Morgunblaðið - 04.07.1992, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992
Umdeildur kjaradómur
eftir Pál Pétursson
Misræmi í launaþróun
Fátt eða ekkert hefur komið
meira róti á hugi landsmanna á
síðari árum en Kjaradómur sá er
féll fyrir skemmstu. Sú umræða
er mjög tilfínningaþrungin og er
það e.t.v. að vonum, þeim sem
nýlega fengu 1,7% kauphækkun
blæðir í augum að sjá dæmda
launahækkun til nafngreindra ein-
staklinga allt að 97%. Þá má ekki
gleyma því að fjöldi ríkisstarfs-
manna lækkar verulega í launum
og þeir una auðvitað illa við sinn
skerta hlut og ýta undir óánægju
almennings, þeir vilja óbreytt
ástand. Forsenda Kjaradóms var
eins og allir ættu að muna að
lækka suma þá sem taka laun sam-
kvæmt kjaradómi en hækka aðra
á móti þannig að útgjöld ríkissjóðs
breyttust ekki vegna dómsins.
Ekki orkar tvímælis að niður-
staða Kjaradóms hefur skapað
vandræðaástand í þjóðfélaginu og
úr því verður að bæta með ein-
hveijum hætti. Launþegar sætta
sig ekki við annað og í kjölfarið
fylgja vafalaust harðvítugar vinnu-
deilur, verði ekkert að gert.
Verkefni Kjaradóms
Kjaradómur er skipaður að
meirihluta af Hæstarétti og skal
lögum samkvæmt ákveða launa-
kjör tilgreindra opinberra starfs-
manna sem ekki njóta samnings-
réttar um starfskjör sín eða verk-
fallsréttar. Núgildandi lög um
Kjaradóm voru sett í fjármálaráð-
herratíð Þorsteins Pálssonar og eru
nr. 92 frá 31. desember 1986.
Að baki lagasetningar um
Kjaradóm lá sú hugsun að koma
upp óháðum sjálfstæðum dómstóli
sem ákvæði tilgreindum opinber-
um starfsmönnum laun. Alþingi
ákvað t.d. áður launakjör þing-
manna og ráðherra. Það sætti mik-
illi gagnrýni almennings og því var
horfið að því ráði að fela Kjara-
dómi að ákveða laun alþingis-
manna og ráðherra. í 6. gr. laga
nr. 92 frá 1986 er dómendum gert
skylt að gæta „innbyrðis samræm-
is í launum þeim sem hann ákveð-
ur“ ... „og að þau séu á hverjum
tíma í samræmi við laun í þjóðfé-
laginu hjá þeim sem sambærilegir
geta talist með tilliti til starfa og
ábyrgðar.“
'MxM'í FLÍSAR
1 mWlék
ll! iíp3
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
yAYARUD
XJöföar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
Ekki verður á móti því mælt að
á undanförnum árum hefur Kjara-
dómi gengið illa að fara eftir þess-
ari forskrift laganna. Mikið mis-
ræmi hefur skapast innbyrðis milli
rauntekna þeirra sem taka laun
samkvæmt Kjaradómi m.a. vegna
nefndalauna og ómældrar yfír-
vinnu sumra. Það er ekki réttlátt
að margir starfsmenn ráðuneyt-
anna hafi hærri laun úr ríkissjóði
en ráðherrarnir. Sama gildir um
starfsmenn stofnana hins opin-
bera. Ég tel ekki rétt að forstjóri
ríkisspítalanna hafi miklu hærri
laun en heilbrigðisráðherra og
svona mætti lengi telja.
Ekki tekur betra við ef gerður
er samanburður á samræmi launa
Kjaradómsþola annarsvegar og
stjómenda einkafyrirtækja á al-
mennum markaði eða forystu-
manna ýmissa félagasamtaka
hinsvegar. Ég tel rangt að forseti
ASÍ hafí tvöföld laun félagsmála-
ráðherra, framkvæmdastjóri VSI
miklu hærri en forsætisráðherra,
framkvæmdastjóri LIU tvöföld
laun sjávarútvegsráðherra, fram-
kvæmdastjóri Stéttarsambands
bænda hærri en landbúnaðarráð-
herra og forseti borgarstjórnar
Reykjavíkur miklu hærri en forseti
Alþingis, svo nokkur dæmi séu
tekin.
um sínum en hinn sem býr við
sæmilegt efnahagslegt öryggi.
