Morgunblaðið - 04.07.1992, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992
Minning:
Bjöm Guðmundsson,
Vestmannaeyjum
Fæddur 24. júní 1915
Dáinn 24. júní 1992
Kallið kom — eins og svo oft —
óvænt, er Bjöm Guðmundsson, ný-
kominn heim til Eyja í stutta heim-
sókn, lést á 77 ára afmælisdegi sín-
um, 24. júní sl.
Fyrir tveim ámm hélt hann fjöl-
skyldu og vinum meiri háttar af-
mælisfagnað, sem okkur verður
lengi minnisstæður. Þar var Bjöm
hrókur alls fagnaðar og minnist ég
varla í annan tíma, að hafa séð
hann svo glaðan um árabil.
Greinilegt var síðustu mánuði að
Bjöm gekk ekki heill til skógar.
Er ég heimsótti hann í maí í nýju
stórfallegu íbúðina hans í Hraunbæ
103, sem hann bjó í síðustu mánuð-
ina, viðurkenndi hann í fyrsta skipti
að hann væri lasinn.
Bjöm var ekki sú manngerð að
kvarta. Níu ára gamall stóð hann
við hlið móður sinnar og fjögurra
systkina er faðir hans dmkknaði í
hörmulegu sjóslysi við Eiðið rétt
fýrir jólin, 16. desember 1924.
Með Guðs hjálp og góðra manna
tókst móður hans að koma barna-
hópnum til manns. Má með sanni
telja slíkt til afreka, en þetta gerð-
ist því miður allt of oft. Tíð sjólsys
við Eyjar — með ólýsanlegum sorg-
um og erfíðleikum.
Bjöm var bráðger, harðduglegur
og fylgin sér. Honum tókst að nema
við Samvinnuskólann og varð fljót-
lega sjálfstæður atvinnurekandi og
umsvifamikill í verslun og síðar
útgerð og fískvinnslu.
Við Eyjamenn minnumst að um
árabil var fastur punktur í tilver-
unni að koma við á Bjössabar og
sækja Moggann til Bjössa og
Tryggva en saman unnu þeir bræð-
ur um áratugi að verslunarrekstri
með góðum árangri.
Bjöm var einn af fáum, er ég
þekki, sem sagði tæpitungulaust
að hann væri að fást við þetta og
hitt til að græða. Hann gaf Jítið
fyrir það að einhveijir væm að slíku
af hugsjónaástæðum.
Bjöm var heppinn í framkvæmd-
um sínum og sá sér og sínum vel
farborða með mikilli elju og þraut-
seigju. Hann vildi ekki reisa sér
hurðarás um öxl — og þótti í seinni
tíð, er hann hafði gott yfirsýn yfir
sviðið, að sumir ætluðu sér um of,
í trausti þess að hægt væri að velta
vandanum á undan sér.
Hann var mikill sjálfstæðismað-
ur, í þess orðs fyllstu merkingu.
Treysti á eigin dug og hyggjuvit.
Um árabil var hann í forystusveit
flokksins í héraði og vann óeigin-
gjamt starf, m.a. ritstjóri Fylkis
um langt skeið. Hann var vel ritfær
og rithönd hans var sérlega fögur.
Bjöm var um árabil í bæjarstjóm,
tillögugóður og hagsýnn. Það átti
ekki fyrir honum að liggja að láta
að sér kveða á iandsvísu þótt okkur
mörgum fyndist hann eiga fullt er-
indi með sína yfírgripsmiklu þekk-
ingu og dýrmætu reynslu, ekki hvað
síst í málum sjávarútvegsins. Bjöm
var um langt skeið formaður í sam-
tökum útvegsmanna og Báta-
ábyrgðarfélaginu. Hann var félags-
málamaður og stundaði þau störf
eins og annað af áhuga og með-
fæddri skyldurækni. Hann var
skemmtilegur fundarmaður sem
hvarvetna vakti verðskuldaða eftir-
tekt með hnyttni og skondnum
framgangsmáta. Er margs að
minnast frá löngum samstarfsferli,
sem nú er af alhug þakkað fyrir.
Stærsta lífslán Bjöms var eigin-
kona hans, Siguijóna Ólafsdóttir,
Jóna frá Görðum, eins og hún var
gjaman kölluð, einstök öðlings-
kona, hvers manns hugljúfí. Þau
áttu ástríka samleið í 40 ár. Var
það Birni og fjölskyldunni mikill
harmur er Jóna lést langt um aldur
fram fyrir 10 árum.
