Morgunblaðið - 04.07.1992, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 04.07.1992, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JUU 1992 9 SIEMENS Lítiö inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 t • : < i I' j ■ |4 ' - 'í ■ ■ í ai r; raHpií > » ■ •**»■ iMjHt ; Abu Garcia fmtrtn tf iffttfr rr t ftff ’Wtitm twm'trt Velkomin í Veiðimanninn í yfir fíinniu'u ár hefur verslunin Veiðimaðurinn þjónað sportveiðimönnum og öðrum unnendum útiveru. Hjá oickur fæst mikið úrval veiðistanga og hjóla í tjölda verðfiokka, ásamt fyrirtaks veiðifatnaði á hagstæðu verði. Við seljum aðeins viðurkennd vörumerki. Opið mánud. - fimmtud.kl. 09 - 18, föstud.kl. 09 - 19, laugard. kl.10 - 16, sunnud. frá kl.ll - 16. Alvarlegt at- vinnuleysi í Byggðum, fréttabréfi Sambands íslenzkra sveitarfélaga, segir m.;i.: „Atvinnuleysi í landinu er nú meira og alvar- legra en verið hefur um fjölda ára. Um 3.700 manns, eða 2,9% vinnu- aflsins, voru skráðir at- vinnulausir í aprílmánuði síðastliðnum. Hafði þeim fjölgað um tæplega 2.000 á einu ári. Spá Þjóðhags- stofnunar gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi á þessu ári verði um 3%. Rætist sú spá verða sveit- arfélögin fyrir veruleg- um tekjusanidrætti. Þar við bætist tekjutap vegna aflasamdráttar og minna rekstrarumfangs at- vinnufyrirtækjanna. Atvinnuleysið er þó ekki alvarlegast fyrir sveitarsjóðina. Böl þess er þyngst og bitnar harð- ast á þeim einstaklingum og fjölskyldum er fyrir þvi verða. Ef ekki tekst að draga verulega úr at- vinnuleysinu og það held- ur áfram að aukast, verð- ur íslenzkt þjóðfélag ann- að og verra en það hefur verið“. Kostnaðarleg undirstaða velferðar Síðan leita Byggðir skýringa á vaxandi at- vinnuleysi. Hluti skýring- arinnar er aflasamdrátt- ur. En fleira kemur til. Orðrétt segir i frétta- bréfinu: „Beint samhengi er milli atvinnuástandsins og rekstrarafkomu at- vinnufyrirtækjanna. Því fer ekki lijá þvi að horft sé til þeirra er móta rekstrarumhverfi at- vinnuveganna. í því efni er nærtækt að líta til (jár- magnskostnaðarins fyrir atvinnulífið. Hóflegir kjarasamningar hafa verið gerðir. í kjölfar þeirra er sú krafa gerð til ríkisstjórnarinnar að hún Ieiti allra leiða til að Atvinnuleysi þýðir tekju- tap sveitarfélaga „Byggðir", fréttablað Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga, fjallar nýlega^um samdráttinn í þjóðarbúskapnum sem tekjutap fyrir sveitarfélögin. Minni um- svif (minni velta) þýðir skert aðstöðu- gjöld. Samdráttur í yfirvinnu og 3% at- vinnuleysi 1992, sem spár standa til, þýða skertar tekjur í útsvörum. Sama máli gildir að sjálfsögðu um ríkissjóðinn og getu hans til að standa undir þeirri þjónustu, sem honum heyrirtil, heilbrigð- isþjónustu, fræðslukerfi, almannatrygg- ingum o.s.frv. o.s.frv. bæta efnahagsumhverf- ið, þannig, að atvinnulifið taki við sér á nýjan leik“. Hér nálgast Byggðir kjarna málsins. Kostnað- arleg undirstaða atvinnu- öryggis, lifskjara og vel- ferðar í landinu er verð- mætasköpunin í atvinnu- lífinu og viðskiptaleg staða þjóðarbúsins gagn- vart umheiminum. Tekj- ur einstaklinga, sveitar- félaga og ríkisins ráðast fyrst og fremst af traust- leika, umsvifum og arð- semi atvinnulífsins. Skattheimta (ríkis og sveitarfélaga) er hluti af rekstrarlegu umhverfi atvinnulifsins. Þess vegna væri mngt, við ríkjandi aðstæður, að hækka skatta á atvinnu- reksturinn. Það er hækk- un skattstofna (umsvifa og arðs) sem stefna ber að, ekki hækkun skatt- stiga. Á atviimuleysi eftir að auk- ast? Síðan segir í grein Byggða: „Til viðbótar þeim mikla vanda sem nú er við að fást í atvinnumál- iun, liggja