Tilraun til leiðréttingar
Ég tel að dómendur í Kjaradómi
hafí eftir atvikum reynt að gæta
fyrirmæla laganna og úrskurðað
samkvæmt bestu vitund, bæði
hvað varðar innbyrðis samræmi
milli kjaradómsþola og reynt að
nálgast samræmi við það sem tíðk-
ast á almennum vinnumarkaði. Þó
er augljóst að þjóðfélagsleg áhrif
dómsins eru óheppileg og grípa
verður til gagnaðgerða.
Auðvitað hefði Kjaradómur get-
að náð innbyrðis samræmi með
þeim hætti að úrskurða forseta
Islands, sem ætti að vera hæstur
ríkisstarfsmanna, 1,7% hækkun og
raða síðan í samræmi við það,
hækka einhveija lítillega en stór-
lækka aðra. Þetta hefði þó ekki
nægt til að ná samræmi milli
Kjaradómsþola og almenna mark-
aðarins.
Páll Pétursson
Lagabreyting óþörf
Það hefur verið bent á að við
lagasetninguna 1986 hafí fallið út
setningin sem stóð í eldri lögum
um að „hafa hliðsjón af afkomu-
horfum þjóðarbúsins". Engu máli
skiptir hvort þessi setning stendur
í lögunum. Dómendur í Kjaradómi
eiga að þekkja íslenskar þjóðfé-
lagsaðstæður og sjá til þess að
laun „séu á hveijum tíma í sam-
ræmi við laun í þjóðfélaginu hjá
þeim sem sambærilegir geta talist
með tilliti til starfa og ábyrgðar“
eins og segir í gildandi lögum.
Ekki efa ég að Kjaradómur þekkir
nýgerða kjarasamninga.
Vilji ríkisstjórnin ekki Kjaradóm
sem starfar samkvæmt nýlegum
lögum getur hún lagt hann niður
með atbeina Alþingis. Tæki þá lög-
gjafínn væntanlega sjálfur að sér
að ákveða laun þeirra sem búið
hafa við Kjaradómslaun „á grund-
velli pólitískra sjónarmiða" eins og
Eiríkur Tómasson hrl. getur um í
álitsgerð er hann hefur skrifað
fyrir ríkisstjórnina. Þessi leið er
líka slæm.
Flaustursleg viðbrögð
ríkisstjórnar
Hófsama launastefnu
Æskilegt er að gæta hófs um
launagjöld allra opinberra starfs-
manna en hættulegt getur orðið
að hafa dómara, löggjafa eða
handhafa framkvæmdavalds með
mikið lakari kjör en þeim standa
til boða hjá félagasamtökum eða
einkafyrirtækjum. Af því leiðir fyrr
en síðar að skortur verður á hæfum
mönnum til að annast fram-
kvæmdavaldið, löggjafar- eða
dómsstörf. Þá er efnalegt sjálf-
stæði mjög mikilvægt þeim sem
þessi störf annast og maður í pen-
ingavandræðum er að öðru jöfnu
opnari fýrir mútum eða að láta
annarleg sjónarmið ráða ákvörðun-
Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa
verið flaustursleg. Fyrst sendu
þeir Kjaradómi bréf og vildu láta
hann éta dóminn ofan í sig. Því
neitaði Kjaradómur auðvitað, enda
er hann sjálfstæður dómstóll og á
ekki og má ekki taka við fyrirmæl-
um frá einum eða neinum.
Síðan datt ríkisstjóminni í hug
að setja bráðabirgðalög. Sú leið
var auðvitað ófær. Fyrir ári síðan
voru möguleikar ríkisstjórna til
setningar bráðabirgðalaga nánast
afnumdir. Alþingi situr allt árið
og hægt er að kveðja það til lög-
gjafarstarfa hvenær sem er. Heim-
ild til bráðabirgðalaga er einungis
fyrir hendi ef þjóðarvoða ber að
höndum svo sem í styijaldará-
standi eða náttúruhamförum.
