Morgunblaðið - 04.07.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992
11
Norrænt þing um ilia meðferð á börnum:
Alvarleg og áleitin
samviskuspuming
- segir Hulda Guðmundsdóttir for-
maður undirbúningsnefndar
BARNIÐ í brennidepli er yfirskrift norræns þings um vanrækslu á
börnum og fyrirbyggjandi aðgerðir sem haldið verður í Reykjavík 4.
- 6. ágúst. Þetta er í fimmta sinn sem Norðurlandaþjóðirnar halda
slíkt þing í samvinnu við alþjóðleg samtök um þetta málefni. Búist
er við því að þijú til fjögur hundruð manns sæki þingið sem fer nú
fram í fyrsta sinn hérlendis og er Hulda Guðmundsdóttir yfirfélags-
ráðgjafi á geðdeildum Borgarspítalans formaður undirbúningsnefnd-
ar.
' „Því miður verður að staðhæfa
að það er mun algengara en fólk
gerir sér almennt ljóst að börn í
samfélagi okkar og á Norðurlönd-
unum sæti illri meðferð“, segir
Hulda. „Á þinginu verður ekki ein-
ungis fjallað um beint ofbeldi. 111
meðferð getur verið fólgin í ýmsu
öðru en beinum verknaði gagnvart
barninu og á þinginu verður fyrst
og fremst fjallað um vanrækslu og
forvarnir. Afskiptaleysi í samskipt-
um við börn getur valdið sárum
þjáningum og haft alvarlegar lík-
amlegar, félagslegar og sálrænar
afleiðingar. 111 meðferð á börnum
vekur áleitnar og alvarlegar sam-
viskuspurningar sem allir standa
frammi fyrir, bæði almenningur og
stjórnyöld."
Hulda segir að nágrannalöndin
standi okkur framar hvað varðar
rannsóknir á umfangi þessa vanda-
máls og því sé fengur að því að fá
hingað sérfræðinga til að fjalla um
málefnið. Auk erlendu gestanna
*
Arsreikningar Reykjavíkur samþykktir:
Skiptar skoðanir um
ágæti fj ármálastj órnar
ÁRSREIKNINGAR Reykjavíkurborgar fyrir árið 1991 voru sam-
þykktir á fundi borgarsljórnar í fyrrakvöld með 12 samhljóða at-
kvæðum. Skiptar skoðanir komu fram á fundinum um ágæti fjármál-
astjórnar borgarinnar. Fulltrúar Nýs vettvangs, sem greiddu at-
kvæði með reikningunum, óskuðu bókað að með samþykktinni væru
þeir ekki að leggja blessun sína yfir stöðu borgarsjóðs heldur að
samþykkja reikningana sem gilda heimild um fjármálastöðu borgar-
innar.
Fulltrúar minnihlutaflokkanna
sögðu ársreikningana bera því vitni
að mjög hefði sigið á ógæfuhliðina
í fjármálum borgarinnar-hin síðari
ár. Fjármálastjórn hennar væri allt
annað en traust og staða borgar-
sjóðs og ýmissa fyrirtækja færi
versnandi.
Markús Öm Antonsson, borgar-
stjóri, sagði íjárhagsstöðu borgar-
Borgarstjórn:
SKÓLAMÁLARÁÐ Reykjavíkur
undirbýr nú tilraun með starf-
rækslu heilsdagsskóla sem
byggja myndi á fjármagni, sem
nú er varið til reykvískra skóla-
barna, svo sem í hefðbundnu
skólastarfi, iþrótta- og tómstund-
astarfi, rekstri skóladagheimilis
og vinnuskólans. Auk þess sem
verið er að kanna mögulegt sam-
starf við einkaskóla, til dæmis á
sviði tónlistar, dansmenntar,
heimspeki, tungumála og fleira.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um hvaða skólar taki þátt í til-
rauninni.
Þessar upplýsingar komu fram í
svari Árna Sigfússonar, formanns
Skólamálaráðs, við fyrirspum Guð-
rúnar Ágústsdóttur á fundi borgar-
stjórnar í fyrrakvöld.
Árni sagði að umræða um heils-
dagsskóla hefði staðið yfir í skóla-
málaráði undanfama fimm mánuði.
Hann sagðist hafa unnið að því
ásamt starfsmönnum Skólaskrif-
stofu, ÍTR og stjórnar Dagvistar
barna að kanna grundvöll fyrir
slíkri samnýtingu húsnæðis og fjár-
muna í tengslum við þessa umræðu.