Böm þeira eru Kristín, Ijósmóðir,
gift Ólafí G. Sigurðssyni, lögg. end-
urskoðenda, Aslaug, fóstra, og
Guðmundur, lögmaður, kvæntur
Önnu Sigurðardóttur. Öll eru þau
búsett í Reykjavík. Niðjum Bjöms
sem eru mesta atgervisfólk eins og
þeir eiga kyn til, sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Sömu-
leiðis Tryggva, sem einn lifír systk-
ini sín, og hans fjölskyldu. Þau og
við öll höfum fyrir mikið að þakka
og biðjum Alföður að gefa dánum
ró, hinum líkn er lifa.
Eftirminnilegur persónuleiki er
kvaddur í þökk og virðingu.
Jóhann Friðfinnsson.
Kveðja frá fulltrúaráði
sjálf stæðisfélaganna
í Vestmannaeyjum.
Með andláti Bjöms Guðmunds-
sonar fyrrverandi útgerðarmans og
kaupmanns, er fallin frá einn af
þeim mönnum sem tóku mestan
þátt í uppgangi útgerðar og físk-
vinnslu í Vestmannaeyjum. Á langri
starfsævi kom Bjöm víða við í at-
vinnulífí Eyjanna, fyrst við almenn
störf, síðar við verslun og útgerð
og fískvinnslu.
Eins og oft gerist hjá duglegum
og stórhuga mönnum tók Bjöm að
sér ýmis störf í félagsmálum, jafnt
í stjómmálum sem á öðmm vett-
vangi.
Hér verður einkum minnst starfa
hans í félagsmálum, fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn og byggðarlagið.
Aðeins 18 ára var Bjöm kosinn
formaður Félags ungra sjálfstæðis-
manna í Vestmannaeyjum. Var
hann fyrst formaður 1933-1935 og
tók síðar að sér formennsku á nýjan
leik 1946-1948. Árið 1946 var hann
kosinn í bæjarstjóm Vestmanna-
eyja og sat þar í tvö kjörtímabil eða
til 1954. Árið 1966 var Bjöm kjör-
inn á ný til setu í bæjarstjóm til
loka kjörtímabils 1970. Þá var
Björn formaður fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Eyjum árið 1964-
1970 og frá 1975-1978. Einnig var
Bimi falin formennska í kjördæmis-
ráði Sjálfstæðisflokksins á Suður-
landi 1975-1977 og átti auk þes
ssæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins á sama tíma.
Bjöm Guðmundsson átti ákaf-
lega létt með að færa hugsanir sín-
ar í letur og skrifa góðan og kjam-
yrtan texta. Fljótlega eftir að farið
var að gefa út flokksblaðið Fylki í
Vestmannaeyjum um 1950, kom
hann þar að málum. Var hann rit-
stjóri Fylkis í mörg ár, síðast árið
1978. Þá var hann fréttaritari
Morgunblaðsins í áratugi.
Bjöm var -á margan hátt mjög
sérstakur maður. Hann var oft
umdeildur í stjómmálum en þar
stóð hann og féll með sínum ákvörð-
unum. En einstakur áhugi hans á
félagsmálum og mikill kraftur í fé-
lagsstarfí og blaðaútgáfu, þegar
hann var í forystu, einkenndu störf
hans. Björn var formfastur í félags-
störfum og vildi hafa hlutina í lagi.
Gilti það jafnt í öllum hans störfum
hvort sem um var að ræða félags-
mál eða annað.
Þegar Bjöm nálgaðist sjötugsald-
urinn ákvað hann að draga sig að
mestu út úr þeim annasömu störf-
um sem hann hafði gegnt. Þau rúm-
lega sjö ár sem liðin em síðan,
notaði hann meðal annars til þess
að ferðast. Hugurinn var ávallt
bundinn við Vestmannaeyjar og
sjávarútveginn. Til marks. um
áhuga hans má nefna að í maí sl.
slóst hann í för með fískvinnslu-
mönnum til Jótlands til þess að
kynna sér danskan sjávarútveg.
Þrátt fyrir að Björn væri fluttur frá
Vestmannaeyjum fyrir nokkrum
árum kom hann reglulega til Eyja
og var hann þar staddur þegar
kallið kom.