Næst kom upp sú hugmynd að
kveðja Alþingi saman og breyta
lögunum um Kjaradóm. Sú hug-
mynd nýtur fylgis verkalýðshreyf-
ingar og var áréttuð á fjölmennum
útifundi í Reykjavík 2. júlí. Þessi
„Þá er eftir ein leið
ennþá fyrir ríkisstjórn-
ina. Hún er að taka aft-
ur að mestu hinar miklu
hækkanir sem Kjara-
dómur ákvað í formi
hátekjuskatts. Með því
ynnist það að lagfæra
stöðu ríkissjóðs jafn-
framt því að jafna kjör
í þjóðfélaginu.“
leið er einnig gölluð. Hvar endar
það ef ríkisstjórn rýkur til og breyt-
ir lögum um dómstóla ef henni
mislíka uppkveðnir dómar. Leggja
verður áherslu á sjálfstæði dóm-
stóla. Ég tel t.d. að ekki komi til
mála ð breyta iögum um Hæsta-
rétt eða endurskipuleggja hann
þótt hann dæmdi öðruvísi en ríkis-
stjórn vildi. Þá væri búið með rétta-
röryggið í landinu.
Hátekj uskattur
Þá er eftir ein leið ennþá fyrir
ríkisstjórnina. Hún er að taka aftur
að mestu hinar miklu hækkanir
sem Kjaradómur ákvað í formi
hátekjuskatts. Með því ynnist það
að lagfæra stöðu ríkissjóðs jafn-
framt því að jafna kjör í þjóðfélag-
inu. Þetta væri hægt að gera með
hækkandi skattþrepum t.d. á það
sem væri yfir 200 þúsund kr. raun-
tekjur á mánuði og innheimtist
árið eftir. Næðist þá til hárra raun-
tekna hvarvetna í þjóðfélaginu.
íslendingar búa við lægri tekju-
skatt en flestar nágrannaþjóðir.
Finnar eru t.d. komnir í 70% skatt
á meðan hann er um 40% hér.
Ég tel að vel komi til greina að
boða Efnahags- og viðskiptanefnd
og Fjárlaganefnd Alþingis til funda
þótt Alþingi væri ekki kallað sam-
an strax. Þingnefndirnar gætu
metið stöðuna og kannað áhrif
valkosta, vilji ríkisstjórnin á annað
borð hafa samráð við stjórnarand-
stöðuna í þessum vanda.
Höfundur er formaður þingflokks
Framsóknarmanna
Til stuðnings Kjaradómi
eftir Jón Steinar
Lög um Kjaradóm kveða á um,
að við úrlausn mála skuli Kjaradóm-
ur gæta innbyrðis í launum þeim
sem hann ákveður að þau séu í
samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá
þeim sem sambærilegir geti talist
með tilliti til starfa og ábyrgðar.
Ekki er á því nokkur vafí, að Kjara-
dómur fór eftir þessum fyrirmælum
við þá ákvörðun, sem hann tók 26.
júní sl. Á sama hátt er ljóst, að
ákvörðun dómsins hefði ekki orðið
í samræmi við fyrirmæli laganna
ef launakjör þeirra embættismanna,
sem dómurinn ákveður, hefðu verið
látin haldast óbreytt. Kjaradómur
hlýtur núna gagnrýni fyrir að hafa
farið að lögum. Hann hefði sjálf-
sagt komist hjá þeirri gagnrýni með
því að bijóta gegn þeim.
Það eru fullkomlega eðlileg sjón-
armið að baki ofangreindum Iaga-
fyrirmælum um ákvarðanir Kjara-
dóms. Um er að ræða ákvarðanir
um launakjör manna í æðstu emb-
ættum á vegum ríkisins, sem eru í
þeirri stöðu, að ekki kemur til
greina að launakjör þeirra séu
ákveðin með kjarasamningum.
