Morgunblaðið - 04.07.1992, Side 1

Morgunblaðið - 04.07.1992, Side 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 149. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 Arne Treholt sést hér með systur sinni og frænku eftir að hann var leystur úr haldi í gær. Reuter Friðarumleitanir EB í Bosníu: Ferð Carringtons til Sarajevo án árangurs Flugvélar frá sex þjóðum flytja hjálpargögn til borgarinnar Sarajevo, Belgrad. Reuter. CARRINGTON lávarður, sátta- semjari Evrópubandalagsins, sagði alls engan árangur hafa orðið af fimm stunda fundi sin- um í Sarajevo með Ieiðtogum Serba, Króata og múslima í Bosníu-Herzegovínu. Loftbrú til Richard Cashin, formaður sam- taka sjómanna og verkafólks í mat- vælaiðnaði, sagði að bann stjómar- innar væru mestu fjöldauppsagnir í sögu Kanada og hvatti félagsmenn sína að virða þorskveiðibannið að vettugi. Sjómenn sem rætt var við sögðu að ekki væri um annað að ræða en að vígbúast til að veija veiðarfærin, en þeir hafa viku til að taka net sín úr sjó. Sjómenn benda á að stjómin í Ottawa leggi kanadískum bændum árlega til milljarða dollara til að borgarinnar hófst fyrir alvöru í gær, þegar á annan tug flug- véla frá sex þjóðum lentu með mat og hjálpargögn handa 300.000 stríðshijáðum íbúum hennar. Carrington hélt fundi með Alija halda lífinu í íbúum þeirra, en skammti nú fólki í sjávarútvegi hungurlús þegar að sverfi. Sjómenn á smærri fiskiskipum benda á að þeir hafi um árabil varað við bágu ástandi þorskstofnsins og lagt áherslu á að grípa til verndarað- gerða, en stjómvöld hafa skellt skollaeyrum við. Áætlað er að beint tap Nýfundnalands vegna bannsins iafngildi rúmlega 32 milljörðum ISK. Sjá „Samþykkt að banna allar þorskveiðar...“ á bls. 20. Izetbegovic, forseta Bosníu- Herzegovínu og Radovan Karadzic, leiðtoga Serba í Bosníu, auk fulltrúa Króata. Að þeim fund- um loknum sagðist hann myndu verða feginn ef Sameinuðu þjóð- irnar tækju að sér að miðla málum á milli hinna stríðandi aðila, en hann neitaði að svara hvort hann teldi að SÞ ættu að grípa til hem- aðaraðgerða í Bosníu. Carrington sagði Serba eiga mesta sök á hvernig komið væri. Flugvélar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Noregi, Ítalíu og Svíþjóð fluttu hjálpar- gögn til Sarajevo í gær, en daginn áður höfðu nærri 1.000 kanadískir gæsluliðar á vegum SÞ komið til flugvallarins til að treysta varnir hans. Einn gæsluliði særðist lítil- lega í gær er leyniskytta skaut á hann. Milan Panic, hinn nýskipaði for- sætisráðherra Júgóslavíu [Serbíu og Svartfjallalands], sagði í gær að forgangsverkefni sitt væri að koma á friði í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu og vinna að afnámi viðskiptabanns SÞ á Serbíu og Svartfjallaland. Panic fékk undan- þágu frá öryggisráði SÞ í gær til að fljúga til Belgrad og taka við embætti, en hann hefur starfað sem kaupsýslumaður í Kalifomíu og hefur tvöfaldan ríkisborgara- rétt. Þorskveiðibanm við Nýfundnaland mótmælt; Segja bætur Kanada- stjórnar smánarlegar Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttarita Morgunblaðsins. SJOMENN og fiskvinnslufólk á Nýfundnalandi hefur brugðist harka- lega við þeirri ákvörðun kanadísku stjórnarinnar að banna allar veiðar úr mikilvægasta þorskstofninum á Miklabanka í tvö ár. Tals- menn launþega í sjávarútvegi segja að þær bætur sem greiða eigi vegna atvinnumissis næstu vikurnar séu smánarlegar og móðgun við íbúa