Morgunblaðið - 04.07.1992, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992
Skílaboðum til skila haldið
eftirHelga Seljan
Eftir að Danir felldu Maastric-
ht-samkomulagið, þvert ofan í all-
ar spár, þvert á móti nær öllum
áhrifamönnum í danskri pólitík,
hefur krafan um þjóðaratkvæði
orðið almennari og háværari hér
á landi um EES-samninginn. Und-
irritaður stóð dagsstund niður í
Kolaporti og kannaði hug fólks til
undirskrifta undir áskorun um
þjóðaratkvæði. Honum kom á
óvart hinar undragóðu undirtektir
fólks sem að yfirgnæfandi hluta
taldi þetta svo sjálfsagt að það
spurði einfaldlega: Þarf að skora
á þingið? Verðum við ekki örugg-
lega látin segja af eða á um slíkt
örlagamál?
Ekki síður kom það á óvart, hve
ótalmargir kröfuðust betri kynn-
ingar og lýstu fordæmingu á áróð-
ur utanríkisráðherra og skósveina
hans. Sumir gengu svo langt að
neita því að skrifa undir áskorun
um þjóðaratkvæði af því að það
fólk hélt að áróðursstaða andstæð-
inganna yrði of veik, enda millj-
ónatugir á móti hjá EESs-innum
til frægingar sínum málstað og
afflutnings á staðreyndum.
Við í Samstöðu fengum svo sem
óspart að heyra það hversu ódug-
leg við værum í andróðri og undr-
un margra varð mikil þegar var
gerð ljós hin hrokafulla höfnun
Jóns Baldvins á öllum fjárstuðn-
ingi til að kynna aðra hlið samn-
ingsins en honum er þóknanleg.
Sumir vildu ekki trúa, vitandi það
að í öllum öðrum löndum þykja
þetta svo sjálfsögð lýðréttindi, að
Jón Baldvin myndi þar missa sitt
pólitíska höfuð út á höfnun af
þessu tagi. Það væri efni í margar
greinar að nefna, í stuttu máli þó,
þær athugasemdir sem fólk hafði
uppi um samninginn og hættur
hans fyrir smáþjóð eins og okkur.
En skylt er að koma fáeinu til
skila.
Sjómaður einn sem stundað
hafði sjómennsku í yfír 30 ár bað
fyrir þau skilaboð, að sig furðaði
mest hve gleymska sumra manna
gæti verið mikil. Raunar sagðist
hann ekki muna eftir neinum
brennandi áhugamanni um út-
færslu landhelginnar úr hópi
krata, en þeir hefðu þó allir verið
með. Hann vildi minna á þá barátt-
usögu og um leið spytja, hvort
aðild að EB eða EES-samningur
væri dýrmætari en óskoruð yfírráð
yfír þessari þjóðarauðlegð. Hver
tilslökun myndi kalla á aðra meiri
og innan tíðar sætu menn uppi
með samevrópska landhelgi við
ísland og hver yrði okkar eigin
hlutur þá.
Ung kona úr sveit leiddi fatlað
bam sitt og henni var ofarlega í
huga, hversu þróun velferðarmál-
anna yrði í kjölfar bölmóðsins
mikla. Varðandi EES og EB og
Gattsamninginn sagði hún, að hún
hefði lagt sig fram um að sjá já-
kvæðar hliðar alls þessa fýrir land-
búnaðinn, byggð í sveitum, fyrir
fólkið sem þar býr og vill búa. Búa
áfram til að framleiða heimsins
hollasta mat í þessum mengunar-
hijáða heimi okkar. Hún sagði það
ekki koma á óvart, þó kratafor-
ingjar vildu koma íslenskum land-
búnaði fyrir kattamef - færa hann
á fórnaraltari hins algóða EB -
„en hvað um alla hina“, spurði hún
eðiilega., „Því ég fínn einfaldlega
ekki framtíð íslensks landbúnaðar
í íslenskum höndum eftir að allt
þetta er í fulla framkvæmd kom-
ið“, sagði hún og kvaðst leita ár-
angurslaust að einhveijum ljós-
glætum fýrir bændur og búalið en
myrkur eitt væri á alla vegu. Hins
vegar gætu margir bændur ugg-
laust „huggað" sig við ákveðinn
stundagróða, þegar útlendingar
fæm að kaupa upp jarðir þeirra,
einkum þær sem hlunnindi hefðu.
