Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992 EFNI ► l-32 Orlagagyðja þjóðar- búsins ►Hafrannsóknastofnunin hefur verið mikið í sviðsljósinu að undan- fömu og er viðbúið að svo verði á meðan Islendingar byggja afkomu sína á fiskveiðum og sjávarfangi. En hveijir eru sérfræðingarnir sem þar starfa og við hvað era þeir að fást frá degi til dags..?/ 10 Erfðavísar f iytja brjóstakrabba ►Rætt við þijá íslenska vísinda- menn um rannsóknir á erfðaefni einstaklinga úr ættum með háa tíðni bijóstakrabbameins./12 Landshornaflakk Ráð- herrabústaðarins ►Ráðherrabústaðurinn við Ijam- argötu er ættaður frá Flateyri og uppranalega byggður þar. Hval- fangarinn Ellefsen gaf vini sínum Hannesi Háfstein húsið og Hannes flutti það til Reykjavíkur./ 18 ATVINNU/RAÐ OG SMÁAUGLÝSINGAR FASTEIGNIR B ► 1-16 Samdráttur í nýbyggingum ►Tilfærslur frá stærri fram- kvæmdum yfir í minni fram- kvæmdir og viðhald./8 ► l-24 Hvar? ►Jóhann var eins kvæðis maður og það er honum nóg, margur má una við minna, hafði Halldór Lax- ness eftir ágætum bókmennta- frömuði um vin sinn Jóhann skáld Jónson í riti á 90. afmælisdegi skáldsins. Þórður Runólfsson, fyrr- verandi öryggismálastjóri, sem þekkti Jóhann bæði í Reykjavík á menntaskólaárum hans og á Þýskalandsárunum 1921 til 1925, riflar hér upp kynni sín af skáld- inu./l Sölsur, sömbur og bossanóvur ►Rætt við aðstendendur hljóm- plötunnar Þegar þið erað nálægt", sem gefin er út í samvinnu við BarnaheiIl./4 Fremsta listdanskona íslendinga ►Rætt við Maríu Gísladóttur, nýr- áðinn listdansstjóra hjá íslenska dansflokknum, en María hefur fengið lof um allan heim fyrir ljóð- rænan listdans./8 Hugmynd verður að mynd ►Fæstir gera sér grein fyrir þeirri vinnu sem liggur að baki vandaðri ljósmyndatöku. Frá því hugmyndin fæðist og þar til myndir era komn- ar á hreint hafa margir lagt gjörva höndáplóginn./12 Af spjöldum glæpa- sögunnar ►í þættinum Upp með hendur segir frá fyrsta nýtískulega bank- aráninu í Danmörku, en eyðsla ræningjanna í kvenfólk kom upp umþá./14 ► FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndir lOc Leiðari 16 Dægurtónlist llc Helgispjall 16 Myndasögur 16c Reykjavfkurbréf 16 Brids 16c Minningar 20 Stjömuspá 16c Fólk i fréttum 24 Skák 16c íþróttir 26 Bíó/dans 17c Útvarp/sjónvarp 28 Bréftil blaðsins 20c Gárur 31 Velvakandi 20c Mannlífsstr. 6c Samsafnið 22c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: MorgunDiaoio/öjom tsionaai Slökkviliðsmenn sprauta vatni á eld sem lagði út um stafnglugga á frystihúsinu Eitlinum hf. í fyrrinótt. Eigandi frystihúss í Höfnum sem stórskemmdist í eldi: Erum ákveðin í að koma fyr- irtækinu í gang á nýjan leik Keflavfk. „ÉG var að koma úr vinnu úr Reykjavík rétt fyrir hálftvö og þegar ég nálgaðist þorpið tók ég eftir að mikinn reyk lagði frá frystihús- inu. Ég flýtti mér niður að húsinu og þá voru aðaldyr þess opnar og eldur fljótandi um allt gólf í pappakössum og fleiru. Ég reyndi þegar í stað að tilkynna um eldinn í farsímann en tókst ekki að ná sam- bandi. Þá dreif ég mig heim og náði þá strax að tilkynna um eldinn til Keflavíkur, en á þessum mínútum og þar til að slökkviliðið kom magnaðist eldurinn verulega,“ sagði Ásgeir Skúlason sem fyrstur kom að frystihúsinu Eitli hf. í Höfnum sem stórskemmdist í eldi aðfara- nótt laugardags. Slökkviliðsmenn úr Keflavík, af Keflavíkurflugvelli og úr Sandgerði komu fljótlega á staðinn og að sögn Jóhannesar Sigurðssonar aðstoðar- slökkviliðsstjóra í Keflavík gekk til- tölulega vel að slökkva eldinn. Jó- hannes sagði að svo virtist sem eldur- inn hefði kviknað í suðurhluta húss- ins og þar hefðu mestar skemmdir orðið. Jóhannes sagði að hitinn inni í húsinu hefði verið geysilega mikill og ekki hefði mátt miklu muna að húsið yrði alelda. í því voru 3 gaskút- ar og sprakk einn rétt áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang. Vegna sprengihættu þurfa að líða 24 klukkustundir frá því að eldurinn var slökktur þar til rannsókn getur hafist. Björgvin Lúthersson sveitastjóri í Hafnahreppi sagði að frystihúsið hefði verið eina fyrirtækið sem starf- rækt væri í Höfnum um þessar mundir og því væri þetta mikið áfall. „Þetta var vel rekið fyrirtæki sem gekk vel og var á uppleið. Þeir sem að því stóðu voru búnir að festa kaup á tveim húsum hér í þorpinu' fyrir starfsmenn sína og voru að kanna með leigu á öðrum húsum. Mér telst til að þama hafi unnið lið- lega 20 manns og því er þetta vera- legt áfall fyrir lítið sveitarfélag eins og Hafnahrepp. Þuríður Magnúsdóttir einn eig- enda Eitilsins sagði að óvenju mikið af afurðum hefði hefði verið í frysti- geymslunni sem átti að skipa út eft- ir helgi og hún áætlaði að verðmæti þeirra væri u.