Eiginkonu sína Sigurlaugu Ólafs-
dóttur missti hann fyrir rúmlega tíu
árum eftir um fjörutíu ára farsælt
hjónaband. Þau _ eignuðust þrjú
böm, Kristínu, Áslaugu og Guð-
mund.
Á kveðjustund minnast sjálf-
stæðismenn í Vestmannaeyjum
Bjöms Guðmundssonar með þakk-
læti. Hann átti mikinn þátt í upp-
byggingu bæjarfélagsins með þátt-
töku sinni í atvinnurekstri og fé-
lagsmálum. Við fæmm ástvinum
hans innilegar samúðarkveðjur og
óskum þeim Guðs blessunar.
Arnar Sigurmundsson,
formaður.
Sjálfstæði var ríkasti þáttur
hans, þessa sérstæða athafnaskálds
sem sigldi lífssjóinn af hispursleysi
og stóískri ró. Bjöm Guðmundsson,
útvegsbóndi í Vestmannaeyjum, var
svipmikill persónuleiki, hvort
tveggja í senn í fasi og framkomu.
Hann var einn af þessum eftir-
minnilegu mönnum sem samferða-
menn muna og svo víðfeðm var
persónulandhelgi hans að líklega
muna margir hann fremur sem
hluta af landslagi, umhverfínu í
heild, en smærri atvikum.
Það er sjaldan logn við Stór-
höfða, en þar mætast stálin stinn
í norðan garra og sólskinsdögunum
sem fljúga úr suðurátt og alltaf er
kvika við Stórhöfðatá. Þannig var
Bjöm Guðmundsson útvegsbóndi
og athafnamaður, hann var mikillar
náttúm og allra veðra en fyrst og
fremst var hann vinur vina sinna,
samkvæmur sjálfum sér, framsýnn
og hikaði ekki við skoðanir á mönn-
um og málefnum þótt hann færi
oft ótrúlega mildilega með miðað
við brimið í blóði hans.
Svo förum við á lundaballið í
haust, sagði hann við mig fyrir
fáum vikum þegar við röbbuðum
saman yfír slatta af svartfuglseggj-
um. Hann kunni svo vel að meta
hlunnindi náttúmnnar á heimaslóð-
inni, því einmitt úr þeim farvegi var
velgengni hans sprottin. Fátækur
drengur byijaði hann að safna úr-
gangslifur og alla tíð síðan sýndi
hann mikla útsjónarsemi í þeim
verkum sem hann tók sér fyrir
hendur hvort sem var kaup-
mennska, útgerð eða fískvinnsla.
Þótt vindar blási hvað glaðast á
Stórhöfða er þar samt sem áður sú
veðurathugunarstöð þar sem hæst-
ur mælist hiti á landinu. Björn
Guðmundsson var viðkvæmur og
sérstaklega hlýr í hjarta, enda
spannaði hugur hans víðáttur tilver-
unnar þar sem hann krafðist svara
um mannanna verk. Innst inni var
þessi athafnamaður ljóðrænn penni
og oft hafði hann á orði sem gam-
all fréttaritari Morgunblaðsins að
blaðamaðurinn í honum væri það
sem kitlaði hann mest. Það var í
raun synd að sínar bækur skyldi
hann skrifa í huganum en ekki á
þrykk, því hann var frábær sögu-
maður, hnittinn í orðum og fléttað-
ist þar saman kaldhæðni, húmor
og þekking.
Bjöm var nýtinn maður og passa-
samur, því það hafði skóli reynsl-
unnar kennt honum, en honum lán-
aðist einstaklega vel að feta þann
veg að taka áhættu athafnaseminn-
ar og hafa vaðinn fyrir neðan sig
eins og bjargveiðimenn orða það.
En hann naut þess líka þegar stund-
ir gáfust að vera gamli góði Eyja-
peyinn, sletta úr klaufunum og
bregða á leik og þá var alveg sama
hvort hann kom með nokkra kassa
af bjór fyrir bjórtíð á íslandi inn á
ritstjóm Morgunblaðsins síðla dags
undir helgi og skenkti blaðamönn-
um eða leigði eina hæð á Hótel
Sögu á þingi útvegsbænda til þess
að Eyjamennimir og gestir þeirra
gætu sungið og skemmt sér nætur-
langt án þess að kvartanir bærust
vegna lífsnautnarinnar. Björn var
mikill spjallari og hafði snarpa þörf
fyrir að fá útrás fyrir skoðanir sín-
ar til skoðanaskipta. Það var
skemmtilegur stíll.