Hann sagði að niðurstöður lofuðu
góðu. Haft hafi verið samband við
nokkra skólastjóra og kannaður
áhugi þeirra á að taka þátt í slíkri
tilraun. Formleg ákvörðun um
hvaða skólar taki þátt í umræddri
tilraun verði tekin þegar frekari
Hulda Guðmundsdóttir
munu nokkrir íslendingar flytja fyr-
irlestra á þinginu og um einstök
málefni verður fjallað í smærri hóp-
um.
„Með þinghaldinu gemm við okk-
ur vonir um að fá gleggri mynd af
þeim raunveruleika sem börn í sam-
félaginu búa við og eins þeim leiðum
sem færar eru til þess að bæta
aðbúnað þeirra", segir Hulda.
„Vandamál barnanna koma til
kasta fagfólks og stjórnenda innan
heilbrigðis- félags- mennta- og
dómskerfisins hvort sem okkur líkar
betur eða verr. Það er ákaflega
mikilvægt að fagfólk og stjórnvöld
vinni saman að raunhæfum aðgerð-
um til úrbóta og þingið er kjörinn
vettvangur fyrir báða aðila til að
auka þekkingu sína á þeim raun-
veruleika sem sum börn í samfélagi
okkar búa við,“ sagði Hulda.
innar afar sterka. Hrein eign borg-
arsjóðs og fyrirtækja hans væri um
104 milljarðar króna eða sem sam-
svaraði rúmri 1 milljón á hvern íbúa.
Skuldir borgarsjóðs og fyrirtækja
hans væru um 61 þúsund krónur á
hvern íbúa, langt fyrir neðan það
sem þekktist hjá öðrum stórum
sveitarfélögum.
Starfræksla heils-
dagsskóla undirbúin
upplýsingar liggi fyrir um ýmsa
þætti verkefnisins.
Ákvörðun um flármögnun sagði
hann að byggðist fyrst og fremst á
að samnýta það fjármagn sem nú
þegar væri varið á vegum Reykja-
víkurborgar og ríkis til skóla-, tóm-
stunda- og dagvistarstarfs.
Borgarráð:
600 þúsund
vegna list-
skreytingar
í Hagaskóla
BORGARRÁÐ hefur samþykkt,
að veita fyrirheit um 600.000
króna fjárveitingu vegna list-
skreytingar í anddyri Hagaskóla.
Sljórn Listskreytingasjóðs ríkis-
ins hefur ákveið að veita 1,5
milljón til skreytingarinnar með
því skilyrði að framlag komi
einnig úr borgarsjóði.
í erindi Björns Jónssonar skóla-
stjóra Hagaskóla, til borgarráðs,
kemur fram að sótta hafi verið um
fjárveitingu úr Listskreytingasjóði
ríkisins til útfærslu og uppsetningar
á skreytingu Jóhönnu Bogadóttur
í aðalanddyri skólans. Skreytingin
er úr steindu gleri í gluggum og
mósaik á veggjum. Áætlaður kostn-
aður er 2,1 milljón.
Fjrir börnin
Full búð affallegum
þýskum vörum
Gott veró
StaÖgreiðsluafsláttur.
Opiö laugardaga kl. 10-14.
x&z
bamafataversliui,
Skólavörðustíg 6b, gengt Iðnaðarhúsinu,
sími 621682.
Góð viðbrögð við ferð
um Heimsklúbbsins
*
70 manns vildu Italíuferð
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi fréttatilkynning
frá Heimsklúbbi Ingólfs:
„Gæðin í fyrirrúmi er markmið
Heimsklúbbs Ingólfs og ljóst er
að ferðirnar vekja athygli og eftir-
spurn. Ferðaskrifstofan auglýsti í
Morgunblaðinu 1. júlí nokkur sæti
laus vegna forfalla í Lista- og
óperuferð til Ítalíu í ágúst og voru
viðbrögðin slík að rúmlega 70
manns spurðust fyrir um ferðina
og seldust sætin strax upp, en nú
hefur verið ákveðið að bæta 10
sætum við.