„Er það íslensk framtíð?" spurði
hún svo að lokum.
Aldraður verkamaður tók mig
tali og hafði margt og mikið að
segja. Hann saknaði mest einarðr-
ar afstöðu íslenskrar verkalýðs-
hreyfingar - andstöðu við samning
sem augljóslega bryti í bág við
meginbaráttu íslensks verkalýðs í
gegnum tíðina. Hann varpaði fram
þeirri spum hvemig við skyldi
bregðast, þegar erlendur vinnulýð-
ur á undirtöxtum flæddi inn í at-
vinnulífið - atvinnulíf sem ekki
yrði íslenskt nema að litlum hluta,
ef draumurinn mikli og dýri um
erlenda ijármagnið alls staðar inn
í atvinnulífið ætti að rætast og
ekkert flýtti betur fyrir því en
aðild að EES og síðar EB. Hann
kvað eitt það 'dapurlegasta við all-
an þennan blekkingaleik að því
væri blákalt haldið fram mót allri
sannfæringu að við slyppum við
EB aðild með því að gera EES
samninginn. Allir vissu þó betur,
því EES væri að sjálfsögðu áfangi
einn að EB aðild. Við eigum slíkar
auðlindir að við eigum að halda
þeim fyrir okkur - okkur eina,
sagði hann, en Guð hjálpi okkur,
þegar þær verða opnaðar upp á
gátt fyrir eríenda nýtingu - er-
lenda eign. Ég held að ekki fari á
milli mála að fullveldinu hefur
aldrei verið meiri hætta búin, vom
lokaorð þessa rólega en ákveðna
alþýðumanns.
Aður en ég held lengra með
skilaboð fólksins til foringjanna
þá er mér mætavel ljóst að allt
þetta afgreiðir a.m.k. krataforing-
inn með upphrópunum sínum um
annars vegar hræðsluáróður og
fomaldarhugmyndir þeirra sem
ekki vlja horfa til framtíðar af
framsýni og hins vegar því að við
eigum ekki annars völ vegna ein-
angruninnar alræmdu rétt eins og
veröldin öll væri innan veggjanna
í Brussel. Svo mun að sjálfsögðu
fylgja ærin afrekaskrá allra millj-
arðanna sem hann hefur í hendi
sér ef menn vilja hátigninni
kijúpa.
Er þá rétt að víkja að kunnum
athafnamanni, sem við mig ræddi
um stundargróðann sem Jón Bald-
vin hampar ásamt þessum óskap-
legu tækifærum íslensks atvinnu-
lífs, sem hann kveður skapast í
öllum áttum á öllum sviðum þegar
allt er komið í kring. Hann af-
greiddi þennan málflutning Jóns
með því að segja að vissulega
kæmu einhver ný tækifæri, ein-
hveijir nýir möguleikar opnuðust
eða réttara sagt einhveijar leiðir
opnuðust. En hitt væri þó megin-
mál, hver opnunin yrði inn til okk-
ar fyrir útlendingana að láta til
sín taka, að hrifsa af okkur mögu-
leikana og tækifærin, sem við þó
sætum ein að utan þessarar njörv-
unar. Það yrði meginniðurstaða,
þegar fram liðu stundir og máske
fyrr en við héldum. Og hann ásamt
arkitektinum sem með honum var
gerði góðlátlegt grín að oftrú
margra á því, að hinir gáfuðu og
hugmyndaríku landar okkar
myndu hasla sér völl vítt um Evr-
ópu með alkunnu atgervi sínu, en
einmitt þetta er oft nefnt til sögu
þegar verulega þarf nú að lof-
syngja samninginn. Það væri svo
sem í samræmi við: Allt fyrir ekk-
ert blaðrið að segja, að íslendingar
myndu eðlilega leggja Evrópu alla
Helgi Seljan .
