Morgunblaðið - 28.06.1992, Side 26

Morgunblaðið - 28.06.1992, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA / MARKVERÐIR Glæsilegur árang- ur hjá Þjóðvevjum Ein óvæntustu úrslit í sögu Evrópukeppni landsliða áttu sér stað í Gautaborg þegar Danir lögðu heimsmeistara Þýskalands að velli, 2:0, á föstudagskvöldið. Danir, sem komu inn sem varaþjóð, stóðu uppi sem sigurvegarar. Gárugarnir benda á að Danir séu fyrstir til að verða Evrópumeistarar með aðstoð Samein- uðu þjóðanna, en það voru einmitt SÞ sem settu samskiptabann á Serb- íu og Svartfjallaland, sem varð til þess að landsliði Júgóslavíu var vísað út úr EM tíu dögum fyrir keppnina í Svfþjóð. Þrátt fyrir tap Þjóðveijar hafa þeir náð mjög góðum árangri á knatt- spymuvellinum frá seinni heimsstyij- öldinni, eða síðan þeir tóku þátt í heimsineistarakeppninni 1954 í Sviss, þar sem þeir urðu heimsmeistarar með því að leggja Puskas og félaga hans í ungverska landsliðinu að velli. Þjóðveijar urðu síðan í íjórða sæti í HM í Svíþjóð 1958 og í öðru sæti í HM í Englandi 1966, en þá hófst glæsilegur árangur þeirra. Frá og með árinu 1966 hafa Þjóð- veijar tekið þrettán sinnum þátt í úrslitakeppni HM og EM og ellefu sinnum hafa þeir hafnað í verðlauna- sætum. Níu sinnum hafa þeir leikið til úrslita. Tvisvar sinnum hafa Þjóð- veijar ekki komist í toppsætin. Það var í HM í Argentínu 1978, eða þeg- ar miklar breytingar urðu á þýska liðinu í kjölfar þess að Franz Becken- bauer hætti að leika með landsliðinu á besta aldri og gerðist leikmaður með New York Cosmos í Bandaríkj- unum. í EM 1984 í Frakklandi var heppnin ekki með þýska landsliðinu, en það misstu af undanúrslitaleik við Dani á elleftu stundu, eða þegar Spánveijar náðu að skora hjá því eftir að venjulegum leiktíma lauk. í EM 1988 í Þýskalandi tapaði þýska liðið, 1:2, fyrir Hollendingum í undan- úrslitum og þess má geta að íjóðveij- ar töpuðu Evrópumeistaratitlinum til Tékka 1976 eftir vítaspymukeppni. Þjóðveijar voru Evrópumeistarar þegar þeir urðu heimsmeistarar 1974, en þeir náðu ekki til að verða einnig fyrstir til að verða Evrópumeistarar sem heimsmeistarar. Ellefu sinnum í verðlaunasæti Árangur Þýskalands í HM og EM frá 1966 Heimsmeistarakeppni Evrópukeppni 1966 1968 1970 1972 1974 1976 1978 1982 1984 1986 1988 1990 Morgunblaðið/Bjarni Landsliðsmarkverðir Helgi Daníelsson og sonardóttir hans Steindóra Steinsdóttir eiga það sam- eiginlegt að hafa bæði klæðst landsliðsbúningi íslands í knattspyrnu sem markverðir. Helgi, sem lék með Akranesi og Val á árum áður, lék sinn síðasta landsleik fyrir 27 árum - gegn írum, 0:0, á Laugardalsvellinum 1965 og lék hann þá sinn 25 landsleik og fékk gullúr KSÍ. Helgi lék aftur á móti sinn fyrsta landsleik fyrir 39 árum gegn Austurríkismönnum 1953. Steindóra lék sinn fyrsta landsleik í Evrópukeppni landsliða kvenna í Englandi á dögunum og hún átti mjög góðan leik þegar íslenska landslið- ið lagði Skota að velli á Akranesi í sl. viku. Að sjálfsögðu leikur Stein- dóra með Skagaliðinu eins og afí hennar gerð. Faðir hennar er Steinn Helgason, sem er landsliðsþjálfari kvenna ásamt Sigurði Hannessyni. frá Akranesi KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ ÍSLANDS Bræður bak- dyramegin inn í liðið! ÞEIR eru bræður, annar þrítugur, hinn tvítugur. Sá eldri á glæst- an knattspyrnuferil að baki