Nýfundnalands. Prentsmiðja Morgunblaðsins Finn tíl tómleika þó ég sé frjáls - segir norski njósnarinn Arne Treholt Ósló. Frá Trygve Monsen, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKI tyósnarinn Arne Treholt, sem var kallaður „siðasti vest- ræni njósnarinn“ í heimalandi sínu, var látinn laus eftir átta ára fangelsisvist í gær að ákvörðun norsku stjórnarinnar. „Ég fer út í frelsið með mikla tómleikatilfinningu,“ sagði Treholt á blaða- mannafundi eftir að honum var sleppt í gær. Hann hefur þjáðst af þunglyndi í fangelsisvistinni, sem versnaði þegar eiginkona hans svipti sig lífi fyrir rúmum mánuði. Treholt var dæmdur til þyngstu refsingar, 20 ára fangelsis, árið 1984 fyrir njósnir í þágu sovésku Tékkóslóvakía: Havel felldur í forsetakjöri Prag. Reuter. ÞJÓÐERNISSINNAÐIR þing- menn Slóvaka komu í veg fyr- ir að Vaclav Havel yrði endur- kjörinn forseti Tékkóslóvakíu I gær, þegar hann féll í at- kvæðagreiðslu á sambands- þingi landsins. Þetta þykir skýrt merki þess að landið muni klofna í tvennt; Slóvakíu og ríki Tékka. Til þess að verða endurkjörinn forseti þurfti Havel að fá þijá fimmtu hluta atkvæða í öll- um þremur deildum þings- ins. Hann náði meirihluta í tékkneska hluta þess en féll í hinum sló- vakíska, þar sem hann fékk aðeins átján atkvæði af 38. Havel mun sitja í embætti uns annar forseti verð- ur kjörinn, en nái annar forseta- frambjóðandi ekki tilskildum meirihluta getur Havel boðið sig fram að nýju. leyniþjónustunnar KGB. Hann telst varla hættulegur öryggis- hagsmunum Noregs lengur eftir lok kalda stríðsins og það voru engar deilur innan norsku ríkis- stjórnarinnar um að láta hann lausan. Engin gagnrýni á ákvÖTð- unina hefur komið fram, en náðun- in kom samt nokkuð á óvart, þar sem náðunarbeiðni var hafnað í fyrrahaust. Treholt var handtekinn á Fornebu-flugvelli í Ósló í janúar 1984 á leið til fundar við háttsett- an mann úr KGB með tösku fulla af skjölum merktum sem ríkis- leyndarmál. Treholt hafði meðal annars verið einn helsti aðstoðar- maður Jens Evensens sjávarút- vegsráðherra og þeir tveir voru í forsvari norsku sendinefndarinnar sem samdi um skiptingu Barents- hafsins við Sovétmenn. Þeir samn- ingar voru mjög umdeildir og í réttarhöldunum yfir Treholt var talað um að Rússar hefðu setið báðum megin við samningaborðið. Eftir hrun Sovétríkjanna hafa nokkrir KGB-menn staðfest að Treholt hafi verið á mála hjá þeim og að hann hafi verið talinn Sovét- mönnum mjög gagnlegur. Treholt segist munu dvelja um sinn erlendis, en þegar hann var spurður hvort hann hygðist taka upp þráðinn í utanríkisþjónustunni hló hann og sagðist vera í þeirri aðstöðu að þurfa að ákveða hvað hann ætlaði að gera við líf sitt á fimmtugasta aldursári. Morgunblaðið/Svein E. Furulund Norski hvalbáturinn Reinebuen leggur úr höfn í gær. Norskir bátar til hvalveiða Tromso. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. SEX norskir hvalveiðibátar héldu í gær á hvalveiðimiðin norður af Svalbarða en norska ríkisstjórnin ákvað fyrir skömmu að á þessu sumri skyldu veiddar 110 Mikil leynd hvíldi yfir brottför bátanna vegna hótana samtaka umhverfíssinna um að þau myndu reyna að koma í veg fyrir veiðarn- ar. Þeir lögðu af stað úr nokkrum hrefnur í vísindaskyni. höfnum á mismunandi tímum og var enginn fulltrúi frá umhverfis- samtökum sjáanlegur. Sjá nánar frétt á bls. 20-21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.