„Það eitt að láta þjóðina
segja sitt álit ætti að
vera sjálfsagður hlutur,
sér í lagi fyrir þá sem
svo sigurvissir og sann-
færðir eru um málstað
sinn - EES samninginn
og alfullkomið ágæti
hans.“
að fótum sér í framtíðinni.
Ég gæti haldið áfram lengi enn,
en mér þótti mjög athygli vert hve
margir kvörtuðu yfir því að ekki
vissu þeir um hvað væri að ræða,
hvað þýddi að kjósa um það sem
fólk ekki vissi hvað væri o.s.frv.
í sama dúr. Þegar bent var á alla
uppfræðsluna hans Jóns Baldvins
þá tók fólk svo sterkt til orða, að
allt væri það marklítið eða mark-
laust þar sem aðeins önnur hliðin
væri dregin fram, allt frægt og
fegrað, en hvergi bæri minnsta
skugga á. Fólk trúði okkur greini-
lega ekki meira en svo, þegar við
sögðum að við fengjum enga -
alls enga - aðstoð til að kynna
vankanta og varasamar hliðar.
Svo slæmur er hann nú ekki, var
viðkvæði sumra, sem þótti þetta
of lygilegt til að trúa. Einstaka
sagðist ekki nenna að skrifa undir
vitandi um forherðingu þessara
manna, sem hvorki þyrðu né vildu
láta þjóð sína segja sitt álit. Þó
við okkur í Samstöðu væri sagt
var þó þung undiralda eigin sann-
færingar um fánýti þessa og for-
herðing ráðamanna afar ljós og
vakti mér hálfgerðan óhug, máske
af því að sjálfur hefi ég fundið
áþekka tilfinningu.
Eitt er mér dagljóst eftir lestur
þessa fólks alls yfir mér, hversu
fólk treystir illa fagurgala þeirra
sem í fararbroddi ganga, hversu
fólk gerir sér ljósar hætturnar,
sem þó eru alltaf afgreiddar sem
vanþekking, gott ef ekki heimska.
En skilaboðin eru hér að hluta og
það sem meira er, flest þetta fólk
kvaðst mér ósammála í pólitík um
leið og það læddi að mér skilaboð-
um sínum.
Við þessi boð, sem ugglaust
allir fá meira eða minna, ættu
menn að staldra rækilega við. Það
eitt að láta þjóðina segja sitt álit
ætti að vera sjálfsagður hlutur,
sér í lagi fyrir þá sem svo sigur-
vissir og sannfærðir eru um mál-
stað sinn - EES samninginn og
alfullkomið ágæti hans. Allra síst
ættu þeir að óttast úrslitin svo
algóðan hlut sem þeir hafa afrekað
og bera á borð með slíkum lyst-
auka að annað eins hefur ekki sést.
Eða halda þeir innst inni að
fólki finnist vera farið að slá svo
í kræsingamar að best sé að
fleygja þeim í ruslatunnuna? Það
skyldi þó ekki vera að þjóðarat-
kvæði með óhjákvæmilegri kynn-
ingu á báða bóga sé forkólfunum
eitur í beinum einmitt af því að
þá koma öll kurl til grafar - jafn-
vel sjálfur sannleikurinn um inni-
haldið yrði öllum ljós. Við sem nú
leitum liðsinnis fólks um áskorun
á stjómvöld um þjóðaratkvæði og
gefum því kost á því í Kolaportinu
að leggja okur lið - við erum alls
óhrædd við að láta málstað okkar
undir dóm þjóðarinnar. Erum við
svona mikið aumari en Danir að
okkur sé ekki treystandi - mér og
þér - hinum almenna kjósanda að
segja já eða nei? Er það álit lýð-
ræðisjafnaðarmannsins Jóns Bald-
vins og fijálshyggjuforingjans
Davíðs að þeir einir og þeirra
þægasta lið eigi að útkljá slíkt
stórmál? Fólkið í landinu á það
andsvar eitt nú að undirrita
ákveðna áskomn til þess að láta
á það reyna, hvort það á ekki að
fá að segja álit sitt. Það er þjóðar-
nauðsyn, þegar slíkt örlagamál er
í húfi.
i
i
i
i
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður og félagi í
Samstöðu.
