Morgunblaðið - 04.07.1992, Page 13

Morgunblaðið - 04.07.1992, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 13 Menntafólk og atvinnuleysið eftir Börk Gunnarsson Menntafólk verður ekki atvinnu- laust, ef það er atvinnuleysi þá skap- ar það sér sjálft atvinnu. Það at- vinnuleysi sem er ráðandi á markaðn- um í dag mega menntamenn ekki túlka á annan hátt en sem áskorun um að koma með nýsköpun á at- vinnumarkaðinn. Atvinnuleysi er með því versta sem getur komið fyr- ir einstakling, þau áhrif sem sú til- fínning gefur að hvergi sé hægt að nýta krafta sína er niðurlægjandi. Reynslan hefur sýnt að þar sem mik- ið atvinnuleysi hefur ríkt, þar hefur verið mikil upplausn í þjóðfélaginu. Því fleiri sem verða fyrir því, því verra fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Þjóðfélagið treystir á að mennta- menn komi með nýjungar sem geta kveikt í atvinnulífinu, þessvegna hafa námsmenn m.a. fengið hag- stæðari lán en aðrir þegna þjóðfé- lagsins. Þeir námsmenn sem enn ganga um atvinnulausir ættu að íhuga það hvernig þeir geta myndaða atvinnutækifæri fyrir framtíðina. Sá hópur sem undirritaður og Jón Er- lendsson hjá Upplýsingaþjónustunni ætlum að koma saman til starfa um atvinnumál og tækifærasköpun ætl- ar að leggja sitt af mörkum við undir- búningsvinnuna og jafnvel framhald- ið. Jón Erlendsson hefur á undan- förnum þremur árum unnið skipu- lega að þvi að búa til gagnabanka yfir hugmyndir af nýjum atvinnu- tækifærum. Þeim sem taka þátt í verkefninu er ftjáls aðgangur að öll- um upplýsingum sem í gagnabank- anum eru. Hugmyndin er að koma með fleiri atvinnutækifæri og vinna að útfærlsu þeirra í samvinnu. Mögu- leikar eru á styrkveitingu til verkefn- isins en Námsverkefnasjóðurinn fékk nú nýverið úthlutað 10 milljónum sem renna skulu til þeirra sem vinna við slík verkefni. Vinnan myndi að Börkur Gunnarsson einhvetju leyti fara fram í samvinnu við önnur fyrirtæki, þar koma mögu- leikar á tengslum sem ættu að geta komið í veg fyrir áframhaldandi at- ' vinnuleysi viðkomandi einstaklinga. Nóg er af verkefnum sem fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að stúdentar ynnu að. Það eina sem þarf að gera er að koma sér á fætur og nýta heil- ann til þess að skapa sér atvinnu. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Jóni Erlendssyni í símum: 629921, 629920, 694665, eða hjá undirrituðum í síma: 45337. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Atvinnumiðlunar námsmanna '91 og Atvinnumálaráðstefnunnar Atvinnumál '92. Morgunblaðið/Þorkell Starfsmenu Háskólabókasafnsins afgreiða viðskiptavin með nýja tölvukerfinu. Háskólabókasafn tölvuvæðist BÓKASAFN Háskóla íslands var opnað sl. miðvikudag eftir mánaðar- lokun. Þennan tíma hafa starfsmennirnir nýtt til að ljúka uppsetn- ingu tölvukerfis og er það nú að fullu komið í gagnið. Kerfið hefur hlotið islenska nafnið Gegnir og hefur einnig verið unnið að uppsetn- ingu þess i Landsbókasafninu. Að sögn Þóris Ragnarssonar að- stoðarháskólabókavarðar mun tölvuvæðingin auðvelda skrásetn- ingu og eftirlit með bókakosti safns- ins. 1. október síðastliðinn hófst dagleg skráning inn í kerfið en frá og með 1. júlí fer allt starf safnsins svo sem útlán og millisafnalán í gegnum tölvukerfið. Þórir sagði að Gegnir muni þjóna sem framtíðarkerfi safnsins og von- ir stæðu til að önnur söfn geti tengst honum. Nú þegar geymir gagna- safn kerfisins íslenskar bækur frá og með 1974, bækur Kvennasögu- safns íslands, erlendar bækur safn- anna tveggja og öll erlend tímarit íslenskra bókasafna. Þórir kvað einn helsta kost Gegnis vera þann að þar verður hægt að sækja upp- lýsingar um bókakost íslenskra safna í framtíðinni. Auk þess verður hægt að tengjast tölvukerfinu úr heimahúsi með mótaldi og fá allar upplýsingar sem þörf krefur. i SUMj\jíBÉS¥j\ííINN <3 ðAWftlbMN GÓÐ TILBOÐ Í TILEFNI SUMARS Mikill afsláttur af öllum tijám og runnum, meðan birgðir endast. Góðar plöntur. Gott úrval af fallegum plöntum. abiátmi SÓLSTÓLL Fallegur, sterkur, stöðugur. Staflast mjög vel. Verð án sessu. Aðeins '1MILBSVONDUI SUMARVÓNDUR - Brosandi blóm á betra verði - Rósabúnt, Fresíubúnt, Blandaðir blómavendir. Falleg blómabúnt á sumarverði. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. I Itorgtira Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.