og er atvinnumaður íSviss. Hinn, sem leikur með Breiðabliki f 1. deild, fetar dyggilega i fótsporið og síðustu misseri hafa þeir fengið aukin tækifæri til að hittast. Sá reyndari er fyrirliði fslenska landsliðsins f knattspyrnu, byrj- aði að leika með þvf 1980. Sá yngri lék fyrst með landsliðinu f fyrra og viðureignin gegn Ungverjalandi í Búdapest á dögunum var þriðji sameiginlegi landsleikur bræðranna. Enginn þeirra hefur tapast, tveir sigrar og eitt jafntefli. Báðir hófu landsliðsfer- ilinn á ámóta hátt — komu nánast bakdyramegin inn í liðið. Sigurður, sem á 43 landsleiki að baki, lék fyrst með landslið- inu fyrir 12 árum. Hann var þá ^^1 ungur og til þess að Steinbór gerd óreyndur Guöbjartsson Breiðabliksmaður skrifar og átti alls ekki von á kallinu, þegar það kom um miðjan júlí. „Það var frekar óvænt. Ég var með kærustunni og vinum á ferð með Akraborginni á leið í sumarbú- stað. Þegar við komum á Skagann beið lögreglan á bakkanum og fylgdist nákvæmlega með öllum manna- og bílaferðum. Augu okkar mættust og lögreglumennirnir sögðust vera komnir til að ná í mig. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, en fór með þeim á stöð- ina, þar sem mér var sagt að hringja í ákveðið númer. Landsliðið var að fara í keppnisferð tii Noregs og Svíþjóðar morguninn eftir og ein- hver hafði dottið út á síðustu stundu. Mér var boðið að hlaupa í skarðið, en vegna aðstæðna var ekki þrýst á mig. Ég ákvað hins vegar að grípa gæsina, þegar hún gafst, og hélt rakleiðis landleiðina áleiðis í bæinn aftur. Jói bróðir kom á móti, við mættumst i Hvalfjarðar- botni og ég hélt áfram með honum. Fyrsti landsieikurinn varð síðan senn að veruleika." Arnar lék fyrst með landsliðinu í fyrrasumar, þegar ísland og Tyrkland mættust í vin- áttuleik á Laugardalsvelli. „Ég var valinn í 20 manna æfíngahóp fyrir leikinn, en var ekki á meðal þeirra 16 útvöldu. Síðan gerðist það að Toddi [Þorvaldur Örlygsson] meidd- •höfum réttió, Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson BræAurnlr Slgurður Qrétarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, til vinstri og Arnar Grétarsson bíða eftir landsleiknum gegn Ungveijum í Búdapest. ist og svo Hlynur [Stefánsson]. Mér var ekki aðeins bætt í hópinn á síð- ustu stundu heldur var ég í byijun- arliðinu. Það var líka heldur styttra fyrir mig að fara en Sigga um árið!“ Draumur mömmu rættist Sigurður og Arnar voru saman í landsliðinu í fyrsta sinn og leikur- inn er þeim ekki síður eftirminnileg- ur vegna úrslitanna, en ísland vann 5:1. Næst léku þeir saman með landsliðinu í Tel Aviv s.J. vetur, en vináttuleiknum gegn ísrael lauk með 2:2 jafntefli. í Búdapest mætt- ust þeir þriðja sinni sem landsliðs- menn og saman fögnuðu þeir fræknum sigri, 2:1 gegn Ungveij- um. En áttu þeir von á að leika saman með landsliðinu áður en til þess kom? „Það eru 10 ár á milli okkar og ég hugsaði aldrei um þennan möguleika," sagði Sigurður. „Hins vegar hefur stefnan hjá Adda alltaf verið að komast í landsliðið og eftir á að hyggja var þetta kannski ekki svo fjarlægur draum- ur.“ „Ég gældi ekki sjálfur við þenn- an möguleika, þó aldrei eigi að segja aldrei," sagði Amar. „Fjölskyldan hafði mikinn áhuga á að sjá okkur saman i landsleik og nú má segja að draumur mömmu hafi ræst.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.