Genginn er góður vinur og höfð-
ingi. Megi góður Guð varðveita
hann og gefa styrk eftirlifandi vin-
um og vandamönnum. Það verður
ekki dónalegt á slóðum eilífðarinnar
að mæta Bimi Guðmundssyni,
Bjössa á Barnum, eins og hann var
löngum kallaður í hjarta Vest-
mannaeyja. Athafnamaðurinn sem
markaði mikilvæg spor í sögu lands
og þjóðar fer nú á æðri vegum þar
sem hindranir hljóta að vera fáar
fyrir háar hugsanir athafnaskálds-
ins og sjálfstæðisins.
Árni Johnsen.
Það voru okkur þungbær tíðindi
að afi okkar hefði gengið á vit feðra
sinna. Hann sem hafði verið svo
hress allt fram á síðustu stundu og,
að okkur fannst, ekkert breyst í
áranna rás og það var kannski í
stíl við hans lífshlaup að hann skildi
við þennan heim í heimsókn í fæð-
ingabæ sínum, Vestmannaneyjum,
þar sem rætur hans lágu og hjarta
hans sló, þann dag sem hann varð
sjötíu og sjö ára.
Þegar við rifjum upp minningar
um afa okkar kemur margt
skemmtilegt .upp í hugann enda
átti hann auðvelt með að sjá spaugi-
legu hliðina á flestum hlutum. Hann
var óvenjulegur maður, fordóma-
laus og sjálfstæður, og virtist ekki
lúta þeim lögmálum sem við hin
stjórnumst af daglegu lífí. Það er
líka sammerkt með þeim minning-
um sem við eigum um hann hve
óútreiknanlegur, sérlundaður og
hreinlega fyndinn hann var á sinn
hispurslausa hátt. Fátt virtist hon-
um óviðkomandi og eins og ekkert
væri sjálfsagðara hóf hann ósjaldan
samræður við bláókunnugt fólk á
fömum vegi um lífíð og tilveruna,
og fór þá ekki í manngreinarálit.
Síðan fræddi hann okkur bræðuma
um hvers hann hefði orðið vísari í
könnun sinni á mannlífinu með ein-
hveijum hnyttnum og litríkum sög-
um af venjulegu fólki, fólki eins og
honum. Samt ber okkar saman um
að hann hafí verið óvenjulegur
maður.
Hann var þeirrar skoðunar að
hamingja lífsins kæmi innan frá en
væri ekki sótt í prjál veraldlegra
gæða. Fyrir okkur var hann sem
klettur í hafínu, tryggur og traustur
með stórt hjarta og með báða fætur
á jörðinni. Afí var mikill á velli og
mikill í lund en umfram allt var
hann heill, sannur sjálfum sér og
öðmm.
Þegar við horfumst í augu við
að það sem við eitt sinn áttum er
horfíð sjónum okkar, verður okkur
tíðrætt um tilgang lífs og dauða.
Sá sem við minnumst hér hefði lík-
lega bent okkur á að velta okkur
ekki upp úr slíkum þankagangi þar
sem engin haldgóð svör væri að
fínna.
Það er ógjömingur að koma orð-
um að þeim hugsunum og tilfinn-
ingum sem um hugann reika þegar
við kveðjum afa okkar hinsta sinni.
En eitt vitum við að hann mun verða
með okkur og minning hans lifa í
hugum okkur um ókomna tíð.
Björn og Sigurður Ólafssynir.
Þegar Stýrimannaskólinn í Vest-
mannaeyjum var stofnaður 1964
stofnuðu bræðurnir Bjöm Guð-
mundsson útgerðarmaður og
Tryggvi Guðmundsson kaupmaður
sjóð til þess að styðja efnalitla nem-
endur við skólann. Sjóðurinn ber
heitið Minningarsjóður hjónanna
Áslaugar Eyjólfsdóttur og Guð-
mundar Eyjólfssonar sjómanns frá
Miðbæ í Vestmannaeyjum, það vom
foreldrar þeirra. Oft á undanfömum
árum hefur Björn komið á skólaslit
og gefíð fé í sjóðinn og á 75 ára
afmæli sínu 24. júní 1990 gaf hann
stórt til hans.