fyrir spár um afiamöguleika sem geta 40% samdráttar í þorsk- veiðum. Ef ekkert yrði að gert í kjölfar þess myndi atvinnuleysið a.m.k. tvöfaldast. Vand- inn sem því fylgir kæmi niður á sveitarfélögunum með alveg sama hætti og ríkissjóði, á sama tíma og með sömu alvarlegu afleiðingunum. I þvi efni er engin Iausn að velta vanda rík- issjóðs yfir á sveitarfé- lögin. Þau tækju sjálf- virkt á sig þunga skelli, sem vandséð er hvemig þau stæðu undir, yrðu þessar hugmyndir um niðurskurð aflans að vemleika". Þeir veikustu yrðu verst úti Lokaorðin í grein Byggða em þessi: „Sjávarútvegsstaðimir yrðu verst úti í þessu efni. Þeir em jafnframt veikastir fyrir vegna mikilla fjárútláta til at- vinnulifsins á undanföm- um ámm og skuldasöfn- unar í framhaldi af því. Sveitarfélögin hvetja til þess að afiaspáin og afieiðingar hennar verði strax teknar til umtjöll- unar í atvinnumálanefnd- inni, þó nefndin einbeiti sér fyrst og fremst að lausnum á þeim vanda sem nú þegar liggur fyr- ir í atvinnumálum“. í þessum orðum víkur blaðið að sérstöðu ýmissa sjávarútvegsplássa, þar sem atvinnulífið (og at- vinnuöryggið) snýst að stærstum hluta um eitt eða tvö sjávarútvegsfyr- irtæki. „Nýlega liafa einstök bæjarfélög", segja Byggðir, „tekið ákvaðan- ir um miHjónatuga fjár- framlög til atvinnufyrir- tækja sem í raun er langt umfram fjárhagslega getu þeirra". Sveitarfélög sem tapað hafa stórfé með þátttöku í áhætturekstri, ábyrgð- um fyrir áhætturekstur og/eða í vangreiddum álögum slíks rekstrar, standa að sjálfsögðu illa að vígi þegar þau verða mæta enn frekari sam- drætti og tekjumissi. LaugardalsvöIIur: Flóðlýsing og gerviefni lagt á frjálsíþróttavöllinn Morgunblaðið/Sverrir Umsjónarmenn framkvæmdanna frá vinstri: Óli Jón Hertervig, Júl- íus Hafstein, Gísli Halldórsson arkitekt og Ómar Einarsson. UMFANGSMIKLAR framkvæmd- ir hafa nú staðið yfir í nokkurn tíma á aðalleikvangi Laugardal- svallar. Frjálsíþróttavöllurinn verður lagður gerviefni og hann sniðinn samkvæmt alþjóðlegum reglum og síðan verður völlurinn búinn öflugu fióðljósakerfi. Þess- ar framkvæmdir hafa valdið því að ekki hefur verið unnt að nota leikvanginn í sumar. Júlíus Hafstein formaður íþrótta- og tómstundaráðs áætlar að fram- kvæmdimar muni kosta um 150 milljónir króna. Hann gerir og ráð fyrir að framkvæmdum ljúki um 15. ágúst. Flóðljósin verða þó vart tilbú- in fyrr en'í september. Undirbúningsvinna hófst í byijun nóvember 1991 en þá var tekið til við að skipta um jarðveg undir fyrir- huguðum hlaupabrautum. í apríl var tilboði Balsam Danmark s/f tekið í lagningu gerviefnis ofan á malbik en heildarflötur svæðis sem lagður verður gerviefni er um 6050 fermetr- ar. Framkvæmdir fyrirtækisins munu að öllum líkindum hefjast um 10. júlí og eru verklok áætluð í kring- um 15. ágúst. Fijálsíþróttavöllurinn verður að loknum framkvæmdum fyrsti völlur sinnar tegundar í fullri stærð hér á landi. Kostnaður við gerð hans mun nema um 86 milljónum króna. Á vellinum verða 8 hlaupabrautir, tvö- föld atrennubraut fyrir lang- og þrí- stökk, kasthringir hvoru megin vallar auk aðstöðu fyrir aðrar fijálsíþróttir. Júlíus kvað aðspurður allan frágang verða hinn vandaðasta og benti til dæmis á að hlaupabrautimar yrðu búnar snjóbræðslukerfi Uppsetning flóðljósa er hinn þátt- ur framkvæmdanna og er kostnaður talinn verða um 60 milljónir króna. Um er að ræða fjögur 42 metra há möstur og í hveiju þeirra verða 38 ljóskastarar eða samtals 152 talsins. Lýsingunni verður stjómað frá stjórntöflu og getur hún mest gefið birtu sem svarar 800 lúxum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.