MISPILL
Cotoneaster - Bermispill
BI6m vikunnar
Ágústa Björnsdóttir
240. þáttur
Til bermispla teljast nokkrir
tugir tegunda. Þetta em fallegir
og skemmtilegir mnnar ýmist
sumargrænir eða sígrænir. Flest-
ir þeirra era blaðsmáir og
blaðfagrir. Ýmsir em blómsælir
og mynda fallegt aldin, sem
ýmist er rautt eða svart stein-
epli. Þessir rannar hafa yfirleitt
mjög fallega haustliti, oft gula
og hárauða. Vaxtarlag þeirra er
mjög margbreytilegt, frá lág-
vöxnum skriðluðum rannum allt
upp í 3-4 metra hæð. Notagildi
þeirra við gerð garða er marg-
þætt, það má nota þá sem lim-
gerðisplöntur, stakstæða ranna
og þekjuranna í steinhæðir.
Verður nú getið nokkurra teg-
unda sem álitlegar þykja til rækt-
unar hér á landi.
Glansmispill - Cotoneaster
acutifolia. Blöð dökkgræn breið-
egglaga, gljálaus, ný blöð oft
hærð. Haustlitir blaða gjaman
rauðir eða gulir. Greinar ská-
stæðar. Blómin hvít eða rauðleit,
aldin fagurrauð. Aldinsteinar
tveir. Lík tegund er C.lucida sem
er að því leyti frábragðin að blöð
era gljáandi og hárlaus og aldin-
steinamir 3-4. Þessar tegundir
báðar era sérstaklega harðgerðar
og henta mjög vel t.d. í limgerði
og líka sem stakstæðir runnar.
ígulmispill - C. bullata. Get-
ur orðið um 3 m á hæð og er
hraðvaxinn. Yfírborð blaða
hrakkótt og glansandi, blöð egg-
laga. Aldin rauð í klösum líkt og
reyniber. Þessi ranni er tæplega
nógu harðgerður hérlendis en
getur vaxið sæmilega í skjólsöm-
um görðum og er ljómandi falleg-
ur.
Dúnmispill - C. tomentosa
verður allt að 3 m á hæð. Blöð
breiðegglaga, snubbótt, 3-6 sm
á lengd, hærð bæði á efra og
neðra borði. Blóm 3-12 saman
í skrúfum, gráhvít. Aldin rauð
með 3-5 steinum. Litur dúnmisp-
ils gerir hann sérstæðan í rækt-
un. Hann þrífst hér nokkuð vel
en er fágætur.
Skriðmispill - C. adpressus.
Mjög lágvaxinn ranni, jarðlægur
og skýtur oft rótum út úr hinum
jarðlægu stilkum, blöð gagnstæð,
daufglansandi, ausulaga. Blóm
lítil, hvít eða bleik. Aldin rauð
ber. Þessi tegund er nokkuð
reynd hér og reynist vel í stein-
hæðir og til að þekja með. Af-
brigðið praecox hefur líka verið
reynt hér og gefist vel.
Hengimispill - C. horizontal-
is er lágvaxinn ranni. Blöðin gljá-
andi, jaðrar ekki bylgjaðir. Grein-
ar láréttar, útstæðar, mjög reglu-
legar. Blóm og aldin rauð. Heldur
blöðunum gjarnan lengi fram
eftir vetri. Tegundin er stundum
nefnd veggjamispill.
Skrautmispill - C. multiflor-
us verður allt að 3 metrar á hæð
með grönnum bogadregnum
greinum. Blöð 2-5 sm á lengd.
Blóm 6-20 í klösum á greinunum
endilöngum, hvít að lit. Aldin
ljósrauð. Þetta er sérstaklega
faliegur ranni hvort sem er í
blómi eða með aldin.
Fleiri tegundir mispla hafa
verið reyndar hér og væri þess
virði að geta um fleiri tegundir
en plássið leyfir ekki meiri upp-
talningu að sinni.
i
I
i
I
I
I