Varla er nokkur maður andvígur
því, að innbyrðis samræmis sé gætt
í launum þeirra, eða hvað? Og tæp-
ast eru menn andvígir því að við-
miðun um launakjör þeirra sé höfð
af þeim sem sambærilegir geta tal-
ist með tilliti til starfa og ábyrgð-
ar. Þar er helst sá annmarki á, að
erfítt er að fínna slíkar hliðstæður.
„Og ef krafan um að
Alþingi komi saman og
ógildi dóminn felur það
í sér að fyrra ástandi
verður komið á, þá er
verið að krefjast þess
að leynimakkið og auk-
asporslurnar séu tekn-
ar upp aftur í stað
þeirra eðlilegu vinnu-
bragða, sem felast í
lagaákvæðunum um
Kjaradóm og þar með
ákvörðun dómsins frá
26. júní sl.“
annars staðar, því að flest þau störf,
sem Kjaradómur fjallar um eru
ábyrgðarmestu störfin, sem fyrir-
fínnast með þjóðinni. Ef þau störf
eru launuð sýnu lakar en önnur
ábyrgðarstörf leiðir það einfaldlega
til þess að hæfír menn sækjast ekki
eftir þeim störfum sem mestu skipta
fyrir þjóðina. Það er því augljós
nauðsyn á að hafa þarna hæfilega
hliðsjón.
Kjaradómur stóð frammi fyrir
því, að i framkvæmd gilti ekkert
innbyrðis samræmi milli embætt-
anna. Og það sem aflaga fór staf-
aði af því, að með alls kyns auka-
greiðslum, sem aldrei hafa farið
mjög hátt, var búið að leggja launa-
kerfí þeirra embætta, sem dómur-
Jón Steinar Gunnlaugsson
inn fjallar um, í rúst. Undirmenn
voru komnir langt fram úr yfír-
mönnum í launum vegna sérstakra
greiðslna fyrir það sem þeir eiga
að gera í vinnunni. Ráðuneytisstjór-
ar voru t.d. að mun með hærri laun
en ráðherrar og dómarar á héraðs-
dómsstigi. Þeir sem mesta ábyrgð-
ina bera lágu eftir í launum m.a.
vegna þess að þeir hafa ekki sömu
möguleika og hinir til að afla sér
viðbótartekna með alls kyns sporsl-
um og aukagreiðslum.
Jafnframt var Ijóst, að launakjör
þeirra, sem starfa annars staðar en
hjá ríkinu í ábyrgðarmiklum stöð-
um, voru miklu hærri en laun æðstu
embættismanna ríkisins. Nægir þar
að nefna ýmsa forystumenn hjá
launþegasamtökum og samtökum
vinnuveitenda, stjórnendur sveitar-
félaga o.fl. Kjaradómur tók því
rétta ákvörðun og lögunum sam-
kvæmt, þegar hann ákvað að laga
þetta og skera upp herör gegn leyni-
makkinu og aukagreiðslunum, sem
í reynd höfðu umturnað launakerfi
hinna æðstu embættismanna.
Nú er þess krafíst að Alþingi
komi saman og ógildi niðurstöðu
Kjaradóms. í því felst í reynd krafa
um að Alþingi ákveði með lögum
hvaða laun æðstu embættismenn
ríkisins og dómarar skuli hljóta fyr-
ir störf sín. Slíkar aðferðir við
ákvarðanatöku um þetta eru afar
óheppilegar, svo ekki sé meira sagt,
enda hafa menn áðúr gefist upp á
þeim. Það sjá allir að miklu betra
er að láta hlutlausan úrskurðaraðila
ákveða þetta eftir lögfestum mæli-
kvarða, heldur en að alþingismenn
ákveði launin, m.a. hjá sjálfum sér.
Og ef krafan um að Alþingi komi
saman og ógildi dóminn felur það
í sér að fyrra ástandi verður komið
á, þá er verið að krefjast þess að
leynimakkið og aukasporslurnar
séu teknar upp aftur í stað þeirra
eðlilegu vinnubragða, sem felast í
lagaákvæðunum um Kjaradóm og
þar með ákvörðun dómsins frá 26.
júní sl.
Höfundur er
hæstaréttarlöginadur.