Morgunblaðið - 04.07.1992, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992
17
hans máli. Hann naut sín vel í ræðu-
stól. Sagði vel og skilmerkilega frá.
Það var líka oft stutt í gamansem-
ina, enda var hann góður tækifæris-
ræðumaður. Það var oft hlegið þeg-
ar hann kom. Sannarlega aufúsu-
gestur, sem var dáður og virtur að
verðleikum.
Kona Björns var Siguijóna Ólafs-
dóttir frá Görðum í Vestmannaeyj-
um. Hún dó fyrir nokkrum árum.
Börn þeirra eru Kristín, Áslaug og
Guðmundur. Við í Stýrimannaskó-
lanum sendum þeim og fjölskyldum
þeirra dýpstu samúðarkveðju.
Friðrik Ásmundsson.
Fréttin um andlát Bjöms Guð-
mundssonar barst mér að kveldi 24.
júní frá vini okkar beggja, Jóakim
Pálssyni í Hnífsdal, rétt í þann
mund, sem ég ætlaði að hringja út
í Eyjar og óska Birni til hamingju
með afmælisdaginn! Mér brá og ég
var sleginn hryggð og söknuði, því
Bjöm var mér einkar kær.
Föstudaginn 19. júní töluðum við
saman og sagði hann mér þá, að
hann væri á förum til Eyja, til að
sitja aðalfund ísfélagsins daginn
eftir, þess félags, sem var honum
kærast af öllum þeim mörgu félög-
um, sem hann kom nálægt og léði
krafta sína, á löngum, farsælum
og gæfuríkum ferli. Hann sagðist
hlakka til ferðarinnar, „ég er sífellt
haldinn heimþrá og það er orðið
allt of langt um liðið síðan ég var
úti seinast", eins og hann komst
að orði. Við kvöddumst og það var
bundið fastmælum að hittast við
fýrsta tækifæri, eftir að hann kæmi
til baka. Þeir fundir verða að bíða
um sinn.
Kynni okkar Björns hófust
snemma árs 1975, er ég hóf störf
hjá Innkaupadeild LÍÚ. Hann hafði
verið kjörinn formaður fram-
kvæmdaráðs deildarinnar stuttu
áður. Mér varð fljótt Ijóst, að hér
fór enginn meðalmaður, hvorki að
gáfum né reynslu, svo ekki sé
minnst á líkamlegt atgerfi hans,
sem var mikilúðlegt. Samstarf okk-
ar Bjöms var mjög náið og ánægju-
legt, hann fylgdist grannt með öllu,
sem var að gerast, hélt títt og reglu-
lega stjórnarfundi ogþað fór enginn
í grafgötur um það, að hann kunni
góð skil á öllu því, er snerti þennan
rekstur, enda búinn að vera farsæll
útgerðarmaður um langa hríð.
Bjöm var endurkjörinn formaður
deildarinnar árlega, allt til aðal-
fundar 1983, að hann gaf ekki leng-
ur kost á sér. Á þessum árum fórum
við Bjöm í margar ferðir á vegum
deildarinnar, bæði hér innanlands
og til útlanda, og efldust þá kynni
okkar enn betur en ella. Bjöm var
maður glaðsinna og skemmtilegur
í þröngum hópi, hafsjór af fróðleik
um Eyjamar og samferðamenn sína
á heimaslóðum, sagði skemmtilega
frá og kunni þá list að segja sögur
af sjálfum sér, sjálfshólslausar, en
kímnar með afbrigðum. Ekki minn-
ist ég þess, að hann hafi nokkum
tíma talað á bak nokkrum manni,
lífs eða liðnum, enda Bjöm stór,
bæði til orðs og æðis.
Mér er mikill söknuður í huga,
er ég nú kveð vin minn Björn. Hann
var fremstur meðal jafningja, þeirra
manna, sem ég hef átt að húsbænd-
um um dagana.
Við Ása sendum bömum Bjöms
og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Björns Guðmundssonar.
Gylfi Guðmundsson.