þ.b. 5 milljónir. Þuríður sagði að erfitt væri að átta sig á heildartjóni á þessu stigi en hún væri ákveðin í að koma fyrirtækinu í gang á ný væri þess nokkur kostur. -BB Háskólahátíð: BRAUTSKRÁNING kandidata við Háskóla íslands fór fram á Háskólahátið í gær. Að þessu sinni voru útskrifaðir 520 kandi- datar, en fyrsta vetrardag voru brautskráðir 162 kandidatar og 1. febrúar 101, samtals 783, og hafa þeir aldrei verið fleiri í sögu skólans. í hátíðarræðu sinni lagði Sveinbjörn Björnsson háskólarektor áherslu á sam- starf og samvinnu um hagnýt- ingu þekkingar. Háskólarektor vildi ekki þreyta áheyrendur með raunasögum um erfiðan rfjárhag Háskólans heldur fara nokkrum orðum um þau fram- faramál sem honum væru ofarlega í huga og yrðu væntanlega meðal viðfangsefna þróunamefndar þeirr- ar sem menntamálaráðherra hefði fyrir nokkm skipað að tilmælum Háskóla íslands. Háskólarektor lagði áherslu á nauðsyn þess að auka hagnýtingu þekkingarinnar í atvinnulífinu. Meðal atriða sem rektor greindi frá voru þátttaka Háskólans í umfangs- miklu rannsóknaverkefni um botn- dýr á íslandsmiðum. Á Ísafirði muni Háskólinn eiga aðild að Þró- unarsetri Vestfjarða og stunda rannsóknir til vinnslu verðmætra lífefna úr sjávarfangi. Rektor sagðist gera ráð fyrir aukinni samvinnu Háskóla íslands við Háskólann á Akureyri, en hann væri nú að byggja upp fjögurra ára nám í sjávarútvegsfræðum. Því námi myndi fylgja rannsóknir í fisk- eldi og fiskvínnslu sem gæfu marg- vísleg tilefni til samvinnu. Svein- bjöm Bjömsson tók fram að Há- skóli íslands myndi gæta verka- skiptingar og fara aðrar leiðir en Háskólinn á Akureyri í sínu náms- framboði í sjávarútvegsgreinum. Rektor greindi einnig frá sam- starfí og samvinnu út fyrir land- steinana. Háskóli íslands hýsir „Sammennt", samstarfsnefnd at- vinnulífs og skóla um menntun og tækniþjálfun, sem starfaði í tengsl- um við evrópsku starfsáætlunina „Comett". Rektor lét þess getið að von væri á ríflegum styrkjum til Sammenntar frá Evrópubandalag- inu til að þróa námskeið um gæða- stjómun fyrir starfsmenn og stjóm- endur fískvinnslu í Evrópu. Sam- hæfing og frumkvæði yrðu í hönd- um Islendinga en að verkefninu stæðu fyrirtæki, stofnanir og há- skólar í sjö Evrópulöndum, auk ís- lands. Þrjú úr sömu fjölskyldu útskrifast Við útskriftarathöfn Há- skóla fslands í gær vildi svo skemmtUega til að þrir úr sömu fjölskyldunni voru út- skrifaðir saman. Það voru mæðginin Alma Valdís Sverr- isdóttir og Jón Helgi Egilsson sem útskrifuðust ásamt konu Jóns, Guðrúnu Ingibjörgu Arnardóttur. Alma Valdís Sverrisdóttir út- skrifaðist úr lögfræði, sonur hennar, Jón Helgi Egilsson, úr verkfræði, og kona hans, Guðrún Ingibjörg Amardóttir, lauk BA- prófi í frönsku. En það voru ekki eingöngu háskólastúdentamir í fjölskyldunni sem vom að ijúka prófum heldur útskrifaðist einnig dóttir Ölmu, Svandís Egilsdóttir, frá Menntaskólanum í Reykjavík nú í vor. Alma sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri í raun tilviljun að hún, Jón Helgi og Guðrún útskrifuðust öll saman. Morgunblaöiö/överrir Nýstúdentinn Svandís Egilsdóttir og háskólastúdentamir þrír, Alma Valdís Sverrisdóttir, Jón Helgi Egilsson, og Guðrún Ingi- björg Amardóttir. Hún sagði að hefði t.d. Jón Helgi ekki frestað náminu um eitt ár til þess að fara í heimsreisu þá hefði hann útskrifast á síðasta ári. Alma sagði að það væri mik- ill léttir að útskrifast. Hún sagði að hún hefði lengi gengið með það hugarfóstur að nema lög- fræði við Háskólann en þar sem fjölskyldan hefði ekki búið í bænum hefði hún orðið að bíða með námið. ____________ „Heimili- Fasteignir“ kemur út á þriðjudag SÉRBLAÐ Morpmblaðsins, Heimili-Fasteignir, kemur ekki út í dag, sunnudag, líkt og verið hefur. Það sem eftir Iifir sumars, út ágústmánuð, mun blaðið þess í stað koma út á þriðjudögum. Þessi ákvörðun var tekin í samráði við Félag fasteignasala í kjölfar samþykktar aðalfund- ar félagsins um að hafa fast- eignasölur félagsmanna lokað- ar um helgar frá miðjum júní og út ágústmánuð. í sérblaði um atvinnuauglýs- ingar og fleira í biaðinu í dag er einnig að fínna fasteigna- auglýsingar. Aldrei fleiri kandidatar verið brautskráðir frá Háskóla Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.