Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992 27 KRAFTLYFTINGAR Setti stefn- unaá pall- inn - sagði Auðunn Jóns- son sem hafnaði í þriðja sæti í -90 kg flokki á Evrópumeist- aramóti unglinga í kraftlyftingum EVRÓPUMEISTARAMÓT ungl- inga í kraftlyftingum var haldið í Búdapest íUngverjalandi 14. júní sl. Fimm keppendur frá íslandi voru á mótinu, og náði Auðunn Jónsson, tvítugur Kópavogsbúi, þeim ágæta árangri að hafna í þriðja sæti i -90 kg þyngdarflokknum. Hann átti möguleika lengi vel á gullverðlaunum, en mistókst naumlega að iyfta 312,5 kg í réttstöðulyftu undir lokin, og haf naði því í þriðja sæti. Arangur Auðuns er glæsilegur, sérstaklega í ljósi þess að hann setti íslandsmet í unglinga- flokki í hnébeygju, Steíán réttstöðulyftu og Eiríksson samanlögðu, í -90 skrífar kg flokknum. Sömu sögu er að segja af Hilmari Gunnarssyni sem keppti í -75 kg flokknum, en hann hafnaði í 5. sæti í sínum flokki. Auðunn lyfti samtals 757,5 kg í saman- lögðu, tók 290 kg í réttstöðulyftu og 295 kg í hnébeygju. Hilmar lyfti samtals 617,5 kg, tók 250 kg í réttstöðulyftu og 242,5 í hnébeygju. Mótið nú mun sterkara en í fyrra Auðunn sagðist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með þennan árangur. Það hafi lítið vant- að upp á að hann krækti í gullið, og samanlagt hefði árangur hans Auðunn Jónsson lenti í þriðja sæti í -90 kg flokki, á Evrópumeistaramóti unglinga sem haldið var í Búdapest um miðjan mánuðinn. verið jafn árangri Norðmannsins sem lenti í öðru sæti, en hann hafi verið 200 grömmum léttari og því hreppt silfrið. „Ég stefndi alltaf að því að ná verðlaunasæti á mótinu, og ég er mjög ánægður með að það tókst. Mótið núna var mun sterkara en í fýrra, sem sést best á því að -90 kg flokkurinn vannst á 730 kg samanlagt í fyrra, en Finninn sem vann núna lyfti samtals 780 kg.,“ sagði Auðunn. Eftir fyrstu lyfturnar í réttstöðu- lyftunni var Auðunn í efsta sæti, en þegar Finninn Jari Perálá lyfti 302,5 kg, þurfti Auðunn að taka 312 kg til að tryggja sér sigur. „Ég hef verið að taka 300 kg nokkuð auðveldlega á æfingum að undan- fömu. Það var kannski svolítil græðgi að æða beint í 312,5 kg eins og ég gerði, en það komst ekkert annað að hjá mér en sigur. Ég hefði tryggt mér annað sætið með 300 kg en tók áhættuna," sagði Auðunn. Draumurinn að komast á heimsmeistaramótið Auk Auðuns og Hilmars kepptu á mótinu Jóhannes Eiríksson, Ólaf- ur Kristjánsson og Grétar Hrafns- son. Næsta stórmót í unglingaflokki er heimsmeistaramótið í Astralíu sem fram fer í september. „Það er auðvitað draumurinn að komast þangað, en það er með það eins og flest annað, spurningin snýst um að ijármagna ferðina," sagði Auð- unn. Hann sagði að þeir hefðu orð- ið að verða sér sjálfir út um allt fjármagn til að kosta förina á Evr- ópumeistaramótið. Þeir hefðu reynt að fá styrki hjá fyrirtækjum, en þeir hefðu ekki numið nema broti af ferðakostnaðinum. Kraftlyft- ingasambandið hefði ekki aðstoðað þá neitt, hvorki fjárhagslega né með öðrum hætti, þeir hefðu meira að segja þurft að skrá sig sjálfir á mótið. „Það er auðvitað erfitt að þurfa að standa í svona basli. Stjóm Kraftlyftingasambandsins virðist ekki hafa mikinn áhuga á að gera eitthvað til að aðstoða okkur fjár- hagslega. Ef sambandið.væri innan ISI hefði það einhvem aðgang að fjármunum, sem án alls efa kæmu félagsmönnum að góðum notum,“ sagði Auðunn. Augnlæknastofan í IHjódd Álfabakka 14 Hef hafið störf víó augnlæknastofuna íMjódd. örn Sveinsson. Sérgrein augnlækningar. Símar682166 og 682344. Verð Barnagalli, kr. 3.990,- St. 8-14 Fótboltaskór, kr. 2.980,- St. 28-38 Fótbolti kr. 1.450,- Opið laugardag frá kl. 10-14. SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40, SÍMI 813555. ik/jXXíÚ AlII/ACCDJIID Tll AUIxArtKDlK IIL MALLORCA! Við bætum við ferðum til Mallorca í sumar vegna mikillar eftirspurnar. Frábærir gististaðir á 3 vinsælustu stöðunum á þessari sumardvalarparadís fjölskyldunnar. Tveggja og þriggja vikna ferðir: 3. ágúst og 24. ágúst. - LWill-hibSa téi SfHin/iiiiiiilerilir-Lmiási/ii i Roykjavík: Austurstrœti 12 • S. 91 - 69 1010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Símbrél 91 - 2 77 % / 691095 • Telex 2241 ” Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbrét 91 - 62 24 60 Akureyri: Skipagötu 14 • S. 96 - 27 200 • Simbréf 96 - 24087

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.