Með Birni Guðmundssyni er fall-
inn í valinn mikill áhrifamaður um
málefni íslensks sjávarútvegs á
liðnum áratugum. Hann var umsvif-
amikill útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum frá 1951 til ársins
1986 er hann seldi útgerð sína og
fluttist til Reykjavíkur. Hann var
einnig stór hluthafi í ísfélagi Vest-
mannaeyja, sem er eitt stærsta fisk-
vinnslufyrirtæki í Vestmannaeyjum
og gegndi þar stjórnarformennsku
í tvo og hálfan áratug. Samhliða
útgerðarrekstri rak hann verslun
og sölutum lengst af frá árinu
1940.
Þrátt fyrir þessa umfangsmiklu
atvinnustarfsemi gaf hann sér tíma
til þess að sinna ýmsum félairsmál-
um á sviði sjávarútvegsins.
Hann var formaður Utvegsbænd-
afélags Vestmannaeyja frá árinu
1955 til 1980 að undanskildum 3
ámm og sama tíma átti hann sæti
í stjóm Landssambands ísl. útvegs-
manna. Hann var stjórnarformaður
í Innkaupadeild LÍÚ til margra ára.
Öllum þessum trúnaðarstörfum
gegndi hann af alúð og árvekni.
Auk þessara starfa var hann
áhugamaður um stjómmál. Hann
var virkur félagi í Sjálfstæðis-
flokknum og gegndi mörgum trún-
aðarstörfum fyrir flokkinn, m.a. var
hann bæjarfulltrúi í tvö kjörtímabil
og formaður kjördæmisráðs.
Hann sótti nám í Samvinnuskól-
anum og útskrifaðist þaðan 1937.
Hann aflaði sér menntunar í Banda-
ríkjunum eftir að hann var kominn
á fullorðinsár og orðinn fjölskyldu-
maður.
Ég kynntist Bimi og hans ágætu
konu, Siguijónu, á árinu 1958 er
ég kom fyrst til Vestmannaeyja á
vegum LIÚ. Tókst þá með okkur
vinátta sem staðið hefur síðan, þrátt
fyrir nokkurn aldursmun. Ég varð
heimagangur í Birkihlíð og átti þar
margar ánægjustundir. Mér er
minnisstætt hvað mér þótti mikið
til um hið glæsilega heimili þeirra
hjóna. Húsið, húsbúnaður og heim-
ilisbragur allur bar þeim hjónum
gott vitni. Móttökur og viðurgern-
ingur allur var með þeim hætti að
ég hlakkaði alltaf til að heimsækja
þau ágætu hjón.
í eldgosinu mikla í janúar 1973
spilltist þeirra ágæta heimili eins
og svo mörg önnur í Vestmannaeyj-
um. Mér er það ofarlega í minni
hve metnaður Björns var mikill fyr-
ir heimilinu í Birkihlíð, því mér var
ekki boðið þangað aftur fyrr en
allt var fullbúið að nýju. Sátum við
þá oft í skrifstofu ísfélagsins og
ræddum landsins gagn og nauð-
synjar fram á nótt eftir að hafa
setið fund í Útvegsbændafélaginu,
sem alltaf voru hinir líflegustu.
Björn var fátækur í æsku og
hafði því ríka tilhneigingu til þess
að efnast og skapa sér og sínum
fjárhagslegt öryggi. Hann lagði oft
mikið á sig í þeim efnum og famað-
ist honum ávallt vel í útgerð sinni
enda fór hann vel með fjármuni
sina og annarra. Hann var höfðingi
heim að sækja og sýndi vinum mikla
ræktarsemi.
Hann kynntist bömum okkar
Kristínar. Talaði ávallt við þau þeg-
ar þau svöruðu í síma. Fylgdist með
námi þeirra og velferð. Hafði ávallt
eitthvað við þau að segja og þeim
þótti vænt um hann. Þannig er
góður vinur.
Björn var hávaxinn maður og
nokkuð mikill á velli. Fríður og hlýr
í viðmóti. Hann hafði ákveðnar
skoðanir sem hann setti fram af
festu. Hann hlustaði á sjónarmið
annarra og það var ánægjulegt að
eiga við hann samræður.