Margir nemendur skólans hafa
undanfarin ár fengið styrki úr
sjóðnum og hefur það ábyggilega
bjargað miklu hjá þeim, sem em
orðnir heimilisfeður meðan á nám-
inu stendur.
Hinn 16. desember 1924 fórst
Guðmundur Eyjólfsson í miklu sjó-
slysi við Eiðið í Vestmannaeyjum.
Þá var Bjöm aðeins níu ára gam-
all, elstur fimm systkina. Gamall
vinur Björns sagði undirrituðum að
Bjöm hafí þá og meðan móðir hans
lifði reynst henni mjög vel. Hann
hafí nánast strax farið að vinna
heimilinu af miklum dugnaði. Lengi
vel höfðu strákar í Vestmannaeyj-
um stundað lifrartínslu á bryggjun-
um, hirt alla þá lifur sem kreistist
fram úr fískinum, þar sem hann lá
í kösum. Bjöm stundaði lifrartínsl-
una af kappi og seldi afurðina í
bræðslu. Hann krakaði líka upp
físka sem fallið höfðu í sjóinn og
seldi. Vinur hans sagði líka að Bjöm
hafí afhent mömmu sinni allan af-
rakstur þessa erfíðis, aldrei keypt
sér einn bijóstsykursmola, hvað þá
meir. Fleiri spjót hafði hann úti til
þess að afla heimilinu tekna. Áhugi
hans og dugnaður fyrir velferð fjöl-
skyldunnar vöktu aðdáun nágranna
og vina.
Ég held að þetta hafí síðan ein-
kennt Bjöm alla tíð, sjálfsbjargar-
viðleitni og mikill dugnaður í öllum
stöfum, og stofnun sjóðsins, til að
styrkja efnalitla nemendur í Stýri-
mannaskólanum í Vestmannaeyj-
um, var hugsjón af lífí og sál. Hann
braust í sárri fátækt til náms í
Samvinnuskólanum. Að því loknu
varð hann forstjóri Samkomuhúss
Vestmannaeyja í stuttan tíma. Enn
í dag er hér í Eyjum minnst á dugn-
að hans þar. Síðar varð kaup-
mennska og útgerð hans starf.
Hann átti bátana Björgu, Sídon og
Árna í Görðum, og í verslununum
var matvara, gjafavara, fatnaður,
snyrtivömr o.fl. Hann vann langan
vinnudag í fyrirtækjunum og hafði
ábyggilega alla þræði á eigin hendi.
Hann efnaðist líka vel sem betur
fer. Allt var það fyrir eigin dugnað
og áræði. Sama fólkið starfaði hjá
honum ámm saman bæði á sjó og
landi svo þar hefur verið gott að
vera.
Bjöm kom ótrúlega víða við í
félagsmálum. Hann sat í bæjar-
stjórn Vestmannaeyja fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Var í stjórn og for-
maður Útvegsbændafélags Vest-
mannaeyja lengur en_ nokkur ann-
ar, sama var um ísfélag Vest-
mannaeyja, sem var orðlagt fyrir-
myndarfyrirtæki á hans stjórnar-
formannsárum. Það var og er eitt
af stærstu fískvinnslufyrirtækjum
landsins. Hann var líka lengi í stjóm
og stjómarformaður Bátaábyrgða-
félags Vestmannaeyja. í stjórn
Landssambands íslenskra útvegs-
manna og víðar í forystu sjávarút-
vegs og kaupmennsku. Og hann var
fréttaritari og umboðsmaður Morg-
unblaðsins í Eyjum í mörg ár. Allt
komst hann þetta fyrir eigin dugnað
og verðleika.
Kynni okkar Bjöms voru mest í
sambandi við sjóðinn þeirra bræðra
í Stýrimannaskólanum. Hann bar
hag hans mjög fyrir bijósti. Stöðugt
að hugsa leiðir honum til styrktar.
Hann virkilega vildi verða efnalitl-
um sjómönnum að liði og mennta
þá til skipstjórnarstarfa. Fátt taldi
hann Eyjunum mikilvægara en að
þar væri myndarlegur Stýrimanna-
skóli, og vildi veg hans sem mest-
an. Kom oft í heimsókn til okkar
og hélt ræðu yfir strákunum, og
skýrði stöðu útgerðar og fiskvinnslu
hveiju sinni. Barlómur og lélegur
rekstrargrundvöllur voru ekki í