðja nú með virðingu og þökk. Með Þorgeiri er genginn einn mesti athafnamaður á Akranesi á þessari öld. Hann hóf ungur upp- byggingu og rekstur skipasmíða- stöðvar sinnar Þorgeir og Ellert ásamt bróður sínum Ellert Jósefs- syni sem lést langt um aldur fram. Af ótrúlegum dugnaði og fram- sýni reistu þeir bræður eina full- komnustu skipasmíðastöð á land- inu, enda urðu viðpskipti við fyrir- tækið fljótlega eftirsótt af útgerðar- mönnum alls staðar af landinu. í fyrirtækinu stóð Þorgeir í stafni í tugi ára og ávann sér traust og virðingu allra þeirra sem viðskipti áttu við hann. Eins og alkunna er skiptast á skin og skúrir í íslenskum atvinnurekstri. Þorgeir fór ekki var- hluta af því og þegar mestu áföllin riðu yfír sýndi hann best hvaða mann hann hafði að geyma því á slíkum stundum margefldist hann og bjartsýni hans hreif fólk með sér, enda stóðu allir með honum, starfsfólkið og viðskiptavinir vissu sem var að ef Þorgeir stæði sig ekki stæði sig enginn. Þorgeir var einstakur maður að allri gerð og lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Þegar ég sem þessar línur rita hóf afskipti af útgerð rúmlegá tvítugur var Þorgeir um + Elskulegur sonur okkar og bróðir, ANDRI MÁR KARLSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. júní kl. 10.30. Valgerður Samsonardóttir, Karl ísdal, og systkini hins látna. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR FINNBOGASON, Engjaseli 70, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. júni' kl. 13. 30. Hulda Pálsdóttir, Ragnar Kristján Gunnlaugsson, Birgir Þór Sverrisson, Kolbrún Eva Valtýsdóttir, Hulda Birgisdóttir, Sædís Eva Birgisdóttir. Fósturfaðir minn, tengdafaðir og afi, EMIL HELGASON, Hrafnistu í Reykjavík, áður til heimilis í Safamýri 63, Reykjavlk, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 29. júní kl. 15.00. Ingibjörg Sigurðardóttir, Hallgrfmur Þór Hallgrímsson, Emil Birgir Haltgrímsson, Guðfinna Björk Hallgrímsdóttir, Þóra Björg Hallgrímsdóttir. + Útför móður minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÖNNU BENÓNÝSDÓTTUR frá Laxárdal, Grænuhlfð 14, verður gerð frá Nýju kapellunni í Fossvogi mánudaginn 29. júní kl. 15.00. Sigríður G. Skúladóttir, Egill G. Vigfússon, börn og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andiát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS ÁSGEIRSSONAR frá Bfldudal, Háengi 4, Selfossi. Guðrún Kristjánsdóttir, Rikharöur Kristjánsson, Björk Kristjánsdóttir, Vfðir Kristjánsson, Sigurleifur Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabarn. Guðmundur Þ. Ásgeirsson, Ida Sveinsdóttir, Diðrik Ólafsson, Aðalbjörg Helgadóttir, Þórunn Jónsdóttir, + Ástkær móðir okkar.tengdamóðir og amma, ELÍN KRISTÍN ÞORLÁKSSON, lést 23. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Egill Egilsson, Arnór Egilsson, Halldór Egilsson, Ólafur Egilsson, Ingalís Hauksdóttir, Þóra Sveinsdóttir, Eileen Egilsson, Hansína Gísladóttir barnabörn. sjötugt, enn í fullu Ijöri, enn í sinni vinnu þrátt fyrir að heilsa hans væri ekki alltaf upp á það besta. Fáir menn hafa haft meiri áhrif á mig. Viðskipti við hann voru öll á einn veg, fullkomið trúnaðar- traust, pappírsflóð átti ekki við hann þó um flókna samninga væri að ræða, hann vildi láta gott handa- band duga og það dugði okkur báð- um vel. En samtök okkar voru ekki öll viðskiptalegs eðlis. Hann var sí- fræðandi og hafði frá mörgu að segja frá viðburðaríkri æfí. Glögg- skyggn og ráðagóður var hann með afbrigðum. Hann sagði oft við mig þegar svartsýni og áhyggjur sóttu á mig ungan og óreyndan manninn og mér sýndist allt vera að fara veg allrar veraldar, „heyrðu karlinn, ef þú lærir ekki að lifa.Jífinu lifandi þá verður þú nú dauður innan tíð- ar“ og um leið benti hann mér allt- af á ljósa punkta. Þó mér þætti þessi ljósu punktar oft vera langt í burtu þá drakk ég þessar ræður í mig og oftar en ekki hafði sá full- orðni lög að mæla. Uppörvunarorð hans voru gulls ígildi og sögð af manni sem bjó yfir dýrmætri þekk- ingu og reynslu. Við hjá Haraldi Böðvarssyni höf- um haft mikil og góð viðskipti við Þorgeir og Ellert frá upphafi. Nú þegar „Höfðingi smiðjunnar" er kvaddur þökkum við liðna tíð um leið og við sendum aðstandendum hans okkar dýpstu samúðarkveðjur. Gæfumaður er genginn sem vann sér ást og virðingu samferðamanna sinna. Yfír Þorgeiri Jósefssyni var reisn sem einkennir góða menn. Haraldur Sturlaugsson. Kveðja frá Landssam- bandi iðnaðarmanna og Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja. Einn svipmesti og virtasti iðnaðar- maður þessarar aldar, Þorgeir Jós- efsson, lést á sjúkrahúsi Akraness um það leyti sem Landssamband Iðnaðarmanna átti 60 ára afmæli. Þorgeir var fæddur að Eystra-Mið- felli í Hvalfjarðarstrandarhreppi rétt eftir aldamótin. Hann kom til Akraness árið 1918 og hóf þá nám í iðn sinni, vélsmíði. Þegar hann var 26 ára gamall stofnaði hann fyrir- tækið Þorgeir og Ellert hf., ásamt bróður sínum Ellert. Fyrir þessu fyrirtæki átti eftir að liggja að verða eitt hið stærsta og virtasta á sínu sviði í landinu og meðal þeirra fyrstu og fremstu í íslenskri stál- skipasmíði. Þorgeir lét sér alla tíð annt um málefni íslensks iðnaðar og iðnaðar- manna. Hann var einn af stofnend- um Iðnaðarmannafélags Akraness árið 1931 og hóf fljótlega eftir það afskipti af félagsmálum iðnaðar- manna á landsvísu. Hann var fyrst kjörinn sem fulltrúi félags síns á 5. Iðnþing íslendinga (aðalfund Landssambands iðnaðarmanna) ár- ið 1939. Hann átti sæti á u.þ.b. 30 Iðnþingum eftir það, eða allt til ársins 1988. Eftir að Félag dráttar- brauta og skipasmiðja var stofnað árið 1967 var Þorgeir lengst af í stjórn þess og varaformaður um hríð. Á 50 ára afmæli Landssambands BLOJW SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opiö alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.