Bjöm kvæntist Siguijónu Ólafs-
dóttur árið 1941. Hún andaðist árið
1981 og var það Bimi mikill miss-
ir. Þau eignuðust 3 böm er öll lifa
foreldra sína.
Bjöm hafði áhuga á að ferðast
og skoða sig um í heiminum. Síð-
ustu árin naut hann þess að hafa
til þess efni að sinna þessu áhuga-
máli sínu.
Hann hafði nýlega flutt í íbúð
fýrir aldraða í Árbæjarhverfi og
naut þess að vera kominn í nálægð
við börnin sín sem sýndu honum
ástúð og umhyggju.
Við Kristín sendum börnum,
tengdabömum og barnabörnum
Björns Guðmundssonar hugheilar
samúðarkveðjur um leið og við
minnumst góðs drengs sem við höf-
um haft ánægju af að eiga að góð-
um vini.
Kristján Ragnarsson.
Sú fregn barst hinn 24. júní sl.
að félagi minn, Björn Guðmundsson
útgerðarmaður, væri látinn. Yfir-
leitt er maður óviðbúinn þegar slík-
ar fregnir berast en ég neita því
ekki að fréttin um andlát Bjöms
kom mér ekki alveg á óvart. Síð-
ustu misserin hafði heilsan verið
að bila og þrótturinn að minnka.
Á mánudaginn fyrir rúmri viku
sat Bjöm inni á skrifstofu hjá mér
hjá Isfélagi Vestmannaeyja og
spurði mig spjömnum úr. Fann ég
að Bjöm var vel með á nótunum
og fylgdist gjörla með því sem var
að gerast í Eyjum. Bjöm spurði
mig um framkvæmdir á vegum fé-
lagsins. Hvað hefði kostað að gera
svona gott bílaplan og mála ísfélag-
ið svona fallega á sl. ári. Þegar
svör vom fengin var áfram spurt:
Áttirðu fyrir þessu? Fékkstu lánað
og hvaða vexti borgarðu? Já, þetta
var nokkuð dýrt og þó — þetta var
vel sloppið. Áfram var spurt og
spjallað. Hvað fæst fyrir þorskinn
í dag? Borgar sig að senda fiskinn
óunninn út? Hvert er olíuverðið í
Englandi í dag? Svona spumingar
koma frá Birni einum og lýsa hon-
um vel. Aðhaldssemi var honum í
blóð borin.
Ég var ungur að ámm þegar ég
byijaði að taka þátt í stjórnarstörf-
um hjá ísfélagi Vestmannaeyja.
Árið 1973 kom ég fyst á aðalfund
hjá félaginu. Síðar varð ég einn af
stjórnarmönnum þess og loks
stjórnarformaður. Þá var gott og
lærdómsríkt að hafa aðgang að
manni eins og Birni Guðmundssyni
og hlusta vangaveltur hans og til-
lögur.
Björn var farsæll maður í lífi sínu
og það sem hann tók ábyrgð á og
vann að skilaði hann af sér með
miklum ágætum. Hann var stjórn-
arformaður ísfélagsins í alllangan
tíma. Eftirmaður Björn var faðir
minn og síðan tók ég við af honum.
Hef ég lært margt af Birni Guð-
mundssyni sem vissulega hefur
reynst mér vel.
í nokkur ár eftir 1975 sat ég sem
stjórnarmaður í Útvegsbændafélagi
Vestmannaeyja með Birni en þar
sat hann við stjórnvölinn árin 1955-
1962 og fóst það svo vel úr hendi
að honum var aftur falin for-
mennska frá árinu 1965-1980.
Og víðar lágu leiðir okkar sam-
an. Ég fór að vinna í pólitík og þar
hafði Bjöm víða komið við bæði í
lands- og bæjarstjórnarmálum og
verið valinn til trúnaðarstarfa á
vegum Sjálfstæðisflokksins. Það
var leitað til hans aftur og aftur
og segir það meira en mörg orð um
að fólk kunni að meta störf hans.