Æ fleiri leita fyrirgreiðslu
Heimsklúbbsins við ferðir sínar á
fjarlægari slóðir. Einstaklingar
kaupa farseðla og þjónustu á ráð-
stefnur í öðrum heimsálfum, hópar
á leið á ráðstefnur í Austurlöndum
hafa látið skipuleggja ferðir sínar
um Kína og Malasíu, hópur hjúkr-
unarfræðinga er nýkominn úr
ævintýraferð til Tælands og hópur
ungra íþróttamanna er á leið til
Bomeo í heimsmeistarakeppni, svo
éitthvað sé nefnt.
Heimsferðir klúbbsins halda
áfram með haustinu en þá stendur
til boða stærsta ferðin til Filipps-
eyja, Japans, Tævan og Tælands.
Sú ferð er í september og stendur
í 3-4 vikur. Nokkur sæti eru enn
laus í þá ferð og einnig Suður-Afr-
íkuferðina í október, en margir
hafa heillast af fegurð þess lands
og nú er ferðin farin á aðalblóma-
tíma ársins, þegar fegurð gróðurs-
ins er mest. Vakin er athygli á,
að vegna annarra verkefna Heims-
klúbbsins er ekki gert ráð fyrir
að þessar ferðir verði endurteknar
í náinni framtíð.
Vegna slæmra frétta af starf-
semi ferðaskrifstofa að undan-
fömu finnst Heimsklúbbi Ingólfs
rétt að fram komi að farþegar
þurfa ekkert að óttast í sambandi
við ijárhagsstöðu Heimsklúbbsins.
Heimsklúbburinn skuldar engum,
hann staðgreiðir öll viðskipti, af-
koma hans er góð og viðskipti
vaxandi, allar tryggingar í lagi og
að baki honum standa verulegar
eignir og eigið fé. Vænst er viður-
kenningar IATA á næstunni, og
verða umsvif Heimsklúbbsins þar
með aukin með haustinu.“
(Fréttatilkynning)
-----»-♦.4----
Borgarstjórn:
Viðræður um
hús Morgun-
blaðsins und-
ir bókasafn
BORGARRÁÐ samþykkti á
fundi sínum á þriðjudag að ræða
við Árvakur hf. um inöguleikann
á að aðalsafn Borgarbókasafns
Reykjavíkur verði staðsett í hús-
næði Morgunblaðsins að Aðal-
stræti 6. Borgarstjórn sam-
þykkti þessa meðferð málsins á
fundi sínum á fimmtudag.
Á fundi menningarmálanefndar
Reykjavíkur sem haldinn var 25.
júní sl. var samþykkt samhljóða
að beina þeim tilmælum til borgar-
ráðs að teknar yrðu upp viðræður
við Árvakur hf. um möguleika á
staðsetningu aðalsafns Borgar-
bókasafnsins í húsnæði Morgun-
blaðsins. Borgarráð samþykkti
samhljóða að verða við tilmælunum
og á fímmtudag staðfesti borgar-
stjóm þá samþykkt.
Borgarstjórn:
Tillögu um áskorun á
ríkisstjórn vísað frá
Tillögu Guðrúnar Ágústsdóttur um að borgarstjórn samþykkti að
skora á ríkisstjórnina að kalla saman þing nú þegar til að afnema
þá launahækkun sem fælist í dómi kjaradóms, var vísað frá á fundi
borgarstjórnar í fyrrakvöld.
Guðrún sagði að með samþykkt
tillögunnar yrði tekið undir kröfu
verkalýðshreyfmgarinnar og væri
hún eðlilegt framhald og í fullu
samræmi við tillögxi forseta borgar-
stjómar um að borgarstjórn hafnaði
viðmiðun við dóm kjaradóms.
í bókun frá borgarfulltrúm Sjálf-
stæðisflokks kom fram að talsmenn
ríkisstjórnar hefðu þegar lýst því
yfir, að Alþingi yrði kallað saman
til að breyta lögum um kjaradóm,
þegar unnið hefði verið undirbún-
ingsstarf, sem óhjákvæmilega
myndi taka nokkurn tíma. Með vís-
an til þess væri tillögu borgarfull-
trúa Alþýðubandalagsins vísað frá.
ARKITEKT RÁÐLEGGUR
UM LITVAL í MÁLARANUM
Valgerður Matthíasdóttir arkitekt veitir
viðskiptavinum Málarans ókeypis ráðgjöf um
litaval í málningu og viðarvöm
fimmtudag og föstudag klukkan 13-18 og
laugardag klukkan 10-13.
Verið velkomin í Málarann og þiggið ókeypis
ráðgjöf Valgerðar.
liS.
Grensásvegi 11 Sími 81 35 00
Málarinn