Á meðan Björn var í stjóm ísfé-
lagsins rak hann sína eigin útgerð,
Einar Guðmundsson hf. Hann vildi
gera það á sem hagkvæmastan og
bestan hátt og velti því oft fyrir sér
hvort best væri að selja ísfélaginu
fiskinn eða senda hann út. Oft sagði
hann við mig: „Magnús, þú selur
ekki fiskinn út óunninn nema að
þú fáir þrefalt meira fyrir hann
miðað við verð hér heima. Þú ert
að tapa nema að þú fáir þrefalt
meira fyrir fiskinn. Hafðu það alltaf
hugfast að ef þú tapar peningum á
útgerðinni þinni þá verður þú að
vinna þá aftur upp.“
Lengi gæti ég áfram rifjað upp
margvíslegt úr lífshlaupi Bjöms
Guðmundssonar og samskiptum
okkar. En það verður ekki gert
hér. En þegar Bjöm er í dag borinn
til hinstu hvílu langar mig til að
senda stutta kveðju þar sem við
vorum góðir vinir og ég er fyrrver-
andi stjómarformaður ísfélagsins
þar sem Bjöm kom mikið við sögu.
Um leið minnist ég eiginkonu hans,
Siguijónu Ólafsdóttur, þeirri ágætu
konu sem látin er fyrir allmörgum
ámm. Þau eignuðust 3 böm, Krist-
ínu, Guðmund og Áslaugu. Ég
minnist þess með þakklæti þegar
ég var yngri og leikfélagi Guðmund-
ar að þá var ósjaldan komið inn á
heimili Björns og Sigutjónu og þeg-
ið mjólkurglas með nýbökuðum
kökum.
Að lokum sendi ég bömum
Bjöms, vinum hans og vandamönn-
um samúðarkveðjur og þakka Bimi
fyrir góð kynni.
Magnús Kristinsson.
Í dag verður jarðsettur frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
Bjöm Guðmundsson útvegsmaður
og kaupmaður.
Björn fæddist í Vestmannaeyjum
24. júní 1915 og lést, 77 ára að
aldri. Bjöm ólst upp í Vestmanna-
eyjum en hann var aðeins 9 ára
þegar hann missti föður sinn. Hann
ólst upp hjá móður sinni en systkin-
in vora fimm og öll yngri en Björn.
Björn byijaði snemma að aðstoða
við að framfleyta fjölskyldunni, því
að á þessum áram var lífsbaráttan
mjög hörð hjá sjómannsekkju með
fimm ung börn. Lífsbaráttan
byggðist fyrst og fremst á því að
þiggja ekki af sveit og að vera sjálfs
sín herra og það má segja að þessi
atriði í uþpvextinum hafi mótað
Björn æ síðan.
Björn gekk í Samvinnuskólann
og lauk þaðan námi. Hann stundaði
ýmis störf um ævina, sem aðallega
tengdust kaupmennsku, útgerð og
fiskvinnslu. Hvarvetna sem Björn
kom að málum skipaði hann sér í
forystusveit og var mjög áberandi.
Björn sat í bæjarstjórn Vest-
mannaeyja í tólf ár, á árunum 1946-
1954 og 1966-1970. Hann var mjög
virkur á vettvangi bæjarmála og
hafði þar ákveðnar skoðanir eins
og alls staðar. Bjöm átti sæti í
stjórnum margra félaga bæði í
Vestmannaeyjum og í Reykjavík.
Hann var mjög félagslyndur og tók
bæði þátt í starfi ýmissa félaga sem
tengdust aðalstarfi hans og líka
annarra félaga.
Bjöm var kvæntur Siguijónu
Ólafsdóttur sem lést árið 1981.
Eignuðust þau þijú börn, Kristínu,
Áslaugu og Guðmund.
Það væri hægt að rekja lífshlaup
Bjöms í löngu máli og segja frá
öllum þeim trúnaðarstörfum, sem
hann sinnti um ævina en það verð-
ur ekki gert hér.
Ég held, að Björn verði samferða-
mönnum sínum mjög minnisstæður,
sem sérkennilegur, eftirminnilegur
og skemmtilegur maður. Björn
hafði skoðanir á mönnum og mál-
efnum og talaði fyrir þeim málum,
sem hann trúði á og fylgdi þeim
SJÁ BLS 33.